Leita í fréttum mbl.is

Alveg einstök kona

 mp

Það hefur bjargað mér í kreppunni að hafa nóg að lesa.

Ég er þannig í sveit sett nú um stundir að ég hef endalaust af tíma.  Það er spurning um andlega heilsu þeirra sem svo er ástatt um að hafa eitthvað til að stytta sér stundir með.

Ég var líka að predika yfir ykkur um daginn, benda á að það væri góð leið að lesa sig í gegnum kreppuna og auðvitað fer ég að mínum góðu ráðum.

Í ár eru tvær kærar vinkonur mínar á bókamarkaði.

Jóna og Magga Pála, eða Margrét Pála Ólafsdóttir til að hafa þetta virðulegt.  Ég er búin að lesa bókina hennar Möggu og ég sver það ég sleppti henni ekki fyrr en ég var búin með hana.

Bókin heitir; "Ég skal vera grýla" og er afskaplega viðeigandi titill á bók um þessa konu get ég sagt ykkur.

Margrét Pála er einstök kona, ekkert venjulegt við hana og hún er svona kona sem hægt er að skrifa um heila bók, gott ef ekki ritröð án þess að manni leiðist.

Þó ég þekki konuna nokkuð vel hafði ég ekki hugmynd um margt það sem á daga hennar hefur drifið.

Nú má fólk hafa skoðanir á Hjallastefnunni með eða á móti, það skiptir ekki máli, en Magga Pála er öllu meira en stefnan sem hún hefur byggt upp og er orðin þekkt víða um heim.

Magga Pála er íslenska baráttukonan sem gerir meira en að muldra ofan í bollann sinn.  Hún lætur verkin tala og hún hefur ekki alltaf verið vinsæl fyrir þennan eiginleika sinn.

Bókin fjallar um sveitastelpuna, mömmuna, eiginkonuna, einstæðu mömmuna, baráttukonuna, ástföngnu konuna, ömmuna og leikskólastjórann.

Magga Pála segir okkur frá baráttunni við brennivínið sem hún svo afgreiddi úr lífi sínu eins og hennar er von og vísa.

Hún segir frá reynslu sinni af hinum ýmsu útistörfum til sjávar og sveita, um landið og miðin.

Óke, farin að fíflast smá, ég ætla að láta ykkur lesa bókina en ekki úrdrátt úr henni hér á minni síðu.

Lesið þessa bók.

Ég mæli með henni.

Svo ætla ég að segja ykkur frá bókinni hennar Jónu vinkonu minnar fljótlega.

Ajö mina vänner, vi ses i kriget.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Langar í Jónu bók og bókina sem Ragnhildur Sverris er að gefa út en langar ekki í þessa sem myndin er af. Langar líka í bókina sem Sigmundur er með fyrir þessi jól.

Annars hef ég séð fáar áhugaverðar bækur fyrir þessi jól en ég vonast til að það lagist

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Finnst þetta afar áhugaverð bók, líka bókin um Sri Rahmawati eftir Ragnhildi Sverris,  sem Horsí slefar yfir ... Bók Jónu er alveg frábær, búin að lesa hana!  Margar góðar í ár. Flott vertíð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.11.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já sniðug hugmynd.  Teljið endilega upp kæra fólk allar bækurnar sem ykkur langar EKKI að lesa.

Ég er ekki að meina það.  Látum það liggja á milli hluta. 

Ætla að lesa Ragnhildi Sverris það er á heinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Dísa Dóra

Já Magga Pála er svo sannarlega baráttukona og kona sem ég er einnig stolt af að þekkja.

Ætla mér að lesa þessa bók.

Dísa Dóra, 20.11.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Búinn með Jónsubók og vil lesa Pálubók.

Þetta er bara svo fjandi dýrt, drengur.

Þröstur Unnar, 20.11.2008 kl. 15:54

6 Smámynd: Ragnheiður

Það skiptir einfaldlega jafnmiklu máli og þær sem mann langar að lesa. Eða ég hefði haldið það, það má þó vera misskilningur.

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Væri til i ad lesa thessar bádar, madur getur látid sig dreyma um ad fá bók i jólagjøf  ekkert betra um hátídina en ad lesa gódar bækur.

hafdu gott kvøld Jenný

María Guðmundsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:22

8 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Er að lesa bókina hennar Jónu, ég mæli mjög með henni. Gæti alveg hugsað mér að lesa bókina hennar Margrétar Pálu líka.

Sigríður Þórarinsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrði viðtalið við höfundinn eða aðalritarann eins og Margét Pála kallaði hana Þórunn minnir mig að hún heiti, og viðtalið við þær tvær var alveg frábært.  Hvað varðar Jónu, þá hef ég lesið bloggið hennar gegnum þig, og verð auðvitað að kynnast þessari baráttukonu betur og þeim einhverfa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband