Leita í fréttum mbl.is

Af hverju bloggið þið?

 angry_woman

Ég var að gutlast fyrir framan sjónvarpið og sá með eigin augum þegar þingmenn réttu upp hönd í atkvæðagreiðslu.  Helvíti mikill stíll yfir því.

Ókei, ég sá það ekki beint en ég sá þegar Kiddi Sleggja sagði þingheimi að rétta upp hönd.

Vó, svo merkilegt.  Þetta geta þeir krakkarnir á þinginu.

En svo ég haldi áfram með eitthvað sem skiptir litlu máli.

Af hverju bloggið þið?

Ég meina hvað fær mann til að fara hamförum á blogginu?  Nú eða vera þar í rólegheitum?

Ég var spurð að þessu í gær og ég varð alveg hugsi (hugsið ykkur).  Flett, flett, fell í heila.

Af hverju blogga ég?

Jú, ég blogga af því ég hef gaman af því.

Líka af því að mér finnst fínt að setja niður á "blað" það sem mér dettur í hug og bloggið er jú dagbók sem er öllum opin.  Vá ekki mjög prívat það fyrirkomulag.

Svo blogga ég af því mér finnst gaman að áreita fólk þegar þannig liggur á mér.

Stundum blogga ég af gömlum vana.

Ég blogga um það að vera alki fínt að hafa það á veraldarvefnum mun vekja skelfileg fagnaðarlæti að hafa það í Cívíinu.

Ég blogga til að gleyma.

Ég blogga til að muna.

Ég blogga af því ég hef andskotinn hafi það ekkert betra að gera en fyrst og fremst blogga ég til að fá útrás.

Af hverju bloggið þið?

Koma svo segja Nennu sín.

Falalalalala.


mbl.is Rétt upp hönd á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðrétta bullið ef það á Við

Skoðanaskifti

Gaman

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Aðallega hef ég bloggað til að deila mínum hugsunum.

Sæki mest í blogg sem fá mig til að brosa og sjá hið gleðilega í tilverunni. Ekki veitir af á þessum tímum.

Hef þess vegna verið lélegur í kommentakerfunum undanfarið.

Hádramatíkin er eitthvað sem ég forðast, nema í óperunni eða leikhúsunum.

Einar Örn Einarsson, 10.12.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gleðlilega eða jákvæða átti ég við

Alkaknús á þig mín kæra

Einar Örn Einarsson, 10.12.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég blogga af því að mér finnst svo gaman að fá athugasemd frá þér

Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þangað til fyrir nokkrum vikum bloggaði ég af því að ég hafði gaman af því. Tengdi nánast aldrei við fréttir af því að mér var (næstum því alveg) slétt sama hvað margir lásu bloggið mitt

Núna blogga ég af öðrum ástæðum og með tilgang. Ég vil sem flesta inn á bloggið mitt þess vegna tengi ég kinnroðalaust við fréttir á mbl. Ég vil að fólk vakni og sjái hverskonar mafía stjórnar daglegu lífi hérna

Heiða B. Heiðars, 10.12.2008 kl. 20:00

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Af því að mér finnst það gaman

Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 20:05

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað sagðiru? Útrás? Hélt að það væri bannorð

Víðir Benediktsson, 10.12.2008 kl. 20:27

8 Smámynd: Hulla Dan

Til að byrja með var það eingöngu til að fólkið okkar heima gætu fylgst með okkur.
Svo áttaði ég mig á að það losar bara hreinlega um eitthvað að krota það niður. Hef alltaf verið heltekin af því að geta skrifað hugsanir mínar niður. Ég er nefnilega ein af þeim sem annars er töluð í kaf og get ekki komið mínum skoðunum á framfæri og fæ sjaldan að ljúka mér af óáreitt. Eða þannig upplifi ég það  
Svo með að skrifa niður og pína aðra til að lesa það er ekki hægt að grípa fram í fyrir mér.

Ég er svakalega feginn að þú hefur þessa þörf. Ánægjan mín megin þar

Hulla Dan, 10.12.2008 kl. 20:29

9 Smámynd: aloevera

  Ég blogga til að koma földum skilaboðum á framfæri við Hjálparstofnun kirkjunnar. 

aloevera, 10.12.2008 kl. 20:51

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sennilega er það af athyglissýki, sem ég blogga. Eða ákvað að fara að blogga á sínum tíma.

Þrátt fyrir allt hefur bullið í mér hjálpað einhverjum, glatt aðra o.sfrv. og þá er kominn frábær tilgangur. Ég hef alltaf haft þessa þörf; þ.e. að setja hugsanir mínar ''á blað''. Stundum er gott að hafa áheyrendur.

Svo hef ég bara kynnst svo mörgu frábæru fólki hérna

Jóna Á. Gísladóttir, 10.12.2008 kl. 21:07

11 identicon

Afskaplega skemmtileg spurning.  Svo stutt síðan að ég byrjaði að ég enn að átta mig á hvers vegna ég í andskotanum byrjaði.  Vegna þess að mig gengur hrikalega að hætta því aftur.  Finnur líklega hver sinn farveg hér eins og annars staðar, misgóðan eins og gengur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:38

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég blogga af því að þjóðin er alltaf svo forvitin að suða um hvað ég er að hugza & hvað mér liggur á hjarta það kortérið eða hitt.

Sparar sumsé batteríið á GZMinum mínum vegna færri böggandi fyrirspurnahríngínga & er um leið mín andlega ruzlafata.

Hroki, jebb, zó ?

Steingrímur Helgason, 10.12.2008 kl. 21:44

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hmmm, ég byrjaði að blogga þegar  ég var í skólanum í Finnlandi, fannst það svo sniðug leið til láta vita af mér...svo kynntist ég svo mörgu skemmtilegu fólki......en síðustu mánuði hefur ekki verið mikill tími til að blogga, athyglissýki? ég veit ekki.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:50

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég kom eiginlega á ská inn í þetta. Þekkti Gurrí og fór að lesa hjá henni. Svo hjá fleirum. Svo fór ég að læða inn einni og einni athugasemd og svo, bara allt í einu var ég farin að blogga og get ekki hætt. Maðurinn minn segir að ég tali meira um bloggvini en vini í raunheimum. Er þetta normalt? Ég bara spyr.

Helga Magnúsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:50

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð að vera í sambandi vilð eitthvað fólk og skiptast á skoðunum, svo hef ég líka vitkast helling síðan ég fór að lesa svona mikið blogg og jafnvel batnað á sumum sviðum, en það kemur svona hægt og bítandi

Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 22:22

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrst bara las ég blogg. Svo sá ég eitthvað sem var svo víðáttuvitlaust að mig langaði að gera athugasemd. Gat ekki hugsað mér annað en að gefa komment undir fullu nafni og stofnaði blogg. Svo bara óx þetta ...

Haraldur Hansson, 10.12.2008 kl. 22:24

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ektamakinn datt í bloggið með offorsi.  Hætti að ná sambandi við hann um tíma.  Ákvað að prufa sjálf og hlamma mér á vinalistann hans (athyglisþörf kannski ha).  Byrjaði að fjalla um hjartans mál og efni, hef gaman af öðrum, hrundi svo í pólitískt í bland þegar kreppan skall á.

Stundum líða dagar án þess að ég poppi inn - stundum sit ég heilt kvöld.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:28

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju...???  Ég bara veit það ekki.

Ég veit af hverju ég byrjaði að blogga en hef ekki hugmynd um af hverju ég hélt því áfram.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:40

19 Smámynd: M

Byrjaði að blogga af forvitni og löngun til að setja hugsanir niður á blað. Nota bloggið sem dagbók. Áhuginn hefur minnkað mikið þ.e.a.s. að blogga sjálf en hef alltaf gaman að lesa önnur blogg og þá sérstaklega hjá sumum   Finnst lærdómsríkt að lesa blogg og fylgist betur með því sem er að gerast í þjóðfélaginu með því að lesa hvað fólkið í landinu segir frekar en fylgjast bara með fjölmiðlunum.

