Sunnudagur, 7. desember 2008
Ekki svo mikið jólablogg
Ég sat og gapti yfir sjónvarpsfréttunum í gær þar sem sagði frá kostnaðarliðum forsetaembættisins.
Samt er alveg ferlega erfitt að ganga fram af mér eftir bankahrunið. Þar hefur eyðsla og rugl náð hæðum sem erfitt er að toppa.
En ég var sum sé nánast orðlaus yfir kostnaðarliðunum.
Nema innlendum ferðalögum. Þar var ekki bruðlað. Hefði kannski mátt vera meiri sá liður, ég veit það ekki.
Það var símakostnaðurinn, launin, ferða- og hótlekosnaðurinn sem gaf mér illilega utan undir.
Ég veit ekkert hvernig forsetaembættið hefur eytt peningum svona yfirleitt, né heldur veit ég hvort ÓRG er meiri eyðsluseggur en forverar hans en það má segja Ólafi til varnar að hann hefur unnið eins og mófó fyrir hönd Íslands.
Nú má hins vegar alveg deila um hvort áherslurnar hjá karlinum hafi verið réttar þegar horft er til baka.
Ég er á því að hann hafi verið á langdregnum sjálfshátíðum með útrásarvíkingunum.
Nú hefur forsetaembættið mótmælt þessari frétt og segir að hún sé beinlínis röng eða villandi.
Hvað um það. Ef eitthvað að þessu reynist rétt. Að kostnaður við embættið sé svona hár þá vil ég að við förum að hugsa um að leggja niður þennan póst.
Við getum ráðið PR-mann til verksins.
Við erum fátæk þjóð og höfum ekki efni á svona flottræfilshætti.
En að mér og jólunum.
Í dag stendur hin árlega jólamartröð fyrir dyrum.
Ég ætla að greiða úr þessum tuttuguogeitthvað seríuum sem ég á.
Á hverju ári þegar ég tek niður seríurnar, algjörlega með upp í kok af jóleríi, læt ég mér ekki segjast og geng frá þeim eins og viti borin kona.
Ég nuðla þeim saman í eina bendu og hendi ofan í kassa.
Og á hverri aðventu líð ég fyrir skammsýnina.
Dem, dem, dem.
Farin að rekja.
Falalalala
Og til að bjarga deginum þá er hér eitt gamalt og gott jólalag með Abba Agnetu.
Forsetaembættið mótmælir frétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2986833
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
"Farin að rekja" minnir mig á ristla úr kindum, við röktum af þeim mörinn í den og bræddum. Ég er svo hrikalega skipulögð að ég set hverja og eina í sér poka svo vandræðin hér felast því bara í að rekja eina og eina í sundur, tekst stundum að flækja þær í sjálfri sér, þá hendi ég þeim í húsbandið, hann er séríusnilli hafðu það sem best mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 12:16
Greinilega talsvert bruðl á kallinum en eins og þú segir, þá hefur hann unnið eins og mófó fyrir hönd íslands en hvort áherzlurnar eru réttar hjá honum verður sagan að dæma.
Annars væri gaman að fá samantekt yfir kostnað við sendiráð íslands út um víða veröld og hvað þau hafa verið að kosta okkur. held að þar séum við að tala um aðeins fleiri miljónir í eintóman flottræfilshátt og í sumum tilfellum algerlega gagnslaus batterí. Hvern fjandann erum við til dæmis að gera með að reka stærðar byggingu í Suður Afríku ásamt öllu því starfsliði sem þar situr og klórar sér í görninni og borar í nefið.
Nei ég held að það megi skera niður á fleiri stöðum en hjá forsetaembættinu og í mennta og heilbrigðisgeiranum eins og sumir ráðherrar vilja.
Jack Daniel's, 7.12.2008 kl. 12:29
Pabbi minn heitinn kenndi mér ganga vel frá séríunum ofan í kassa og ég þakka honum á hverju ári í byrjun aðventu. Býst við að annars væri þetta í álíka vöndli og hjá þér.
Svo annað, ætti maður ekki að slá saman í Skype síma handa hjónunum á Álftanesinu?
Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:34
Klappstýra útrásarliðsins?Það er dýrt og við borgum það eins og annað.Kallinn þarf að fara að spara NÚNA
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:46
Í dag er fyrsti dagur ævi minnar fyrir jól, sem ég er ekki með seríurnar í einum vöndli í höndunum...Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum gekk ég svona svakalega skynsamlega frá þeim í fyrra að þetta er ekkert málGangi þér vel heillin, ég man alveg svona seríumartraðir
Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 13:04
Smá ráðlegging varðandi seríurnar. Til að hindra að þær fari í vöndul. Þá er allra, allra, allra einfaldast... að vera ekkert að taka þær niður! Geyma þær bara upphengdar í gluggunum.
