Leita í fréttum mbl.is

Svartur dagur

Fyrir mér er þetta svartur dagur.

Við íslenskur almenningur höfum í dag tekið lán upp á svo stjarnfræðilegar upphæðir að mér er fyrirmunað að ná utan um þær.

Og þetta er bara byrjunin.

Eitt er að lenda í kreppu, annað að lenda í henni svona helvíti manngerðri eins og raunin er hjá okkur.

Lántakendurnir fyrir okkar hönd, ráðamenn með dyggri aðstoð Seðlabankans ætla að taka við þessum peningum sem sennilega koma í gámum (!) og þá væntanlega ráðstafa þeim fyrir okkar hönd.

Ég veit ekki með ykkur en hvað mig varðar þá er mér ekki rótt.

Mig minnir að þeir sem fá nú peningana til að sýsla með sé sama fólkið og hefur verið í brúnni á meðan allt fór til andskotans.

En það sem gerir mig verulega órólega hérna er að síðan allt fór í kaf hefur íslenskur almenningur verið meðhöndlaður eins og fífl.

Það hefur verið snúið út úr, hver hefur vísað á annan, það hefur verið logið að okkur og þjóðinni sýndur fádæma hroki og lítilsvirðing þegar við höfum viljað fá að vita hvernig mál standa.

Það er eins gott að halda því til haga að það erum við, fólkið í landinu, sem eigum að borga þessa peninga til baka.

Það er vegna bankahrunsins sem fólk missir vinnuna, jafnvel hýbýli sín og það er þetta sama fólk sem fær ekki nema útúrsnúninga eða lygar í andlitið þegar það biður um að fá að fylgjast með því sem er að gerast.

Ég er svartsýn í morgunsárið og sé ekkert gleðilegt við að IMF hafi samþykkt lán til Íslands.

(Já ég veit við urðum að biðja þá um lán, það var búið að koma okkur á kaldan klaka).

Það er nefnilega ég, börnin mín og barnabörn sem eiga að bera byrðarnar.


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er að hlusta á Hallgrím Helgason á Bylgjunni og honum tekst svo vel að koma fáránleikanum sem hér viðgengst til skila að  ég er farin að huga að landflutningum. Það er hreinlega ekki fólki bjóðandi þessi ógleðislaumuleikur sem stjórnvöld leika hér og hæðast í raun með framkomu sinni að fólkinu í landinu. Augljóst að þeim er skítsama um okkur fólkið..að valdabaráttan og yfirhylmingar glæpamannanna eru númer eitt. Úff...skríð bara undir sæng og les eitthvað næs.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

segi eins og thú,thótt ekkert annad sé i stødunni thá finnst mér thetta sorgardagur bara, thetta verda mørg ár sem fara i ad rétta skútuna aftur og já komandi kynslódir borga brúsann.

hafdu gódan dag Jenný

María Guðmundsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Við verðum að treysta, treysta, treysta, treysta. Sama hvaða fávita maður á að treysta. Svoleiðis er það bara. Öðruvísi kemst maður víst ekki neitt.

Btw. Peningarnir koma ekki á Skerið. Þeir verða geymdir í erlendum banka, líklega þýskum, þar sem hinir aurarnir okkar eru núna.

Þröstur Unnar, 20.11.2008 kl. 08:30

4 identicon

Þetta er hrikalegt!!

alva (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:42

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Í dag er ég döpur - í gær var ég reið - þori ekki að hugsa um morgundaginn.

Soffía Valdimarsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er allt saman orðið hið skelfilegasta mál og á eftir að versna

Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 09:07

7 Smámynd: Hulla Dan

Kvitt til þín og vona að dagurinn verði góður.

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 09:09

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Að þessir peningar skuli vera í höndum vanvitanna...afsakið orðbragðið..ég meinti auðvitað fávitanna.. sem ekkert muna og ekkert vita eru auðvitað náttúruhamfarir út af fyrir sig. Og við vitum að það er fjáhagslegt Tsunami á leiðinni og ráðmenn eru að rífast um hver þeirra eigi að fá að stýra eina björgunarbátnum..sem er nota bene bara fyrir fáa útvald vini og samherja í glæpnum. Þannig líður mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 09:14

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þeir gerast ekki svartari dagarnir en þessi. Verst er til þess að hugsa að þótt fjálglega sé vælt um heimilin í landinu og standa vörð um þau er ekkert gert til að koma til móts við fólk.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.11.2008 kl. 09:24

10 identicon

Það er nefninlega það.Góðan dag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 10:37

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Því miður held ég að þetta eigi eftir að versna.  Þori varla að horfa fram til næsta árs þegar allir þeir sem núna eru að vinna uppsagnarfrestinn missa atvinnuna. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:42

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég vil koma á framfæri áskorun til Íslendinga um að senda IMF smá skilaboð, .

Þau gætu hljómað eitthvað á þessa leið.

Dear sirs

I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it has been investigated who is responsible for the economic collapse of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions

Warm regards,
xNAFNx

Sendið þetta á publicaffairs@imf.org

Ég sá þetta á blogginu og finnst þetta brill hugmynd.

GOTT AÐ NOTA ANNARRA MANNA FÍNU HUGMYNDIR ÞEGAR MAÐUR ER SJÁLFUR Í ÞAGNARBINDINDI Eigum við ekki bara að dreyfa þessu um allt blogg???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 12:03

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

OG senda auðvitað beint til IMF núna!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 12:29

15 identicon

Þrátt fyrir að hafa vitað af þessarri lántöku þá kemur núna sjokk, því einhvern veginn treysti ég alla vega á að sjóðurinn kæmi með einhverjar kröfur. Í það minnsta að peningarnir færu ekki í sömu hendur og komu okkur í þennan vanda.

Hvet alla til þess að senda bréf til IMF eins og Katrín vitnar í hér að ofan.

Kidda (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.