Finnst slæmt að vera bloggari í felum en þori ekki út

M, 10.12.2008 kl. 22:52

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vildi vera með í umræðunni ... og endaði á eilífum færslum um strætó og bold. Svo var ég plötuð yfir á dv.is-bloggið ... sakna ykkar voðalega.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:54

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þar sem ég er ótrúlega hæverskur blogari, sem hef aldrei neitt að segja, blogga ég fyrst og fremst til að breiða út próbagöndu um veður sem fólk bíður alveg í röðum eftir að lesa. Allt annað sem ég blogga um er bara óþarfa krúsidúllur utan um þetta.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 23:18

22 Smámynd: Tína

Ég byrjaði að blogga vegna þess að mér finnst ég hugsa skýrar með því að koma þeim á blað/skjá. Svo eignaðist ég frábæra vini og það fékk mig til að halda áfram. Einnig finnst mér oft ansi skemmtileg comment sem ég fæ og er ég farin að sakna þinna. Hef því miður of lítinn tíma núna til að renna í gegnum bloggin en það lagast aftur þegar jólavertíðin er búin

Knús á þig Nenna mín

Tína, 10.12.2008 kl. 23:46

23 Smámynd: Vilma Kristín

Ég blogga því mér finnst það skemmtilegt og það veitir mér útrás. Og það sem betra er, það er svo fín æfing í að skrifa litlar sögur og í að æfa frásögn, prófa stíla.

Ég er mest í að segja litlar sögur í raunveruleiknum, en sleppi að mestu tuði og argaþrasi.

Vilma Kristín , 10.12.2008 kl. 23:53

24 identicon

Byrjaði óvart að blogga.Ætlaði að vera nafnlaus,djúp og hafa skoðanir á öllu.Núna blogga ég um allt mögulegt sem skiptir mig máli eða ekki, en fyrst og fremst af því að það er skemmtilegt og ég er búin að kynnast helling af skemmtilegu fólki.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:53

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég blogga til að:

  1. Tjá mig, tjáning er nauðsynleg fyrir geðheilsuna.
  2. Viðhalda áhuganum á fólki og málefnum.
  3. Halda við og bæta vald mitt á íslensku máli (til að geta bloggað, ha, ha!)
  4. Kynnast fólki og eiga samskipti við það.
  5. Láta rödd mína heyrast. Skoðun mín er hluti af þjóðarsálinni. Hvernig á að vera hægt að vita hugsanir þjóðarsálarinnar ef hún segir aldrei frá þeim?

Theódór Norðkvist, 10.12.2008 kl. 23:59

26 Smámynd: Ragnheiður

Ég ætlaði upphaflega að blogga til að losa mig við pirring svo hann bitnaði ekki á Steinari.

Svo dó Himmi.

Núna veit ég ekki afhverju ég blogga og hef verið að spá í að hætta því bara.

Ragnheiður , 11.12.2008 kl. 00:01

27 Smámynd: Fannar frá Rifi

því vil deila hugmyndum mínum og skoðunum með öðrum og fá sjónarhorn og hugmyndir annara á mínum eigin. getur verið mjög upplýsandi á köflum.

Fannar frá Rifi, 11.12.2008 kl. 00:44

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrir mér er það að blogga dægrastytting. Stundum les ég, heyri eða upplifi eitthvað sem ég finn hvöt hjá mér til að tjá mig um. Ég reyni yfirleitt að hafa færslurnar stuttar og og hnitmiðaðar og gjarnan að finna spaugilegan vinkil á það sem ég skrifa um, ég nenni ekki að skrifa langar spekúlasjónir og nenni ekki oft að lesa þær hjá öðrum. Ég fæ líka töluverða skemmtun út úr því að leita að myndum á netinu sem mér finnst passa við færsluna.

Þess vegna finnst mér svo gaman að lesa pistlana þína, Jenný, vegna þess að þér er einkar lagið að segja heilmikið í nokkrum setningum og hittir yfirleitt naglann beint á höfuðið.

Þeir ættingja minna sem nenna að hanga á netinu eru allir á facebook, ég er eini almennilegi bloggarinn í fjölskyldunni. Aðrir byrja með blogg, en gefast upp og líða vikur og mánuðir milli færslna hjá þeim.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:45

29 Smámynd:

Ætli ég bloggi ekki bara af athyglisþörf  Svo finnst mér gott að geta tjáð mig um menn og málefni við aðra sem e.t.v. hafa líka áhuga á mönnum og málefnum og svo veit ég að dótturinni í Danmörku finnst gott að sjá lífsmark með múttu gömlu á netinu

, 11.12.2008 kl. 01:00

30 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég blogga vegna þess að mér finnst það skemmtilegt,  svo er þetta góð æfing í því að tjá sig um menn og málefni líðandi stundar.  Stundum skrifa ég um fjölskylduna mína og dýrin stundum pólitík.  Svo elska ég að lesa þitt blogg og margra annarra skemmtilegra bloggara.  Þetta er skemmtilegt samfélag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:01

31 identicon

er blog ekki bara til að bjarga manni frá því að verða andleg ruslakista?

svo er þetta örugglega ódýrara en að láta fagmann krukka í heilastöðvunum...

sonna þjóðarsál bara á skriflegum nótum, almennt raus og fjas okkar smáborgaranna...

101moi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:20

32 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég veit ekki.....kannski af því ég vinn á svo litlum vinnustað að ég yrði óþolandi ef ég væri alltaf að tala þar um þjóðfélagsmálin  Hef alltaf haft óbilandi áhuga á samfélagsmálum og á blogginu er ágætis farvegur fyrir umræðu um þau mál.

Í upphafi átti þetta samt bara að vera svona "skemmtisögur" úr daglega lífinu fyrir vini og vandamenn úti í heimi.

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:30

33 Smámynd: Bara Steini

Af nauðsýn.......

Bara Steini, 11.12.2008 kl. 02:06

34 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

God spurning, og morg svor fra morgum. Eg blogga utaf neyd, eg er svo rosalega langt i burtu, by i Kaliforniu, er thessvegna naestum thvi hinum megin i heiminum fra Islandi, og blogga thessvegna utaf neyd.

Neydin min er su ad eg vil halda islenskunni gangandi, og geri thad med thvi ad lesa onnur blogg, skrifa mitt eigid blogg, og hugsa oftast naer um thad sem eg vil segja. Stundum er eg leidrett, sem er bara gott mal, thvi ad eftir ad vera busett erlendis i fjortan ar, tha er lifsnaudsynlegt ad hafa goda vini og vandamenn sem passa uppa islenskuna mina med mer.

Svo er thetta besta leidin (fyrir utan skype) til thess ad leyfa vinum og vandamonnum ad fylgjast med mer og fjolskyldunni, baedi med faerslum, og audvitad myndum, eg verd ad segja sannleikann, stundum hefur bloggid lagad heimthrana mina, tho ekki se nema i nokkrar minutur...

God umraeda

Bertha Sigmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 06:55

35 Smámynd: Rebekka

Ég blogga því mér finnst svo gaman að rífast.  Ég er ekki mjög hávær manneskja utan netheimsins, en hérna getur maður látið í sér heyra, þó ekki væri nema smá

Rebekka, 11.12.2008 kl. 07:07

36 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Datt inn í þetta og fannst upplagt að blogga fyrir ættingja og vini heima svo þeir sem nenntu gætu fylgst með okkar daglega amstri.

Semmtilegt líka og gefandi á stundum.  Viðeld móðurmálinu betur í kollinum. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.12.2008 kl. 08:28

37 Smámynd: Einar Indriðason

1) Tuða

2) Losa aðeins af pirr-stíflunni

3) Léttari hliðar lífsins og umhverfisins 

4) fá fólk til að hugsa.

5) Koma með ný sjónarhorn

6) Landið okkar er flott!  En hvílík heimska sem er í stjórnvöldum, alþingi, og öllum flokkunum.

7) aðrar ástæður 

Einar Indriðason, 11.12.2008 kl. 08:36

38 Smámynd: Laufey B Waage

Ég blogga fyrst og fremst af því að ég hef gaman af því. Og nú fer hugurinn á fullt með nánari útskýringar, sem taka allt of mikið pláss á þinni síðu. Ég fæ bara að stela hugmyndinni frá þér - og blogga sjálf um; af hverju ég blogga. - Strax og ég má vera aððí.

Laufey B Waage, 11.12.2008 kl. 09:54

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir þessar skemmtilegu athugasemdir.

Skemmti mér konunglega við lesturinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 10:06

40 Smámynd: Einar Indriðason

Ah,... gleymdi:

8) Ég sleppi ekki tækifærinu til að koma með svona lista, í töluröð!

