Leita í fréttum mbl.is

Lítill drengur

FLOWERS%20060 

Í dag eru ellefu ár frá því lítill drengur kvaddi jarðlífið eftir að hafa verið til í heiminum frá 17. september sama ár.

Hann hét Aron Örn Jóhannsson, var sonur hennar Mayu minnar og hann setti óafmáanleg spor í hjartað á okkur öllum sem stóðum að honum.

Lífið er skrýtið, eitt kemur þá annað fer.

Í dag kemur Maysa mín til landsins ásamt litla Oliver og Robba.

Það er fagnaðarefni.

En tilefni komunnar til landsins er sorglegt.

Tengdamamma Mayu og kær vinkona mín hún Brynja var að missa bróður sinn úr krabbameini langt fyrir aldur fram.

Ég er afskaplega meyr á þessum tíma.  Jólaljósin eru tendruð það er eftirvænting í loftinu blönduð trega og sorg.

Ég hef ákveðið að standa með lífinu og einbeita mér að þeim sem enn eru hérna megin grafar.

Lífið er ljúft og sárt.

Ég geymi Aron Örn í hjartanu eins og það ljós sem hann var.

Dóttir mín hringdi frá London áðan og sagðist vilja hakkað buff með lauk í kvöldmatinn.

Halló, hakkað buff með lauk?

Ég sem ætlaði að slátra alikálfinum

Ég hysja upp um mig og fer að kaupa í matinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Samúðarkveðjur til fólksins þíns.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 10:14

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:19

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi elsku krúsíbollan mín!! Erfiðast af öllu erfiðu að horfa á eftir svona litlu fólki.

Heiða B. Heiðars, 4.12.2008 kl. 10:45

7 Smámynd:

, 4.12.2008 kl. 10:53

8 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 4.12.2008 kl. 10:55

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 4.12.2008 kl. 11:16

11 Smámynd: Tiger

 Knús Jenný - til þín og þinna!

Tiger, 4.12.2008 kl. 11:34

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 11:39

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.12.2008 kl. 13:44

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 4.12.2008 kl. 14:18

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar.  Ég er svo fegin að þið hélduð ekki langar ræður.  Það hefði drepið mig og ég farið að hágrenja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 15:07

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:44

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 4.12.2008 kl. 20:33

18 identicon

ég samhryggist ykkur innilega

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:20

19 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.