Leita í fréttum mbl.is

Persónunjósnir eru mannréttindabrot

Þegar ég var að alast upp stunduðu sumir íhaldsmenn nokkuð öfluga skrásetningu hér í borg til að fylgjast með hvar kommarnir ættu heima.  Þessar upplýsingar virtust líka fyrirliggjandi hjá Ameríska sendiráðinu, amk. komust sumir að því fullkeyptu þegar þeir ætluðu að fá sér vegabréfsáritun til fyrirheitna landsins.

Stundum kom það fyrir að hús voru skráð "rauð" af misgángingi og lenti "venjulegt" fólk í því að fá ekki ferðaleyfi.

Þetta er löngu liðið, ætla ég að minnsta kosti að vona.

En mér hefur alltaf fundist stutt í að lögregluríkið sýni tennurnar.

Við munum meðferðina á Falun Gong hér um árið.  Það er ekkert venjulegt þjóðfélag sem lætur hafa sig út í að fangelsa eða hefta ferðafrelsi fólks sem aldrei hefur sýnt af sér ofbeldi.

Nú munu óeinkennisklæddir lögreglumenn vera að taka myndir af fólki á mótmælafundunum á Austurvelli.

Lögreglustjóri Stefán Eiríksson hvorki játar því né neitar eins og venja er.

Það hlýtur að vera ári hentugt að geta skýlt sér á bak við þögnina.  Þar er hægt að sýsla ýmislegt miður fallegt á bak við hana.

Það er verið að hvetja fólk til að fela andlit sitt á þessum fundum til að nást ekki á mynd hjá yfirvaldinu.

Ég segi nei, að sjálfsögðu fer almenningur ekki að haga sér eins og það að mótmæla sé eitthvað myrkraverk.

Varla geta þeir handtekið fleiri þúsund manns?

Eða hvað?

FRÉTTIN Í DV

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þarf ég þá að mála mig áður en ég mæti næst.  Kannski eru þeir að safna í myndaalbúm, sem þeir gefa BB í jólagjöf

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þarf þetta að koma á óvart?

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og hvað..á maður að hringja í lögregluna og kæra þetta mannréttindabrot??? Hvert geta svo mótmælendur snúið sér með áhyggjur sínar af þessu?? Ætli Björn Bjarna viti af þessu?? Ég ætla sko ekki að vera með nýja mótmælendatrefilinn minn um hálsinn...Nei hann fer utan um hausinn á mér hér eftir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Anna

Segðu, var sjálf í Falun Gong bara venjuleg fólk þar á ferð. En talandi um mannréttirndarbrot. Tökum Sævars Ciesielski lokaður í 2 ár í einangrun dæmdur í 16 ár fyrir brot sem hann framdi ekki. Er saklaus maður. Og þeir vita það. En ríkisstjórnin vill ekkert gera í málinu. Þetta mál er þjóðarskömm. Í þessu máli byrjaði spillingi sem hefur náð að festa rætur sínar í þjóðfélaginu.

Anna , 28.11.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heima á Húsavík áttum við heilt Rauða Torg. Þar voru mörg hús og fullt af fólki bjó þar, man ekki alveg afhverju viðurnefnið kom, en fólk sem bjó þarna var kallað torgarar og svo þegar maður ætlaði í heimsókn í þetta hverfi, þá fór maður uppá torg.  Fræðsla í boði Húsvíkinga.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:48

6 identicon

Við þurfum að passa okkur á að verða ekki parnojunni að bráð, sjálf hef ég ekkert heyrt af þessu, eru þetta ekki bara áhugaljósmyndarar að mynda og jafnvel erlendir ljósmyndarar. Ef það birtist mynd af mér við mótmælin þá yrði ég bara stolt af því.

hafdisjod (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:08

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hafdísjoð: Þú verður að lesa viðtalið, það skýrir málið.

Dúa: Ha?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hvers i óskøpunum ad taka myndir???

góda helgi

María Guðmundsdóttir, 28.11.2008 kl. 18:17

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

NEI

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.11.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég efast ekki um það eitt augnablik að greiningadeild lögreglunnar er með nokkra á sínum vegum að taka myndir af mótmælendum

Heiða B. Heiðars, 28.11.2008 kl. 20:15

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það skiptir engu þó sérsveitin og allir hinir hærralaunuðu óeinkennisklæddu lögreglumenn taki myndir af skrílnum hans Geirs.  - 

   Það er enginn að brjóta neitt af sér, þeir sem raunverulega brutu af sér,  voru og eru í Seðlabankanum og í Ríkisstjórn og eru jafnvel enn.  

