Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt réttarfar ekki fyrir konur og börn

Það stoðar lítt að kæra presta sem hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart sóknarbörnum.

Ég segi þetta af því þannig er það því miður langoftast.

Tvær stúlkur stóðu eftir af fleiri og kærðu sóknarprestinn á Selfossi.

Sem tók sér fjandansmálamyndafrí á meðan rannsókn fór fram en hélt samt áfram að gifta og svona þrátt fyrir það.

Honum fannst greinilega ekkert að því.  Enda svo tilfinningaheitur og mikill knúsari og faðmari. 

Hefði betur flaðrað heima hjá sér og haldið höndum undir kirtli í vinnunni.

Ég hef ákveðna afstöðu í svona málum.

Ég trúi þolendunum þangað til annað kemur í ljós.

Enda sjaldgæft að konur og börn séu að dikta upp svona í höfðinu á sér.

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, íslenskt réttarfar er ekki fyrir konur og börn.

Þegar ég les eftirfarandi tvær málsgreinar þá fer hrollur upp eftir bakinu á mér.  Minnir mig á annan guðsmann með lækningamátt sem varð tíðrætt um strauma.

"Honum var m.a. gefið að sök að hafa strokið annarri stúlkunni um bakið utanklæða og látið þau orð falla að honum liði illa og straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana.

Þá var honum einnig gefið að sök að hafa faðmað aðra stúlku og kysst hana nokkrum sinnum á kinnina. Auk þess hafi hann reynt að kyssa hana á munninn og látið þau orð falla að hann væri skotinn í henni og hún væri falleg."

Kynferðisleg misnotkun hefur alltaf verið tengd kirkjum og trúarbrögðum.

Mis mikið reyndar en alltaf eitthvað.

Það er ein af ástæðunum fyrir að mér er meinilla við trúarbrögð.

Þau hafa afskaplega lítið með trú að gera.

Og fyrir mér eru prestar engir umboðsmenn guðs á jörðinni.

Vonandi verður þessum dómi áfrýjað til hæstaréttar.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Sekir þar til sekt er afsönnuð", er náttúrlega ein ný flóra í safnið.

Steingrímur Helgason, 2.12.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Vertu ekki svona lame.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG brjálæðingurinn þinn. Nú verður allt vitlaust.

Ég vil segja þetta: ég get ekki skilið dóminn (samkvæmt fréttinni) öðru vísi en svo að ljóst se að maðurinn hafi hagað sér á þann hátt sem stúlkurnar segja, en að það geti ekki talist kynferðisleg áreitni.

Nú spyr ég fólk sem á börn og ekki síst stúlkur á þeim aldri sem þessar stúlkur voru á þegar atvikin áttu sér stað: eruð þið sammála því að svona hegðun sé ekki kynferðisleg áreitni? Í það minnsta til þess fallin að særa blygðunarkennd barnanna.

Ég er ekki sátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.12.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já hann hagaði sér svona enda sagði hann sjálfur að hann væri afskaplega hlýr maður. 

Auðvitað trúi ég stúlkunum.

Málið er að dómararnir vilja meina að þetta sé ekki refsivert athæfi.

Mér finnst að þegar prestar, kennarar og aðrir sem stöðu sinna vegna er oft treyst út á andlitið á sér, brjóta gegn börnum þá eigi að gilda mjög strangar reglur þar um.  Ekkert á að fara á milli mála.

Hugsaðu þér Jóna ef þetta væru dætur okkar.

Ætli okkur fyndist þetta vinahót?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, ég er nú frekar hissa á þessum dómi, átti von á öðru.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 23:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís: Ég er ekki hissa en auvitað var ég að vona að presturinn fengi skýr skilaboð.  Hvað má og hvað ekki.

Núna er þetta lagt í hendurnar á honum og gefið grænt ljós á framhaldið.

Ég vildi ekki hafa mín börn í kirkjustarfi með svona manni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er ekki hissa. Munið þið eftir biskupsmálinu sem var þagað í hel? Var að vinna á Mogganum þá og það kom ekki einn stafur um það mál í blaðinu.

Helga Magnúsdóttir, 2.12.2008 kl. 23:55

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Jenný á allan hátt. Þessir karlar komast upp með allt í nafni þeirra himnafeðga. Fleiri komust upp með þetta áður og jafnvel enn meira. Líka konur. Munum eftir Breiðavík, Bjargi og öllum þessum stöðum.....íslenskir dómstólar eru því miður til einskis nýtir í svona málum og kannski lögin líka.

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 00:04

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helga: Man afskaplega vel eftir því máli og talaði við nokkrar hlutaðeigandi konur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 00:22

10 identicon

Hvað rétt hafið þið til að dæma ?? Þekkið þið málið eða eruð þið svona kerlingar sem sitjið í smók og spjallið um náungann ? ? Látum réttarkerfið um að dæma, almenningur er búin rægja manninn niður í 9mánuði og það saklausan. Ég held þið ættuð að snúa ykkur að einhverju öðru en að eyðileggja hann og hans fjöskyldu meira.

Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Páll Jónsson

Dómurinn. Það er talið sannað að faðmlag hafi átt sér stað, koss á kinn og klapp á bak. Það er ekki kynferðisleg áreitni þar sem þetta er ekki kynferðisleg snerting í sjálfu sér. Ég held að við getum verið sammála um það. Þegar það fer svo saman við tilraun til að kyssa á munn og væl um að hann sé skotinn í þeim þá er það orðið að kynferðislegri áreitni. En þetta var ekki talið sannað þar sem um var að ræða orð gegn orði. Ef þú vilt fremja glæp gegn einhverjum, fremdu hann þá þannig að engin sönnunargögn séu nema orð gegn orði. Allar líkur eru á að þú komist upp með hann. Þetta stendur í bæklingnum sem þú færð þegar þú gerist glæpamaður. Eru þetta nýjar fréttir fyrir einhvern? Finnst einhverjum þetta óeðlilegt? Eins og allir aðrir þá held ég að stúlkurnar séu örugglega að segja sannleikann. En er það nægilega hafið yfir allan eðlilegan vafa til að hægt sé að dæma mann á grundvelli þess?

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 00:29

12 Smámynd: Páll Jónsson

Helgrýtis kerfi, formattið hvarf svo textinn er orðinn að illlæsilegri blokk... Jæja, ég var a.m.k. ósammála ykkur.

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 00:30

13 Smámynd:

Í mínum huga eru faðmlög og kossar ekki í starfslýsingu sóknarprests gagnvart sóknarbörnum sínum. Sök sér kannski að leggja hönd á öxl eða klappa á bak hjá einhverjum sem á bágt en fullorðinn karlmaður sem faðmar að sér stúlku á unglingsaldri er í mínum huga perri, nema stúlkan sé skyld honum og hann sé að heilsa henni eða kveðja. Og í svona málum skyldi trúa barninu - ekki spurning.

, 3.12.2008 kl. 00:45

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2008 kl. 00:59

15 Smámynd: Páll Jónsson

Dagný: Auðvitað trúum við barninu, það er engin spurning.

Það er hins vegar glórulaust að dæma fyrir brot á hegningarlögum á þeim grundvelli.

Er þá ásökun alltaf næg sönnun í kynferðisbrotamálum þegar börn eiga í hlut? Eða jafnvel í kynferðisafbrotamálum almennt? Eða í öllum tegundum mála þegar börn eiga í hlut? Á hvaða aldri eigum við að fara að efast um orð barna?

Þarna kemst maður fljótt á hálan ís. Við hljótum að þurfa meira en bara ásökun.

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 01:05

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig stendur á því að vinstrisinnað fólk hrópar á hengingar í þessu máli? Eruð þið eitthvað illa innréttuð?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 01:17

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar: Hvernig stendur á því að þú kallar á að framburður eins manns vegi á móti tveggja? 

Svo kannast ég ekki við að hér séu yfirlýstir vinstri sinnar nema ég sjálf og er ágætlega innréttuð.  

Páll: Dúa er lögfræðingur (kannski þú líka?) lestu það sem hún segir.  Það sem presturinn gerir (og hefur í raun sagst gera með því að hann sé hlýr og mikið fyrir að faðma), þá fer hann klárlega yfir mörkin.

Vinsamlegast sýnið kurteisi þó ósammála séuð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 01:32

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar: Ég meinti framburður eins vegi ÞYNGRA en tveggja.  Já ég veit hvað þú myndir segja.  Þú þarft ekki að svara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 01:33

19 Smámynd: Riddarinn

Þegar ég lít á þessa frétt þá lítur þetta helst út eins og Nornaveiðar þar sem ekkert dugar nema að knésetja kall aumingjann hvað sem dómarinn segir. 

Líklega hefur Dómarinn fengið ítarlegri upplýsingar en þeir sem vilja hengja prestinn og dæmt út frá þeim upplýsingum.Mjög erfitt að dæma manninn sekann í þessu máli, ekki nægilega skýrt hver ásetningurinn var með þeim og erfitt að mæla alvarleika brotanna.

Ætli presturinn hafi ekki fengið að finna harkalega fyrir afleiðingunum af þessu og ólíklegt að hann vinni sína æru eftir þetta mál.Hugsið ykkur bara ef hann hefur ekki haft neitt slæmt í hyggju en þarf svo að fara í gegnum þetta ásamt konunni sinni og sínum ættingjum með öllu sem því fylgir.

Ekki ætla ég persónulega að dæma þetta mál þar sem ég þekki ekki til málsins nema af blöðum á sínum tíma og blöðin segja ansi oft það sem þeim hentar og eykur söluna hverju sinni.Blása bara hlutina upp. 

Allavega vona ég að þetta hafi ekki verið slæmur ásetningur hjá Prestinum.Dómarinn kvað allavega upp þann dóm að þetta væri ekki refsiverð framkoma og það hlýtur að vera ástæða fyrir því.

En að öðru máli sem tengist þessu óbeint.

Þetta sem þú segir Jenny "Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, íslenskt réttarfar er ekki fyrir konur og börn"

Mér virðist frekar sem Dómskerfið sé akkúrat sniðið fyrir konur í ákveðnum málum og engin heilbrigð skynsemi eða sanngirni stundum til staðar.

Þetta á við um þegar umgengis og forræðismál eru tekin fyrir hjá Sýslumanns Embættum og Dómsölum.

Í þeim málaflokki er allt sniðið að þörfum mæðra,fyrir mæður gegn hag feðra og í endann gegn hag barnanna til framtíðar, því miður. 

Nú skora ég á þig Jenný að skoða og blogga um það óréttlæti sem á sér stað á Sýslumanns embættum og í dómsölum landsins varðandi Foreldrajafnrétti og umgengni beggja foreldra við börnin sem fólk á saman en virðast sannarlega ekki eiga jafn mikið í eða hafa jafnann rétt á að umgangast eftir skilnað.

Svo væri líka kjörið að þú myndir kíkja á hvernig þessi málaflokkur og lagaumhverfi er á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin.

Þá myndi þér bregða því þá sæir þú best hvernig dómskerfið hérna er sniðið að þörfum kvenna í málefni þar sem á að vera hugsað um framtíð og hag barnanna okkar.

Svo sannarlega ekki gert hérna á landi í dómsölum sem sést kannski best á því að 12 mæður á síðasta ári sem voru með forræði yfir börnunum sínum dóu á síðasta ári af eiturlyfjaneyslu.Þær fá venjulega forræðið sama hvort þær eru dópistar eða andlega vanheilar eða hvað sem er:Blind mæðrastefna sem byggir á áratuga gömlum lögum og hefðum sem ekki finnast í hinum Norðurlöndunum.

Ég gæti hjálpað þér og sent þér dágóðan slatta af niðurstöðum úr viðurkenndum rannsóknum ásamt barnalögunum og fleiru sem viðkemur þessu málefni og svo þú getir velt því fyrir þér hvort dómskerfið sé svona óskaplega ósanngjarnt gagnvart konum í allt og öllu.

Riddarinn , 3.12.2008 kl. 01:55

20 identicon

Ég hef unnið hjá prestinum þessum til nokkura ára og eins sótt kirkjuna til hans. Hann er afskaplega hlýr maður og þó svo að hann hafi faðmað mig og kysst á kinnina þá fann ég aldrei neitt athugavert við það, enda hefur hann alltaf komið fram við fólk á þann hátt, hvort sem að það er 40 ára kona, tíu ára stelpa eða strákur, eða 90 ára gamall maður. Ég held að almennt hér á Selfossi, sé fólk mjög ánægt með að hann hafi verið sýknaður og þeir sem að komið hafa inn fyrir kirkjunnar dyr vita alveg hvað ég er að tala um.

En auðvitað finnst okkur þetta mis "þægilegt - eða sjálfsagt" en að fara með þetta mál fyrir dómstóla, var frá upphafi fáránlegt, að foreldrar hafi þá bara ekki hringt og sagt "fyrirgefðu en dóttur minni finnst óþægilegt að þú faðmir hana". Múgæsing og það að safna saman fleiri stelpum til að kæra finnst mér afleitt. Eins finnst mér fáránlegt að bera þetta saman við Bjarg og Breiðuvík þ.e. að ætla sér bara að íslenskt dómskerfi sé alltaf að klikka, en ekki neitt annað!

Og þegar að þú talar um að framburður eins vegi þyngra en tveggja, þá var það ekki svoleiðis. Því framburðurinn var þriggja, hann greindi alveg eins frá atburðunum og stelpurnar 2.

Langaði bara til að sýna þetta frá öðru sjónarhorni, ég þekki alla hlutaðeigandi prestinn og stelpurnar, önnur þeirra mín besta vinkona. En eins og maður hefur heyrt menn segja að þeir þori varla lengur að taka í hönd á eigin barnabarni, við megum ekki hlaupa til og kæra við hvert tækifæri.

Hólmfríður Erna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:56

21 Smámynd: Páll Jónsson

Það fór eins og mig grunaði, maður tjáir sig of mikið og svo er færara fólk að hlusta (ég er bara nemagrey)! Arg... Það er líklega rétt að halda sig við blaður um pólitík þar sem allir eru jafnvitlausir.

Ef Dúa telur að það sem taldist sannað í málinu, þ.e. faðmlag, koss á kinn og stroka um bakið, varði eitt og sér við 199. gr. þá get ég lítið sagt við því. 

En það er hægt að framkvæma þessa hluti á þann máta að engum dytti í hug að kvarta undan því. Það var augljóslega ekki raunin hér frá sjónarhóli stúlknanna en þá þarf væntanlega að sýna fram á ásetning prestsómyndarinnar.

Ég er þó a.m.k. búinn að vera temmilega kurteis =) 

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 02:22

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

HÉR  er dómurinn. Dómurinn er kveðinn upp af 3 dómurum, þar af einni konu. Þó einhver lögfræðingur komi hér og haldi öðru fram, þá tek ég dómi dómaranna þriggja frekar. Það var ekki sagt að vitnisburðurinn væri tveir á móti einum, þetta var orð gegn orði í tveimur lítilvægum atriðum, en framburðunum bar annars að mestu saman. Ef sannað hefði verið að presturinn hefði gert það sem stelpurnar sögðu, þá hefði dómurinn orðið mjög vægur. Ef ætti að dæma alla á þessu, þá væru öll fangelsi yfirfull af hjartahlýjum og góðviljuðum miðaldra körlum.  

Á tímibili, fyrir nokkrum árum síðan, voru fjölmiðlar uppfullir af syfjaspellsmálum. Umræðan í þjóðfélaginu var komin á það stig, að afar þorðu ekki lengur að hossa barnabörnum sínum á kné.

Mér finnst mjög athyglisvert innleggið hjá Hólmfríði. Það sem hún segir er nákvæmlega það sem ég hef heyrt frá þeim fáu sem ég þekki á svæðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 02:36

23 Smámynd: Beturvitringur

Þeir hljóta að hafa einfalda sjálfsmynd og brotið sjálfsöryggi, þeir afar og pabbar sem vita ekki hvað má!!! og sleppa því þá bara - til öryggis.

Hvort sem maður er prestur eða af annarri starfsstétt þarf maður að þekkja og kunna að halda sig innan marka. Það sem einum finnst hlýlegt og kærleiksríkt, kann öðrum að finnast klígjulega slepjulegt og þess vegna alls óviðeigandi.

Það sem einn kallar "vinalæti" kallar kannski næsti "skemmtilegt daður" en enn annar upplifir það sem kynferðislegt áreiti. 

Beturvitringur, 3.12.2008 kl. 03:14

24 Smámynd: Beturvitringur

á sennilega að vera "kynferðislega áreitni" baaa

Beturvitringur, 3.12.2008 kl. 03:15

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th...ég á ekki til orð!! Barnalög á Íslandi eru þannig smíðuð að það tekur 50 ár að afgreiða eitt Breiðavíkurmál! Og allt eftir því.

Börnum er ekki trúað. Konum oft ekki heldur. Var ekki presturinn búin að fá samskonar kvartanir í öðrum bæjum sem hann bjó á? Ég veit ekki betur. Ég er búin að lesa dómin og hann er algjör hneysa og rugl.  

Verð ég kysstur og faðmaður ef ég kem í kirkju á Selfossi? Muna að setja á sig varalitinn fyrir messu! Meira fíflið þessi prestur... 

Trúi stelpunum og að þær hafi farið með rétt mál, enn fyrr má nú verqa meðvitundarleysið að finna ekki á sér hvað fólki finnst óþægilegt....Hólmfríður Erna tekur upp hanskan fyrir hann, enn ekki ég.

Dómurinn er alveg nógu sannfærandi fyrir mig.

Óskar Arnórsson, 3.12.2008 kl. 04:03

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dúa, ég setti reyndar "glott-andlit" aftan við þessa setningu mína sem þú vitnar í. Þú ert e.t.v. ekki læs á svoleiðis tákn, en það þýðir að verið sé að spauga í bland við alvöruna. Mér fannst ég sjá einhversstaðar að þú sért löglærð, Dúa.

"...hvað hann sagði meðan hann kyssti og strauk",

Ég fæ hroll þegar ég sé svona ummæli, sérstaklega komandi frá löglærðum einstaklingi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 05:10

27 Smámynd: María Guðmundsdóttir

segi eins og einhver..á ekki ad spá i hvernig stúlkurnar upplifdu atvikid? ekki kærdi ég mig um ad thessi madur væri ad strjúka og kyssa mína dóttur..sæi i anda ad einhverjum thætti thad i lagi..nei ,kallinn var bara ad hita sig upp held ég og hefdi eflaust gengid lengra ef ekki hefdi verid sett fram ákæra.

María Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 05:17

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þó svo ekki sé þarna um grófa kynferðislega misbeitingu að ræða, þá er þarna brotið traust, traust sem sóknarbarn á að geta borið til sóknarprests síns. Það er hann sem á að vera huggarinn, sá sem hægt er að leita til í raunum. Hann má aldrei að gerast ástleitinn við sóknarbörn sín, konur eða karlmenn, allra síst litlar fermingarstúlkur.

Hvaða dóm ætli maðurinn hefði fengið hefði hann verið læknir en ekki prestur?

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 07:44

29 Smámynd: Dóra

Það er nú bara svo að það er ekki sama hvort það er Gunnar eða Séra Gunnar..

Bara ótrúlegt ..eru þá skilaboðin þau að það má káfa á börnum.. ?

Bara ótrúlegt.. ég verð svo reið þegar ég sé svona enda ný búin að standa í svona máli með fólk sem ég hélt að væri vinarfólk mitt.. En þau flýðu á klakann eftir að málið kom upp ... Og barnið var svo hrætt að það þorði ekki að segja neitt... En hér er það þó svo að málið er hægt að taka upp... Og þá er hægt að sækja þann seka til sakar þó hann hafi flúið til Íslands...

kveðja og knús frá Esbejrg Dóra

Dóra, 3.12.2008 kl. 08:05

30 Smámynd: Hlédís

 

Er ekki búið að úthrópa manninn nóg!  Nú vill Bloggdómurinn hengja hann í næsta tré!  - Þökk sé  Hólmfríði, Riddaranum, Baldri, Páli, Gunnari Th. og Beturvitringi fyrir ábendingar til 'snöruliðsins'.

 

Það þolist ekki að karlmaður, hvað þá prestur, sé hlýr og opinskár. Faðma hann ekki, nema e.t.v. rafrænt! - slíkt er nefnilega búið að innleiða í blogginu- og þykir hættulítið fyrir þolandann. -  Auðvitað átti presturinn að halda að sér höndum, eins og afar, frændur og feður eiga líka að gera, svo ekki verði sakaðir um sifjaspella-tilburði.  Mörg sem skrifa hér að ofan, virðast ekki vita að örgustu kynferðisbrotamenn eru alveg nógu séðir til að forðast faðmlög á almannafæri. Þeir fordæma jafnvel slíkan ósóma og eru oft mjög sannfærandi í siðprýðinni! 

