Leita í fréttum mbl.is

Naga þeir blýanta?

Mehdi Kavyan Pour frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins.

Í fjögur ár hefur maðurinn beðið eftir að mál hans væri afgreitt.

Hvað eru þeir að gera hjá Útlendingastofnun?

Naga blýanta?

Mehdi segist frekar vilja svelta til bana í rúminu sínu en að snúa aftur til að deyja í fangelsi.

"Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður".

Í fyrsta lagi er ólíðandi að láta fleiri ár líða á meðan örlög fólks eru ráðin.

Í öðru lagi þá þykir mér furðulegt að maðurinn skuli ekki fá hér hæli, það er ekki eins og fagnaðarlætin bíði hans í heimalandinu ef hann snýr aftur.

Nú má auðvitað reikna með að útlendingapólitíkin versni um allan helming þegar samdráttur verður í þjóðfélaginu.

Það er helvíti fín afsökun til að losan við fólk.

En bara svo það sé á hreinu þá er svona framkoma ekki neinum bjóðandi.

Ég vil að Útlendingastofnun endurskoði málið og veiti manninum hæli.

Hann er búinn að bíða of lengi eftir afgreiðslu.

Hagið ykkur.

 


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sem ég óttast mest varðandi þennan mann, sem leggur líf sitt að veði vegna einhvers sem honum finnst fórnandi fyrir það, er það að þegar verulega fer að draga að honum sendi stjórnvöld hann með valdi á spítala þar sem læknar neyði fæðu ofan i hann. Þetta gerðist einu sinni með mann sem var í hugurverkfalli af samviskuástæðum. Þá sagði Landlæknir að hann gæti ekki horft upp á mann deyja úr hungri. En það er misskilningur á eðli lækisstarfa ef menn halda að það veiti þeim rétt til að grípa fram fyrir hendurnar á mönnum sem fara í hugurverkfall vegna samviskuástæðan. Men mega deyja fyrir hugjsónir sínar og það hefur gerst að menn svelti sig til bana erlendis. Og læknar ættu ekki að geta breytt því með valdi. Að það sé þó bgert á Íslandi án þess að nokkur segi neitt nema leggja blessun sína yfir það segir mikið um viðhorf okkar til sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins og skilningin á mannréttindum. Menn mega deyja í þágu málstaðar sem er þeim meira virði en lífið í flestum löndum nema Íslandi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Jenný Anna fyrir að fjalla um þetta - ég skil ekki hvernig við getum horft fram hjá neyð þeirra sem hingað koma í hælisleit - merkilegt hve fólk er tilbúið að fyrirlíta og fordæma hælisleitendur og í næsta orði sem dettur af þeirra vörum er - "Ég ætla að flýja efnahagsástandið hér og fara bara til útlanda." Af hverju ættum við að ætlast til að okkar efnahagslegu flóttamenn fái betri móttökur en þeir sem hingað koma? En hæstu raddirnar eru alltaf um að okkur beri ekki að aðstoða efnahagsflóttamenn við að eignast betra líf en yfirvofandi  hungurmorð.

Birgitta Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha.... við blogguðum um þetta nánast á sama tíma :)

Heiða B. Heiðars, 18.11.2008 kl. 11:48

4 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála að 4 ár er langur tími.

En er alveg víst að maðurinn segi satt og rétt frá.? Afhverju tók hann ekki konu og barn/ börn með sér?  Frá hvaða landi kom hann til Íslands?  Mér vitanlega ganga engar skipa-eða flugferðir milli Íran og Íslands. Lög innan Evropusambandsins+ EES  eru þannig að þeir sem sækja um hæli innan sambandsins eiga að gera það í landi no.1 þ.e.a.s.  Fyrsta land sem þú lendir í þegar komið er til EVROPA.  Þess vegna finnst mér að það eigi að senda hann til þess lands sem hann kom frá.  það má leggja fram þá spurningu til yfirvalda.Var hann búinn að sækja um dvalarleyfi í öðru Evrópulandi, og fengið neitun?  Eða hvað er í gangi?

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:37

5 identicon

Málið er mjög líklega bara að það hefur enginn komist í að gera þetta. Svona upplýsingar eru ákaflega vandfundnar, þær þarf að dextra út úr Írönum með einhverjum aðferðum sem ég get ímyndað mér að séu tímafrekar og leiðinlegar. Líklega hefur enginn nennt því hingað til.

Ég hef fulla samúð með þessum manni, hann valdi svo sannarlega rangt land til að sækja um hæli í - miðað við track record okkar hingað til og almenna stefnu í þessum málum. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.