Þriðjudagur, 2. desember 2008
Vönduð vinna - vanar konur
Ég bloggaði einu sinni um þáttinn Gott Kvöld og síðan hef ég ekki horft.
Mér leið eins og boðflennu í einkapartíi en það er ekki að marka ég er komin af "séðogheyrt"aldrinum.
En ég virðist ekki ein um þessa skoðun, áhorfið hefur hrapað.
Fyrir mína parta vil ég sjá dýpri viðtöl við fólk og kannski væri lag að fara að finna nýja viðmælendur, í fleiri þáttum af svipuðu tagi.
Fólk sem hefur ekki lagt líf sitt á borðið fyrir íslensku þjóðina í tugum viðtala á ÖLLUM fjölmiðlum.
Það er nefnilega til fullt að skemmtilegu fólki sem sjaldan heyrist í alls staðar að úr lista- og menningargeiranum.
En að öðru..
Ofnamaðurinn sem ég pantaði mér í gær, af því árans ofninn eyðilagði hverja kökuuppskriftina á fætur annarri, kom sá og sigraði.
Hann tók rúman níuþúsundkall fyrir að hringja á dyrabjöllunni og annan níuþúsund til að gera við (eða fyrirtækið sem sendi hann).
Mér datt í hug að það væri hægt að tala við svona fólk, eins og ofnamanninn í sjónvarpinu.
Og þá er ég auðvitað ekki að meina það, heldur er ég að fokka í ykkur börnin góð.
En það var framið óvopnað rán í eldhúsinu hjá mér í morgun og ég blikkaði ekki auga.
Enda rænd í hvert einasta skipti sem ég fer út í búð að kaupa í matinn.
Vönduð innkaup vanar konur.
Úje
Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hún Ragnhildur stjórnandi þáttarins er falleg og smart, en mér finnst vanta uppá það að viðmælendurnir fái að "skína" athyglin er of mikil á Ragnhildi.
ég veit ekki með hvort að einhver vilji hlusta á ofnakallinn þinn eða þvottavélakallinn minn sem tók 7 þúsund kall fyrir að segja mér að kaupa aðra vél
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:39
Áður fyrr þurfti maður nú að fara út til að láta ræna sig. En ég sé að þetta hefur snarversnað. Nú er maður rændur bara ef útidyrnar eru opnaðar
, 2.12.2008 kl. 10:41
Sammála þessu með að fíla sig eins og boðflennu í einkapartíi. Hæfileikarík stelpa og allt það en stundum fannst manni persónuleg aðdáun hennar á viðmælandanum vera hálf vandræðaleg, eins og t.d þátturinn með Birni Jörundi. Hún á eftir að spjara sig.
Kolvitlaus, 2.12.2008 kl. 10:44
Þú hefðir barasta mátt nota minn ofn til að baka í, mín kæra.
Hvers vegna mótmælir enginn þessu? Kom hann til þín í limmó eða hvað?
Detta mér allar dauðar lýs.
Einar Örn Einarsson, 2.12.2008 kl. 10:45
Getur verið að það sé ekki bara nóg að vera sætur og sjarmerandi? Það skyldi þó aldrei vera. En leitt með þetta eldhúsrán Jenný mín. Fólk ætti að auglýsa eftir viðgerðarmanni og taka lægstbjóðanda, nú er nóg um iðnaðarmenn sem myndu glaðir gera hlutina fyrir minna verð á svörtu Það má tildæmis kalla það borgaralega óhlýðni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 11:04
Leiðinlegur þáttur með slökum kynni. Hún nær engri dýpt úr viðmælendum sínum og mér fannst ég vera að horfa á þáttinn í endursýningu þó að svo væri ekki.
Sorry Ragnhildur, það er ekki nóg að vera sæt og vel tengd.
Karma (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:06
Djö......okur er þetta! Þú hefur vonandi ekki boðið upp á kaffi eins og við gerum alltaf hér í gamla daga. ,,Og viltu ekki eitthvað með því góurinn?"
Viss um að hann hefur líka vaðið inn á skítugum skónum heheh..
Ía Jóhannsdóttir, 2.12.2008 kl. 11:07
það er aldeilis dýr hjá þér dyrabjallan. ofns ígildi
Brjánn Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 11:08
Ofan á lélega þætti bætist það við að Ragnhildur Steinunn er alveg hrikalega sjálfhverf og einhvern veginn reynir hún alltaf að gera sjálfa sig að aðalatriðinu í hverjum þætti. Ekki kem ég til með að sakna þessara þátta, farið hefur fé betra.
Jóhann Elíasson, 2.12.2008 kl. 11:19
Þegar ég skrifaði í blað forðum daga sagði kona mér eitt sinn að hún læsi aldrei pistlana mína af því að þeir væru svo hundleiðinlegir. Ég vona að sjónvarpið haldi áfram að sýna leiðinlega þætti með ómögulegu fólki sem enginn vill horfa á. Það finnst mér nefnilega svo skemmtilegt. Hins vegar er ég farinn að kvíða fyrir áramótaskaupinu.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.12.2008 kl. 11:59
Iðnaðarmenn eru eins og eldur í húsi, allt of dýrir en þekking er vissulega verðmæt.