Málið leyst.
(Og varðandi ... meintan... forseta.... (Ég hef aldrei, aldrei, þolað hann... og minn forseti heitir Frú Vigdís Finnbogadóttir) .... þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig um hann.
Einar Indriðason, 7.12.2008 kl. 13:23
Held ad hann sem og margir adrir hafi verid á eydslufilleríi undanfarin ár, held ad thar megi skera asskoti vel nidur.
hafdu gódan sunnudag Jenný
María Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:35
Takk fyrir jólalagið Ég hætti bara að vera með seríur Fannst þessar seríuupphengingar, - niðurtekningar, - pakkanir, - rakningar orðnar tú möts og er bara með 7 ljósa aðventuljós í helstu gluggum. Jú reyndar hef ég troðið seríu í grenilengju út á girðingu og í eitt tré.
Varðandi blessað fullveldis- og sameiningartákn þjóðarinnar þá er náttúrulega spurning með endurskoðun þess embættis og hvort ekki megi bara skammta embættinu ákveðna, hóflega fjárhæð. Nóg til að forsetinn eigi fyrir mat og fatnaði og geti boðið gestum í mat svona endrum og sinnum Bara svona eins og venjulegt fólk.
, 7.12.2008 kl. 13:39
Líklega má meta það í milljörðum króna þá jákvæðu umfjöllun sem forsetinn hefur skapað um Ísland út um allan heim. Ef það væri ekki fyrir forsetan og Björk að þá væri ímynd Íslands byggði i kringum bankastarfsemi, en það er ekki mikið eftir af henni í dag.
Forsetinn líklega sá maður sem hefur auglýst, náttúru, hreyna orku og menningu Íslands hvað mest, jú og Björk.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:34
Er ansi sammála þér um þetta. Annars erum við Íslendingar svo miklir greifar. Bara sukkið vegna sendiráðanna ... Okkur nægir ekki að vera með eina skrifstofu og einn til tvo starfsmenn í sumum löndum, eins og ýmsar stærri þjóðir gera, heldur kaupum við rándýrar glæsibyggingar og fyllum af dýru glysi. Þvílík sýndarmennska. Við erum bara pínulítil þjóð og ættum að sníða okkur stakk eftir vexti. Hættum þessu monti. Ég hélt í alvöru þegar ég var lítil að það fyrirfyndist bara náttúrufegurð á Íslandi, ekki í útlöndum. Hahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.12.2008 kl. 14:53
úff, lét mig hafa það að hlusta á lagið þótt það væri á sænsku
Brjánn Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 15:35
Sæl Jenný mín, alltaf hressandi að lesa skrifin þín. Þetta með snúturnar er nú eitt sem ég kannast við frá því í gamladaga en undanfarin ár hefur þessi óværa með öllu horfið, því það lifir ekki á séríunum nema yfir hátíðirnar ef þá það. Þannig er allt orðið einnota og ekkert hægt að fá í það gamla góða nema fyrir offjár sem borgar sig ekki.
Ég hélt ég hefði hent draslinu sem bilaði í fyrra en henti því í poka sem ég ætlaði að endurvinna sjálf í ádeiluverk. Ég átti erindi bak við hurð til að sækja eitthvað allt annað en ljós, þá hrinur niður endurvinnslupokinn og útiséríurnar í flækjunni og svona til gamans stakk ég klónum í samband og viti menn það kom ljós á þær allar. Mér fannst ég hafa unnið í lottóinu og glöð klæddi ég mig í dúnkápuna og henti annari séríunni yfir lítinn runna og hin fékk að vefja sig í kringum jólakrans. Þarna slapp ég með 10.000 kall, sem ég átti ekki til. Nú hljóta að koma jól, hugsaði ég. Hafðu það jólalegt elsku hjartað, bið að heilsa. kkv, eva
Eva Benjamínsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:01
Ég gerði mér nú lítið fyrir og skoðaði fleiri myndir og hlustaði á fleiri lög en það sem þú setur inn með Agnetu. Það var mjög róandi og myndirnarar eru allar fallegar og rómantískar af henni, börnum hennar og mönnum sýnist mér.
Takk fyrir.
Edda Agnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.