Leita í fréttum mbl.is

Ofmetin lífsreynsla

Í desember á hver dagur að vera skemmtilegur, fullur af tilhlökkun, mildur og dimmur.

Desember á að flela í sér epla og negullykt með dassi af appelsínuilmi og helst á fólk bara að bíða eftir jólunum og drekka heitt súkkulaði með rjóma.  Það á að horfast í augu, knúsa börnin sín og pakka inn jólagjöfum.

Líka í kreppu.

En það er ekki svoleiðis.  Í dag er ég að drepast úr kulda og ef mér er kalt þá er ekkert gaman að neinu.

Svo er ég algjörlega utan við mig.

Ég vaknaði svona í morgun.  Var stórt spurningarmerki í framan, alveg: Hver er tilgangur lífsins? Af hverju er veður?  Af hverju þurfum við að borða?  Eru óhefðbundnar lækningar það sem koma skal?  Hver fann upp drykkjarrörið?  Er hann ríkur?  Af hverju er utanborðsmótor kallaður utanborðs? Hvað er fídusinn með því að hafa hann hangandi yfir borðstokkinn? 

Ég hreinilega þoli ekki hvað ég þarf alltaf að hugsa djúpar hugsanir þegar ég reika um nývöknuð.

Svo á hún Helga mín afmæli og það er jólaskemmtun á Laufásborg hjá Jenný Unu á eftir sem ég ætla að sækja.

Ætli ég sé veik?

Ég sat hér áðan og var að sýsla inni á heimabankanum.  Hélt á öryggislyklinum og svona.

Stóð upp og var á leiðinni út að reykja.

Setti öryggislykil í þar til gert box og steðjaði með kveikjarann út í kuldann til að draga nikótínið ofan í lungu og fremja hægfara sjálfsmorð í desemberkuldanum njótandi þess út í ystu æsar í minni forherðingu.

Ég reyndi að kveikja í helvítis sígarettunni marg oft og það var liðinn dágóður tími, amk. nokkrar langar sekúndur þegar ég fattaði að öryggislykilinn er ekki kveikjari í dulargervi.

Þegar ég steðjaði inn til að skipta á lykli og kveikjara datt ég um útidyraþröskuldinn og flaug glæsilega inn eftir ganginum.

Hafið þið farið í sleik við parkett? 

Ekki?

Það er ofmetin lífsreynsla.

Hmrpfmmfprfm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvernig ferðu að þessu kona?

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að detta?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei, bara að segja svona skemmtilega frá held ég. Þú ert nú yndisleg hvort sem þér líður vel eða illa.  Farðu samt vel með þig darling

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: M

Þegar þú færð mann til að skella uppúr fyrir framann tölvuskjáinn er þess virði að kíkja hér inn Vertu fegin að vera ekki með teppi á gólfum. Teppabruni er óþægilegur

M, 11.12.2008 kl. 13:20

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Svona daga koma líka það minnir okkur á að það er tilgangur með þessu öllu þinn dagur er að sleikja parket og vera utan við sig.muna hluti sem skipta máli afmæli uppákomur og þetta safnast allt upp í þínum reynslubanka.

Minnir þig á að þú ert bara þú.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei, frásagnarstíllinn eins og Ásdís sagði

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

HAHAHAHAHA  nú öskraði ég af hlátri....luv u woman

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.12.2008 kl. 15:19

8 identicon

Þegar ég reykti þá kólnaði ég allur upp. Nikótínið segja þeir. Mér líður illa, þegar mér er kalt. Eins og þér. Þess vegna hætti ég að reykja. Nú er ég allur eins og vel kynntur ónn.

Þeir segja að það séu til pillur við þessum vibba. Þeir eiga allan andskotann við öllum andskotanum, hvíslaði e-r að mér.  

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:11

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Og komst ekki við hjá mér fyrir/eftir jólaskemmtun.  Skamm!  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:11

10 identicon

Æðaþrengsli af reykingum.Nei hvernig er að fara í sleik við Parket? Hvernig parket?Fura?Hnota?Eik?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:21

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég veit að það er fátt verra en að vakna með hausinn fullan af spurningum, sérstaklega þegar þú veist að það eru ekki til svör. En til að ergja þig enn meira Jenný mín,  þá eru hér svörin við spurningum þínum síðan í morgunn.

Tilgangur lífsins er að elska og þekkja (læra).

Veður verður til af ýmsum orsökum, uppstreymi og niðurstreymi, snúningi jarðar og áhrifum aðdráttarafls tungls. Án veðurs væru ekki til veðurfræðingar eða neitt annað lifandi og merkilegt.

Þörfin fyrir að taka til sín næringu er bein afleiðing og ein af nauðsynlegum forsendum þess að vera skilgreind lífræn vera.

Margar óhefðbundnar lækningar verða kallaðar hefðbundnar í framtíðinni og öfugt.

Marvin Stone 1888 fékk fyrstur manna einkaleyfi á papírussogrörum. Hann dó auðugur maður úr lungnaþembu.

Mótorinn dregur nafn sitt af því að hann er nánast allur utan borðs á bátnum og var fundinn upp fyrir fátækt fólk sem átti minni báta sem ekki höfðu rúm fyrir vél innanborðs. Akkurinn er svo til  beint drif frá mótor í skrúfu og gerir siglingar á grunnsævi auðveldari, en nákvæmæega þar er fiskað eftir hóli og skjalli.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband