Leita í fréttum mbl.is

Ribbaldalandið Ísland

Hvers lags ribbaldaþjóðfélag er þetta sem við búum í?

Lög frumskógarins í gildi?

"Each to his own" bara.

Þrátt fyrir að vera fyrir löngu komin með upp í kok af fyrirkomulaginu í íslenskum stjórnmálum, spillingunni, kunningjareddingunum, leyndarmálunum, svikunum, gerræðinu og ég nenni ekki meiri upptalningu, þið notið eftir þörfum, er enn haldið áfram að ganga fram af almenningi.

Davíð lætur taka við sig viðtal í útlöndum.  Hann vandar ekki meðulin frekar en fyrri daginn.

Hann hótar okkur í gegnum einhvern snepil í Danmörku.

Hreyfið við mér og ég fer í pólitíkina aftur!

Það skuggalega við þetta er að það er ekki hægt að tala um óðs manns æði, þetta er raunveruleikinn og hann er með Geir í vasanum.

Fyrir Geir er þetta martröð líkast.  Hann gæti dottið úr formanninum.

Það er ekki hægt að hunsa Davíð Oddsson með því að blaka röflinu í honum burt eins og kuski af hvítflibba. 

Sjálfstæðisflokkurinn er skelfingu lostinn, enda Davíð aldrei sleppt stjórnartaumunum.  Hann þóttist bara gera það.

Og til að gera þetta súrrealíska rugl enn geðveikara þá mætir karl fyrir viðskiptanefnd Alþingis og ber fyrir sig bankaleynd....

...sem hann N.B. gagnrýndi harðlega í reiðiræðunni um daginn.

Er ég biluð?

Nei, en ég bý í klikkuðu þjóðfélagi þar sem engar venjulegar reglur gilda og það er aldrei gengið svo langt að nóg sé komið.

Maður ætti kannski að fara fá sér lífverði.

Hm....


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var þetta ekki danskur snepill, ekki að það skipti neinu, en kannski var hann að lofa sumum en hóta öðrum, mér dettur bara Árni Johnsen í hug.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Ásdís, búin að laga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allt er afstætt. þegar allt í kring um mann er absúrd, er ekki óeðlilegt að maður spyrji sig: er allt orðið absúrd eða er það ég sem er absúrd?

Brjánn Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Rauði Oktober

Þetta þjóðfélag er svo sjúkt að maður þarf að leita til Zimbabwe til að finna hliðstæðu. Geðveikur seðlabankastjóri heldur þjóðinni í gíslingu í skjóli huglaus forsætisráðherra, dýralæknis sem fjármálaráðherra, lyddu í fjármálaeftirlitinu og heimsks utnaríkisráðherra.

Rauði Oktober, 4.12.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Maðurinn er rotta

Heiða B. Heiðars, 4.12.2008 kl. 15:27

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hann hangir yfir þjóðinni eins og sverð.

Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já madur er alveg komin útur kortinu med hvad er absúrd  eda hvort madur er thad bara sjálfur...! thetta bestnar bara endalaust og thessi farsi er langt i frá ad verda búinn held ég.. there´s more...bara wait and see...

María Guðmundsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Davíð er og verður Bubbi kóngur! Hann er Foringinn! Hann hefur alltaf síðasta orðið. - Að honum finnst.- Hann mun aldrei þora í kosningar eftir það sem hann er búin að gera núna. - Bíðið bara og sjáið!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:34

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Seðlabankastjórinn, foringinn mikli, bullar út í eitt og skósveinn hans, forsætisráðherrann, er horfinn (skv. DV). Þvílíkt ástand sem við búum við. Bráðum verður gerð uppreisn á Animal Farm.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:42

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvernig var aftur hin fræga setning Bubba kóngs (DO í aðalhlutverki) sem kom í sjónvarpinu einhverntíma? 

 "Drulla drulla drulla"

Sumir lifa sig of mikið inn í hlutverk sín og of lengi.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.12.2008 kl. 19:22

11 identicon

Jamm, þetta er fréttalega séð, absúrd þjóðfélag, a la Salvardor Dali, allt er á skjá og skjön í raunveruleikanum. Skilaboðin frá ráðamönnum eins og farsi. Ef það væri ekki svona helv... dýrt að versla í Bónus þessa dagana og lánin hækka og hækka, afborganir sömuleiðis, en tekjurnar standa í stað, þá myndi ég bara hlæja mig máttlausa.

Nína S (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:43

12 identicon

Og heldur áfram að skrifa atburðarrásina í leikritinu, fyrir okkur.  Kemst upp með það eins og ekkert sé.  Ef Davíð er alkinn, hverjir eru þá meðvirkir?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:57

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Davíð bjó til lög til að koma böndum á fjölmiðla, lög sem forsetinn neitaði að undirskrifa. Þess vegna tóku eigendur fjölmiðlanna völdin á Íslandi, þetta er allt þeim að kenna. Lesið bara það sem Davíð segir hérna, ef þið trúið þessu ekki:

"Derfor lavede jeg en lov, der vendte sig mod den mediekoncentration, der var under opsejling.

Men Præsidenten nedlagde veto og jeg blev syg, og loven blev ikke til noget. Derfor har vi ikke en uafhægig, fri presse. Den er ejet af de samme kredse, der har styrtet os i ulykke. Hvis vil havde haft en fri presse, der havde kunnet og ville kontrollere de sande magthavere, var vi ikke kommet ud i det stormvejr, der nu hersker."

Þarna er skýringin, - allt blöðunum að kenna.

Skamm, skamm, vondu blaðasnápar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 22:30

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ef þú tekur bláu skófluna (Bleðlabankann) þá tek ég rauðu skófluna (pólitíkina) og lem ykkur í hausinn....

Man ekki, skil ekki, kann ekki, veit ekki...

Þetta eru æðstu menn þjóðarinnar.

Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.