Leita í fréttum mbl.is

Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu

Ég fer að trúa því sem einhver sagði um daginn að í hvert skipti sem Geir Haarde opnar munninn þá segi hann ósatt.

Nú segir Geir að "þeir" óttist ekki kosningar og hafi aldrei gert.  "Þeir" munu vera hann og flokkurinn.

Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu og sker mig á háls.

Þvílík djöfuls lygi.  Íhaldið er skjálfandi á beinunum vegna mögulegra kosninga.

Þeir eru skelfingu lostnir við hugsunina um að Samfylkingin hlaupi úr skaftinu og kosið verði á ný.

Auðvitað vita "þeir" að væri kosið nú eða fljótlega væri Sjálfstæðiflokkurinn enginn föðurflokkur, hryggstykkið í íslenskri pólitík eins og var þegar kjósendur kusu hann á átópælot.

Þ.e. án þess að velta fyrir sér fyrir hvað flokkurinn stæði.

Hrutu í friggings kjörklefanum.

Það er ótrúlegt hvað þessir pólitíkusar dagsins í dag eru gjörsamlega blindir á púls samfélagsins.

Að þeir kjósi að hafa að engu reiði almennings og sitja sem fastast.

Ég er eiginlega sammála Andra Snæ, að það sé flott að enginn vilji lána okkur við þessar aðstæður.

Ekkert hafi breyst.  Allir sitja sem fastast.

Það hvarflar ekki að nokkrum manni að segja af sér.

Hysja upp um sig og segja fyrirgefið ég brást.

Nema Bjarni Harðar en hann hefur svo sem ekkert gert af sér svona kreppuwæs.  Hann hefur meira verið að ofsenda svona Valgerðarvæs.

Segið af ykkur og við viljum kosningar á nýju ári.


mbl.is Óttumst ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

  • Gjörsamlega sammála.  Geir getur ekki verið hreinskilinn. Það er alveg með ólíkindum. Auðvitað verður allt stjórnkerfið að fara,

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.11.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er ekki málið að kúka á kerfið og senda þeim kúk í poka?

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Jenný: í guðana bænum drekktu þér, en ekki skera þig á háls, það er svo subbulegt og ekki dömu sæmandi, og þið hin takið sönsum góða fólk kerfið brást það blasir við en hafið þið hugleitt, að einn sá þetta fyrir og varaði við, árum saman, og er sá sem mest er ráðist á og skammaður fyrir allt saman, sekur að hluta eins og nánast allir en fráleit einn um gjörninginn, þið megið giska á hvað hann heitir ..... .......  

Magnús Jónsson, 15.11.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Himmalingur

Jenný:Geturðu lánað Magnúsi Jónssyni baðkarið þitt og beittan hníf?

Himmalingur, 15.11.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Heidi Strand

Ég held að Geir veit ekki hvenær hann segir satt.Það eru ekki margir sem treysti stjórnina og það gerir alls ekki vinir okkar í útlöndum.
Það er kannski bara  eins gott.

Heidi Strand, 15.11.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég get svarið það, ég er orðlaus.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:38

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Veruleikafirrt pakk.....

Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Jenný: af athuga semdum að dæma virðast margir telja að þig vanti baðkar til að drekkja þér í, þér er velkomið að nota mitt en ég vara þig við ég er Sjálfstæðismaður, og mun þess vegna rjúka til og bjarga þér frá því að farga þér, nánast endalaust, við þreytumst seint á því við Sjálfstæðismen að bjarga ykkur sem bölvið okkur sem mest,  

Magnús Jónsson, 16.11.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er bara með sturtu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er einhver flottasta fyrirsögn á bloggfærslu sem ég man eftir.  Oft hefur þú þó áður átt flottar fyrirsagnir.

Jens Guð, 16.11.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég nota líka bara sturtuna.

Svava frá Strandbergi , 16.11.2008 kl. 05:34

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara sturta hér svo ekki drekki ég mér i henni..en já, kosningar á nýju ári! ekki spurning og ad "their" séu ekki hræddir...eins og thú ordar thad svo flott " MINN AFTURENDI"

Kvedja til thin Jenný og eigdu gódan sunnudag

María Guðmundsdóttir, 16.11.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, gat nú verið að þið mynduð velta ykkur upp úr fyrirsögninni.

Mér er nær að láta eins og fífl.

En þið náið sem sagt hversu misboðið mér er.

Er reyndar með sturtu og ekkert bað en það skiptir ekki máli.

Sturtur eru líka góðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 09:20

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Víst skiptir það máli hvort maður sker á hálsslagæðarnar aftur á bak liggjandi í þægilegu baðkari eða uppi á löppum húkandi í sturtu. Hins vegar er sturtan ákjósanlegri fyrir blóðþyrsta killera eins og t.d. sturtumorðingjann í Psycho. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 16:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Ég er einmitt að bíða eftir svona morðingja eins og í psycho.  Hann lætur bíða eftir sér.  Kreppan örugglega afstaðin og ég í góðum fíling þegar hann loksins lætur sjá trýnið á sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:55

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sjálfboðaliðar?

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 16:56

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Rosalega eruð þið kósý í dag...

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.