 

Réttsýna fólk!  Varið börn, drengi sem stúlkur, við öllum sem snerta þau - hvað þá sýna þeim hlýju  -og svona dómsmálum mun sífjölga. 

 

 

 

 

Hlédís, 3.12.2008 kl. 08:08

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Prestur má faðma sóknarbarn sitt, en það væri vissara fyrir hann að sleppa því að faðma ungar stúlkur á viðkvæmu aldursskeiði vaknandi kynhvatar, hvað þá að faðma þær í einrúmi inni á skrifstofu sinni...

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 08:18

32 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta vita prestar sem hafa eitthvert vit í kollinum og siðferðiskenndina í lagi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 08:22

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má ræða dóma og algjörlega út í hött að ræða það sem einhverja úthrópun.

Stúlkurnar voru fimm upphaflega, kærurnar urðu tvær.

Presturinn játar nokkurn veginn það sem upp á hann er borið en segir sig vera hlýjan mann sem hafi þennan háttinn á í samskiptum.

Útlimagleði er leiðindasiður.  Presturinn veit líka eins vel og við flest að það er í hæsta máta óviðeigandi að vera að nudda sér upp við ungar stúlkur og eldri líka ef út í það er farið.

Eftir stendur spurningin um hvað má og hvað ekki.

Hvað mig varðar og flesta hérna þá erum við ekki í vafa um að prestur hafi farið yfir mörkin og það alveg klárlega.
Svo eru hér sumir sem sjá ekkert alvarlegt við þetta.  Ég vorkenni slíku fólki.  Það hefur greinilega ekki sett sig í spor þeirra sem fyrir urðu.

Svo læt ég þetta duga að sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 08:28

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttið þitt  Dúa Dásó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 08:45

35 identicon

Dómararnir höfðu ekki kjark til þess að sakfella embættismanninn í héraði, vonandi verður þessu máli vísað til hæstaréttar og að það fái sanngjarna meðferð. 

Ég fæ hroll við það að lesa sum commentin hérna, fólk er orðið svo firrt gagnvart svona glæpum sem svo oft beinast gegn stúlkubörnum, þjóðfélagið bregst allt öðruvísi við ef t.d. drengir verða fyrir barðinu á svona veikum einstaklingum. Þjóðfélagið almennt er orðið svo dofið fyrir því þegar brotið er á stúlkum og konum, því þessibrot eru orðin svo algeng.

Ef mitt barn væri í fermingarfræðslu eða í einhverjum öðrum erindagjörðum hjá presti, þá vildi ég nú ekki að svona væri komið fram við það, þetta er afar óviðeigandi hegðun hjá embættismanni og hefði hann átt að láta af svona hegðun fyrir löngu, það hefur verið margkvartað veit ég.  

Hvað segja þeir sem mest eru að verja þessar gjörðir prestsins, ef við snúum dæminu aðeins við, hvað ef þetta væru drengir sem lentu í þessumeð prestinn? Hvernig blasti málið þá við fyrir ykkur? Þá vísa ég til þessa dofa sem ég tala um hér að ofan.  Já mér finnst firringin vera orðin svo mikil í þjóðfélaginu gagnvart t.d unglingsstúlkum og allt of margir farnir að notfæra sér þessa firringu og þennan doða og farnir að gera ýmislegt sem miður er og sleppa vegna þessarrar firringar og doða, sem svo sannarlega er kominn inn í huga dómara þessa lands.  

Mörkin eru alltaf að verða ógreinilegri og ógreinilegri , hvað varðar þau mörk sem við sýnum börnum, hvort sem það eru stúlkur eða drengir en afar ógreinileg hvað varðar stúlkur, sérstaklega unglingsstúlkur og það er að drepa okkar siðferðislega þjóðfélag.    

Já, dómskerfið hérna  er svo sannarlega ekki ætlað konum og börnum í þessu landi, það er ætlað " góðhjörtuðum " miðaldra körlum til að leika sér að og hæða.   

Ég segi; förum að taka hart á svona málum svo menn farið að passa sig meira og hugsi áður en þeir framkvæmi. 

Sendum svona menn í siðfræðslu og kennslu í því hvað felst í muninum á réttu og röngu. 

Baráttukveðjur.

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:53

36 Smámynd: Hlédís

Jenný!  Ég gleymi ekki að hafa samúð með/vorkenna - og jafnvel setja mig í spor þeirra sem gjalda, saklausir,  fyrir gerðir kynferðisbrotamanna.   Fórnarlömb brotamannanna eru mörg - og illa sköðuð.  Þeim er enginn greiði ger með því að véfengja dómsúrskurð án nýrra sannana.    Hafir þú frekari sannanir um afbrot þessa tiltekna prests skaltu kæra hann. Sannfæring þín, úr fjarlægð, dugir ekki ein sér.

Hlédís, 3.12.2008 kl. 08:56

37 Smámynd: Hlédís

Alva!  KERFIÐ veit að jafnmargir (ef ekki fleiri) drengir sem stúlkur verða fyrir kynferðisofbeldi.  Vissir þú það ekki? 

Hlédís, 3.12.2008 kl. 09:05

38 identicon

"Ég trúi þolendunum þangað til annað kemur í ljós."

- sekt þar til annað er sannað .. frekar sorglegt af þér.

Kiddi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:42

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Getur einhver sem ekki er málsaðili kært? Mér efa að það sé hægt.

Nú þyrfti Dúa að svara.

Bloggarar hafa fullan rétt til efasemda um réttmæti dómsins, eins og annar almenningur í landinu, svo fremi sem hann gætir velsæmis í framsetningu sinni á þeim efasemdum.


Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 09:47

40 identicon

Mönnum eins og Gunnari Th. er ekki viðbjargandi. Á bloggi sínu segir hann að stúlkurnar hafi verið með hysteríu og vitnar í  "aðila sem hann þekkir".

Hann gengur líka svo langt að ýja að því að stúlkurnar séu að ljúga þessu til að eyðileggja mannorð sr.Gunnar.

Að lokum veltir hann því fyrir sér hvort að það eigi nú ekki að sækja börnin til saka fyrir að leggja fram kæru sem endaði með sýknu, jafnvel þó að vitnisburður þeirra þætti trúverðugur.

Ég vona að ekki allir hægri menn sé með svona ógeðsfelldan hugsunargang og Gunnar Th.

Karma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:48

41 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

*Mér = Ég efa

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 09:48

42 identicon

Hlé-Guðm; jú, jú ég veit ýmisslegt skal ég segja þér. Leiðinlegur svon hroki eins og í þér.

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:56

43 identicon

Greta Björg.

S.s. þú ert að segja ef að þú yrðir fyrir rangri sök. Til dæmis ef þú yrðir kærð fyrir glæp sem þú framdir ekki. Þá finnst þér allt í lagi að fólk myndi efast um réttmæti þess ef þú yrðir saklaus fyrir rétti.

 Ok.

Greta Björg Úlfsdóttir stendur fyrir meinyrði á internetinu. Sérstaklega gagnvart prestum. Ég ætla senda út fjöldapóst þess efnis.

Kidd (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:58

44 identicon

En um málið sjálft.

Burt séð frá því hvort atvikin eru saknæm eða ekki þá hljótum við að gera þær kröfur til presta og annarra sem gegna trúnaðarstörfum í þjóðfélaginu að þeir hagi sér siðferðislega þó það brjóti ekki lög í ýtrasta skilningi. Eða er í lagi að haga sér hvernig sem er svo lengi sem það brjóti ekki lög?

Þó að gróft myndefni sé t.d. ekki ólöglegt vil ég geta gert þá kröfu að fólkið sem vinnur með börnunum mínum sé ekki klámhundar.

Kynþáttahyggja er heldur ekki ólögleg en að sama skapi vil ég ekki að kennarar séu rasistar.

Engin snerting eða faðmlög eða kossar mega vera í óþökk annarra. Hvað finnst ykkur um að kennari sé að faðma börnin í bekknum og kyssa þau á kinnarnar? Nú eða íþróttaþjálfarinn að strjúka börnunum um bak og fætur?

Karma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:01

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Karma: Gæti ekki orðað þetta betur sjálf.  Hittir gjörsamlega naglann á höfuðið.

Maður verður að geta gert þær kröfur til presta, kennara og annarra sem starfs síns vegna vinna með börn og ungmenni að þeir haldi sig réttu meginn við línuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 10:18

46 Smámynd: Hlédís

Alva!  Sammála að hroki sé leiðinlegur mjög!    Ég hnaut hinsvegar um ORÐ ÞÍN í athugasemd  hér fyrir ofan: "þjóðfélagið bregst allt öðruvísi við ef t.d. drengir verða fyrir barðinu á svona veikum einstaklingum.  Þjóðfélagið almennt er orðið svo dofið fyrir því þegar brotið er á stúlkum og konum"     Leyfði mér að benda þér á að kynferðisofbeldi gagnvart drengjunum hefur verið vanmetið lengi, hér sem annarstaðar.  Nú segist þú vita þetta. Gott.

Hlédís, 3.12.2008 kl. 10:20

47 Smámynd:

Úff Jenný - þar opnaðirðu svo sannarleg box Pandóru

, 3.12.2008 kl. 10:22

48 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sorglegur dómur og enn ein staðfestingin á því að dómskerfið hér er handónýtt fyrir konur og börn. Hér er ekkert réttarríki (frekar en lýðræði). 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 10:24

49 identicon

Mig langar að velta einu upp. Hvernig hefði fólk brugðist við í öðrum löndum? T.d. Frakklandi? Getur verið að samfélagið og þau gildi sem við höfum tekið okkur sem samfélag séu að verða dálítið öfgafull?

Ég man að ég starfaði dulítið við forfallakennslu í grunnskóla með háskólanámi. Þá var ég varaður við því að snerta nemendur. Og áður en þið lesið allt illt úr orðinu "snerta" þá meina ég að leggja hendi á öxl nemanda sem engu hlýðir og lætur illa. Kvenkyns kennarar gera þetta og virkar vel. Bara það að leggja hendina á öxlina róar barnið, en ég mátti ekki gera þetta af því að ég er karlmaður.

Öll þessi kynferðisbrotaumræða hefur nefnilega kennt ungum stúlkum, og drengjum ef út í það er farið, að karlmenn sem snerta þau séu kynferðisbrotamenn og þau verða beinlínis hrædd. Við sem samfélag höfum innrætt þetta í þau, okkur er í raun bannað að sýna hlýju.

Ég ætla ekki að leggja mat á það hér hvort umræddur prestur gekk of langt eða ekki, vildi bara koma þessu á framfæri.

M.b.k.

Þórður Ingi

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:45

50 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vil nú taka það fram, að mér finnst það óviðeigandi að prestur sé að faðma að sér unglingsstúlkur án vitna viðurvistar, en að kæra hann og dæma sem kynferðisbrotamann fyrir vikið, myndi lýsa hel-sýrðu þjóðfélagi. En slíkt þjóðfélag er greinilega í framtíðardraumum sumra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 11:37

51 identicon

Gunnar TH. ; Var þetta ekki eitthvað meira en faðmlög Gunnar, heldur þú að ríkissaksóknari sjái ástæðu til þess að gefa út ákæru ef um faðmlög hafði verið að ræða, þetta lýsir bara fávisku þinni á réttarfari.  Það er ríkissaksóknari sem ákveður það hvort gefin verður út ákæra, ekki þeir sem urðu fyrir þessu.  Ríkissaksóknari á Íslandi er mjög varfær þegar kemur að þessum málum og gefur ekki út ákæru nema full ástæða sé til. 

Hlé-Guðm; Þjóðfélagið gerir það tvímælalaust, það bregst miklu harðar við kynferðislegu ofbeldi gegn drengjum og einnig ofbeldi á dýrum en ofbeldi á konum og stúlkum, skoðaðu málið í því ljósi í framtíðinni, þá verður þú margs vísari um þjóðfélagið sem við búum í.  Allt ofbeldi er viðbjóður og sem móðir bæði drengs og stúlkna og eigandi dýra, þá finnst mér að allir eigi að fá réttláta úrlausn mála, án firringar, doða  og fordóma samfélagsins, sama hvort það er ofbeldi á stúlkubörnum, drengjum, dýrum, konum, mönnum osfrv.     

Og ef þessum presti finnst það í lagi að koma svona fram við aðra, því gerir hann það inni á skrifstofunni sinni eða úti í bíl, þar sem engin vitni eru um verknaðinn, af hverju ekki bara fyrir framan söfnuðinn, ef þetta er í lagi sem hann er að stunda siðferðislega, að hans mati?

En nú er ég hætt að blogga á blogginu hennar Jennýar :)

Eigið góðan dag.

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:57

52 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alva: Bloggaðu eins og þú villt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 12:02

53 identicon

TAkk ;)

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:46

54 identicon

Mér finnst þetta bara renna stoðum undir það sem rannsóknir hafa verið að sýna fram á. Stór hluti kynferðisákæra er uppspuni.

Þetta er miklu algengara en fólk heldur. Það er t.d. nokkrar vikur síðan fjórir karlmenn voru kærðir fyrir nauðgun, svo kom í ljós að þegar löggan fór að rannsaka þetta að það var til myndband frá umræddu kvöldi þar sem stúlkan var að hóta stráknum að hún myndi kæra þá fyrir nauðgun ef hún fengi ekki peninga eða fíniefni frá þeim. Ég held að löggan hafi kært þessa stelpu núna.

Ég þekki því miður nokkur svona mál, þar sem stelpur hafa verið að ljúga upp á drengi og það hefur verið sannað fyrir dómi. Ég held líka að þetta sé miklu algengara en fólk haldi.

Sorglegt að femínistar sem trúa öllu slæmu upp á karlmenn sklui hafa yfirhöndina í þessar umræðu. Þessir feministar trúa því ekki að konur geti verið jafn illa innrættar og karmennirnir sem þær þekkja.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:52

55 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alva, málið var kært af foreldrum stúlknanna. Mál er höfðað með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara.  

Hvaðan kemur þessi reiði hjá ykkur aftökuliðinu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 13:04

56 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sú háttsemi ákærða, sem honum er gefin að sök, og sönnun er talin liggja fyrir um, lýtur að því að hann hafi faðmað umræddar stúlkur og jafnframt strokið annarri þeirra á baki, utan klæða, talandi um að honum liði illa, en einnig kysst hina á sitt hvora kinnina. Með hliðsjón af því sem á undan er rakið telur dómurinn að þessi háttsemi ákærða geti ekki talist kynferðislegt áreitni í skilningi 199. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ekki heldur fallist á með ákæruvaldi að ákærði hafi með þessari háttsemi sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað í skilningi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Verður ákærði því sýknaður af báðum liðum ákæru".  

Þið hin, sem viljið dæma manninn, hvað hefði verið hæfilegur dómur, að ykkar mati?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 13:08

57 identicon

Ef að kossar og faðmlög væru kynferðisleg áreittni þá hefur annar hver kvennmaður sem hitti mig á aldrinum 3-11 ára áreitt mig kynferðislega. Æskan mín er uppfull af minningum af fólki, aðalega konum, sem réðust á mann kysstu mann og knúsusðu. Stór hluti konur sem ég þekkti ekki neitt og foreldrar eða aðrir forráðamenn voru sko ekki viðstaddir.Ef eitthvað af þessum konum hefðu verið karlmenn hefði þetta öruglega flokkast sem kynferðileg áreittni.

Ég man t.d. alltaf eftir einni konu í hverfinu sem kyssti mig alltaf svo mikið og vildi giftast mér og eiga. Vá hvað ég varð feginn þegar hún varð alvarlega veik og þurfti að vera á spítala það sem eftir var lífs hennar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:20

58 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég trúi þolendunum þangað til annað kemur í ljós.

Sammála því.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 13:27

59 identicon

Bjöggi góður punktur. Og þetta snýr allt að staðalímyndum kynjanna. Og er ekki merkilegt að feministar, þessir baráttumenn/konur/einstaklingar gegn staðalímyndum skuli fara mikinn í að halda þessari staðalímynd á lofti? Sbr. það sem Jenný er að skrifa hér og t.a.m. Katrín Anna bloggaði áðan. Og ályktun feministafélagsins guð minn góður. Var einhver að tala um gengisfellingu orðsins ofbeldi?

Af hverju hika ég við að taka dætur systra minna í fangið? Samfélagið er búið að prenta það inn í mig að ég eigi ekki og megi ekki vera hlýr. Karlmenn sem knúsa börn eru dónakallar. Vilja eitthvað meira og subbulegra. 

Minni á sögu mína sem forfallakennari í grunnskóla sem ég kom með hér aðeins ofar.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:35

60 identicon

Rut, annað hefur komið í ljós.

Svo lístu stelpurnar og presturinn þessu á sama hátt. Sem þýðir að dómararnir og lögin eru sammála mér, það sem gerðist var ekki kynferðilegt áreiti

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:37

61 identicon

Hvað kallast það þegar presturinn er að reyna að kyssa unglingsstúlku á munninn. Hvað kallast það þegar presturinn er að tala um það að hann sé svo hrifinn af stúlkunni...ég kalla það kynferðislegt áreiti. Hvað kallast strokur, þar sem presturinn er að reyna að strjúka rass og brjóst...ég kalla það kynferðislegt áreiti, en þið hin sem kallið það ekki kynferðislegt áreiti, hvað kallið þið svona hegðun prests gagnvart unglingsstúlku??  Hvernig má útskýra þessar afsakanir prestsins eftirá og hringingar í foreldra...er hann ekki að reyna að krafsa í bakkann, hann er hræddur um að missa hempuna á tímapunkti vegna hegðunar sinnar, hvað kallið þið svona hegðun, þið sem finnast þetta ekki kynferðislegt áreyti? Svar óskast.

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800538&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=

Er alveg öruggt að allir hér hafi lesið dóminn og dómsorðið??

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:05

62 identicon

Já og Gunnar Th. ef þú lest málsatvik í dóminum, þá sérðu að foreldrar leita til barnaverndunarnefndar vegna atviksins, sem ég er viss um að þú hefðir gert, hefði þitt barn lent í svona, barnaverndunarnefnd óskar í kjölfarið ( að sjálfsögðu ) eftir lögreglurannsókn, eftir lögreglurannsókn eru gögnin send frá lögreglu til ríkissaksóknarsa, sem ákveður síðan að gefa út ákæru í þessu máli.  Bara til að það sé á hreinu Gunnar, þannig er þetta ferli!!  Ég er nefnilega alveg ágætlega að mér í réttarfari :)

Þú getur séð þetta hér að ofan.

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:12

63 identicon

Ef þú lest; málsvextir, átti þetta nú að vera.

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:17

64 Smámynd: halkatla

Ég vil bara taka 100% undir með þér Jenný, þessi pistill segir allt sem segja þarf, ekki síst fyrirsögnin.

halkatla, 3.12.2008 kl. 14:18

65 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góðan og þarfan pistil Jenny! Það fengi bara engin af mínum dætrum svona meðfreð! Púnktur.þ Svo mega dómstólar sem vilja dæma eða ekki dæma. Skít sama.

Gunnar Th. er gjörsamleg úti að aka í hverju kommentinu á fætur öðru. Svona unglingsstelpur finna á sér þegar einhver fer yfir strikið og þegja. Fullorðið nokkurnvegin normal maður veit alveg hvernig hann á að haga sér. Enn Gunnar Th. vitnar í lögin sem eru eldgömul.

Þessi prestur á sér ENGAR málsbætur, nákvæmlega engar. Það eina sem hægt er að nota svona presta í er að hafa þá sem pendul í stórri kirkjuklukku...

Óskar Arnórsson, 3.12.2008 kl. 14:39

66 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kidd,

Skrítið að þú skuli ætla að taka mig sérstaklega fyrir á blogginu - ég sé ekki betur en að ég eigi fjölda skoðanasystkina sem hafa skrifað komment hér.???

Auk þess sem það heitir meiðyrði, ekki meinyrði. Ef þú kærir mig er betra að hafa það á hreinu. Getur Kidd annars kært mig fyrir meiðyrði í garð 3ja aðila? Dúa?

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 14:53

67 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ok, Kidd ætlar víst ekki að kæra mig, heldur dreifa um mig óhróðri á netinu. Ætli ég sé ekki manneskja til að standa það af mér að lítill ómerkingur (með skráða IP-tölu) reyni það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 14:56

68 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Athyglisvert kommentið frá Bjögga. Fullorðnir hafa engan rétt til að knúsa og kyssa (annarra manna) börn. Mér finnst allt annað ef lítið barn meiðir sig eða er leitt yfir einhverju að faðma það og kyssa á kinn, þá er þörf fyrir ástúð - mér finnst samt ekki hæfi að gera slíkt við kynþroska ungling. Svo vilja sum börn ekki einu sinni leyfa ókunnugum að gera slíkt við þær kringumstæður. Þá er betra að reyna að tala rólega við barnið - eða unglinginn - og sýna því alúð á annan hátt.