 Og sumir eru í öðrum feitum embættum, auk þess sem þeir eru á fínum eftirlaunum sem þeir skömmtuðu sér sjálfir meðan þeir sátu við völd. - Þeir eru kannski hræddir, en þeir mega líka vera hræddir. -

Burt með eftirlaunaólögin ! Burt með spillingaröflin!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.11.2008 kl. 20:40

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi Jenný min.  Njóttu vel við kertaljós og kræsingar

Ía Jóhannsdóttir, 28.11.2008 kl. 20:58

13 identicon

Faðir minn ólst upp á rauða torginu á Húsavík á heimili kommúnista.

Rauða torgið fékk nafnið þar sem að fyrstu húsin voru byggð af að ég held byggingafélagi verkamanna og í fyrstu húsunum bjuggu margir kommúnistar þess tíma

Árið 1978 eða 1979 var föður mínum ásamt nokkrum öðrum boðið á mánaðar námskeið hjá rafeindatækjaframleiðanda í Flórída. 

Skemmst er frá því að segja að hann var talinn ógna Bandaríkjunum og fékk því að mig minnir 3ja vikna dvalarleyfi í USA meðan allir hinir fengu nógu langt leyfi til að klára námskeiðið.

Þar kom skráningin sem Jenný vitnar til til skjalanna. 

Ólyginn sagði mér að Valhöll hefði haft á sínum snærum kappa um allt land sem sendu skráningar suður úr flestum bæjarfélögum um þá sem ekki væru "æskilegir", faðir minn var í þessum hóp og er í dag mjög stoltur af því að hafa verið á "óæskilega" listanum

Góðar stundir 

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:38

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

héddna..... það er nú ekki í eðli mínu að vera með leiðindi..... en-  skv. mínu bókhaldi eru teljandi þau skipti sem DV fer með rétt mál á fingrum annarrar handar..........

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 22:02

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég byggi mína vissu ekki á DV........

En svona þess fyrir utan þá hefur DV bara staðið sig fjandi vel undanfarið

Heiða B. Heiðars, 28.11.2008 kl. 22:06

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

DV er nefnilega (svei mér þá ég hélt að ég ætti ekki eftir að segja það né skrifað) einn öflugasti fjölmiðilinn nú um stundir.

Og hana nú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 22:12

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Páll: Takk fyrir að deila þessari frásögn.  Auðvitað hefur þetta verið gert um allt land.

Það voru ekki kanarnir sem sáu um njósnirnar.  Þeir höfðu æsta íhaldsmenn til verksins.  Kvislingar hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 22:12

18 identicon

Jenný,

Ég er á svipuðu róli í aldri og þú og fylgdist vel með þessum tímum. Þekkti marga sem ekki fóru í launkofa með pólitískar skoðanir sínar en sóttu vesturheim samt grimmt heim. Þrátt fyrir að vera það sem kallaðir voru kommar á þeim tíma.  Hvaðan kemur þessi kenning þín?...það var jú slatti af fólki með meðvitund á þessum tíma.  Ég næ þessu ekki svona í ljósi fortíðar... 

itg (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:35

19 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Nei, þeir geta ekki handtekið fleiri þúsund manns (og munu ekki gera). Ég myndi ekki ganga útfrá því sem öruggum hlut að verið sé að mynda fólk í leyni. Ef að óeinkennisklæddir lögreglumenn eru að taka myndir af fólki í leyni, og geyma þessar myndir, er það brot á friðhelgi einkalífins.

Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 00:03

20 Smámynd: Neddi

Fyrir þá sem að halda að það sé bara allt í gúddý að lögreglan sé að taka myndir af mótmælendum og safna þeim gögnum saman vil ég benda á eftirfarandi lagagreinar:

III. kafli. Upplýsingaréttur og upplýsingaskylda. Fræðslu- og viðvörunarskylda. Réttur til rökstuðnings.
16. gr. Réttur til almennrar vitneskju um vinnslu persónuupplýsinga.
Ábyrgðaraðila er skylt að veita hverjum sem þess óskar almenna vitneskju um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer á hans vegum.

Eins má skoða þetta og óska upplýsinga á þeim grundvelli:

18. gr. Upplýsingaréttur hins skráða.
Hinn skráði á rétt á að fá frá ábyrgðaraðila vitneskju um:
1. hvaða upplýsingar um hann er eða hefur verið unnið með;
2. tilgang vinnslunnar;
3. hver fær, hefur fengið eða mun fá upplýsingar um hann;
4. hvaðan upplýsingarnar koma;
5. hvaða öryggisráðstafanir eru viðhafðar við vinnslu, enda skerði það ekki öryggi vinnslunnar.

Samsvarandi grein sem flestir þekkja:

24. gr. Viðvaranir um rafræna vöktun.
Þegar rafræn vöktun fer fram á vinnustað eða á almannafæri skal með merki eða á annan áberandi hátt gera glögglega viðvart um þá vöktun og hver sé ábyrgðaraðili 

Neddi, 29.11.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.