Laugardagur, 29. nóvember 2008
"Þú gleymir engu Jenný Anna"
Ég hef löngum haldið því fram að ég sé ekki langrækin kona.
Það er auðvitað sjálfsupphafning sem á að ekki nema að litlum hluta rétt á sér. Ég er ekki öðruvísi en margir, ég á það til að sjá sjálfa mig í fullkomnunarljóma þegar þannig liggur á mér. Fjárinn sjálfur.
En.. ég get alveg fyrirgefið, kannski af því að ég get oftast séð minn hlut í því sem úrskeiðis fer.
Minn heittelskaði heldur því hins vegar fram að ég sé með minni fílsins í mörgum af okkar átökum í gegnum tíðina.
Hann segir: "Jenný Anna þú gleymir engu".
Kjaftæðið í manninum.
Hann talar meira að segja um lífshættuleg sprengjusvæði sem ekki megi fara inn á án þess að allt verði brjálað. Líka hvað varðar fleiri ára gamlar uppákomur.
Get ég gert að því þó ég muni stað, stund, fötin sem ég var í, kvöldmatinn, fréttirnar í sjónvarpinu, daginn áður og daginn eftir að mér finnst hann hafa gert á hluta minn?
Alveg: Síðast þegar við vorum með hreindýrakássu, þá bjuggum við á Laugaveginum og þú gleymdir að fara út með ruslið og ég nærri hálsbraut mig við að gera það sjálf, var á háhæluðu skónum sem ég keypti í Sóandsó og stutta svarta pilsinu og fjandans lærin á mér frusu. En hvað ætlaðir þú annars að spyrja um?
Þetta er engin andskotans langrækni, þetta er sagnfræðiáhugi undirritaðrar. Nema hvað?
Að minnsta kosti er mér ekki illa við nokkra mannveru á þessari jörð þó viðkomandi hafi gert eitthvað á hluta minn.
Það er sennilega vegna þess að í flestum vondum uppákomum hef ég alveg átt helminginn eða því sem næst. Þannig er það í lífinu.
En öðru máli gildir um þá sem halda um stjórntaumana. Þá skiptir engu hvað viðkomandi heitir, í hvaða flokki hann er eða hvort hann er gamall félagi, vinur eða hvort ég hef hitt persónuna.
Þar eru aðrar kröfur í gangi.
Sú staðreynd að við erum að horfa á íslenskt þjóðfélag liðast í sundur, okkur er að verða ljós spillingin, vinavæðingin, græðgin og valdaflippið kallar á að við munum hver gerði hvað, hver sagði hvað og hver tók ákvörðun um að gera eða gera ekki.
Þar ætla ég að leyfa mér að vera langrækin, minnugri en fjandinn sjálfur og bálill fram í rauðan dauðan.
Vegna þess að í þetta skiptið gerði ég ekkert til að framkalla það sem yfir mig dynur.
Ekki flatskjár keyptur, ekki jeppi eða aðrar lúxusdrossíur, engin ofurlaun og ekki þotu að sjá í mínum garði. Alveg satt, ég er afskaplega nægjusöm kona í neyslulegum skilningi.
Svo ætla ég að koma því hér á framfæri einu sinni enn að þeir sem vinna hjá opinberum fyrirtækjum, fyrirtækjum sem almenningur á eiga ekki að vera með krónu yfir milljón á mánuði og enginn með hærri laun en forsætisráðherra sem stjórnar fjandans revíunni.
Skilið svo bílunum gott fólk. Venjulegt fólk kaupir sín farartæki sjálft og þannig á það að vera.
Niðurstaða þessarar færslu: Langrækni og gott minni er beinlínis nauðsynlegt á krepputímum.
Farin að rífa upp jólatré með rótum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er aftur á móti með hálfgert gullfiskaminni, eins og flestir kjósendur, og gott að hafa þig svona minnuga hérna. Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.11.2008 kl. 13:16
Heyr, heyr. Ég er líka með svona minni en eins og þú þá flokka ég það ekki undir langrækni, kona þarf bara að muna allt ef einhver skildi vilja skrifa ævisögu, annars hata ég ævisögur, mundi frekar vilja skrifa aldarspegil svona um nírætt. Hafðu það gott skvís.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 13:21
Æi - jólatrén hafa ekkert gert þér góan mín.
En ég er falin að hallast á það að hér þurfi nýja stjórn og nýjan tón. Ég er svo trúuð á mannssálina að ég taldi alltaf von um að þessi myndi hysja upp um sig skinnbrókina og gera eitthvað fyrir fólkið. En meira að segja mín von er brostin.
Ég vil nýtt fólk, nýja sýn og nýjan gjaldmiðil - strax
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.11.2008 kl. 13:49
Já, góð áminning hjá þér, Jenný, til almennings. Það er nefnilega svo að þegar kemur að kosningum, þá er eins og fjöldi fólks missi langtímaminnið, en virkji skammtímaminnið í kosningaloforðin. Þess vegna var og ER nú blessaður Sjálfstæðisflokkurinn við völd svona lengi. Bilið milli ríkra og fátækra sést á því eins og þú segir sjálf, á kaupæði og hlutadýrkun lítils hluta landsmanna. Megnið af fólki hefur þakkað fyrir ef það getur látið enda ná saman mánaðarlega.
Nína S (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:44
Hm já. Mitt minni er gríðargott á hver gerði hvað á minn hlut nema þegar kemur að stjórnmálamönnum - þá koma einhverjar gloppur í það En ég er að vinna að því að bæta minnið þannig að þeir sem nú gera á hlut þjóðarinnar fái a.m.k. ekki mitt atkvæði í framtíðarkosningum
, 29.11.2008 kl. 17:01
Langrækni gagnvart stjórnmálamönnum sem gera eitthvað af sér nær almennt ekki lengra aftur en 3 mánuði. Þetta hafa rannsóknir sýnt.
Jens Guð, 29.11.2008 kl. 18:02
Jens, við þurfum að afsanna þetta í þetta skiptið!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:12
nákvæmlega!!! their treysta á ad i næstu kosningum verdi allir gullfiskarnir búnir ad gleyma og fyrirgefa. Fílaminni á línuna hér og nú!
gott laugardagskvøld Jenný
María Guðmundsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:20
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 21:37
Þegar kemur að stjórmálum á ekki að gleyma neinu; það þýðir þó ekki það sama og að velta sér endalaust upp úr fortíðinni, eins og mörgum pólitíkusum er tamt. Auglýsi eftir framtíðarsýn, og að hún sé tjáð í orðum, því orð eru til alls fyrst.
Bestu kveðjur
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:30
Er það ekki bara að æfa kvarnir, lesa blöðin aftur í tímann og viðhalda reiðinni þangað til byltingin er frágengin?
Áfram við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.