Meðalhófið er alltaf best.

Aftur afð fyrri kommentum mínum - Kidd er greinilega að reyna að snapa fighting hér, og afvegaleiða umræðuna. Honum verður ekki kápan úr því klæðinu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:10

69 Smámynd: Páll Jónsson

"Hvað kallast það þegar presturinn er að tala um það að hann sé svo hrifinn af stúlkunni...ég kalla það kynferðislegt áreiti. Hvað kallast strokur, þar sem presturinn er að reyna að strjúka rass og brjóst...ég kalla það kynferðislegt áreiti, en þið hin sem kallið það ekki kynferðislegt áreiti, hvað kallið þið svona hegðun prests gagnvart unglingsstúlku??"

alva: Þegar málið er lesið kemur fram að það taldist einmitt ekki sannað að presturinn hafi reynt að strjúka rass og brjóst eða sagst vera hrifinn af stúlkunum. Í mínum huga væri slíkt klárlega kynferðisleg áreitni en um var að ræða orð gegn orði og því nær ómögulegt á dæma á þessum grundvelli.

Dæmt var á grundvelli faðmlags, tveggja kossa á kinn og stroku um bak. Það gæti mögulega talist til kynferðislegrar áreitni, það hlýtur að fara eftir aðstæðum, en héraðsdómur féllst ekki á það hér.

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 15:16

70 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég las dóminn en skil eftir það enn síður hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu...maðurinn gekk klárlega of langt og vissi greinilega af því.

 Það fólk sem tekur upp hanskann fyrir prestinn...ég hreinlega skil ykkur ekki.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:22

71 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Önnur hver kona hér fyrir vestan sagði "loksins" þegar fréttist af ákærum þessum á hendur sr. Gunnars. Hann er vel þekktur fyrir þetta hér. Hef heyrt í þeim konum nokkrum persónulega. MÖRG ár aftur í tímann. Ég vona innilega að þessum dómi verði áfrýjað til hæstaréttar.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:33

72 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dóm þennan kveður upp Ásgeir Magnússon héraðsdómari sem dómsformaður ásamt meðdómendunum Hervöru Þorvaldsdóttur og Jóni Finnbjörnssyni héraðsdómurum.

Þetta er fólkið sem dæmdi í málinu.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 15:39

73 identicon

Nú get ég ekki meir, er tengd þessi máli meira en ég hefði viljað

1. Málið er ekki kært af foreldrum heldur barnaverndarnefnd SEM ÞÓTTI MÁLIÐ ÞAÐ ALVARLEGT AÐ ÞAÐ ÞURFTI AÐ KÆRA ÞAÐ TIL LÖGREGLU!

2. Klapp á öxl og koss á kinn er ekki það sem verið er að tala um í þessu máli, heldur allt annað og miklu meira

3. Hólmfriður Erna ég veit að þetta er vinkona þín, er þetta stuðningurinn sem hún fær frá þér, þú ert að segja hér að hún hafi logið og þetta sé allt misskilningur, HVAÐ VEIST ÞÚ HVAÐ GERÐIST MILLI HENNAR OG PRESTSINS?? VARST ÞÚ ÞAR?? NEI! ÞÚ VARST ÞAR EKKI!!

4. BALDUR M. RÓBERTSSON ég hefði ekki trúað svona þvælukommenti uppá þig af öllum mönnum sem ég þekki, hugsaðu þig nú tvisvar um!

Að lokum, það er búið að gefa veiðileyfi á börnin okkar, skilaboðin eru þessi, geriði það sem ykkur sýnist PASSIÐI BARA AÐ ÞAÐ SJÁI ENGINN TIL YKKAR!

Eg endurtek, allt tal um kossa á kinn og klapp á öxl er svo fjarstæðukennt í þessu samhengi, ég bið fólk að fara svo varlega í umræðunni bæði stelpurnar sem og aðstandendur Gunnars hafa um sárt að binda, með honum hef ég enga samúð.

Guðrún Selfyssingur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:43

74 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eina sem mér dettur í hug er "geðveiki", þegar ég les þessar grimmúðlegu ofsóknir hér, á mann sem hefur verið sýknaður af Héraðsdómi.

Alva, "presturinn er að reyna að strjúka rass og brjóst..."

Færðu eitthvað kikk út úr því að ímynda þér svona hluti?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 15:59

75 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þeir sem ekki vilja greiða til kirkjunnar sem hefur svona menn innan sinns vébanda geta sagt sig úr þjóðkirkjunni, fara inná thjodskra.is og prentað þar út eyðublað um úrsögn. Dreifararnir geta gert þetta á bæjarskrifstofum sinna sveitafélaga.

Þá renna peningarnir til Háskóla Íslands. Svo er bara að velja.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 16:00

76 Smámynd: Páll Jónsson

Hvað er verið að tala um að borið sé blak af prestinum? Ég er efast lítið um að stúlkurnar séu að segja sannleikann í málinu og  maðurinn sé sekari en syndin.

En það sem klárlega hefði talist áreitni var ekki talið sannað (ég endurtek, þetta var örugglega rétt hjá þeim en féll vegna skorts á sönnunum) og það sem eftir var var ekki talið varða við 199. gr. 

Eins og hundrað önnur mál þar sem menn eru örugglega helsekir þá tapaðist það vegna þess að erfitt er að dæma á grundvelli frásagnar fórnarlambs ef viðkomandi neitar sök og önnur sönnunargögn vantar.

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 16:02

77 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég ætla að taka það fram að kommentið frá Bjögga sem ég átti við er þetta komment hér, þar sem hann á fleiri komment hér:

"Ef að kossar og faðmlög væru kynferðisleg áreittni þá hefur annar hver kvennmaður sem hitti mig á aldrinum 3-11 ára áreitt mig kynferðislega. Æskan mín er uppfull af minningum af fólki, aðalega konum, sem réðust á mann kysstu mann og knúsusðu. Stór hluti konur sem ég þekkti ekki neitt og foreldrar eða aðrir forráðamenn voru sko ekki viðstaddir.Ef eitthvað af þessum konum hefðu verið karlmenn hefði þetta öruglega flokkast sem kynferðileg áreittni.

Ég man t.d. alltaf eftir einni konu í hverfinu sem kyssti mig alltaf svo mikið og vildi giftast mér og eiga. Vá hvað ég varð feginn þegar hún varð alvarlega veik og þurfti að vera á spítala það sem eftir var lífs hennar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:20"

Mér skilst að hann hafi verið smábarn þegar þetta var (greilega rosa sætur strákur - algjört krúttípútt sem fólk taldi leyfilegt að ráðast á og knúsa). Þetta er ekkert skylt því áreiti sem fermingarstelpurnar urðu fyrir, það var greinilega kynferðistengt (það sem Guðrún skrifar styður það) og hafði ekkert með "knús-þörf" viðkomandi að gera.

Ég man sjálf eftir því þegar bændurnir í sveitinni komi og "börðu mig í hausinn", kallangarnir klöppuðu litlu stúlkunni á kollinn með stórum og vinnulúnum höndum. Sem betur fer sóttust þeir ekki eftir að kyssa hana líka, kannski hafa einhverjar kvennanna kreist mig eitthvað, mér hefur þá líkað það svo vel að ég man það ekki.

En nú er ég komin út fyrir umræðuefnið og biðst afsökunar á því að gleyma mér í bernskuminningum. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:03

78 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Páll, hvað ef fleiri fórnarlömb myndu stíga fram, svo sem konurnar fyrir vestan, sem Guðrún talar um?

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:05

79 Smámynd: Páll Jónsson

Það þarf einhvern sem hefur meiri reynslu en ég hef (einhver reynsla yfirhöfuð væri strax til bóta!) til að meta hversu mikið það hefði hjálpað.

En það væri umfram allt eftirsóknarvert að fá fleiri en einn vitnisburð um eitt og sama dæmið. 

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 16:25

80 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Málið á eftir að fara fyrir hæstarétt. Það væri kannski meiri von að það ynnist ef fleiri hefðu kjark til að stíga fram með þær ásakanir sem þær/þau kunna að hafa á hendur þessum manni um kynferðislega áreitni.

Hann mun ekki taka við embættinu aftur fyrr en málið er búið að fara fyrir hæstarétt, það er Biskupsstofa búin að gefa út. Ég vona að það þýði sama og að hann muni ekki taka við því ef hann verður fundinn sekur (?).

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:41

81 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef það gerðist myndi ég segja mig úr Þjóðkirkjunni á stundinni!

(Þess utan finnst mér alls ekki sjálfgefið að stærsti evangelísk-Lúterski söfnuðurinn á Íslandi sé þjóðkirkja/eða:það má víst ekki kalla hana það: ríkiskirkja og njóti fjárhagslegra forréttinda sem slíkur).

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:46

82 identicon

Greta, þú upplifir frásögn mína svona af því að þolandinn er karlkyns og gerandinn kvennkyns. Aldrei nokkurtíman myndi það flokkast sem kynferðislegt áreiti þegar kona gerir það sama og þessi prestur. Konur hafa kannski meiri "knúsþörf" og þessvegna er þetta ekki sami hluturinn.

Ég man eftir að hafa hlaupið skeflingu lostin heim til mín, mamma mín hafi séð að eitthvað var að. Þá gat ég ekki hætt að hugsa um gömlu kellinguna með hörðu og krumpuðu varirnar að slefa framan í mig á meðan ég reyndi að ýta henni í burtu. Þetta var auðvitað bara gömul kona að knúsa sætan lítin strák, er það ekki. Þetta er samt að mínu mati kannski óviðeigandi en ekki kynferðislegt áreiti.

Það er bara búið að mála okkur karlmennn sem einhver ógeð. Einu sinni ætlaði ég t.d. að koma vinkonu minni heim sem var dauðadrukkinn, það átti bara að lemja mig fyrir að ætla að nauðga henni. 

Frændi minn var líka að knúsa og kissa litlu frænku sína, eins og hann hefur gert frá því hún fæddist. Það var einhver ókunnugur sem sá til og sagði að þetta væri ekki rétt og gaf það í skyn að hann væri barnaperri.

Snertingar og orð karlmanna eru oftúlkuð af því að það er búið að segja öllum að þeir séu nauðgarar, samanber jólakort femínistafélagsins "karlmenn nauðga".

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:53

83 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Vá hvað ég er búin af fá nóg af sumur hér inni sem kommenta um hinn alsaklausa sr. Gunnar. Ég skal nefna eitt dæmi um áreitni af hans hendi sem ekki er hægt að skilgreina ekki sem áreitni: Ein af mínum bestu vinkonum sat til borðs með manni sínum, sr. Gunnari og frú hans. Frú hans sat við hliðina á sínum manni og vinkona mín beint á móti Gunnari. Veit hún ekki fyrr en Gunnar er komin með aðra löppina upp lærin á henni undir borðinu. Vinkona mín færði sig alltaf lengra og lengra frá en hann "náði ekki" skilaboðunum fyrr en hún var komin úr færi frá honum. Jamm hann er ekki saklaus maðurinn fyrir fimm aura. Þetta er bara ein sagan af fjöldamörgum.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:54

84 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, Bjöggi, eins og þú lýsir þessu hefur þessi kona sýnt þér kynferðislegt áreiti - þetta er annað en "knús og kram" sem þú lýsir.

Enda sagði ég í kommentinu mínu að fólk ætti ekkert með að kyssa og knúsa annarra manna börn að þeim sjálfum og foreldrunum forspurðum - lastu það ekki?

Þetta er rosalega vandmeðfarið allt saman. Aumingjans mágur minn varð fyrir því í haust að lögregla mætti á svæðið þar sem hann stumraði yfir konunni sinni, systur minni, í flogaveikiskasti í flugstöðinni í Reykjavík. Einhver hafði meldað að þarna væri maður að berja konuna sína! Hann mátti horfa á eftir konunni sinni í sjúkrabíl á bráðavaktina, meðan hann þurfti að fara með löggunni á lögreglustöðina og gera grein fyrir hvernig í málinu lá. Þar var honum sleppt fljótlega eftir skýrslutöku, ég held að hann hafi samt ekki verið beðinn afsökunar á neinu. Enda löggan náttúrulega bara að sinna kalli. Ég var mest hissa hvað hann hélt ró sinni yfir þessu atviki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:13

85 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bjöggi, hér er það sem ég sagði:

Athyglisvert kommentið frá Bjögga. Fullorðnir hafa engan rétt til að knúsa og kyssa (annarra manna) börn. Mér finnst allt annað ef lítið barn meiðir sig eða er leitt yfir einhverju að faðma það og kyssa á kinn, þá er þörf fyrir ástúð - mér finnst samt ekki hæfi að gera slíkt við kynþroska ungling. Svo vilja sum börn ekki einu sinni leyfa ókunnugum að gera slíkt við þær kringumstæður. Þá er betra að reyna að tala rólega við barnið - eða unglinginn - og sýna því alúð á annan hátt.

Meðalhófið er alltaf best.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:17

86 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég man líka eftir þér Harpa, þar sem við stóðum í biðröð í búð og þú varst að káfa á rassinum á mér. Það var fjöldi vitna að þessu og ég fór grátandi heim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 17:17

87 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, annars, gamla konan, kynferðislegt áreiti - ekki, en klárlega óvelkomið áreiti. Það ætti að nægja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:19

88 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef ég þekki þína líka rétt, Gunnar, þá hefðir þú hreint ekki hlaupið grátandi í burtu, væri þetta satt sem þú segir.

Nú fæ ég vafalaust yfir mig reiðilestur um grófar aðdróttanir og sveinslega blygðunarsemi þína.

Annars býst ég við að Harpa geti alveg svarað fyrir sig, svo ég segi stopp.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:23

89 identicon

Mér sýnist þú vera að tala um þessi óljósu mörk. Það er akkúrat út af þessum óljósu mörkum þar sem er ekki hægt að kalla þeta kynferðislegt áreiti. Það er akkúrat ástæða þess að mér finnst ansi hart farið fram að kæra Gunnar. Mér finnst þetta óviðeigandi en lenda á þessum óljósu mörkum. Þessvegna hefði verið betra hjá foreldrum að tala við Gunnar en ekki kæra um leið.

Ég get líkt ímynd karlmanna við ímynd unglinga í bretlandi. Í bretlandi trúir fólk að unglingar séu valdar af 90% af öllum glæpum í landinu á meðan raunin er sú að þeir eru valdar af 10%. Líkt og 98% karlmanna eru "góðir strákar" á meðan fólk(aðalega konur) halda að  98% okkar séu "vondir strákar"

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:25

90 identicon

Ég var vitni af því þegar Harpa káfaði á Gunnari, Gunnar hljóp skælandi heim til sín þannig að þetta hefur haft mikil áhrif á sálarlíf hans.

Harpa sagði þegar hann hljóp í burtu, "mér langaði bara svo mikið að fá gott í kroppinn"

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:30

91 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Gunnar Th. : Mikið afskaplega var þetta nú aumingjalegt af þér, eiginlega bara hlægilegt. En svo sem alveg við því að búast af þér.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:35

92 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Bjöggi og Gunnar, ég mæli með því að þið lesið t.d. eftirfarandi bréf Feministafélagsins. Ég býð ykkur líka að lesa mína reynslusögu og blogginu mínu. Þið áttið ykkur vonandi þá á því að svona hluti á ekki að grínast með.

Bréf Femínistafélags Íslands 

Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla. Ég vona að þú fáir réttláta dómsmeðferð og að lögunum í landinu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi.

Ég vona að ofbeldismaðurinn verði dæmdur sekur og að dómurinn endurspegli alvarleika glæpsins.

Ég vona að eftir þessa skelfilegu reynslu náir þú að sofa á næturnar. Ég vona að þú vaknir ekki upp um miðja nótt við eigin öskur. Ég vona að fjölskylda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki.

Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjáir ekki nauðgarann í hverjum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir haldið áfram að stunda vinnu og  umgangast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sársauki þinn verði ekki svo mikill að þú deyfir hann með efnum.

Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að „taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu“.

Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé endanlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálfan þig í sátt og setjir sökina, skömmina og smánina þar sem hún á heima.

Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði aldrei nauðgað. 
Kveðja Femínistafélag Íslands.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:38

93 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bjöggi, nú alhæfir þú, þegar þú segir að fólk (aðallega konur) álíti á 98% karlmanna "vonda stráka".

Það að flestir karlmenn eru nokkuð skikkanlegir og fæstum þeirra myndi nokkurn tíma detta í hug að nauðga konu afsakar ekki framkomu minnihlutans sem gerir það - eða hvað?

Varðandi óljósu mörkin sýnist mér eftir lýsingum að dæma að umræddur Gunnar hafi einmitt farið langt yfir þessi óljósu mörk, þar sem hægt er að misskilja það sem gert er eða mistúlka það, - þannig að þankagangurinn sem bjó að baki þessum tilburðum mannsins hafi verið skýrum unglingsstelpum ágætlega ljós, fleiri en einni og fleiri en tveimur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:40

94 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Harpa mín, ætli Bjöggi sé ekki svo skemmdur eftir allt knúsið og káfið sem hann varð fyrir á barnsaldri, að hann fattar ekki hvar mörkin liggja?

Um Gunnar ætla ég ekki að hafa fleiri orð. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:46

95 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er að segja hvorugan þeirra nafnanna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:48

96 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Harpa, þú kveiktir eldinn, með ömurlegri kjaftasögu úr fjarlægri fortíð, af Sr. Gunnari. Bjöggi skildi háðið í minni athugasemd, en þú ekki, greinilega.

Og hvað í fjáranum kemur það þessum umræðum við að þú hafir lent í einhverjum kynferðisbrotamálum? Ég fæ ekki séð að það komi máli Sr. Gunnars Björnssonar við.

Og já, ég las í dag bréf Feministafélagsins og það er félaginu til skammar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 18:01

97 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Það eina sem mér dettur í hug er "geðveiki", þegar ég les þessar grimmúðlegu ofsóknir hér, á mann sem hefur verið sýknaður af Héraðsdómi." segir Gunnar Th. Dómsniðurstaðan skiftir ENGU máli! Presturinn er skólabókardæmi um "prófile" fyrir barnaníðinga ekkert annað. Það er hægt að lesa það úr dómnum, fyrir þá sem kunna það.

Ég kann það. Unnið í fangelsum með einmitt svona mönnum sem gegngu bara aðeins lengra.... 

Óskar Arnórsson, 3.12.2008 kl. 18:02

98 identicon

Jú ég er stórskemmdur erftir knúsi, ég var knúsaður svo fast að ég varð fyrir súrefnisleysi.

Svo snertir þetta bréf mig ekkert, það væri náttúrulega bara óeðlilegt að einhver vonaðist til að þetta gerðist fyrir einhvern. 

Mér finnst þetta lýsa sjúkleika þeirra sem bréfið skirfa að það þurfi að taka það fram að þær voni að þessir hlutir gerist ekki.

Ef ég fengi svona bréf myndi ég túlka það sem hótun um að þessi hlutir gætu gert fyrir mig. En það er víst í tísku í dag að vera ógnand, femínistar ætla sko að tolla í henni í vetur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:03

99 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

"kjaftasögu" mína er hægt að bakka upp fyrir dómstólum ef vinkona mín kærði sig um að kæra,

Kjaftasögu þína er hinsvegar ekki hægt að bakka upp. Viltu láta á það reyna?

Með því að benda á mína reynslusögu, og hefði ég getað bent á hvaða reynslusögu sem er, þá var ég að beina augum ykkur að afleiðingum kynferðislegs ofbeldis. Með þær í huga er ömurlegt af ykkur að grínast með það.

Já það er við því að búast að þér fyndist bréfið vera til skammar.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:05

100 identicon

Óskar veit allt og getur grein ótrúlegustu sjúkdóma í gegnum kommentakefið á blogginu, hann getur líka læknað þá í gegnum kommentakefið á blogginu. Hann getur þetta af því að hann vinnur á geðdeild og hefur unnið mikið með geðveiku fólki.

Óskar ætti kannski að fara bjóða út þjónustu sína hérna á blogginu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:06

101 Smámynd: Hlédís

Óskar segir: "Dómsniðurstaðan skiftir ENGU máli! Presturinn er skólabókardæmi um "prófile" fyrir barnaníðinga ekkert annað. Það er hægt að lesa það úr dómnum, fyrir þá sem kunna það.              Ég kann það."   

 Fagmaður hefur talað.

Svo erum við, sum, barasta að verja nornina sem ætti að vera búið að brenna fyrir löngu!?

