Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Hannes Smárason: Þegiðu!
Ég átti þá ósk heitasta áður en ég sofnaði í höfuðið á mér í gærkvöldi að ég myndi vakna upp við það að niðurstaða hefði fengist í lánamálum, afsagnarmálum eða hreinlega kosningamálum þjóðarinnar.
Ég var að vona að kraftaverk hefði gerst "í nóttinni" og einhverri óvissu væri eitt.
Sillímí. Láttu þig dreyma Jenný.
Ég las hins vegar að erindi Íslands hefði ekki borist inn á borð hjá IMF og hér í Mogganum segir að enn vanti upplýsingar fyrir það batterí. Hér ætti að standa; eruði ekki að fokking kidda mig, en ég er orðin leið á að segja svoleiðis, það gagnast ekkert.
Svo las ég að ríflega helmingur þjóðarinnar treysti Geir Haarde og þá fór ég að hlæja brjálæðislega og ætlaði aldrei að geta hætt.
Þá rann upp fyrir mér að ég er annað hvort hluti af þrælslundaðri þjóð eða þá ljúgandi. Ég veit ekki hvort er verra. En þessi ríflega helmingur sem talað er um tengist mér ekki, ég þekki engan sem ekki er kominn með upp í kok af Geir og félögum bara svo það sé á hreinu.
Jákvæði punkturinn er Kristófer Jónsson hjá VR. Þessi maður sem talar í fullyrðingum. Hann og félagar hans ætla að koma formanni stjórnar VR og formanninum frá. Þar kemst enginn efi að. Ég kann að meta svona fólk.
Hvernig væri að prufa þetta. Ég geri tilraun. Einn, tveir, einn, tveir.
Geir, við almenningur ætlum að koma þér og vini þínum í Seðló frá. Víktu!
Ríkisstjórn, boðið til kosninga á nýju ári og skiptið ykkur út fyrir neyðarstjórn þangað til. Gerið það núna!
Hver einasti ykkar útrásarvíkinga og bankamógúlæ sem settuð Ísland á haus; Hunskist til að hætta störfum og lútið í gras. Núna!
Hannes Smárason: Þegiðu!
Björgólfur og þið hinir: Borga og mér er sama hvort þið brosið. Gera núna!
Þetta var æfing. Asskoti gott fyrir sálartetrið að tala í boðhætti.
Ég er farin að gráta morgungrátinn.
Tárin hrynja.
En ég kem aftur þegar ekkinn er orðinn viðráðanlegur.
Verið þið til friðs á meðan.
Finnar vilja meiri upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já, mikið væri nú gott ef menn gætu bara ákveðið að gera hlutina án þess að spyrja kóng eða prest. Þá einkum fólk eins og þú sem veist allt miklu betur en aðrir og getur haft vit fyrir okkur hinum. Gott að þessi Kristófer skuli hafa ákveðið, fyrir hönd allra félagsmanna VR, að stjórnin eigi bara að fara. Það sparar allt vesen í kringum hluti eins og kosningar til stjórnar og rannsókn. Miklu fljótlegra líka.
Það er líka svo gott að þú skulir bara heimta hitt og þetta af "útrásarvíkingunum" svona án þess að vita hvað þeir gerðu rangt í raun og veru og hvort þeir hafi gert eitthvað ólöglegt (látum liggja á milli hluta siðferðið, enda siðleysi ekki lögbrot). Þú bara vilt og heimtar, og þá áttu bara rétt á að fá það sem þú vilt.
Veistu Jenný, ein helsta ástæðan fyrir því að við erum í þessu klandri er þessi hugsunarháttur sem þú sýnir svo glimmrandi vel, þú bara vilt og heimtar og krefst og þá á það bara að vera svoleiðis. Ekki spá í hvað sé rétt og hvað rangt, hvort fleiri séu þér sammála, hvort einhverjir aðrir hafi kannski aðra sýn, að kannski hafir þú bara rangt fyrir þér. Sem sagt, ekki hugsa málið heldur bara heimta og krefjast. Svo þegar menn komast í aðstöðu til að framfylgja slíku (annað hvort í ríkisstjórn eða í útrásarfyrirtækin) þá bara fara menn sínu fram hvað sem tautar og raular. Þess vegna segi ég, ef fólk eins og þú kemst til valda þá breytist nákvæmlega ekki neitt. Við verðum enn með fólk við völd sem telur sig vita betur en alla aðra, fólk sem talar í boðhætti og skipar öðrum fyrir. Ekkert pláss fyrir andmæli eða skynsemi.
Kannski þú ættir að tempra aðeins þessa heimtufrekju í þér.
Liberal, 11.11.2008 kl. 08:41
Liberal: Fólk eins og ég hefur ekki minnsta áhuga á völdum. Fólk eins og ég vill að þeir sem hafa hagað sér eins og mafíósar á sterum segi af sér.
Þetta hefur ekkert með heimtufrekju að gera, þetta hefur með sanngirni að gera.
Njóttu dagsins.
Og þú líka Ragna mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 08:49
Veistu, að ég vakna á hverjum morgni. hleyp fram í tölvuna til að kanna hvort einhver svör séu komin en það er aldrei neitt ...og þetta er orðið svo undarlegt og þreytandi..að ég á ekki orð til að lýsa því. Af hverju eru ekki upplýsingar tilbúnar, það er kominn rúmur mánuður síðan allt fór af stað, hvers vegna er ekki hægt að hafa hlutina í lagi, nema þá að verið sé að fela eitthvað og farið sé fram á að stjórnir víki, eitthvað sem Geir getur ekki skrifað upp á og meðan er þjóðin í óvissu! Ég er algjörlega hætt að skilja hvað er í gangi. Síðan trúi ég ekki að Geir njóti svona mikils stuðnings, sá einhvers staðar að könnunin er gerð um miðjan október, það er tæpur mánuður síðan og niðurstöðurnar yrðu eflaust aðrar í dag...þetta er einhver spuni hjá mogganum að senda þessa könnun út núna....ég sé bara samsæri í kringum mig !
njóttu dagsins
Sunna Dóra Möller, 11.11.2008 kl. 08:59
Hm... mér finnst þessi nú ekkert sérlega "liberal"En allt um það... Jenný mín það kostar ekkert að láta sig dreyma
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 09:00
Liberal þú ert nátttröll
Jenný er ekkert að heimta neitt. Hún er ósköp eðlilega að fara fram á að þeir sem hafa komið okkur í bobba taki afleiðingum gjörða sinna. Viðurkenni getuleysi sitt og vanmátt og hætti.
Fyrr en það gerist getur ekki orðið neinn bati.
Ef ekkert breytist, þá breytist ekki neitt.
Jón (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:13
Ég ÆTLA að koma seðlabankastjórninni frá!! Ég SKAL koma seðlabankastjórum frá!!! Ég ÆTLA að fá óháða aðila í fjármálaeftirlitið!!
Ég SKAL kjósa eftir áramót!!
Sjáum þá til hvort Geir og félagar hafi svo mikið fylgi.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 09:17
Já! og eitt að lokum!! Hannes Smárason: ÞEGIÐU
púff þetta var gott!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 09:18
Við ætlum að koma ríkistjórninni frá.
Við ætlum að reisa landið við.
Að tala í fullyrðingum! Þetta er tær snilld.
Eitthvað sem þjóðin þarf að temja sér.
Þórður Runólfsson, 11.11.2008 kl. 09:33
Ég ætla að róa í land. Og svo ætla ég að verða ríkur.
Þröstur Unnar, 11.11.2008 kl. 10:06
Takk fyrir athugasemdir.
Þórður: Eigum við ekki að taka fullyrðingarnar á allt slektið bara.
Þá fer það máske að skilja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 10:10
Ég er froðufellandi brjáluð!
Svo er fólk að fárast yfir eggjum! Og bara af því að liberal fer svo í pirrurnar á mér þá ætla ég að standa mótmælin með honum Kristófer í dag.... ætlaði að gera annað í hádeginu en það er bara rugl að sýna ekki manninum samstöðu
Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 10:11
Heiða: Ég elska þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 10:15
NN: Þú ert nafnlaus nobody og mátt vera úti og leika þar til þú kemur fram og stendur fyrir skoðunum þínum.
Farðu út að hlaupa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 11:06
Okei, fer að dæmi þínu NN og fer og hleyp OG röfla. Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 11:12
Hvernig væri að koma á grúppu þar sem væri bland kýlt, sparkað, argað og blásið í hóp? Spáum í það, við myndum stórgræða! Mætti byrja á því að hlaupa, auddað.
Nei, annars, höfum þetta FRÍTT, til tilbreytingar.
Soldið líkt karate að vísu...
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.11.2008 kl. 12:28
Hvað þetta er nú gott hjá þér. Ég er ennnnnnnnn að bíða eftir að eitthvað gerist hjá þessari ríkisstjórn og meina það. GARGGGGG
Það verður að draga fram kústinn og sópa vel úr öllum hornum.
Marinó Már Marinósson, 11.11.2008 kl. 14:11
Sæll verið ég hefði þegið stuðninginn í baráttu við VR mafíuna
Jú ég tala í fullyrðingum vegna þess að ég tel að þeir skilji ekki annað.
Annað hitt ég tel að með því að sýna fólki að það sé hægt að koma þessum manni frá þá gefum við tónin út í samfélagið að saman getum við knúið fram breytingar
kv
Kristófer Jónsson
áhugasamir hafi samband kristofer@internet.is
Kristófer Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.