Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Hvað ætlarðu að kjósa?
Í tilefni þess að Þórunn og Björgvin vilja kosningar í vor fóru af stað trylltar kosningaumræður hér á kærleiks.
Fyrir utan mig og minn mann var hér vinkona heimilisins stödd en þar sem hún vill ekki láta nafns síns getið þá læt ég hana vera anonym. Ókei Auður mín?
Við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að kjósa í vor (sorrí Geir en þetta verður ekki stöðvað).
Úff, það vafðist fyrir samkomunni.
Ég hef t.d. riðlast svo í skoðunum undanfarið að ég veit ekkert í hausinn á mér.
Ég er að mestu leyti vinstri græn en eitthvað er ég að hallast á Evrópusambandshliðina.
Ekki húsband og hann er held ég ennþá nokkuð trúr þeim sem hann kaus síðast og hann hefur illan bifur á Evrópusambandinu.
Sú nafnlausa var með það á hreinu hvað hún ætlaði ekki að kjósa.
Hún ætlaði defenatlí ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu, Framsóknarflokk, Frjálslynda og sennilega ekki VG.
Ég: What??? Ætlarðu að skila auðu?
Hún: Neibb, ég er ekki auli, auðvitað kýs ég einhvern.
Ég: Bíddu, bíddu, hvernig ætlarðu að fara að því ef þú ætlar ekki að kjósa neinn af þeim flokkum sem eru í boði? Ætlarðu að kjósa fokkings dyravörðinn á Alþingi?
Hún: Nei, ég ætla að kjósa nýja flokkinn.
Ég: Ha, Sturla og þá? Framfaraflokkinn, hinn íslenska Mogens Glistrup? Ertu að tapa þér?
Hún: Nei, nýja flokkinn sem á eftir að stofna. Þennan sem verður til bráðum og verður skipaður venjulegu fólki sem hefur ekki tengst inn í valdabatteríið áður og er búið að finna fyrir kreppunni á eigin skinni.
Úje sagði ég.
Við féllumst öll í faðma yfir þessari frábæru hugmynd. Það er auðvitað það sem vantar í íslenska pólitík. Nýjan flokk, nýja rödd með nýja siði.
X something new.
En ég er ennþá smá höll undir VG.
Sjáum hvað verður í boði.
Hvað ætlið þið að kjósa næst?
Give.... komasho.
Ráðherrar vilja kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sjálfstæðis.....?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:54
Bjarna Harðar.....?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:54
Nebb, ekki framsókn. Hvorki í nýjum eða gömlum búningi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 23:56
Þennan "nýja", sem verður skipaður frábæru jarðtengdu fólki með fagmenn í bland.......Svona Láru Hönnur og eitthvað að þessum flottu hagfræðingum, sem hafa verið að skjótast upp eins og gorkúlur um allar trissur og þarna verða líka 1 - 3 heimspekingar og svona
Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:06
með hveiti, eggjum og vatni einu saman er takmarkað hve fjölbreitt þú getur bakað. sama hvað þú reynir að breyta hlutföllunum. bragðið verður meira og monna eins.
það þarf nýtt hráefni.
það þarf breytt kosningafyrirkomulag.
það þarf að stokka allt ormétna draslið upp.
Brjánn Guðjónsson, 21.11.2008 kl. 00:23
Úff, þetta er erfitt. Er flokksbundin í Sf, en þau hafa valdið mér vonbrigðum uppá síðkastið, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Svo ef það kemur fram einhver flokkur sem hefur ESB á stefnuskránni og er nokkurn veginn ógalinn að öðru leyti + að frambjóðendur hafa hingað til verið laust við spillingarvefinn, þá gæti vel farið svo að ég kysi það framboð. Þetta kemur allt í ljós þegar þar að kemur :)
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:25
VG...með von um meirihlutasamstarf með Samfylkingunni.
Pétur Fannberg Víglundsson, 21.11.2008 kl. 00:40
VG ekki spurning....
Aldís Gunnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:50
Ég er í Frjálslynda flokknum og ágætlega staðsettur þar upp á áhrif að gera. Er ritari kjördæmafélags Reykjavíkur norður. Þetta ræðst mest af andúð minni á kvótakerfinu og ég met það dæmi umfram mörg önnur prinsippmál. Ég er til vinstri við flokksfélaga mína í mörgum öðrum málum. Er til að mynda harðlínu anti-rasisti þó ég sé ekki að saka félaga mína um rasisma. Alls ekki. Þar er margt oftúlkað. Ekki síst á opinberum vettvangi en ég og félagar í FF erum meira sammála í einkaviðtölum. Ég hef valið mér það hlutverk að berjast gegn rasisma innan flokksins.
Það er ekkert launungarmál að FF er að kljást við mörg innanhúsarvandamál. Flest tengd Kristni H. Gunnarssyni, sem ég skilgreini sem vonda innkomu. Ekki vegna hans skoðana. Ég er þeim sammála í flestu. Framkoma hans, eða réttara sagt skortur á mannlegum samskiptum, eru stórt vandamál. Mjög stórt.
Mér var nokkuð brugðið þegar mín hægri sinnaða, góða vinkona og nefndarkona í kjördæmafélagi FF í Reykjavík suður, Halla Rut, tók upp á því að lýsa yfir stuðningi við VG á blogginu sínu. Á dauða mínum átti ég frekar von. Ofan á það bættist að minn ágæti bróðir og krati (Samfylkingarmaður), Stebbi, lýsti því yfir að hann myndi kjósa VG í dag ef gengið yrði til kosninga nú. Þá átti ég ennþá frekar von á dauða mínum en því uppátæki.
Þá fór ég að hugsa. Ég er harðlínu anti-Evrópusambandssinni. Við í FF eigum eftir að gera upp hvaða afstaða verður tekin varðandi það dæmi. Ef niðurstaðan verður stuðningur við ESB þá er ég eiginlega kominn hálfa leið með að fylgja Höllu Rut og Stebba bróðir yfir í að kjósa VG. Þrátt fyrir andúð á mörgu sem Kolbrún Halldórsdóttir stendur fyrir þá er forystuhópur VG heilsteyptur prinsipphópur sem gefur ekki mikinn afslátt til málamiðlana. Mér hugnast áherslur á félagslega þáttinn. Kannski verður framvindan sú að ég fylgi Höllu Rut og Stebba bróðir í stuðningi við VG.
Jens Guð, 21.11.2008 kl. 01:16
Það er klárt mál að almenningur þarf að hafa meiri áhrif á hvernig listar eru skipaðir.....mér hugnast best að kjósa fólk en ekki flokka
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 01:57
Af hverju ertu að hallast á Evrópusambandshliðina? Er eitthvað nýtt komið fram um ESB. Komdu með góðan pistil um allt það jákvæða um ESB-aðild fyrir Íslendinga.
Ég er mjög á móti ESB eins og staðan er á Íslandi, en er öll að vilja gerð að skipta um skoðun, ef ég bara fengi einhver önnur svör en að þar séu gull og grænir skógar og þar myndu Íslendingar blómstra.
Ég sé ekki að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Trúlega er ég þjóðremba og sveitalubbi, fyrst að allt þetta málsmetandi fólk sér eitthvað sem ég ekki sé.
Íslendingar geta eins pissað í skóna sína eins og ganga í ESB núna - skammgóður vermir það.
E.P (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 02:29
Engan af gömlu flokkunum...nýtt kerfi sem er lýðræðislegra...t,d rafrænar kosningar almennings reglulega um stærstu málin..venjulegt, almennilegt gott fólk sem hefur hag okkar hinna fyrir brjósti. Bara algerlega eitthvað allt annað en þetta handónýta flokkakerfi. Það er eins og tréhestur á tækniöld og löngu úr sér gengið sem og þessi hugmyndafræði hægri og vinstri og snú.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 08:25
Svakalega finnst mér ósmekklegt þegar fólk notar blogg - og meira að segja annarra manna blogg - til að níða skóinn af flokksbræðrum sínum!
Ég sé að ég kýs allavega ekki FF! Svona lokast á valmöguleikana einn af öðrum......
Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 08:30
Ekki spurning að það þarf nýjan miðjuflokk með nýju fólki en hver vill taka að sér og bera ábyrgð á sökkvandi skipi. Veit ekki. Alla vega ætla ég ekki að kjósa einn eða neinn, nenni ekki að standa í því að sverja mig inn á kjörskrá.
Ég vona bara að við fáum gott fólk með heilbrigða skynsemi til að taka við. Er einhver þarna úti?
Ía Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 09:21
ég kýs thig thegar thu ert komin i frambod , meina thad
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 09:34
Takk fyrir frábærar umræður.
VG er að rúla, það er nokkuð ljóst.
Við þurfum samt nýjan hugsunarhátt, ferska vinda og von til framtíðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 09:54
Var einhver að níða skóin af einvherjum hérna?
EF svo er, þá hefur það orðatiltæki öðlast alveg nýja merkingu. En eins og oft þessa dagana hættir fólki aðeins til að fara fram úr sjálfu sér, nema þá að það skilji einfaldlega ekki merkingu þess sem það lætur út úr sér!?
En Jenný, í ljósi reynslunnar og hve hlutirnir geta breyst fljótt, þá er ég nú ekkert viss um að það verði neinar kosningar og það jafnvel þótt S sliti núverandi stjórn.D mun allavega gera allt sem flokknum er unnt til að forðast þær, fá B aftur upp í til sín, þó líkurnar hafi auðvitað snöggtum minnkað eftir allan vandræðagangin og afsagnir Bjarna og Guðna.
En við sjáum hvað setur.
Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 10:03
En hvað ég myndi kjósa, ef?