Hlédís, 3.12.2008 kl. 18:34

102 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki að fæðast í gær Harpa og tel mig vita alveg nóg um alvarleika kynferðisafbrota. Gildismat okkar um það er ekki undir mælikeri hér. Við erum að tala um sekt og sakleysi. Ég er ekki þess umkominn að dæma sekt, þvert ofan í dóm faglærðra einstaklinga sem fjalla um málið, en þið virðist vera þess umkomin. Þið virðist helst vilja dæma án dóms og laga, ef dómarnir eru ykkur ekki hugnanlegir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 19:10

103 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég brá mér frá og ég er eiginlega í sjokki yfir þessum umræðum.

Ég er svo stór-hneyksluð á þeim sem taka afstöðu með prestinum.  Óþverraathugasemdir.

Mörgum verður tíðrætt um aumingja prestinn úthrópaða.  Málið er að maðurinn játar að hafa farið yfir mörkin og við vitum að fimm stúlkur höfðu sagt frá að kynferðisleg áreitni hafi átt sér stað.

Presturinn er fullorðinn maður, hann getur tekið þessari umræðu.

Þolendurnir hins vegar eru ungar stúlkur sem brotið var gegn alveg án tillits til hvernig dómurinn féll.

Ég stend með þessum stúlkum, ég stend með þeim sem segja frá þegar á þeim er brotið og ég skammast mín fyrir það fólk sem hefur geð í sér til að verja fullorðinn mann sem gefur sig á unglinga og áreitir þá kynferðislega.

Skammist ykkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 19:48

104 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Páll fagmaður með 20 ára reynslu af allskonar barnanæíðingum. Konum líka! Það er 1 kona á móti hverju 9 köllu. Þetta er ráðgáta fyrir alla vísindamenn. DÓMURINN SEGIR ALLT PÁLL! Hann segir mér þetta, ekki þér. Hefurðu annars einhvarja reynslu af svona fólki? Ég hef það. Í fangelsum. Það ætti frekar að kenna þessum stelpum að tala og segja frá þegar eitthvað svona kemur upp. Ekki taka málstað manns sem virðist ekki kunna einföldustu siðfræði í yumgengni við börn. Er þetta eitthvað flókið fyrir þér? Þú virðist á skrifum þínum að þú sért hugsandi maður.

Fagmaður hefur talað! ALLIR sem ekki sjá, vilja ekki sjá, vilja ekki heyra um þessi mál eru samsekir. Það

undarlega við þetta að eiginkonur grimmra barnaníðinga VITTNA oft gegn eigin börnum og halda með barnaníðingum. Þekki ótal dæmi. Ekki á Íslandi reyndar.

Bara til ein örugg lækning í heiminum. Gelding með skurðaðgerð.

Óskar Arnórsson, 3.12.2008 kl. 20:08

105 Smámynd: Beturvitringur

Varla viðeigandi til útúrsnúninga.

Þegar varla þótti orðið óhætt að snerta afabörnin vegna ofurumræðu um fjölda perverta finnst mér að prestar hefðu eiginlega átt temja sér að verða og vera "metvitaðri". Fólk, sérstaklega ungt fólk, er misjafnlega gert; viðkvæmt/óöruggt/rangtúlkar/feimið/félagsfælið/snertifælið/vænisjúkt.

Ef einhverjir starfsmenn ættu að taka tillit til þessa þá eru það prestar og t.d. kennarar...

Prestar er ein þeirra stétta sem á að veitir sálusorgun. PRESTUR BER EKKI UPP VANDAMÁL SÍN VIÐ STELPUKRAKKA (sagðist "líða illa") 

Látum ekki viðgangast neitt í líkingu við það sem sannað hefur verið á kaþólska presta.

Látum ekki viðgangast að aðeins þurfi vellaunaða ofurlögfræðinga til að breyta hugsanlega morðingja í sakleysingja. 

Beturvitringur, 3.12.2008 kl. 20:31

106 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og eitt varðandi "hræðslu" sem talað er um að karlmenn finni fyrir út af umræðu um kynferðisofbeldi þá hef ég ekki trú á að fullorðið fólk með þokkalega sjálfsmynd geri sér fullkomlega grein fyrir hvar mörkin liggja.

Amk. er það ekki áhyggjuefni hvað mig varðar.  Perrarnir eru það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 20:45

107 Smámynd: Páll Jónsson

Óskar: Ég segi nú nóga vitleysu án þess að menn séu að skamma mig fyrir eitthvað sem aðrir segja!

Ég held að þú hafir ætlað að tala við Hlédísi. 

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 20:54

108 identicon

Ég bið til guðs að börnin ykkar lendi aldrei í þessum óþverra. (Til þeirra sem vilja verja þennan óþverra). Það er alltaf þannig að fólk vill aldrei trúa upp á þann sem eru manni næstir eða þeir sem maður þekkir eða þykir vænt um sé líklegur til að fremja slíkan glæp gegn börnum. 

Sá enginn auglýsinguna sem stakk mann í hjartað "Ég er sko vinur þinn" Ekki er presturinn neinn vinur minn! Hann hefur aldrei gert mér neitt.. en börn ljúga ekki um svona alvarleg mál. Fólk veit alltaf þegar einhver fer yfir strikið. Faðm eða "faðm" geður verið svart og hvítt.

 Vona að allir hafi það annars gott;) 

Sunneva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:16

109 identicon

Ég trúi þessu ekki er fólk ekki að grínast eða þeir sem verja prestinn, ég er búin að lesa allar athugasemdirnar hérna og sumt er bara mesta rugl sem ég hef heyrt. Þið sem standið með prestinum vitið þið eitthvað hvað þið eruð að tala um, hvað þessar stelpur þurftu að upplifa og frá manni í hans stöðu sem að þær eiga að geta treyst og litið upp til !

Vinkona mín er í þessu máli og ég get lofað ykkur því að þetta er ekki auðvelt og að sjá ruglið í fólki hérna, sumir eru bara ekki inni í raunveruleikanum. Ef réttinum fannst hann ekki vera nógu sekur til þess að dæma hann þýðir ekki að hann sé saklaus. Vinkona mín hefur verið með svefntruflanir og þetta hefur haft mikil áhrif á hana.

En það er mikill stuðningur frá fólki það er gott að fólk skilur þetta og sér í gegnum þennan mann hann er greinilega ekki heill (mín skoðun).

Dagný (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:33

110 Smámynd: Páll Jónsson

Dagný kemur reyndar með býsna gott point.

Dómstólar geta ekki sagt til um raunverulega sekt eða sakleysi, einungis leyst úr ágreiningi miðað við þau gögn sem sett eru fyrir þá og í samræmi við þær reglur sem þeim er gert að fylgja.

Ég myndi ekki vilja snerta þessa prestsómynd með 10 metra priki en það þýðir ekki að dómsniðurstaðan sé ekki vitræn.

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 21:51

111 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Dagný, þú segir "ef réttinum fannst hann ekki nógu sekur" o.s.frv.

Varstu ekki að meina að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki lægju fyrir nægar sannanir eða rökstuðningur fyrir því að atvikin hefðu verið með þeim hætti sem stúlkurnar sögðu til þess að það væri hægt að dæma hann sekan?

Það sem þarf að gera er að fleiri komi fram og lýsi sekt á hendur honum, þá má kannski vonast eftir annarri niðurstöðu í hæstarétti, verði málinu áfrýjað, sem ég efast ekki um að verði gert. Það myndi ég að minnsta kosti halda, en ég er ekki lögfróð. Ég veit þó að þegar kemur að dómi ber alltaf að láta sakborning njóta vafans samkvæmt lagabókstafnum sem dæmt er eftir, það hefur mér í það minnsta skilist. Ef fleiri kæmu fram með sín mál væri það mun sterkari rökstuðningur fyrir að dæma manninn sekan, myndi ég halda.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:58

112 identicon

fyrirgefðu ég er ekki íslandsmeistari í að orða hlutina

en það verður líklega ekki áfrýjað...

Dagný (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:09

113 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá..fjörið

En ég nenni ekki að lsa allar athugasemdirnar þannig að ég sleppi því alveg að ibba gogg núna.

Tek bara undir með þér Jennslan mín. 100% sammála því sem stendur í færslunni

Heiða B. Heiðars, 3.12.2008 kl. 23:17

114 identicon

Heyr heyr fyrir Betrumvitringi klukkan 20.31. Stundum eru hlutirnir ægilega einfaldir þótt vitleysingar einsog Bjöggi séu að snúa útúr. Gunnar ætti að taka orð betrumvitrings til sín (ásamt ýmsu öðru sem fólk hefur skrifað hér) og hætta þessu uppistandi.

lesandi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:36

115 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því, lesandi, Gunnari væri sæmst að segja sig frá prestsskap úr því sem komið er. Honum ætti að leggjast eitthvað til. - Líklega væri samt of seint fyrir þennan fyrrverandi preláta að taka aftur til við söngferilinn, hann duflaði nefnilega við listagyðjuna hér áður fyrr, ef mig misminnir ekki. 

Ég get nefnt dæmi um annan prest, Gunnar Benediktsson, sem neyddist til að segja af sér prestsskap vegna allt, allt annarra hluta, nefnilega stjórnmálaskoðana sinna, sem ekki þóttu hæfa presti á þeim tíma, einhvern tíma í kringum 1940, hann var kallaður "kommapresturinn". Hann lagði fyrir sig ritstörf eftir það, og starfaði líka mikið að félagsmálum í Hveragerði, þar sem hann settist að 1943.

Ekki virðist hafa vafist fyrir Þjóðkirkjunni að taka afstöðu til skoðana og gjörða eins manns í því tilvikinu. En síðan eru auðvitað liðin um það bil 70 ár, margt breytist á skemmri tíma.

Ég hef alltaf verið frekar stolt af því að hafa verið skírð til kristinnar trúar af kommaprestinum, svokallaða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:22

116 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rétt hjá þér Páll! sry...og einhvern Hlé-Guðm sem ég nenni ekki að svara.  

Hvaða fyrirtæki eða stofnun á landinu er með sérstaka nefnd fyrir presta sem sýna kynferðislega áreitni? Bara Kirkjan!

Þeir gera svona nefnd nema vegna þess að það er þörf á því.

Þetta er einfalt mál fyrir alla foreldra. Skilningur laganna er ekki alltaf við hæfi.

Fólk segir hér að ofan hver um annan þveran að sýkna geri þetta mál í lagi. Enga dómstóla götunar. Þá getur hann haldið áfram að knúsa og kyssa fólk, gamla sem unga, kært stelpurnar allar fimm og haldið áfram.  

Hér eru dómar farnir að verða hver öðrum skrítnari. Ekki bara í svona málum, heldur allskonar málum sem ég nenni ekki að telja upp hér.

Jenny kemur inn á viðkvæmt mál. Umræðunna verður að taka upp, kenna börnum að verja sig og það er engin hætta á að karlar verði hræddir við umræðuna ef þeir eru í lagi. Og ef þeir verða það, má þá ekki færa einhverja fórn barnanna vegna?

Það eru "óskráð" lög til í umgengni við börn og táninga og fullorðin maður sem kann ekki svoleiðis umgengi á ekki að vinna með börn.

Það var fallið frá ákæru fleiri tuga kaþólskra presta og málið gert upp með peningum. 100 dæmdir kaþólskir prestar eftirlýstir í USA vinna núnas með smákrakka á Filipseyjum. Og svo hluti af þeim sem voru borgaðir út af Páfanum.

Ég setti allan nafnalistan inn á bloggið fyrir löngu síðan. Svo fór einn Íslendingur þangað sem fannst ég lýsa ástandinu þarna ansi óheflað. Ég fékk mail frá honum um að þetta væri allt rétt hjá mér og verra ef eitthvað væri.

Óskar Arnórsson, 4.12.2008 kl. 01:05

117 identicon

Ég veit ekki hvað þarf til, til þess að fólk hætti að trúa sakleysi þessa manns.

Eins og ég sagði fyrir ofan vinkona mín er í þessu máli og ég get sagt ykkur að henni líður ekki vel ! Svo er eitthvað ruglað lið hérna að segja að hann eigi að kæra þær fyrir þetta sem er bara mesta bull sem ég hef heyrt.

presturinn er ekki saklaus maður ég get lofað ykkur því og þessar stelpur þora ekki að áfrýja því að fólk er klikkað og er að saka þær um að ljúga svona hlutum. það væri annað ef þetta væri ein stelpa en þær eru fleirri sem hafa lent í honum og ætti það ekki að segja ykkur það að maðurinn er ekki alveg saklaus.

dagný (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:44

118 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Dagný, hafa ekki þessar stelpur stuðning foreldra sinna og vina í þessu? Eins þyrftu þessar konur fyrir vestan sem Guðrún talaði um að láta í sér heyra, opinberlega.

Þetta er stóri gallinn hér á landi, það virðast svo alltof fáir þora að koma fram undir nafni og opinberlega með ásakanir sínar, ég veit ekki hvað þetta er, kannski er þetta af því að þjóðin er svona fámenn og allir meira og minna skyldir (eins og sést ef maður skoðar Íslendingabók, þar eru flestir sem maður skoðar skyldir manni í 6.-8. lið, ef ekki nær).

Ef málið fer fyrir hæstarétt, eins og Þjóðkirkjan virðist gera ráð fyrir með því að gefa það út að hann muni ekki taka aftur við embættinu fyrr en eftir úrskurð frá honum, og hæstiréttur úrskurðar hann saklausan, þá er augljóst að kirkjan myndi eiga erfitt um vik að víkja honum úr starfi, sem öllum má þó vera augljós að Gunnar er alls óhæfur til að sinna.

Þetta má þetta ekki gerast. Mér þykir vænt um Þjóðkirkjuna, þó ég myndi vilja sjá fjármálunum hagað öðruvísi en í dag og mér þyki kenning æðsta yfirmanns og fleiri of ströng - ég er í rauninni á því að aðskilnaður ríkis og kirkju væri öllum fyrir bestu.

Ég eggja alla sem þekkja málið af eigin raun til að halda málinu til streitu og halda áfram að berjast. Mér skilst að sumar af stelpunum sem um ræðir séu/hafi verið virkar í kirkjustarfi, þeim mun meiri ástæða er fyrir þær að gera allt sem hægt er til að koma manninum í burtu, svo þær geti áfram sinnt því sem hugur stendur til óáreittar (í orðsins fyllstu merkingu).

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 09:31

119 Smámynd: Beturvitringur

O.J. Simpson var sýknaður. Punktur. Amen.

Beturvitringur, 4.12.2008 kl. 10:51

120 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ragnar Örn Femínisti!

Hoppaðu í sjóinn eða gerðu eitthvað annað sambærilegt gagn. Það vantar ekki svona fólk eins og þig hér...ég skal hjálpa þér ef þú ert í vandræðum með það..

Óskar Arnórsson, 4.12.2008 kl. 11:06

121 identicon

Það var prestsskjöldurinn sem bjargaði gaurnum.

Hvenær ætlið þið að fara að hlusta á mig krakkar... segja sig úr ríkiskirkju... ekkert kjaftæði, aðeins vitleysingar láta börn sín í hendur kufla.
Aðeins vitleysingar borga peninga til ríkiskirkju og eða í trúarbrögð...
Ert þú vitleysingur?

Muuhaahhha ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:46

122 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gat nú verið að Doksi léti sig ekki vanta þar sem umræðan snýst um prest -

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 13:21

123 identicon

"Enda sjaldgæft að konur og börn séu að dikta upp svona í höfðinu á sér."

Það er því miður bara ekki rétt, það vita bæði lögreglan og dómarar. Það ásamt þeirri grundvallarreglu í okkar réttarkerfi að þú ert saklaus uns sekt er sönnuð gerir það að verkum að lögð er sérstaklega mikil áhersla á að hafa almennilegan grundvöll fyrir málinu áður en lengra er haldið.

Stjórnvaldi er gert að gæta meðalhófs í aðgerðum sínum og vinsamlegast athugið að um leið og lögreglan kallar einstakling til sín grunaðan um kynferðisafbrot er mannorð þess einstaklings farið í ræsið niðurstaða málsins breytir minnstu þar um. 

 M.a. þess vegna er svo lítið af tilkynningum/kærum um kynferðisbrot sem ná langt í kerfinu. Svo eru líka miklu sorglegri ástæður fyrir því eins og hótanir um frekara ofbeldi og allt ógeðið sem fólk er fært um. En svo er það hin hliðin á peningnum:

Ég hef heyrt það frá fyrstu hendi frá lögregluþjónum í tveimur bæjum úti á landi að næstum því hverri helgarvakt fylgi nauðgunartilkynningar sem í 90% tilvika eru bornar til baka þegar áfengisvíman rennur af fólki og það áttar sig á að það t.d. breiði ekki yfir framhjáhald með því að kæra nauðgun.

Þarna er ég augljóslega að tala um fólk komið af barnsaldri. Vinsamlegast athugið að ég er ekki að tala um barnaníðsmál.

Ég þarf vonandi ekki að taka það fram að mér þykir þetta mjög leitt og stuðlar örugglega að þessum vítahring sem kynferðisbrotamál virðast hafa lent í í réttarkerfinu. 

Baddi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:47

124 identicon

Ég skil vel heiftina í fólki út í þá dómaframkvæmd sem átt hefur séð stað á Íslandi hvað varðar nauðgunar og kynferðismál, enda get ég ekki ýmindað mér hvað ég myndi gera ef eitthvað svoleiðis yrði gert við dóttur/systur/ættingja/vin o.s.frv. 

En hins vegar má það ekki gerast í réttarríkissamfélagi, þrátt fyrir alvarleika kynferðis/naugunarbrota, að horfið sé frá þeim grundvallar gildum sem búa á bak við réttarkerfið. T.d má það ekki gerast að dæmt sé eftir tilfinningum, þ.s að dómari hugsi við lausn málsins: „Hvað ef þetta hefði verið dóttir mín“ . Nei, tilfinnigar, þó þær verði aldrei alveg útilokaðar úr huga manns, þurfa að sem mestu leiti að vera lagðar til hliðar og reyna að sem mestu megni að dæma eftir grunnreglum réttarríkisins eins og jafnræðisreglunni en það ef dómari myndi allt í einu gefa 15 ára dóm fyrir kynferðisbrotadóm (eins og það á að vera) í einu stökki myndi allt réttarkerfið vera orðið háð geðþóttaákvörðunum dómara (því hækka þeir kynferðisbrota dóma lítið í einu).Ég er viss um að enginn vildi vilja búa við kerfi þar sem dómarar gæfu t.d vinum sínum lægri dóm.

Hvað varðar grundvallarreglur réttarkerfins á ég við í  þessu tilfelli  sérsaklega regluna "saklaus uns sekt er sönnunð" enda tel ég betra, sama hversu illa það kunn að hljóma, að 5 sekir gangi lausir en að einn saklaus maður sé settur í steininn.

"Ég trúi þolendunum þangað til annað kemur í ljós"  
sagði Jenny.

EF þetta yrði viðurkennd dómvenja þá byði það uppá að konur/börn/menn myndu einfaldlega í krafti þessarar reglu geta kært einhvern, algjörlega að ósekju og um leið myndi nánast alltaf sá sem kærður var dúsa inni í mörg ár vegna þess að það er augljóst að sanna þyrti þá að atburður hefði ekki átt sér stað, sem mjög erfitt væri að gera ef einhver samskipti milli ákærða og „þolanda“ hefði átt sér stað í einrúmi. Því myndi þessi regla sem þú ert að leggja til verða til þess að allt réttarkerfið myndi í raun hrinja, samfélagið myndi lifa nánast í hræðslu að eiga í samskiptum auglitis til auglitis án vitna, fangelsi fyllast, o.s.frv. Afleiðingarnar yrðu hrikalegar

Því segi ég að við verðum að ganga út frá grundvallar sjónarmiðum réttarkerfisns því þau eru ekki þar vegna illmennsku stjórnvalda.

OG áfram Davíð ! ..............

..........aldrei aftur

Karítas Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:56

125 Smámynd: Óskar Arnórsson

Karitas! Ertu búin að lesa dóminn!

Halldór Kiljan Laxness sagði í USA þessa frægu settningu: "Í hvert skipti sem framið er bankarán, á að hengja einn dómara, einn kennara og einn félagsfræðing fyrir að hafa ekki alið betur upp sína þjóðfélagsþegna". Sagði ekkert um foreldra...kanski prófa þetta í kreppunni...hmmm

Hann sagði ýmislegt meira og fékk aldrei að koma til USA aftur.

Þetta mál er borðliggjandi ef þú lest dóminn Karitas. 

Prest-pedofíllinn er SEKUR enn hann nauðgaði engum. Alla vega ekki enn! Enn það var ekki hægt að sanna neitt á hann. Púnktur & amen.

Bjöggi: Ég gleymdi ekki að svara þér. Nenni því bara ekki...