:-) 

Einar Indriðason, 11.12.2008 kl. 10:28

41 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Athyglissýkin er ástæða 1. Þörfin fyrir tjáningu er ástæða 2 og ástæða 3 er að mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.12.2008 kl. 14:57

42 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha Dúa.....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 16:32

43 Smámynd: Diesel

Datt í hug brandari sem ég sá í netheimum ekki alls fyrir löngu.

"I blog because somebody is wrong on the internet..."

Eða á ástkæram ylhýra,

"ég blogga því það er einhver sem hefur rangt fyrir sér á internetinu"

En, annars er það nú bara til að koma skoðunum mínum á framfæri. og mér finnst pínu gaman að rífast (helst á málefnalegum nótum)

Áfram Ísland ohf

Diesel, 11.12.2008 kl. 21:14

44 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góð spurning.

Ég blogga aðallega til að koma á framfæri skoðunum um stjórn- og samfélagsmál. Ég hef gaman að málefnalegum og svolítið töff, en kurteisum, rökræðum.

Í mér blundar wanna-be pólitíkus. Ég held að ég sé samt svo róttækur í skoðunum á því hvaða tímaskekkjum og bruðli á að fleygja út úr samfélagsrekstri að ég er eiginlega búinn að skúra öll möguleg atkvæði af mér áður en ég get byrjað að snapa þau upp. Óheppinn!

Þessu til viðbótar blogga ég stundum um tónlist, sem er mitt helsta áhugamál, en læt alveg vera að fara mikið í persónuleg málefni til að ergja ekki fjölskyldu og vini um of.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 21:31

45 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný mín, það get ég sagt þér:

Ég fór að blogga til að einangrast ekki alveg frá samfélaginu, taka þátt og miðla frá mínu hjarta. Það er oft gaman að lesa annara pistla en ég get varla talist bloggari. Býst við að vera rekin úr bloggheimum any day. Mig óraði aldrei fyrir því að blogga daglega.

Flestir úr minni nánustu fjölskyldu eru farnir ofaní jörðina. Ég á tvær systur á lífi sem blogga ekki. Börn á ég engin og ég sauma ekki út. Ég neyðist til að sætta mig við þetta litla rými sem er skjárinn fyrir framan mig, þó það geti stoppað blóðflæðið...ið.

Hér er fullt af góðu fólki, eitthvert lífsmark en þó rekst ég aldrei á neinn, ekki einu sinni í mótmælum á Austurvelli, hvað þá í göngutúr uppá Hellisheiði.

Reglulega hitti ég þó lækna og hjúkrunarfólk, liturinn er frekar hvítleitur nema þegar ég sker mig...óvart.

Eva Benjamínsdóttir, 11.12.2008 kl. 22:19

46 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jenný mín, nú er ég búin að þverbrjóta allt sem ég sagði í kommentinu mínu hér fyrr með mjööög laaangri og mjööög persónulegir færslu...

Eva , þú segist aldrei hafa rekist á bloggara í mótmælum á Austurvelli, hér er mynd af tveimur, vonandi átt þú eftir að rekast á þá síðar!

Ég vona að þú sért ekki veik, þó þú sér hvítleit og hittir lækna og fólk regnlulega þú hefur þó krafta til að mæta á Austurvöll? Það ætla ég helst af öllu að gera áfram, það er svo sálarbætandi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 02:44

47 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Reglulega, átti auðvitað að standa þarna!

Best að fara að sofa í hausinn á mér, þó fyrr hefði verið!

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 02:45

48 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Bloggið er baráttutæki nútímans.

Þar sem að ég er frekar tæknilega sinnaður, þá hef ég nýtt mér þennan miðil óspart til þess að koma skoðunum mínum á framfæri m.a. til þeirra sem sitja inni á hinu háa Alþingi Íslendinga og nenna ekki að vinna vinnuna sína!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.12.2008 kl. 12:26

49 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Greta Björg sæl, ég hef farið fjórum sinnum og fáa séð sem ég þekki. Ég má ekki, alsekki vera úti í frosti, ég er satt að segja æf yfir því líka, því hér má ekki láta deigan síga og ég vona að allir sem vettlingi geta valdið drífi sig...Baráttukveðjur stelpur, þið eruð flottar og frábærar!!!

Eva Benjamínsdóttir, 13.12.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987327

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.