Kvennalistan bara ef hann yrði aftur til, en tæpast VG þó þar sé ágætt fólk innanborðs og ég hef kynnst.
Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 10:11
Sko, hef hugsað þetta .. hlusta stundum á fólk sem ég er algjörlega eða næstum algjörlega sammála, eins og Höllu Tómasdóttur. Finnst hún virkilega flott, en veit ekki í hvaða flokki hún er.
Við vitum öll hvað þjálfarinn ber mikla ábyrgð og skiptir miklu máli í hópíþróttum. Ef að liðinu gengur vel er þjálfaranum hampað en ef liðinu gengur illa er skipt út.
Það gildir það sama í pólitíkinni Aðalmálið er að stjórnandinn sé almennilegur stjórnandi - sbr. gott fyrirtæki. Stjórnandi sem stendur fyrir góðu siðferði, heiðarleika, aðhaldssemi, góðum samstarfsanda, er í góðu samstarfi og vel að sér í málefnum liðsmanna, blah, blah, blah.
Sem sagt: Nýtt stjórnmálaafl með góðum og réttsýnum LEIÐTOGA er það sem ég sé í stöðunni, og það sem ég myndi kjósa. Ég hef verið að kóa með Frjálslyndum af kannski "obvious reasons" þar sem minn sambýlingur vinnur fyrir þann flokk, en vissulega (eins og Balti sagði) vantar þá að koma sínum málum almennilega frá sér því að þeir eru endalaust misskildir og kannski ekki að ástæðulausu, því innan þess hóps eru ákveðnar málpípur sem ég einnig tel að misskilji málefni flokksins og skemma endalaust út frá sér.
Stundum held ég að við á blogginu þurfum bara að fara að taka landið að okkur!
Nokkur mál sem ég myndi vinna að í "mínum flokki" .. Auðvitað að koma á sem mestu jafnrétti þegnanna, hvert sem litið er, því fleirum sem líður betur því betra fyrir heildina! ..Byggja (endurlífga) upp vörumerkið Ísland, þá sem grænt og heilbrigt land (fylgi Björk þar). Þar er ég bæði að tala um heilbrigði fólks og náttúru. Hvetja til þess að fólk notaði meira strætó (frítt í strætó fyrir alla) og taka upp þann góða gamla sið að börn og unglingar færu gangandi í skólann! Það þarf að leggja áherslu á aga (allra aldurshópa) og virðingu, sem er búið að koma út í hafsauga.. ég er svolítið gamaldags..
Heyrðu sorry.. ég er alveg að missa mig hjá þér Jenný.. ætla að hætta en skrifa mínar tillögur um helgina og kannski endanlega stofna Mammamiaflokkinn eða hvað sem hann nú kemur til með að heita. Fæ lögmanninn bara til að svissa og aðstoða mig við "legal issues" .. (hann getur nú alveg gert það fyrir mig!) ..
Ræði þetta við kallinn í hádeginu .. úps er kannski hálfmanísk í dag!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 10:37
Nokkrum sinnum hef ég skilað auðu - verð að viðurkenna að síðast nennti ég ekki á kjörstað! En ég held alveg örugglega að það hafi verið í fyrsta skipti sem ég kaus ekki síðan ég mátti það. Meira að segja minnir mig að við hjónakornin þáverandi höfum lagt á okkur rútuferð til Edinborgar með tvö smábörn í farteskinu til að kjósa fyrir all-allmörgum árum.
Sonur minn sagði mér reyndar að samkvæmt tölum sem hann sá einhvers staðar hafi kosningaþátttaka hér síðast verið 60%, minna en hjá Bandaríkjamönnum. Næsta vor verður hún meiri, svo mikið er víst!
Ég er ansi höll undir VG núna, - það fælir mig samt hvað formaðurinn gerir ansi mörg pólitísk axarsköft. Svo treysti ég ekki Ögmundi eins vel og margir aðrir.
Æ, þetta er erfitt...
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 11:09
OMG. Já ekki gamla systemið. Nýtt blóð, nýtt fólk sem hefur reynt ýmislegt á eigin skinni. Sjávarútvegsráðherra sem hefur migið í saltan sjó, landbúnarráðherra sem hefur stigið fæti út fyrir borgarmörkin, heilbrigðisráðherra sem hefur tekið einhverjum blóð, félagsmálaráðherra sem veit hvað orðið öryrki þýðir.... sí-vat-æ-mín?
Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2008 kl. 16:26
Gott væri að geta kosið manneskju og það sem hún segist standa fyrir. Þá er auðveldara að fylgjast með því hvernig hún/hann vinnur að því máli. Flokkar og listar eru eitthvað svo 2007.
Solveig (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:10
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög...
Það þarf að skipta öllu draslinu út eins og það leggur sig og senda það með teygjubyssu út á hafsauga... Nú eða bara kjósa VG
Takk fyrir mig. Hef mikið gaman af því að lesa bloggið þitt.
Oddrún , 23.11.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.