Óskar Arnórsson, 4.12.2008 kl. 15:27

126 identicon

Fyrirgefiði öll en það sem þessar stelpur eru að  ganga í gegnum ætti að vera nóg ... Það bætir ekkert upp fyrir þeim að fólk  sem hefur ekki heyrt sögu þeirra og Það sem þær hafa þurft að ganga í gegnum þurfi að vera að dæma þær hérna á netinu ég held að það sé allveg á hreinu að manneskja sem á að vera til staðar þegar fólki líður illa og það alltaf að geta treyst á .. er farin að valda því þvílíkri vanlíðan mín skoðun er að sú manneskja á ekki að vera að vinna í slíkri stétt það getur hver manneskja séð að þetta er fyrir neðan allar hellur

Svala (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:32

127 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Svala! Þú ert með heilbrigða skoðun á þessu..

Óskar Arnórsson, 4.12.2008 kl. 15:45

128 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Karítas, heldurðu að það eintómir heimskingjar sem skrifa hér á þessa síðu, eða af hverju finnurðu þig knúna til að útskýra málin Jenný og okkur hinum eins og fyrir krakka í grunnskóla?

"Því myndi þessi regla sem þú ert að leggja til verða til þess að allt réttarkerfið myndi í raun hrinja"

Ég get hvergi séð í texta Jennýjar að hún leggi til að dómar við kynferðisbrotum verði gerðir að geðþóttaákvörðunum dómara. Jenný er skynug kona og ég er þess fullviss um að hún gerir sér grein fyrir þessu sem þú ert að reyna að koma á framfæri við okkur sem hér höfum tjáð okkur. Hins vegar hlýtur hún, og við öll, að mega trúa því sem við viljum og segja frá þeirri trú okkar á almannafæri, eða hvað?

Við erum mörg sem finnst viðurlög almennt við nauðgunum of væg, og síst til þess fallin að letja gerendur, hvað þá sú þunga sönnunarbyrði sem þarf til að dæma megi þá seka.

Þú segir réttilega að það beri að dæma eftir lagabókstafnum eingöngu, ekki eftir tilfinningum. Þar ber að athuga að dómarar túlka iðulega lagabókstafinn á misjafnan hátt.  Þess vegna höfum við auðvitað héraðsdóm og hæstarétt.

Það vegna slíkra túlkunaratriða sem O.J. Simpson komst upp með morðið á eiginkonu sinni, hann var sýknaður, ekki vegna þess að hann væri saklaus (hann hefur nánast játað á sig morðið síðan opinberlega), heldur hafði hann hafði flinkan lögfræðing sem nýtti sér alla lagakróka.

Hver man ekki eftir því sem gerðist inni á snyrtingu á Hótel Sögu, þar sem ekki þótti sannað að konan hefði verið mótfallin samförum, vegna þess að hún sagði ekki nei? Skýringin var sú að konan var of stjörf af skelfingu til að koma upp orði, en á það var ekki hlustað í héraðsdómi. Sem betur fór leit hæstiréttur öðrum augum á málsatvik og dæmdi gerandann sekan. Ég man ekki hversu þungan dóm hann hlaut, en hann hefur örugglega ekki verið of þungur miðað við sekt hans.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:53

129 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

*útskýra málin fyrir Jenný o.s.frv.

Bil

Tilvitnun

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:56

130 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heyr heyr Greta Björg!

Óskar Arnórsson, 4.12.2008 kl. 16:15

131 identicon

mér finnst nú að fólk eigi aðeins að slappa af í að dæma stelpurnar og áskaka þær um að vera að ljúga! Ég þekki eina af þessum stelpum og hún hefur það ekki gott núna og þetta er búið að taka mikið á hana. Ég er mjög sammála svölu og fleirum t.d. ehv sem sagði það er ekki starf prests að segja ungum stelpum tilfinningar sínar það eru þær sem eiga að geta leitað til hans. Þar sem það komu fram 5 stelpur sem vilja kæra prestinn held ég að það séu ekki þær sem að séu að taka sig saman. Þær eru á misjöfnum aldri og þetta gerðist á mjög löngumtíma. Mig finnst líka ekki eðlilegt að fullorðin maður knúsi stelpur og strúki niður bakið á þeim og kissi þær á kinnina!

pálía ósk (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:17

132 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einu tilfellin sem það er eðlilegt er pabbi að hugga stelpuna sína, eftir að hún hefur lent í einhverju slæmu...

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:34

133 identicon

Hefur ykkur kannski dottið i hug að þessar stelpur séu að lesa þetta rugl í ykkur. að þær sjái kannski hvað fólkið hérna er að segja um þær. Þessar stelpur hafa átt mjög erfitt báðar.. Þær hafa báðar verið þarna í kórum frá barnsaldri og eftir þetta geta þær varla stígið fæti þarna inn lengur. Að eyða 9 mánuðum í endalausumm skýrslutökum og ferðum í barnahús er held ég ekkert sem nein stelpa biður um. Að geta ekki labbað um göturnar án þess að fólk horfi á þær og dæmi þær fyrir þetta er hélt ég ekkert gaman heldur. Hlusta á ókunnugt fólk tala um þetta og dæma málið án þess að vita nokkuð um það, Sjá prestinn virkilega neita þessu í fjölmiðlum og geta ekkert svarað fyrir sig á móti hlítur að vera ömurlegt. Held að fólk sé ekki að átta sig á þessum aðstæðum. Ég held að það eina sem þessar stúlkur þurfi á að halda er stuðningur og skilningur á því að þær standi ekki einar og berskjaldaðar.

Og það að segja að þessi maður hafi kysst þær á kinn og knúsað er alveg fáránlegt. Það kom fram að þessi maður reyndi að kyssa aðra stúlkuna á munninn ekki á kinnina.. Þær hafa báðar neitað að koma fram í fjölmiðlum svo það er ekki hægt að segja að þær séu að búa til einhverjar sögur til að fá athygli eða vorkunn, það er alveg fáránlegt. Hugsið ykkur að presturinn misnotaði traust þeirra og fólk er í alvörunni að styðja hann í því og segja að þetta sé allt í lagi. Svo las ég hérna á bloggi Gunnars að hann segir að það sé þó skárra að sekir menn sleppi heldur en að saklausir menn séu dæmdir! Þetta er það mesta rugl sem ég hef heyrt.. Svo ég spyr ykkur sem börn eigið, finnst ykkur þetta rökrétt hugsun? Það finnst mér ekki og ég skal segja ykkur það að þessi maður, hann er ekki saklaus og því get ég lofað ykkur.

Brynjar J (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:27

134 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hörku-umræða hér, um flest allt annað en sönnunarmatið í viðkomandi dómi.

"Ég trúi þolendunum þangað til annað kemur í ljós", segir færsluhöfundur og ég fagna þeirri yfirlýsingu:

Jenný: Þú stalst af mér einni milljón króna. Viltu gjöra svo vel, gerandi, að skila peningunum til mín, þolandans!

(í guðannabænum ekki taka þessu of hátíðlega gott fólk.  En skilaðu samt peningunum Jenný!)

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 18:31

135 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Því miður, Friðrik, ég fatta ekki brandarann þinn - ég er sennilega svona treg eða þú svona miklu gáfaðri en ég.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 18:45

136 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég man bara hvernig mér leið sem unglingi ef einhverjir kallar (sem voru allir karlmenn yfir tvítugt!) reyndu að abbast upp á mig. Ég skil þessar stelpur afskaplega vel.

Ég segi stundum að ef augnaráð gæti drepið þá hefði kallinn sem smellti léttum "saklausum" kossi aftan á hálsinn á mér þegar ég var 14 drepist á staðnum! Og ég forðaðist svo sannarlega að verða á vegi hans eftir þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 18:51

137 identicon

Það er alveg ótrúlegt að fleirri skuli ekki vera dæmdir þegar það kemur að kynferðisglæpum.

Það úir og grúir allt af fóli á blogginu og fleirri stöðum sem að greinilega vita miklu meira um þessi mál en kemur fram fyrir dómstólum landsins.

Ef að þið eruð svona viss um að þessi maður sé sekur, þá hljótið þið að byggja það á einhverju öðru en sögusögnum og tilfiningum, hafið eitthvað concrete.

Ég hef ekki hugmynd um það hvort þessi maður er sekur eða saklaus, enda ekki mitt að dæma hann. En sem betur fer byggir okkar réttarkerfi á þeirri grunn hugmynd að það þarf að sanna sekt, og þegar ekki tekst að sanna sekt, þá eru menn ekki dæmdir.

Þið sem að eruð svona full viss um að þessi maður er sekur, endilega farið með ykkar upplýsingar til saksóknara.

Draugurinn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:47

138 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég fór að hugsa um það sem Dagný sagði um að það málinu yrði ekki áfrýjað - biskup gaf út þá yfirlýsingu að presturinn kæmi ekki aftur til starfa fyrr en málið væri búið að fara fyrir hæstarétt - þýðir þetta að maðurinn verði í leyfi frá störfum framvegis, um ókomna tíð? Er þetta launalaust leyfi, eða er maðurinn að leika sér á launum frá ríkinu, - afsakið - kirkjunni?

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 20:27

139 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skrýtið að draugar skuli geta haft svona mótaðar skoðanir um málefni okkar sem enn erum hérna megin grafar...rosalega leiðast mér allar þessar nafnlausu skoðanir sem eru viðraðar hér á blogginu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 20:28

140 identicon

ég vona svo innilega að þessi prestur eða *prestur* fái aldrei að koma nálægt kirkjunni aftur.

Ég vona líka að hann sé í launalausu leyfi takk fyrir. Ég vil ekki að skatturinn sé að fara í eitthvern spilltan prest sem er ekki einu sinni að vinna bara situr á rassgatinu heima hjá sér eða hver veit hvað hann gerir. Hef heyrt fleirri sögur um þennan mann bara eftir þetta mál og er fólk ennþá að halda því fram að þær séu að ljúga og vonandi koma fleirri svona mál fram með þennan mann og hann verði dæmdur sekur í þetta skiptið vegna þess að hinar stelpurnar eru of hræddar til þess að áfrýja.

dagný (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:39

141 Smámynd: halkatla


Hvað sem dómi eða sýknu líður, þá held ég að mestöll þjóðin viti núna að þessi blessaði prestur er óalandi og óferjandi í okkar samfélagi, og ef kirkjan verndar hann meira þá segir fólk sig úr þjóðkirkjunni, bæði margir aðrir prestar sem og almenningur.

Ég trúi því að meirihlutinn af okkur sé nógu skynugur til þess að sjá í gegnum hvað átti sér stað þarna, þó að við höfum ekki verið á svæðinu og vitum ekki heildarfléttuna. Nógu andskoti mikið veit ég, margt sem ég hefði alls ekki viljað vita

En við flest höfum nægilegt vit og lífsmark til að renna grun í hvað gekk þarna á, og við sýnum stúlkunum sem kærðu og öðrum fórnarlömbum þessa perra (og annarra slíkra) bara mikla samkennd og hlýju!

Svo finnst mér ástæða til að svara honum draugsa varðandi eitt: í sambandi við það hvort einhver viti hvort presturinn sé sekur eða saklaus? ja, þeir tugir sem hafa sagt sögur af samskiptum sínum og hans í gegnum tíðina, þeir vita fullkomlega hvað gæti hafa gerst á milli sóknarBARNANNA og prestsins, atburðir gerðust, svo mikið er víst. Með menntun sína á bakinu þarf enginn að efast um að presturinn er nægilega fróður um stöðu sína og hlutverk til að vita hvað er viðeigandi og hvað ekki. Kirkjuyfirvöld og samborgarar sem hafa kóað með honum í áratugi og leyft honum að starfa þrátt fyrir allskyns orðróm (sem fylgir vanalega ekki öðrum prestum, sem betur fer) hefðu hreinlega átt að taka hann úr umferð fyrir löngu (alls ekki með neinum blóðsúthellingum, heldur bara passa að hæfari og betri manneskja kæmi í hans stað)

Svo er það eitt sem særir mig mest í þessari umræðu. Það er hvernig Gunnar Th og fleiri hafa gefið í skyn að það gerist mjög oft að fólk, auðvitað sérstaklega konur og börn, hvað þá hinir skelfilegu unglingar, séu að spinna upp svona sakir á saklaust fólk, þetta finnst mér það viðurstyggilegasta sem hægt er að segja um nokkurn mann! Að hann njóti þess að draga aðra manneskju niðrí svaðið og myrða mannorð hennar... hvernig er hægt að draga þá ályktun fyrst af öllu, að þessar stelpur séu að gera það að gamni sínu, notandi ímyndunaraflið til þess að ljúga og ljúga og ljúga? Ef einhver á að fara í meiðyrðamál þá eru það kærendur í svona málum, sem lenda í því að siðblint fólk einsog Gunnar Th. tali svona um það

halkatla, 4.12.2008 kl. 21:08

142 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ER ÉG siðblindur, vegna þess að ég er á þeirri skoðun að ef menn eru sýknaðir, þá eru þeir SÝKNAÐIR. Hvað eruð þá þið hin, sem vilja sakfella manninn eftir sýknudóminn?

Grimmdin í ykkur vekur mér ugg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 23:16

143 Smámynd: halkatla

Fyrirgefðu mér háæruverðugi Gunnar. Mér hljóp kapp í kinn í þessari umræðu. M.a vegna þess að þú sakar fólk einsog mig sífellt um grimmd og fleiri hluti sem ég frábið mér. Ekki bara í þessu máli heldur nánast alltaf. Skrif þín um langa hríð bera með sér að þú telur allt sem ég met einhvers vera einskis virði og lægra en skíturinn undir skónum á þeim sem ráða eða hugsa einsog þú. En þú ert bara þú og ég er bara ég. Mér var kennt að sýna samkennd og svoleiðis, og að halda ekki það versta um annað fólk nema sannanir væru til staðar og að halda kjafti þegar æra fólks er í veði, en segja sannleikann ef hans er þörf og ég veit hver hann er. Í þessu máli eru báðar hliðar mjög öfgakenndar, eðlilega. Það eru bara mun færri á þinni hlið og þú hlýtur að skilja það sjálfur. Ef ekki, nú þá hef ég haft rétt fyrir mér - en við þegjum um það framvegis og sérstaklega ef það var rangt.

halkatla, 4.12.2008 kl. 23:38

144 Smámynd: halkatla

og svona bara til að halda því til haga þá veit ég alveg einsog allir sem hafa skrifað hér að séra Gunnar Björnsson var sýknaður fyrir rétti og það var gert af dómurum, ég hef aldrei haldið öðru fram, en má þá ekki tala um neitt í sambandi við þetta mál ( einsog t.d atriði sem blasa við og hafa jafnvel komið í fjölmiðlum) og þarf að gera fórnarlömbunum erfitt fyrir útí samfélaginu vegna einhvers sem skeði í réttarsal, ég skil ekki....

halkatla, 4.12.2008 kl. 23:43

145 Smámynd: halkatla

Réttarhöld eru til að hjálpa þjóðinni sem rekur og á réttinn að skilja hvort einhver sé sekur eða saklaus í raun og veru og hvort þurfi að beita refsingum, en það tekst ekki alltaf að ná nógu góðum sönnunargögnum gegn seku fólki og það vita allir. Hvert réttarhald er áhætta, því saklaus maður gæti verið dæmdur. Fullorðnum er treyst til að nota réttarkerfið sitt á ábyrgan hátt og ég held að Jenný Anna, Gréta, Alva og fleiri, séu einmitt að gera það sem á að gera, þ.e.a.s tala um það sem úrskeiðis fer svo það sé hægt að laga það. Skip eru vanalega lagfærð ef þau bila útá reginhafi, í stað þess að vera látin reka stjórnlaust...

Þessi færsla er frábær og eins það sem Halla Rut hefur bent á hjá sér.

halkatla, 4.12.2008 kl. 23:50

146 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er bara ekki svo hlynnt prestum yfirhöfðuð eða þeirri starfsstétt, þar sem margir þeirra telja sig yfir okkur hin hafin og eru svo í áskrift af launum sínum frá skattborgurum, trúuðum og ótrúðuðum og annarrar trúar.

Smjaðurslegir prestar eru verstir Og vera með yfirlýsingar um hversu kærleiksríkir og hlýir þeir eru fær mig til að gubba og mér er líka meinilla við fólk (konur og menn) sem hafa ríka tilhneygingu til að vilja faðma og snerta alla að þeim forspurðum.

Mig langar svo sannarlega ekki til þess að hver sem er faðmi mig og kyssi

Annars þyrfti að ala upp í stelpum að bíta frá sér!  Ef einhver karl er að abbast upp á þær, hver sem hann er, að segja honum og láta sig í friði og jafnvel bara gefa honum einn á hann.  Ég hef sjálf gefið manni hressilega á hann sem var að áreita mig kynferðislega

Það þurfa líka allir að vera með það á hreinu að prestar eru ekki neitt "heilagari" en við hin þótt margir þeirra telji svo vera og hafi í krafti þess áreitt börn.........oj.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 03:40

147 identicon

Ég held að við ættum að kveikja á kertum í dag til stuðnings stúlkunum sem málið varðar og fjölskyldum þeirra, þau hafa það áreiðanlega erfitt þessa dagana, sendum þeim hlýja strauma og kærleiksljós, þannig að þau finni að megnið af þjóðinni stendur með þeim og ef þessi prestómynd fær vinnuna sína aftur, held ég að við ættum að hafa almenn mótmæli fyrir framan þjóðkirkjur landsins.  Það væri einfaldlega ekki viðundndi eftir þennan dóm að hann komi til vinnu aftur í kirkju eða öðru sem tengist trúnni eða börnum. Það getur ekki verið að allt sem um hann sé sagt sé orðrómur og ekkert annað.  Ég finn óskaplega til með stúlkunum í allri þessari umræðu. Og ef það er eitthvað sem ég vildi segja við þær er það að hlusta ekki á svona bullara eins og Hlé, Ragnar Örn, Gunnar TH. og fleiri  sem eru ekkert annað en með mannskemmandi skoðanir, allavega í þessum málum.  

Ást og friður.

alva (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:00

148 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th.! Þú spurðir athyglisverðara spurningar. Það var um hvort þú værir siðblindur!

Þú ert það, enn samt er það ekki alvarleg siðblinda. Hún mælist í ílíkum styrkleika. Þessar stúlkur t.d. þurfa allra síst á að halda að hlusta eða lesa þessa fádæma þvælu sem þú lætur út úr þér. Hefurðu einhvern skilning á því? Gunnar Th.? ( Já og fl. sem eru ekki svaraverðir)

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 10:58

149 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siðblint fólk er grimmustu persónuleikar sem hægt er að finna Gunnar Th. (gleymdi þessu bara)

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 11:00

150 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bæði í þessu nýjasta máli og svo í flestum málum þar sem menn hafa verið sýknaðir af ákærum um kynferðisbrot er allt of mikið um að fólk ráðist á dómarana og gjarnan án þess að hafa lesið dóminn. Mjög sjaldan er reynt að horfa til þess hvort rannsóknar- og ákæruvaldið kunni að hafa brugðist eða að framburður meintra þolenda hafi verið reikull og kannski ekki staðist.

Ég hef fulla samúð með þeim þolendum sem verða fyrir barðinu á ofbeldismönnum. Ég hef ímugust á þeim einstaklingum sem beita kynferðislegu (og öðru) ofbeldi. Mér sýnist að dómarar landsins geri sitt ýtrasta til að teygja sönnunarbyrðina í þágu þolenda, svo mikið að sumum dómurum er um og ó, t.d. Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Þegar aðrar sannanir skortir reyna þeir að meta trúverðugleika og stöðugleika framburðar og það getur skipt sköpum þegar orð stendur gegn orði. Í máli klerksins dugði það ekki til og voru þannig lýsingar annarrar stúlkunnar taldar breytilegar um það sem gerðist. Við slíkt færðist vafinn klerkinum í hag. Hann neitaði staðfastlega allan tímann og leiddi fram vitni sér til stuðnings. Í gegnum þá brynju tókst rannsóknar- og ákæruvaldinu ekki að komast.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 11:32

151 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mjög skynsöm rök hjá þér Friðrik Þór. Tækni við yfirheyrslur vantar á Íslandi. Sérþjálfuð lögregla sem eingöngu fæst við mál svipuð þessum og nauðgunarmálum.

Ákæruvald kemst aldrei lengra enn rannsókn leiðir í ljós. Mér vitanlega er bara einn fangi skalaus af svona máli sitjandi á lItla-Hrauni. Aðrir fangar telja hann saklausan og þess vegna verður hann ekki fyrir sama aðkasti og aðrir.

Enn alla vega, er fyrir löngu búið að finna upp hjólið í yfirheyrslum í svona málum erlendis. Það er bara ekki notað á Íslandi. 