Minnir mig á orgelsmiðinn sem var fenginn til að laga orgelið í sókninni, skipti um eina skrúfu og það kostaði 6.002 kr.
sundurliðun:
1.stk. skrúfa: 2 kr
Vita hvar hún á að koma 6.000.-
Ragnar Borgþórs, 2.12.2008 kl. 12:22
Ég er sammála með Gott kvöld, ég væri til í að vita eitthvað dýpra um viðmælendur og það væri gaman að fá að sjá viðtöl við hversdagshetjur sem eru að berjast í hljóði, það er nóg af svoleiðis fólki sem við getum lært sitt hvað af.
Berglind Inga, 2.12.2008 kl. 12:43
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 12:43
Ætla að vera jafn neikvæð og þau hér að ofan, en mér fannst Ragnhildur fín í Kastljósinu en einum of áberandi í þessum þætti. Bara það að þáttastjórnandinn kemur inn eins og stjarna þáttarins í byrjun er hallærislegt.
Held að "ofnakallinn" gæti haft frá einhverju skemmtilegu að segja farandi inná allskyns heimili í ofnaviðgerðum
M, 2.12.2008 kl. 13:03
Gaman að skrifa og lesa um eitthvað annað en kreppu af og til... En ég verð að segja að mér hefur aldrei fundist Ragnhildur hafa sjarma í sjónvarpi. Ég horfði á einn eða tvo þætti af Góðu kvöldi og hef ekki haft áhuga síðan. Mér finnst þeir líka lýsa of mikilli upphafningu og dýrkun á viðmælendum. Ekki minn tebolli, eins og þar stendur. Það eru nokkrir Kastljósmeðlimir til sem hafa mun meiri sjónvarpssjarma en Ragnhildur en fá ekki að láta ljós sitt skína að neinu marki.
Einu sinni kom til mín símamaður, eftir vikuþras við símafyrirtækið, og tók 7000 kall fyrir innlitið. Ég skipti um fyrirtæki eftir það.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:14
Og ég tala nú ekki um fataskiptingarnar og hárgreiðslu fíneríið - annars finnst mér það voða kjut og hef rosa áhuga á svona klæðaburði, (bara ekki þarna) en heldur var það halló eins og mar sagði í gamla daga þegar hún var komin í samkeppni við Röggu Gísla og dótlu hennarí klæðaburði!
Edda Agnarsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:15
Ég er í losti af feginleika núna. Hingað átti að koma maður að kíkja á uppþvottavélina, gera við hana ef hægt væri. Hann kom aldrei og vinkona mín (sem er snillingur) mat vélina ónýta og það alveg ókeypis. Hefði verið ósátt við að borga 5.000 kall fyrir að láta segja mér þetta, en líklega hefði hann rukkað meira. Sjúkkkk!
Hef aldrei séð þennan þátt, skammast mín fyrir að segja það, hélt ég væri sjónvarpssjúk. Kannski þjóðin sé ekki alveg í stuði fyrir svona skemmtiþætti núna, vilji bara afnám verðtryggingar ... sem ég var að komast að að gerist ekki sjálfkrafa þótt við göngum í Evrópusambandið. Bara mögulega kannski, sagði Jóhanna ráðherra, enda heiðarleg kona.
Annars bara kveðja yfir hafið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.12.2008 kl. 15:13
Já - þeir eru dýrir iðnaðarmennirnir. Hér var rafvirki fyrr á árinu. Hann vann illa (setti fjöltengi á veggina þar sem vantaði innstungu!!!) og var örugglega lyfjaður. Það þurfti annan mann til að laga eftir hann ruglið. Í kaupbæti var mér tjáð að þvottavélin væri ónýt. Þetta var dýrt sport.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.12.2008 kl. 15:27
Viðgerðarmaðurinn réði engu um prísinn.
Það kostaði níuþúsundkall að fá heim viðgerðarmann. Ekkert annað í stöðunni nema að druslast með eldavélina á verkstæðið. Jájá.
Svo þurfti að skipta um neðra elimentið það kostaði rúman sjöþúsundkall.
Vó vað þetta meiðir budduna.
Það er of mikið af smiðum í minni fjölskyldu en enginn svona viðgerðarmaður.
Varðandi Gott Kvöld þá held ég að það sé skortur á dýpt í viðtölum sem gerir fólk afhuga þessum þætti að stærstu leyti. Og auðvitað sú staðreynd að það er alltaf verið að tala við sama fólkið.
Vantar fólk með nýjar ferskar hugmyndir til að gera öðruvísi þætti.
Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 15:59
Ég skal segja þér sögu! Þannig var að í vor eyðilögðust hjá mér ýmsir hlutir - bæði strax og síðar..... Orsökin? Fyrsti stafurinn byrjar á J.....
Síðan leið og beið og mér var bent á að hafa samband við ákveðinn einstakling sem tæki að sér að laga mublur fyrir fólk á óróasvæðum ;)
Það er skemmst frá því að segja að hann lagaði snilldarvel bæði mublur frá IKEA sem þó eru auglýstar möbelfakta og annað húsgagn sem var mér töluvert dýrmætara.
Hann tók fimmþúsundkall fyrir.
En ég er heldur ekki með dyrabjöllu
Kipptu bara dyrabjöllunni þinni úr sambandi strax :)
Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.