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 12:08

152 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem er með Gunnar prest er að hann er ephebophiliskur. Um ephebophiliu má lesa hér. Ég skal ekki dæma um það hvort ephebophilia telst vera nokkurs konar siðblinda - það er svo margt sem hrjáir þetta aumingjans mannkyn sem við tilheyrum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:44

153 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu stendur þetta í Wikipediu-greininni:

"Clinically, ephebophilia is not regarded as a mental disorder except in very specific circumstances."

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:46

154 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Frægir menn sem vitað er að hafi verið/séu ephebophiliskir eru Charles Chaplin og Roman Polanski.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:48

155 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Gunnar hefur verið sýknaður að íslenskum lögum. Það skilur hver heilbrigður maður og held að menn ættu að virða það.

Það er lágkúrulegt finnst mér að hamast á mannorði Gunnars eins og hér er víða gert og er engu líkara en mörgum konum sé ekki sjálfrátt vegna óvildar og haturs. 

Það er afleitt að unglingsstúlkur sem eru faðmaðar og lauslega klappað skuli vera hvattar áfram til að fara út í ákærur á þeirri forsendu að um hafi verið að ræða kynferðislegt ofbeldi. Eru þessar konur alveg að trompast?  Það er ekki til neins annars en að magna upp hysteríuna og óvildina og  kynjahatrið.

Og auðvitað til að eyðileggja mannorð einstaklings. Það er eins og mönnum sé alveg sama um það að einum prestlingi sé dýft ofan í andlegt sýrubað, þó hann hafi ekki kunnað sig í mannlegum samskiptum og orðið of nærgöngull/ persónulegur.  Ég vil einnig spyrja: Halda menn að þær hafi staðið fyrir þessum ákærum einar? Nei það er hersing femínkvenna sem hefur það að atvinnu að senda karlmönnum tóninn og hvetja aðrar konur til að taka ákvarðanir sem hámarka skaðann milli kynjanna.  

Það sem ræður miklu í atburðarrásinni í þessu máli er yfirfærsla á tilfinningum. Konur sem hata menn vilja að aðrar konur geri það sama. Kona sem skilur, hefur sterka ósk um að aðrar konur skilji. Þetta virkar svona og það vita flestir. Því bera stuðningskonur þessara stúlkna sterka ábyrgð. 

Gunnar og kannski prestafélagið þarf auðvitað að hugleiða hvort ekki sé komið nóg af þessari vitleysu og hugleiða amk hvort ekki eigi að kæra á móti. Fyrir árás á æru og mannorð. Það gæti leitt til þess að í framtíðinni verði síður farið fram með efnislitlar ákærur. Gunnar gerði þjóðinni greiða með því að gefast ekki alveg strax upp.

Guðmundur Pálsson, 5.12.2008 kl. 13:01

156 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðmundur Pálsson! Þú talar langt í frá að vera heilbrigður....hafðu vit á að halda kjafti og lesa dóminn áður enn þú talar um hluti sem þú greinilega veist ekkert um..andskotans óféti ganga lausir á þessu landi..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 14:19

157 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Offors er á þér Óskar. Sættu þig við að lögin ráði en ekki duttlingar tilfinninganna.

Guðmundur Pálsson, 5.12.2008 kl. 14:32

158 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þvílíkt orðbragð alltaf hjá þér, Óskar. Ég held að þú ættir að reyna einhvern tíma að stilla skap þitt, áður en þú skrifar athugasemdir. Slíkt orðbragð sem þú viðhefur ber aðeins þínu eigin innræti vott, og það er ekki fagurt, út frá því að dæma.

Þó þú hafir einhvern tíma starfað með geðsjúkum þá gerir það þig ekki þar með hæfan til að dæma um heilbrigði allra annarra, síst af öllu út frá einni athugasemd.

Ég hef sjálf orðið fyrir barðinu á þínum sorakjafti og heift þinni gagnvart íslenskri heilbrigðisstétt. Leitaðu þér aðstoðar, í Singapore eða London, eða bara einhvers staðar þar sem aðstoð er að fá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 14:49

159 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek heils hugar undir orð Guðmundar Pálssonar... og reyndar líka undir orð Gretu Bjargar... í þetta sinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 15:19

160 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir innlitin! 

Guðmundur! P. Ég er búin að vinna við þennan réttarbransa, fangelsi, fanga úti og inni, geðréttarstofnanir og það er eiuns og að vinna á togara. Mér líkar við offors í tali og verki. Var einu sinni kallað að vera duglegur , enn núna dónaskapur. (Útúrdúr) 

Hef engar áhyggjur af tilfinningasveiflum kæri Guðmundur, fæ ekki einu sinni hjartslátt af því að ganga vopnlaus inn til sturlaðs manns í sérsmíðum klefum. En ég get fengið hjártslátt af að lesa eða hlusta á menn eins og þig.

Þetta er ekkert ætlað sem ókurteist svar! Frekar bara beint eins og það er. Ég skal ekki þreyta þig á tali um vinnuna mína. 

Þú ert aftur á móti gjörsneiddur tilfinningum, siðfrði og eiginlega svipaður persónuleiki og PC talvan mín. Mér líkar við tölvuna mína ;)

Greta Björg: Svona svona! Stilltu þig nú sjálf. Þú áttir betri og skynsamari punkta enn ég síðast þegar við töluðum saman. Færð alla mína virðingu fyirn það. Ef þig vantar hjálp með eitthvað sem ég get aðstoðað við, sendu mér bara mail.

Enn í Guðana bænum , það fer þér ekki þessi uppeldistónn, sjálfsagt vel meintur. Ekki segi ég þér að fá þér snuð svo þú talaðir ekki svona mikið? Væri það ekki dónaskapur.

Ég benti manni á að lesa dóm og halda kjafti! Það er það sem þú bregst við. Kanski átti ég að orða þetta öðruvísu án þess að fórna merkingunni. Ég hlusta á þig Greta Björg mín. Gott að þú minnir migv á. Summir hundskamma mig bara, enn þú ert svo indæl. 

Heilbrigðismál á Íslandi verða óbreytt og fara frekar í verra ástand enn betra, forever. Mín skoðun.

Ég fæ alla aðstoð og það sem mig vantar, víða um heim. Félagslega, fjárhagslega og við að gera það sem er gaman. Það fæddist barn á heimilinu í dag.Er svona soldið undir áhrifum af því, buin að vera versla þetta barnadót til að gefa í fæðingagjöf.

Ég er annars nýkomin frá Kambódiu, bara eins dags ferð, og er að fara 3ja daga ferð til Singapore, tl að hjálpa fólki sem bað mig um það. 'eg er annálaðurt hrotti og fæ vinnu út á það. Ég vil ekki skemma ímynd mína. Kanski ég bjóði þér upp á kaffi einhverntímann....eða konan mín myndi heimta það. Hún talar eins og þú. Mér finnst það bara nöldur. Enn "nöldrið" hefur áhrif.  

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 15:37

161 Smámynd: Óskar Arnórsson

..á engin komment fyrir Gunnar Th. ég er búin að skrifa þær allar..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 15:41

162 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eins dags ferð til Kambódíu...hehe. Þú ert enn ruglaðari en þú virðist við fyrstu sýn. Svona í alvöru talað Óskar, taktu lyfin þín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 15:43

163 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óskar, ég þakka þér hlýlegt svar til mín.

Það er sjálfsagt rétt hjá þér að ég á ekkert að skipta mér af því sem öðrum fer á milli, en stundum gengur kjafthátturinn í þér bara fram af mér! Eins og greinilega fleirum...

Það er gott að þú færð alla aðstoð sem þú þarft á að halda í lífinu, enda er eins gott að maður sem starfar við að sinna öðru fólki kunni að leita sjálfum sér hjálpar sé þess þörf.

Til hamingju með barnið.

Að ýmsu leyti get ég verið sammála þér um heilbrigðismál á Íslandi, en mér finnst samt ekki rétt að stimpla alla með sama stimplinum, eða setja þá undir sama hatt, eins og þú gerðir í samskiptum okkar um daginn, þeim sem þú tókst svo út, sem var rétt af þér að gera.Til dæmis sé ég fram á að fá mjög góða hjálp á næstu vikum, viðmótið sem ég mætti í viðtali við sérfræðinginn sem fer með mín mál sannfærði mig um það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:07

164 identicon

Jæja, á maður ekki að fara greina Óskar aðeins hérna. Ég fæ svona á tilfinninguna að hann þjáist af svona messiasar-heilkennum; mikilmennskubrjálæði, þráhyggja, siðblinda og ýmisar persóunuleikaraskanir. Ekki furða að það sé búið að kvarta oft yfir honum hérna á blogginu og búið að banna honum að tengja bloggið sitt við fréttir.

Ég held að þú sért búin að vinna of lengi með veiku fólki Óskar, þú ert búin að vera í altof brengluðu umhverfi of lengi til að átta þig á því hversu brenglaður þú ert.

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:17

165 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eins dags ferð til Kambódiu, bara til að,fæá stipil, svo ég sé löglegur í Tjhailandi þar sem ég er núna. Kallast fyrir "Turist-visum ferðir". Bara vesen að það voru læti í Bangkok..

Ég bý í Norður Thaikandi, Nálægt Burma, svona til skýringar.

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:22

166 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bjöggi minn! Fín lýsing á þér sjálfum.. ;)

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:23

167 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhver sem þekkir þig Óskar, fór yfir sögu þína í athugasemdarkerfinu hjá mér og samkvæmt því er flest lygi og sumt ósatt sem þú segir af ferli þínum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 16:26

168 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er búið að banna mér að tengja mig við fréttir? Ertu lygari líka Bjöggi?

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:27

169 identicon

Hahahaha.....

"Þú ert það bara sjálfur" tekin á þetta hérna. Eitthvað segir mér að ég hafi
hitt beint í mark.

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:27

170 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar TH! 'eg er grunaður um allt mögulegt. Oft hef ég srafað fyrir yfirvöld. Einu sinni laug einn fangi þvi að ég notaði einkasamtl til að mata lögreglu á!

Það kostaði næstum þ.v.konu mína lífið og öll börn. 6 stk. Gunnar! Sendi allar kjaftsögur sem þú vilt. 'eg var vopnaður á Íslandi. Allir vissu það svo lögreglan kom.

Ég var að vinna á Litla-Hrauni á sama tíma. Gunnar Th. Það er með vilja gert að gera þig reiðan! Það er bara þannig sem maður getur séð hvernig fólk er innréttað. Ég veit það núna.

"Einhver sem þekkir mig talar aldei um mig nema jákvætt". Staðreynd.

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:36

171 identicon

Guðmundur: "Það er afleitt að unglingsstúlkur sem eru faðmaðar og lauslega klappað skuli vera hvattar áfram til að fara út í ákærur"

Já það er alveg afleitt að fullorðnir menn (þú?) geti ekki faðmað, kysst og strokið unglingsstúlkur sem erum þeim óskyldar og hafa engann áhuga að vera faðmaðar, kysstar og strokið.

Karma (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:38

172 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bjöggi! Þú ert bara venjulegur asni..sry.

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:42

173 Smámynd: Þröstur Unnar

Sniðugur þessi Óskar sem hefur unnið með geðveikum og föngum um áraraðir, að segja fólki að halda kjafti og hoppa í sjóinn.

Djísús, vona að ég þurfi ekki á þjónustu hanns að halda.

Þröstur Unnar, 5.12.2008 kl. 16:46

174 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég get ekki fundið það Gunnar Th.! M´+att senda mér þaðá maili ef þú ert ekki bara að fantasera...

PS:  Nenni ekki að laga prentvillur..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:50

175 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Óskar hvernig væri að fara að hætta að ljúga fólkið hérna uppfullt að þú sért að vinna á geðspítala og ég veit ekki hvaðþ

Held það sé kominn tími til að þú látir renna af þér, æðisköstin sem þú tekur eru auðvitað alveg í sinki við það sem þú ert að gera dags daglega".

Fleira kom þarna fram hjá þessum sem "þekkir" þig. Læt þetta nægja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 17:15

176 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvernig væri að hætta þessum persónulegu hártogunum sitt á hvað, strákar, og koma ykkur upp úr sandkassanum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 17:17

177 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, uppeldistónninn tekinn á þetta, það veitir greinilega ekki af!

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 17:18

178 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg er ekki að vinna núna Gunnar Th. Spítalinn sem ég vann á var einkaspíotali. Ég var eigandinn. Viltu fletta því upp í Svíþjóð? Það er allt opinbert.

Ég las frslurnar þínar og kommentin. 2 komment að meðaltali. Ekkert þeirra um mig. Geturðu bent mér á þetta? Ég er á eftirlaunum Gunnar Th.! Hvaða fólk heldurðu að hafi tíma í blogg? Fólk sem er ekki að gera sama og ekkert.

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 17:33

179 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Greta Björg! 'eg er alveg til í það. Hann er jafn þrjóskur og ég..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 17:35

180 Smámynd: Óskar Arnórsson

Síðustu vinnurnar mínar voru á Litala-Hrauni og Sugni Réttargæslustöð Íslendinga...þetta var eins og að vinna á barnaheimilum..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 17:38

181 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þröstur Unnar er alveg frábær! 'eg hef einmitt sagt föngum sem voru í sjálfsvorkun að halda kjafiti og hengja sig! Hoppa í skóin hefði getað verið bölvað vesen fyrir þá...takk fyrir gott ilegg! Allir eiga að vona að þeir murfi ALDRTEI á þjónustu minni að halda...

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 17:42

182 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fagmennska, Óskar?

Ég veit um mann sem gerði einmitt það sem þú segist hafa sagt föngum á Litla-Hrauni að gera, - það er að segja hélt kjafti og svipti sig lífi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 18:11

183 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég fékk hroll við að lesa kommentið frá þér Guðmundur Pálsson sérstaklega í ljósi þess að þú ert titlaður læknir. Maður gæti ætlað að þú hefðir í gegnum nám þitt öðlast örlitla innsýn inn í sálarlíf fólks.

Heldurðu virkilega að stúlkurnar séu að gera sér þetta upp? Þvílíkt skilningsleysi sem skín af skrifum þínum. Hvað myndi skilgreinast sem kynferðisofbeldi að þínu mati? 

Ég vona svo sannarlega að enginn sem hefur orðið fyrir áreitni verði nokkurn tímann svo óheppinn að þurfa leita til þín, það er einmitt vegna svona viðhorfa eins og þinna að við erum eins og aftan í fornöld í kynferðisbrota málum.

Ég vil ráðleggja þér þín vegna að setja þig í samband við stígamót og fá þar örlitla fræðslu, þú myndir þá kannski átta þig alvarleika  málsins.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 18:17

184 Smámynd: Óskar Arnórsson

Greta Björg! 'erg hef sagt mörgum að fara og hengja sig til að fá líf í þá! Veit ekki til að neinn hafi farið að rðaum mínum. Enn þetta ervsérstakt túngumál inn á geðspítölum og fangelsum.. ég bjó ekki þessa mállýsku til....ég lærði hana bara..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 18:23

185 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek sértaklega undir orð Hrafnhildar Ýr sem ég ráðlegg öllum að lesa gaumgæfilega...

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 18:24

186 identicon

Er þessi Óskar ekki löngu kominn yfir línuna, að því gefnu að hann sé ekki grey og þess vegna sætti menn sig við að hann fái að ganga lengra en venjulegt fólk.

Ekkert nema óábyrgt tal um morð, vopn, blammeringar um náungann og hetjusögur af honum sjálfum.

Baddi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:40

187 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auingja baddi IP! Láttu nú vita hver þú ert! Já ég hef lifað innanum morð, vopn og blammeringar hehe..veist ekkei enu sinni hvað það er.. séð of marga deuja að nauðsynjalausu, hvaða línu þú talar um, er ekki til nema í höfðinuná þérþ Það eru engin "grá svæði" eða "línur.." ennn erum við ekki komin út fyrir málefnið?

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 18:50

188 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er ekki Guðmundur Pálsson öldrunarlæknir? Vonandi er engin hætta á að skjólstæðingar hans leiti til hans vegna kynferðislegs áreitis - þó það sé aldrei að vita, aldur skiptir víst ekki máli í þessum efnum, fólk á öllum aldri verður fyrir kynferðislegu áreiti.

Hann hlýtur að hafa rétt á að hafa sínar skoðanir - en ég er sammála því að það væri ekki gott fyrir ungar stúlkur/konur að leita til hans út af svona málum.

Kannski fer hann að ráðum þínum, Hrafnhildur, og sækir sér fræðslu til Stígamóta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 18:51

189 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hrafnhildur þú ert hissa en athugaðu að ég og viðhorf mín eru ekki í fókus í þessu máli. Þetta er dómsmál og það er ekki mitt að skilgreina hvað er kynferðisofbeldi eða kynferðisáreitni heldur laganna.

Vek athygli á eftirfarandi úr dómnum:

Ákært er m.a. fyrir brot á 199. gr. almennra hegningarlaga en þar segir: „Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Enn fremur segir:

"Með hliðsjón af því sem á undan er rakið telur dómurinn að þessi háttsemi ákærða geti ekki talist kynferðislegt áreitni í skilningi 199. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ekki heldur fallist á með ákæruvaldi að ákærði hafi með þessari háttsemi sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað í skilningi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Verður ákærði því sýknaður af báðum liðum ákæru."

Guðmundur Pálsson, 5.12.2008 kl. 18:52

190 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er reyndar sammála Guðmundi um eitt atriði: Að eftir lýsingum að dæma kann umræddur prestur sig ekki að öllu leyti í mannlegum samskiptum, sem meðal annars felst í því að ryðjast inn á persónulegt einkarými (personal space) ungra kvenna, hvað sem ásökunum um kynferðislega áreitni, sem hann hefur verið sýknaður af, líður. Að öðru leyti ósammála.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 18:57

191 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála Gretu og Guðmundi! Hvaða persónuleika gera sig seka um svona hluti?

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 19:03

192 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að þín viðhorf eru ekki í fókus í þessu máli, þó maður gæti haldið það miðað við niðurstöðu dómsins, hins vegar gegn sýra viðhorf eins og þín stóran hluta samfélagsins og gerir líf þeirra  sem fyrir kynferðislegu áreiti verða að helvíti.

Taktu eftir orðalaginu í fyrri klausunni : Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Það að ekki hafi tekist að sanna  þetta á séra Gunnar þýðir ekki að hann sé saklaus af þessu, hann reyndar viðurkennir þessa hegðun en dómurinn eins fáránlegur og hann er sér ekkert athugavert við þetta.

Já meðal annars, hefurðu lesið dóminn?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:08

193 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fyrra komment er til GUÐMUNDAR.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:09

194 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ákært er m.a. fyrir brot á 199. gr. almennra hegningarlaga en þar segir: „Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Ekkert þessara atriða á við, stúlkurnar hafa ekki ásakað prestinn um neitt slíkt athæfi sem þarna kemur fram, aðeins að faðma þær fast og sýna þeim það sem má kalla ástleitni, en ekki klúra tilburði eins og kalla má þær athafnir sem lýst er í lögunum (séu þær á móti vilja móttakandans). 

Hins vegar segir:

"Með hliðsjón af því sem á undan er rakið telur dómurinn að þessi háttsemi ákærða geti ekki talist kynferðislegt áreitni í skilningi 199. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ekki heldur fallist á með ákæruvaldi að ákærði hafi með þessari háttsemi sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað í skilningi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Verður ákærði því sýknaður af báðum liðum ákæru."

Kannski teljast móðganirnar, sárindin og yfirgangurinn ekki nógu alvarlegar til að dæma manninn.

Þar virðist þó ekki tekið tillit til eðlis þess embættis sem maðurinn sem um ræðir gegnir, sem gerir málið öllu alvarlegra, það er hægt að krefjast meira af slíkum manni. Líklega er það þó frekar prestafélagsins að skoða það, frekar en dómstólanna, þar sem er réttilega litið er á sérann sem hvern annan almennan borgara gagnvart þeim lögum sem gilda um þá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:20

195 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Með "ósiðlegt" geri ég ráð fyrir að lögin eigi við klúra tilburði, ekki hvort það sé siðlegt í sjálfu sér að vera með tilburði sem líta má á sem sprottna af kynferðislegum áhuga við persónu undir lögaldri til kynferðismaka.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:23

196 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hrafnhildur, ég get ekki fallist á að orðbragð eins og "þú ert svo falleg, ég er skotinn í þér" geti talist meiðandi. Ef presturinn hefði hins vegar sagt "mig langar til að ríða þér" teldi ég það í hæsta máta meiðandi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:26

197 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef því miður alltof oft þurft að hughreysta og liðsinna ungum stúlkum sem hafa orðið fyrir káfi, þukli, nauðgunum og ofsóknum af höndum stráka og/eða karla.

Sjálfsmynd þeirra bíður hnekki, þær missa traust á fólki þá sérstaklega karlmönnum, þær sýna sterk einkenni um áfalla streitu röskun, sem lýsir sér í því að þær endurupplifa hryllinginn aftur og aftur, geta ekki sofið, verða grátgjarnar, þunglyndar og margar leiðast út í ofdrykkju auk þess sem það getur tekið áratugi að græða þessi sár.

Þetta kostar heilbrigðiskerfið mikla peninga fyrir utan þau samfélagslegu áhrif sem þetta hefur.

Að halda því fram í fullri alvöru að stúlkur séu hvattar til að kæra, hefurðu enga hugmynd um hvernig svona mál ganga fyrir sig?

Það eru ítarlegar yfirheyrslur í barnahúsi þar sem sálfræðingar með reynslu eru viðstaddir, framburður þeirra veginn og metinn auk sálarástands....bara þetta eitt er martröð fyrir þolanda því lögmaður ákærða gerir allt sem hann getur til að snúa út úr viðkvæmri frásögn,ef það er grunur um samræði þá fer fram læknisskoðun sem ein og sér er heilt helvíti fyrir þann sem hefur þolað misnotkun. það gerir sér ekkert barn upp áfallastreituröskun! Það gerir það heldur enginn að gamni sýnu að ganga í gegnum réttarhöld, eins ömurleg og þau eru

Að maður skuli þurfa árið 2008 að útskýra fyrir fullorðnu fólki það sem ætti að vera almenn vitneskja......sorglegt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:27

198 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mér er fyrirmunað að skilja þegar sagt er eitthvað þessu líkt, (svo ég taki líkingu sem ekki er eins tilfinningahlaðin):   "Sk. rannsókn málsins stal hann að vísu engu en það munaði mjóu og í rauninni er hann þjófur þó hann hafi ekki stolið. "

Og svo er tvinnað við þetta taktfast: Siðleysingi, psykopati ofv.... endalaust. Nb. um nafngreinda persónu!! Á opinberum vef! Menn eru ekki með öllu mjalla. Þetta er í meira lagi gruggugt.

Guðmundur Pálsson, 5.12.2008 kl. 19:33

199 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hrafnhildur, þú segir:

"Ég hef því miður alltof oft þurft að hughreysta og liðsinna ungum stúlkum sem hafa orðið fyrir káfi, þukli, nauðgunum og ofsóknum af höndum stráka og/eða karla.

Ekkert af þessu gerði prestuinn sig sekann um. Hann faðmaði stúlkurnar og kyssti, á óviðurkvæmilegan hátt vegna aldurs þeirra, en hann reyndi ekki að nauðga þeim, - þó vissulega hafi hann misboðið því trausti sem þær báru til hans í krafti embættis hans.

Ertu ekki farin að stunda þær nornaveiðar sem Guðmundur sakar þig og fleiri konur um með því að tengja framkomu prestsins við þær grófu meiðingar sem þú talar um í kommentinu þínu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:36

200 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gréta: það að hann hafi faðmað stúlkurnar og kysst, þá var það GEGN þeirra vilja. Það kemur fram í dómskjölum að þessi reynsla hafi haft slæm áhrif á stelpurnar. Maður sem þær treysta bregst þeim á versta máta. Þær sitja eftir með vanlíðunina og skaðan.

 Ég samþykki það ekki að ég sé sek um nornaveiðar, ég hef lesið marga vitleysuna á blogginu en skrif Guðmundar toppuðu allt.

það eru nákvæmlega svona viðhorf sem tefja fyrir bata þeirra sem fyrir skaðanum verða. Þetta skrifar hann:

"Það er afleitt að unglingsstúlkur sem eru faðmaðar og lauslega klappað skuli vera hvattar áfram til að fara út í ákærur á þeirri forsendu að um hafi verið að ræða kynferðislegt ofbeldi. Eru þessar konur alveg að trompast?  Það er ekki til neins annars en að magna upp hysteríuna og óvildina og  kynjahatrið."

Eru þetta ekki nornaveiðar á hinn veginn GRÉTA!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 20:01

201 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hrafnhildur: Það var vissulega á móti þeirra vilja, en vilt þú leggja athafnir prestsins að jöfnu við brotin sem þú lýsir í frásögn þinni? Finnst þér þær ekki alvarlegri en það sem hann er sakaður um? Mér þætti fróðlegt að heyra svar þitt við þeirri spurningu, ef þú vilt vera svo góð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 20:32

202 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

þau, brotin, átti þetta að vera, ekki þær.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 20:34

203 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hrafnhildur, þú talar um vanlíðun og skaða sem stúlkurnar hafa orðið fyrir.

Getur verið að stúlkurnar hafi fyllst enn meiri vanlíðun vegna þeirrar athygli sem málið hefur vakið, heldur en þeirri sem þær fundu fyrir áður?

Getur verið að fárið sem umfjöllun um málið vekur valdi þeim ennþá meiri skaða en atvikin sjálf?

Það hlýtur að vera slæm reynsla í sjálfu sér fyrir óharðnaða unglinga að verða miðpunktur athyglinnar í því fári sem þetta mál hefur vakið upp.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 20:38

204 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

vanlíðan, heitir það víst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 20:43

205 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðmundur Pálsson!  Þú mátt hafa eftir mér að hann sé podofíll! Og þú ert ekki með öllu í mjalla að þora að koma með svona orðagjálfur sem þú ert með núna.

Ekki reuna að þykjast gáfaður, það fer þér ekki. Þú er það ekki heldur. 

Það hlítur Greta Björg að hafa áhrif á þær að það skuli vera fólk sem tekur upp kanskan fyrir prestinn eins og þessi Guðmundur Padda Palsson gerir.

Ég hef eiginlega aldrei hitt neinn með svona þankagáng nema sem eru sjúklingar á geðspítölum. Þar er nóg af svona týpum. 

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 21:04

206 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Kynferðisbrot eru misgróf og ég legg ekki að jöfnu hrottalega nauðgun, og/eða káf og kynferðislega tilburði, en hvoru tveggja hefur engu að síður afleiðingar um það vitnar reynsla hundruða kvenna sem fyrir kynferðisbroti hafa orðið. Sálfræðingar, Geðlæknar  félagsráðgjafar og "einstaka" læknir  þekkja vel einkenni áfallastreitu röskunar, í dómskjölum kemur fram að þær þjáist af henni. Eigum við að ákveða fyrir fólk hvenær það má finna til?

Fram hefur komið á öðrum bloggsíðum skrif frá vinum og aðstandendum þessara stúlkna að það sem þeim svíður sárast eru viðbrögð eins og Guðmundur og Gunnar sína. Það að lítið skuli vera gert úr þjáningu þessara stúlkna, að " brotið" sér ekki nógu gróft til að mark sé takandi á vanlíðan þeirra, það er ÞAÐ sem svíður yfirleitt sárast.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:04

207 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir orð þín Hrafnhildur, Gunnar og Guðmundur eiga sér ENGAR málsbætur og ættu báðir að fara til geð- eða sálfræðings... nema þeir séu beinlínis "sjálfir svona" sem ég vil ekki trúa að svo stöddu..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 21:16

208 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"það er ÞAÐ sem svíður yfirleitt sárast."

Voru réttarhöldin þess virði að leggja þau og alla þá athygli og illa umtal sem þeim hefur fylgt á stúlkurnar, þar sem ekki var um nauðgun eða gróft kynferðisbrot að ræða (þau tilvik tel ég að eigi fortakslaust að kæra) ?

Ég efast ekki um að brot prestsins gagnvart stúlkunum hafi tekið á þær, - en hefur ekki þessi rekistefna frekar orðið til þess að auka þá vanlíðan, heldur en hitt?

Mátti ekki reyna að fara aðra leið en að leggja fram opinbera ákæru? Kannski var sú leið reynd áður, það hef ég ekki hugmynd um. Mig minnir samt að það hafi verið haft samband við biskupsstofu áður, komu engin viðbrögð þaðan?

Svolítið þankastrik í sambandi við þetta allt: Einhvern tíma verða ungar stúlkur/konur að læra að ekki ekki gengur karlkyninu, unglingsstrákum eða fulltíða karlmönnum, alltaf góðsemi ein til með faðmlögum, - þó ég óski engri stúlku þess að komast að því á þennan hátt, frá manni sem þær höfðu fyllstu ástæðu til að treysta, þar sem hann var sóknarpresturinn þeirra - óhæfur sem slíkur, en því miður ekki einsdæmi í mannlífsflórunni. Skiljanlega líta stelpur á þessum aldri á prestinn sem gamlan kall (eins og ég lýsti hér áður í kommenti), ekki sem kynveru, og dettur síst eitthvað kynferðislegt í hug í sambandi við hann, þó þær séu skotnar í strákum á sínum aldri.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:30

209 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Það hlítur Greta Björg að hafa áhrif á þær að það skuli vera fólk sem tekur upp kanskan fyrir prestinn eins og þessi Guðmundur Padda Palsson gerir."

Óskar, ég hreinlega fatta nú ekki við hvað þú átt með þessu - vinsamlegast útskýrðu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:32

210 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aftur tek ég heils hugar undir orð Guðmundar Pálssonar.

Þið sem viljið hengja prestinn.... þið virðist ekki skilja að Sr. Gunnar er EKKI sekur um kynferðislegt áreiti. Hann var EKKI að káfa á brjóstum eða kynfærum og var ekki að særa eða meiða með orðum.

Faðmlag er holt og gott fyrir sálina. Þeir sem vilja túlka slíkt sem perraskap, leggja greinilega skrítna merkingu í þá athöfn. Presturinn sem þjónar minni heimabyggð gerir þetta oft og iðulega og ég minnist þess ekki að nokkur manneskja hafi lagt einhvern perra-skilning í það hjá honum. Hins vegar getur alveg verið að sumu fólki þyki svona nánd óþægileg, en það er allt annar handleggur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 21:32

211 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gunnar, að mínu álit liggur hundurinn grafinn þarna mitt á milli þess viðhorfs sem þú hefur til málsins og þess viðhorfs sem harðir femínistar setja fram - sem sé að gagnvart lagabókstafnum er maðurinn ekki sekur - en ég leyfi mér að álíta að hvorki biskupinn né prestastéttin almennt, hvað þá Guð almáttugur, líti tilburði hans gagnvart smástelpum velþóknunaraugum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:40

212 Smámynd: Páll Jónsson

Gunnar: Vissulega mat dómurinn það þannig að presturinn væri ekki sekur um kynferðislega áreitni en það verður að athuga það að dómurinn taldi ekki allt sannað sem upp á hann var borið.

Ef fallist hefði verið á allt sem stúlkurnar héldu fram þá er ekki ólíklegt að hann hefði verið dæmdur skv. 199. gr. Og ef fólk trúir stúlkunum (sem er ekki fráleitt, presturinn hefur nú nokkuð margar kvartanir á bakinu, einar átta bara Selfossi ef ég skil þetta rétt) þá er í raun ekki skrýtið að fólk sé eilítið pirrað.

Páll Jónsson, 5.12.2008 kl. 21:41

213 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th.! Ekki skíta þig niður meira enn þú ert búin að gera..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 21:47

214 Smámynd: Óskar Arnórsson

Geta Björg: Það sem ég meina er að það hlítur að hafa áhrif á stúlkurnar ALLAR að það skuli vera fólk sem tekur upp hanskan fyrir þennan prest.

Það stendur svart á hvítu fyrir alla sem nenna að lesa dóminn að presturinn fór langt yfir strikið og er langt frá því að vera saklaus, hvað svo sem lögin og dómsniðurstaðan segir...

Ég myndi ekki vilja að dætur mínar læsu svona óþverraskap eins og kemur frá ofangreindum ófétum eins og Gunnari TH og Guðmundi.

Ég hugsa að þeir séu ekki hátt á vinsældarlistanum á sínum vinnustað. Þeir skilja greinilega ekki "hin óskráðu lög" og þau gilda fyrir alla. Kann ekki að útskýra þetta betur.... 

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 21:56

215 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gunnar: það er ekki á nokkurn hátt hægt að miskilja einlægt og hlýlegt faðmlag og kynferðislega áreitni .Einlægt faðmlag skilur ekki eftir sig andleg sár. Allir sem hafa þokkalega sjálfsmynd þekkja muninn á slíkum faðmlögum

Það sjá það allir sem hafa snefill af sómakennd að framkoma prestsins var langt fyrir utan það sem leyfilegt og eðlilegt telst. Ég hef spurt tugi unglings stelpna síðustu daga hvernig þær myndu upplifa það að presturinn þeirra myndi í einrúmi faðma þær, strjúka niður bakið, kyssa á kinnarnar og gera tilraun til að kyssa á munninn, í ofan á lag segja þeim það að hann sé skotinn í þeim.....svörin voru öll á einn veg, ógeðslegt, ömurlegt, perralegt, meiðandi,særandi,óviðeigandi og þar fram eftir götunum.

Mér finnst með ólíkindum að þurfa útskýra fyrir fullorðnum manni að það eru ekki allar snertingar hollar, hvað þá viðeigandi. Þú sérð nú sjálfur hvort þetta var hollt fyrir stelpurnar, það kemur fram í dómskjölum hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir þær.

Þú virðist ekki geta gert þér neina grein fyrir hvaða áhrif svona hegðun hefur, jafnvel þó tugir/hundruð stúlkna hafi leitað aðstoðar stígamóta vegna misalvarlega kynferðisbrota, hvaða skilaboð ertu að senda með þessum skoðunum þínum? Að líðanin sem þær upplifi sé miskilningur?

Gunnar: Það að héraðsdómur hafi dæmt svona þýðir ekki  að hæsti réttur geti ekki komist að annarri niðurstöðu, það er nú ekki svo ósjaldan sem hæstiréttur vísar málum til baka því þau eru hreinlega svo illa unnin í héraðsdómi.

Gréta: þú spyrð hvort réttarhöldin hafi verið þess virði, það er einmitt vegna svona viðbragða eins og koma fram á þessari síðu sem einungis lítið brot allra kynferðismála eru kærð. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvaða áhrif svona mál hafa og gera endalaust lítið úr líðan fórnarlambanna.  Sönnunarbyrðin er svo þung að dómararnir þurfa nánast að vera vitni að atburðinum sjálfir.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:09

216 Smámynd: Óskar Arnórsson

100% stuðningur við Hrafnhildi, enn ég held hún misskilji Grétu heldur mikið...

Enn vandmálið að láta fórnardyr bera vittni veit engin hvað er, sem ekki hefur upplifað það..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 22:19

217 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er verið að halda því fram hér, að Sr. Gunnar sé þekktur frá fyrri tíð af álíka málum. Ég minnist einhverra rifrildismála í kringum hann hér á árum áður, en það var ekki vegna kynferðismála... eða var það annars?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 22:23

218 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Gunnar Th. Það var það..þess vegna var hann alltaf að flytja. vegna samskonar kvartana....

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 22:26

219 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óskar, ég fæ ekki séð að Hrafnhildur misskilji mig, hún svarar einfaldlega spurningu minni. Það sem hún segir er rétt, það er af þessum ástæðum sem mál eru ekki kærð.

Það sem ég velti hins vegar fyrir mér var hvort ástæðan væri í þessu tilviki nægilega brýn til að allt þetta væri leggjandi á unglingsstúlkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:26

220 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til þess að svona mál vinnist þyrfu að liggja fyrir miklu fleiri vitnisburðir, held ég. En kannski teljast einhver þessara mála fyrnd.

En alla vega held ég að þessi maður eigi ekki afturkvæmt í embætti. Eins og ég sagði áður, ef það gerist segi ég mig úr Þjóðkirkjunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:29

221 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg hef ætlað að gera það árum saman enn aldrei komið því í verk..ætla úr þjóðkirkjunni hvort sem þesi maður heldur áfram sem prestur eða ekki. Þekki presta sem hafa gengi algjörlega yfir mörkinn enn stúlkurnar skammast sín svo mikið að þær þora ekki að kæra, né þora þær í dag að tala vi Stigamót t.d.

Ég er með 2 stúlkur sérstaklega í huga sem þurfa hjálp, enn þora ekki að sækja hana. Ég mæli með Stigamótum fyrir báðar tvær. Annar er prestur og svo er ein afi innblandaður í hitt málið.

Eins ógeðslegt og fólk getur gert sér í hugarlund...

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 22:39

222 identicon

Hvað teljið þið það þegar maður reynir að kyssa 16 ára stúlku á munninn? við erum ekki bara að tala um að maðurinn hafi kysst þær a kinnina, það hafði hann víst oft gert frá þvi þær voru 14 ára að aldri, það var ekki það sem fékk þær til að fara útí þetta heldur reyndi hann meðal annars að kyssa aðra stúlkuna á munninn, hún fór heim og sagði foreldrum sínum það og þeim fannst rétt að tala við barnaverndarnefnd útaf því og það var barnaverndarnefnd sem kærði hann fyrir það, ekki foreldrarnir.

Brynjar J (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:14

223 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

nákvæmlega Brynjar....þar sem einstaklingar eru undir lögaldri er það á hendi barnaverndar að kæra, ekki foreldranna.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.12.2008 kl. 01:22

224 identicon

Svo skil ég ekki þetta endalausa tal um faðmlag og koss a kinn,, það var bara daglegt brauð hjá gunnari að syna þeim svoleiðis ástúð.. en þetta atvik var of mikið og sanniði til þetta er ekki eitthvað sem þessar stelpur óska sér.. að láta þetta bitna á námi, fjölskyldu lífi, vinum þeirra og bara já að þurfa að standa í þessu og horfa svo uppá fólk virkilega trúa því að þær séu að ljúga þessu.. ég hafði aldrei trúað að einhver myndi tala svona eins og þið gunnar, guðmundur og fleiri gerið.

Brynjar J (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:27

225 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn hvað er gott að vita af fólki sem hugsar eins og Hrafnildur Ýr og Brynjar! Þetta er frekar samviskuspurning enn lagaleg spurning. Og samviska eða "sameiginleg viska" virðist vera sterkari enn að hlífa þessum presti mokkurn skapaðan hlut.

Allir kynferðislegir tilburðir að stúlkum undir lögaldri eiga ALDREI að þolast. Síðan er mér skítsama um hvort þessir kallar fari í fangelsi eða ekki. Það hefur engin bætandi áhrif. Frekar á hinn veginn. Þeir hugsa eftir sama munstri og raðmorðingjar að mörgu leiti.

Versta er að þegar þetta ágerist og eru til heilmiklar rannsóknir kring um það, drepa barnaníðingar fórnarlömb sín. Í einhverjum fylkjum í USA var refsing lækkuð svo mikið að barnamorðum fækkaði ótrúlega mikið.

Það er bara þannig að margt fólk fer í baklás, eða afneitun á að svona hlutir séu til. Þeiri eri til og það er sjaldan sem mér dettur í hug "illir andar" og þegar ég hef talað við barnamorðingja.

Ég var að vinna í fangelsi í Svíþjóð þegar eitt atvik gerðist. Net löggan veiddi tugi pedofíla í einni syrpu. Þar á meðal ógrynni barnaklámmynda. Sum voru af sænskum börnum. Þá heitir þetta "málskjöl". Hver sem er getur pantað málsköl úr hvaða máli sem er samkv. lögum.

Sérstak fangelsi fyrir barnaníðinga átti 99% pöntuð "málskjöl" þar á meðal vídeómyndirnar. Samkv. lögum VARÐ að afhenda föngum þessu vídeóbönd og önnur "málskjöl. Fyrir utan dómshúsið voru grátandi foreldrar sem báðu ritara dómsmála óg veðjuðu á dómsmálaráðherra að senda ekki myndir af börnum þeirra inn í pedófíla fangelsi.

Þessu var synjað til að byrja með. Þá tóku fjölmiðlar við sér og eingöngu vegna þrýsings frá þeim, voru sett bráðabyrgðalög sem síðan var breytt í alvöru lög. Þetta er bara eitt, að vísu mjög frægt og stórt mál, enn lögin eru ekki alltaf byggð á heilbrigðri skynsemi. 

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 02:28

226 Smámynd: halkatla

gunnar th. er einsog hann er, og gumundur pálsson er einsog hann er, og óskar minn arnórsson heldur uppi merkjum, mannkynið er furðuleg tegund

halkatla, 6.12.2008 kl. 03:54

227 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleymdi að svara þér Gréta Björg! Já þegar ég las aftur kommentinn þá skil ég þína afstöðu. Þú ert alla vega "diplomatisk" sem er algjör andstæða við mig... og takk Anna Karen fyrir stuðninginn. Ég bara vil ekki trúa að nokkur maður mæli þessum dómi bót. Ef honum verður áfrýjað, sem er í höndum saksóknara, vona ég að hann fái einhverja áminningu. Ég er síður enn svo að óska þessum presti fangelsi. Það má bara koma fram að hann hegðaði sér ósæmilega. Sekt hefði verið allt í lagi. Ég vona að þessar stúlkur fái allan þann stuðning sem þær þurfa. Og það þarf. 

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 04:12

228 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil að til þess að hægt sé að stoppa svona háttsemi af verður að kæra menn sem haga sér svona, annars sitja þeir bara endalaust áfram og halda háttsemi sinni áfram.

Barnaverndarnefnd hlýtur að hafa haft samráð við foreldrana og stúlkurnar áður en hún kærði, gert þeim grein fyrir hversu erfitt þetta yrði og spurt hvort þau vildu leggja þetta á sig. Í raun og veru má segja að þessir aðilar taki að sér að berjast fyrir hönd annarra og eru þess vegna, að mínu mati hetjur. Vonandi eru einhverjir sem sýna þeim stuðning og ástúð, því maður skilur vel að þetta sé gífurlega erfitt mál í svo litlu bæjarfélagi.

Ég veit ekki hvort staðan væri betri ef málinu væri áfrýjað. Það er eins liklegt að maðurinn verði sýknaður í hæstarétti, vegna vöntunar á sönnunum, og þá er ekki hægt um vik fyrir kirkjuna að neita honum um að koma aftur til starfa, þegar hann hefur verið sýknaður á báðum dómsstigum. - Því ég held að það sé mikilvægast að hann fá ekki að starfa áfram sem höfuð safnaðar, þar sem ungar stúlkur eru á hans ábyrgð. Ef hann er í launalausu leyfi hlýtur að koma að því að hann þurfi að finna sér annað starf því auðvitað þarf hann að lifa eins og aðrir. Kannski finnur kirkjan honum eitthvað að starfa þar sem hann verður ekki nálægt unglingum, það er nóg af þannig störfum til innan hennar, held ég.

Ég held nefnilega að brot hans, þó alvarlegt sé, sé ekki nógu alvarlegt til að gera verði kröfu til að hann sé ekki í umferð, - ég er sammála því að fjársektir hefðu verið eðlileg refsing ef hann hefði verið fundinn sekur, - en orðsporið mun fylgja honum, hvað sem hann kann að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Hann yrði alla vega ekki í þeirri aðstöðu lengur að ungar stúlkur treystu honum í krafti þess valds sem hann þjónar (á að þjóna), eða stendur fyrir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 07:50

229 Smámynd: Óskar Arnórsson

Saksóknari á að breyta kærunni og leggja fram nýja kæru. Og að allar stelpurnar yrðu með. Það eru svipaðar sögur sem hafa fylgt honum. Hvað ætli það séu margar stelpur?

Hann flutti oftar enn einu sinni vegna sömu kvartana! Þessi dómur er bara pöntuð af prestasamtökunum eða Biskupnum. Eða bara einhverjum með völd til þess.

Það er nauðsynlegt að kæra fyrir fórnardýrin í málinu.

Réttargæslugeðdeild sendi einu sinni til mín strák sem var í heróíneyslu vegna trauma. Það var ekkert búið að finna út hvað olli traumanu.

Svo kom allur pakkinn í einu samtali. Ég hef heyrt mikið enn ætlaði ekki að trúa þessu. Mamman, pabbinn og eldri bróðirinn höfðu öll misnotað hann árum saman frá 4ra ára aldri. 15 ára stakk hann af að heiman og hitti dópista sem gáfu honum heróín.

Í heila 2 mánuði vorum við að reyna að fá hann til að kæra. Hann gaf sig lpksins og kærði bróðir sinn og faðir. Enn það var algjörlega vonlaust að fá hann til að kæra móður sína.

Ægilega fínt fólk. Mamman félagsmálafulltrúi, pabbinn vann í banka, samt ekkert sérlega háttsettur og stóri bróðir var í námi. Virðulegt og góðir þjóðfélagsþegnar. Mamman var alla vega rekin. Þau játuðu öll á fundi með okkur.

Alla vega heróínið hefur bjargað honum úr verstu krísunni, enn það er fljótt að brjóta fólk niður, þega allaf er verið að hætta og byrja aftur.

Hann var í eðli sínu engin dópisti. Kallast fyrir "selvmedication" eða sá sem reynir að laga sjálfur tilfinninga ástand sem er svo alvarlegt að það má líkja því við sjokki af öflugustu sort. Þetta var bara ekki rétta aðferðin og þetta setur oft af stað neyslu.

Hann náði sér alveg. Hann hafði aldrei samband við móður sína, enda var honum ráðlagt það.

Fólk í hvaða stétt sem er hættir ALDREI sem eru með svona tilhnneygingar. Reyna bara að vera varkárari næst. Það þarf sérmenntað fólk í lögreglunni við rannsóknir á svona málum.

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 18:40

230 Smámynd: H G

"Óskar"  virðist fá mikið "kikk" út úr að fordæma kynferðisbrotamenn. Þess ERU dæmi að perrar fái útrás á þann hátt!? 

Lesið skynsamlegar ábendingar  - eins og hjá "Gretu" - sem alls ekki er að "verja" Gunnar prest - bendir einmitt á að hegðun hans  gagnvart börnum/unglingum virðst greinilega óviðeigandi ´- þó ekki sé hægt að fullyrða að um afbrot sé að ræða. 

Fullyrðingar þess efnis að stúlkurnar í þessu máli dæmist lygarar er HEIMSKULEGAR.  Hvar eru rök fyrir því - og hvað á þessi  Mogg-blogg-hystería, um "skaðann" sem dómurinn hafi valdið börnunum, að þýða?       

Einbeitið ykkur frekar að því, að fólk sem er sannað að sök fái refsingu við hæfi.

H G, 6.12.2008 kl. 19:54

231 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Greta Björg úlfsdóttir ber höfuð og herðar yfir alla aðra í þessari umræðu að mínu mati, hún er ekki bara málefnaleg og skynsöm, heldur getur hún sett sig í spor allra sem eiga hlut á máli.

Benedikt Halldórsson, 6.12.2008 kl. 20:33

232 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"...hlut að máli."

Benedikt Halldórsson, 6.12.2008 kl. 20:34

233 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér eru heldur betur umræður í gangi.  Gott mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 21:01

234 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég þakka hólið, Benedikt

Já, Jenný, það er um að gera að reyna að kryfja málin, án upphrópana og hatursfullra yfirlýsinga, það er ekki til að bæta neitt. Það er um að gera að reyna að ræða þessi mál æsingarlaust, ef einhverjar skýringar og lausnir eiga að finnast. Annars er allt þetta streð árangurslaust.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:46

235 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir það sem Benedikt Halldór segir. Ég er að benda á dómurinn gerir hann EKKI saklausan.

Greta Björg skrifaði niður eitthvað namn sem er hliðstæða Phedophili sem ég man ekki í augnablikinu (ég held að það hafi verið hún alla vega) og lýsir þessu. Á sænsku held ég að átt sé við "sexuellt svermeri" sem er að búa til sexuellt andrúmsloft.

Hann hefði pottþétt fengið dóm í Svíþjóð, svo mikið er víst, og þá aðallega fyrir að hafa misnota starfs sitt og aðstöðu. Það er engin refsigleði. Þar hefði öll fjölskyldan verið yfirheyrð af barnaverndarnefnd og félagsfræðingi.

Maður á Íslandi var nýlega dæmdur í sekt og 1 mánuð skilorðsbundið í ca ár minnir mig, fyrir að stela einni vodkaflösku sem kostaði 2.600.- ISK

Þeð hefur greinilega verið miklu alvarlegra mál, enn mál þessa prests...  

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 22:21

236 Smámynd: Óskar Arnórsson

HG! 'eg er ekki að leita að kickum. Ég hef talað um nokkur atvik úr vinnunni.

Moggabloggs-histería um skaðan?

Það var ekki einu sinni rannsakað hvað skeði á hinum bæjunum sem hann er búin að búa á, sem ætti að vera sjálfsagt mál þar sem hann flutti frá vegna samskonar kvartanna.

Fullorðinn maður getur sett unglinga og börn í algjört sjokk með hegðun prestsins sem hann játaði fdyrir dómi. Ég fordæmi þennan dóm og er síður enn svo refsiglaður. Stúlkurnar eru niðurlægðar með dómnum.

Ég fordæmi ekki sjúkt fólk. Það er bara engin einföld lausn til.

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 22:33

237 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óskar,

Ephebophilia er ekki hliðstæða pedophiliu, þó hún sé skyld henni að því leyti að hvort tveggja er kynferðislega löngun til sér yngri einstaklinga, eða, eins og þetta er miklu betur orðað á vefritinu Wikipediu:

"Chronophilia refers to a group of patterns of sexual arousal[1]John Money, from the Greek roots associated with age discrepancy between the sexual partners. The term was coined by chronos, "time" and philia, "love". The term has not been widely adopted by sexologists, who instead use terms that that refer to the specific age range in question."

Ég setti tengil á umfjöllun á Wikipediu ephebophiliu , sem líka hefur verið kallað á alþýðumáli "Lólítu-syndrómið".

Þú manst kannski eftir bíómyndinni um Lólítu? Þar segir frá manni sem verður hrifinn af unglingsstúlku og gengur svo langt að kvænast móður hennar til þess að geta verið nálægt henni. Það sem er óvenjulegt (?) í því tilfelli er að í barnaskap sínum verður stúlkan uppveðruð yfir athyglinni, ef til vill líka vegna þess að hún hefur alist upp föðurlaus og blandar saman tilfinningum, þannig að útkoman verður sú að hún notfærir sér manninn algjörlega á móti því sem hann tekur frá henni. Þetta ástand breytist síðan þegar stúlkan eldist og þroskast og hún fer að skilja að þetta er alls ekki það sem hún vill í raun og veru. Við það brotnar maðurinn hins vegar algjörlega niður, ég man ekki hvernig fór fyrir honum á endanum.

Ephebophilia er sem sé orðið sem notað er um það að fullorðnir menn hneigjast/dragast kynferðislega að unglingum, unglingsstúlkum í þessu tilfelli, ekki börnum, það eru pedófílar, eða barnaperrar, eins og það hefur verið kallað á íslensku.

Þetta segir í Wikipediugreininni um ephebophiliu:

"Clinically, ephebophilia is not regarded as a mental disorder except in very specific circumstances."

Þetta segir hins vegar í gein á sama vef um pedófílíu:

"The term pedophilia or paedophilia has a range of definitions as found in psychology, law enforcement, and the popular vernacular. As a medical diagnosis, it is defined as a psychological disorder in which an adult experiences a sexual preference for prepubescent children."

(Leturbreytingar mínar)

Þar sem þú býrð erlendis og hefur þess utan gert grein fyrir þér sem fagaðila í meðferð geðsjúkra afbrotamanna og fíkla reikna ég með að þú lesir ensku.

Óskar, ég held að það hafi ekki verið kært fyrir misnotkun starfs og aðstöðu, það var kært fyrir kynferðislegt áreiti og þess vegna dæmt eftir lögum um kynferðislegt áreiti. Þannig starfar réttarkerfið. Ég veit ekki hvort það eru einu sinni til íslensk lög um það fyrra, kannski þyrftum við að fá slík lög - á fleiru en einu sviði?

Ég veit ekki betur en að stúlkurnar sem um ræðir og foreldrar þeirra hafi verið yfirheyrð á alla enda og kanta - foreldrarnir leituðu upphaflega til barnaverndarnefndar og það var hún sem kærði prestinn. Fóru þessi atriði algjörlega fram hjá þér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:47

238 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lesa má um skáldsöguna Lólítu hér.

Reyndar er víst talað um Lólítu-komplex, en ekki syndrome.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:53

239 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Reyndar sé ég þegar ég rifja upp söguþráðinn að ég mundi ekki alveg rétt hvernig stúlkan í sögunni komst á vald mannsins, það var með dauða móður hennar, síðan þróaðist sambandið yfir í það sem ég lýsti, nema hvað voru víst engar föður-dóttur tilfinningar í þessu sambandi!

Hægt er að kryfja þessa skáldsögu á ýmsa vegu, sem ádeilu á bandarískt samfélag, eða lýsingu á kynferðislegu sambandi þessara aðila.

En þetta er náttúrulega ekki það sem um er rætt hér, vonandi fyrirgefst mér að villast þarna aðeins af leið í umfjölluninni um það efni sem hér er rætt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:07

240 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Gréta Björg! Mér finns  þú gera þessu frábær skil og ég er búin að lesa nokkra af þessum tenglum. Mjög fróðlegt. Ephebophilia  er líka  nota fyrir fullorðna gay menn sem laðast að strákum, svo það er eiginlega búið að búta Phedofilia nafnið, sjálfsagt til að nota í svona málum.

Það er klaufalegt af saksóknara að kæra ekki fyrir misnotkun á stöðu og starfi sem gerir þetta mál miklu alvarlegra fyrir vikið.

Það var fjölskylduvinur fólks sem ég var í sveit hjá á Vestfjörðum sem plataði mig upp í bíl því hann ætlaði að syna mer eitthvað í fjörunni. Svo vildi hann sjá typpið á mér. Enn það varð ekkert úr því, ég stökk út úr bílnum og hljóp heim.

Ég sagði frá þessu og var lúbarin fyrir að ljúga upp á fólk. Ég var tæplega 7 ára. Ég get vel sett mig inn í ofsahræðslu barna og unglinga. Og að ekki vera trúað voru ótrúleg svik við mig fannst mér þá. Svo ég hætti bara að tala um þetta.

Ég gæti alveg skrifað bók um þennan eina dag.

Óskar Arnórsson, 7.12.2008 kl. 01:37

241 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sem betur fer varð ég aldrei fyrir neinu slíku í bernsku.

Gott að þú gast forðað þér. Hvílík afneitun í fólkinu gagnvart þessu.

Ég heyrði ekkert um slíkt fyrr en ég flutti til Reykjavíkur 12 ára gömul, þá man ég að stelpurnar sögðu og hrylltu sig um leið að það væri maður í einu húsinu í götunni sem væri bjóðandi börnum sælgæti fyrir að koma inn með sér. Það var engin umræða um slíkt í þjóðfélaginu um þessa hluti, nema það sem var hvíslað á milli á þennan hátt, það hefur sem betur fer breyst.

Faðir minn, sem var læknir, sagði mér (á fullorðinsárum) að hann hefði oft heyrt sögur um slíka kynferðislega misnotkun sem fólk hefði orðið fyrir, bæði sem börn og fullorðið, sem enginn vildi hlusta á að hefði gerst, stundum hefði viðkomandi verið að tala um þetta í fyrsta sinn á ævinni, eftir kannski 20 til 30 ár. Þá voru það kannski einhverjir mektarbændur sem áttu í hlut og enginn vildi trúa barninu sem fyrir þessu varð.

Að dómnum og saksóknara: Eins og ég sagði áðan veit ég ekki hvort þess konar lög eru einu sinni til hér á landi, ef svo er ekki þyrfti auðvitað að setja þau. Ef þau eru til þá er ég sammála því að það hefði átt að byggja kæruna einnig á þeim.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 09:48

242 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi lög eru til...oft verið notuð. Enn var ekki gert í þessu máli..

Óskar Arnórsson, 7.12.2008 kl. 11:02

243 identicon

Sæll Óskar

Þú þekkir betur til Sr. Gunnars en þú gefur upp (og þú þekkir hans óeigingjarna starf að Litla Hrauni) og ég legg til tvennt. Annað er að þú upplýsir um starfslok þín á Litla Hrauni og svo hver var saklaus dæmdur fyrir kynferðisglæp.

Kv.

Sveinbjörn

SveinbjornK (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:33

244 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú bíð ég spenntur

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 20:27

245 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um Sveinbjörn nafnlausi. Ég hef aldrei vitað að þessi prestur hefðu nokkurtíma starfað þar. Ég hef að minnsta kosti ekki séð hann svo ég minnist.

Ég hætti verkefni þar 2 - 3 vikum enn ég átti að hætta vegna skýrslu um 2 starfsmenn sem ég sendi Birni Bjarnasyni, og átti að vera einkamál. Annar þeirra var minn yfirmaður og hann rifti samningnum, og síðan var hann látin fara sjálfur.

Mér var boðið upp á "spillingardeal" enn tók honum ekki.

Eitthvað fleira sem þig vantar að vita? Af hverju það var bara einn fangavörður dæmdur, enn ekki tveir, t.d.

At TR. var búin að fjármagna megnið af dópneyslu þarna inni? Hvað langar þig að vita. Ég hélt fyrirlestur um þetta á Grand Hótel. Hvert einasta atriði, nema þessa tvo yfirmenn...

Ég skil að fýlustrumpur Gunnar Th. bíði spenntur..

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 03:53

246 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er stundum svo, að þegar verið er að þræta í barnsfaðernismálum eða umgengi, forræði, að konur bera menn sökum sem þeir geta ekki varið sig fyrir. Það er til í flestum Norðurlöndum...

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 03:57

247 Smámynd: Hlédís

Hvað er á seyði? - Er verið að halda því fram hér að fyrir komi að fólk sé borið sökum sem erfitt er að verjast?! -  Hélt að það einfaldasta væri  "að trúa fórnarlömbum, þar til annað sannast"         Bendi áhugafólki um gott mannlíf  á þessa nýju frétt: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/08/fannst_latinn_i_ibud_sinni/

Hlédís, 8.12.2008 kl. 14:13

248 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, það eru til sakir sem er erftitt að verjast. Bara eitt dæmi af því ég var með í rannsókninni. Foræðisdeila milli hjóna, þekki mannin ekki konuna hans f.v. Konan ákærir mannin sem hún er að skilja við að hafa notað börnin kynferðislega.

Samtöl mvið börnin voru öll spiluð inn. Einnig við móðurinna. Alla vega endaði málið að konan var kærð fyrir rangar sakargiftir, platað börn sín til að ljúga og fékk 3 ár í fangelsi.

Sjokkið sem maðurinn fékk var ofboðslegt. Þetta var opinber starfsmaður og hann var óvinnufær í næstum ár. Hefði rannsókninn ekki verið svo ýtarleg og vönduð, hefði hann setið í fangelsi 4 - 5 ár.

Gæði rannsókna á svona málum er númer eitt.

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 19:37

249 Smámynd: Hlédís

Óskar!    Mikið er gott að sjá að þú kannast við mál af þessu tagi.   Svo vill til að ég hef líka róið lífróður til bjargar karlmönnum í sama vanda.  En.. hugsaðu þér ef bloggið hér væri að fjalla um þetta mál!  Karlinn væri að sjálsögðu sekur - jafnvel þó hann væri ekki prestur.

Hlédís, 8.12.2008 kl. 23:15

250 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heh.. góður punktur Hlé-Guðm.,

 Þetta sannar minn málflutning hér og Óskar er kominn í hring

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 23:50

251 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gunnar, þetta sannar ekki neitt af þínum málflutningi hér, hins vegar sannar þetta síðasta komment að þú ert asni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:27

252 Smámynd: Hlédís

Æ. æ, kæra fólk! Mér finnst þið einmitt bæði skynsöm í málflutningi - nema etv sl 1 klukkutíma! 

Góða nótt!

Hlédís, 9.12.2008 kl. 00:35

253 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

OK, ef sönnunarbyrðin er einskis virði, þá má dæma bara eftir tilfinningunni... er það ekki? Eða bara ef einhver segir að brotið hafi verið á sér... þá á að dæma samkvæmt því? Nei, sem betur fer þá er réttarkerfið ekki þannig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2008 kl. 02:32

254 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th.! Konur hafa meiri visku til að bera enn menn! Gremjulegt enn satt.

 Lærði þetta "the hard way" með konu og 6 dætrum...

Greta veit hvað hún talar um.

Hún kallaði mig eitthvað fyrir löngu síðan, ég varð arfavitlaus og það var konan mín sem sagði að Greta væri með rétt fyrir sér. Svo fór hún bara að strauja þvott.

Þegar ég sagði þér að ég væri að koma úr eins dags ferð frá Kambódíu, sagðir þú mér að taka lyfin mín.

Það er lagt af stað í Bangkok kl 05.00 á morgnanna og maður er á sama stað kl. 15.20 sama dag. Þetta getur ekki verið einfaldara. Þá er umræðan allt í einu komin þangað.                  

Það er ofsalega ergilegt að reyna að við þig sífellt á þessum nótum að þurfa að sanna eitthvað sem skiptir nákvæmlega engu máli í sjálfri umræðunni.

Það er ekkert að því að verða reiður og látaeithvern skít fjúka, enn stundum minnir þú mig á JVJ í röræðum...allir vislausir eða ljúgandi, nema þú. Þ.e. ef þeir eru ekki sammála þér.

Kommentin þín eru frekar asna-leg enn að þú sért asni. Eða hvað?

Óskar Arnórsson, 9.12.2008 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.