Leita í fréttum mbl.is

Fagmennskan í fyrirrúmi?

Margir hafa verið að blogga um fréttaflutning af laugardagsmótmælunum undanfarið.

Í gær var aðaláherslan á eggjakastið á Alþingishúsið. 

Minna en ekki neitt um sjálfan fundinn.

Má þá segja að fjölmiðlar séu pínu að skrifa söguna upp á sitt einsdæmi?

Að minnsta kosti að sníða hana til?

Hver verður að svara þessari spurningu fyrir sig en þegar ég sá þessa frétt, ó fyrirgefið, skoðun Loga Bergmann á mótmælunum á Austurvelli gærdagsins, þá var mínum efasemdum eytt.

Það sem meira er, Logi kom skoðun sinni á framfæri við lestur á frétt sem hafði ekkert með mótmælin að gera.  Merkilegur andskoti.

Sjáið hvað Loga finnst í dag, það hljóta allir að bíða með öndina í hálsinum eftir því.

Loga finnst.

Ég er nokkuð viss um að þessar þúsundir FULLORÐINNA manna og kvenna á Austurvelli í gær vilji ekki skrifa upp á að það hafi verið að kasta eggjum í Alþingishúsið.

Halló!

Bæti hérna inn fyrstu frétt í sama fréttatíma þar sem Logi talar um að Alþingishúsið hafi verið saurgað.

Að tala um hlutleysi, jájá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Næst þarf að mótmæla fréttaflutningnum:

Við mótmælum villandi fréttaflutningi 

Burt með spillta fjölmiðla!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Spillingaröflin - hm, ríkið á ríkisútvarpið, en hverjir stjórna því?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er dálítið erfitt að henda reiður á því hver raunverulega á aðra fjölmiðla landsins (aðra en rúv) þessa dagana - lýsir það ekki trúverðugleika þeirra?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Makalaus andskoti þetta innslag Loga!

Logi minn það er ekki nóg að vera sætur.

Edda Agnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:35

5 identicon

Bogi Ágústsson og Óðinn Jónsson skopast og hæðast að eigendum sínum með því að láta sitt fólk afflytja fréttir og snúa hlutunum á haus.

Þeir eig að biðjast afsökunar á vanhæfni sinna manna og fara. 

Til annarra metnaðarlausra fjölmiðla er ekki hægt að gera kröfur. 

101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú ert sjálfur grín, Ólafur Thorarensen, eða ertu kannski grís (bónusgrís)? Veistu virkilega ekki ennþá hverju er verið að mótmæla?

Vertu heima að borða snúð góði.

Burt með spillta fjölmiðla!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það ber víst alltaf að gjalda varhug við fjölmiðlum, þeir snúa út úr öllu. Ömurlegt bara að hafa ekki einn einasta fjölmiðil í landinu sem maður treystir til að vera tiltölulega hlutlaus, svona eftir því sem slíkt er mögulegt, því auðvitað litast fréttir alltaf óhjákvæmilega á einhvern hátt af skoðunum þess sem sem fréttina matreiðir á heiminum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þau eru smart hjónakornin Svanhildur og Logi..muniði hvað Svanhildur hreinlega missti sig þegar trukkabílstjóranrir voru að mótmæla í vor??

Þar hreinlega skein í gegn andúð hennar og álit á strákunum þegar hún var að takka viðtal við einn þeirra og fór að yfirheyra hann hvort hann vildi ekki skóla fyrir börnin sín og hvort hann vildi ekiki fá að ganga á gangstéttum.....maður sat bara gapandi yfir ófaglegheitunum og persónulegum skoðunum sem þarna komu fram....svo var greinilega einhver sem talaði til hennar í beinni í gegnum eyrnatækið og stoppaði hana af í vitleysunni.

Smart lið sem færir okkur fréttir af mikilvægum hlutum..ha??

Það er greinileg fréttastýring í gangi og maður spyr sig hvar annars staðar hafa fjölmiðlarnir verið að ljúga upp í opið geðið á okkur???

Er virkilega eninn undasnskilinn þessum ömurlegu spillingaröflum í þessu þjóðvélagi??

Oj barasta!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 12:18

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ó, en Katrín, fjölmiðlar ljúga víðar en á Íslandi...

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Katrín, fyrigefðu mér, ég var aðeins of fljót á mér þegar ég las kommentið þitt, las þetta vitlaust, nú er ég búin að fatta hvað þú meintir, ...

hvar annars staðar = í hvaða fréttatímum öðrum, hvaða greinum og fréttum dagblaða o.s.frv.

Maður er bara eitthvað svo vanur að fólk segi: hvar annars staðar en á Íslandi - og virðist um leið halda að spilling sé ekki til í útlöndum (erlendis).

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:24

11 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Fréttamenn ítalska sjónvarpsins voru hérna um daginn.  Frétt þeirra hljómaði víst á þá leið að allt gengi sinn vanagang þótt þótt heil þjóð væri að missa aleiguna.  Allir mættu bara til vinnu eins og vanalega, en hvergi sást fólk mótmæla.  Þeir áttu víst von á að hér væri allt logandi í óeyrðum. 

Ég vinn nánast eingöngu með útlendingum og þeir segja það sama, skilja ekki í því að ekki sé allt brjálað.

Ja, ekki er annað sagt en Íslendingar séu friðelskandi þjóð.  Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að sjóði uppúr?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.11.2008 kl. 13:04

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Málið er einmitt það að ekkert var í alvöru talað um það sem gerðist á Austurvelli..ekki brot úr ræðum þeirra sem þar töluðu..engin viðtöl við fólkið sem þarna stóð þúsundum saman í friðsemd eða gerð tilraun til að komast að því hvað það fólk stóð fyrir...eða hverja kröfur þeirra eru. íslendkir fjölmiðlar hafa fellt grímurnar og það sem við blasir er ekki að þeir tali máli fólksins í landinu. Svo einfalt er það nú!!!!!

Að tka aðalatriðin út úr aukaatriðnum og algerlega búa til tilfinningu og sýn á mótmæli fyrir þá sem heima sátu þannig að fólk muni helst ekki þora að mæta. Ef það er ekki pólítik og stjórnun þá veit ég ekki hvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 13:24

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hjördís: Þú skrifar: "Ég held að hann hafi verið að benda á mismuninn þarna á milli þess sem var að gerast innandyra og þess sem var að gerast utandyra og að það sem gerðist innandyra hafi verið öllu uppbyggilegra en það sem gerðist utandyra - a.m.k. hvað matvælaeyðilegginguna varðaði."

Málið er að sá sem les fréttirnar er alls ekki þar til að túlka þær, meta atburði eða benda á eitt eða neitt.

Hann á að segja frá atburðum og það á hlutlausan máta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 13:54

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjördís, ég var á Austurvelli og ekki henti ég neinu eggi, var ekki einu sinni með egg á mér. Ekki sá ég annað fólk heldur henda eggjum þar sem ég stóð, var ég þó umkringd af fjölda manns sem hlustaði með athygli á ræðuhöld og tók undir með lófataki þegar því þótti ræðumönnum takast vel upp. Þess vegna var það vægast sagt hæpið af Loga að segj "fullornða fólkið", með greini, hann hefði frekar átt að segja "sumt af fullorðna fólkinu" ef hann hefði verið sannleikanum trúr.

Það sem er að setningu Loga er að hún er einfaldlega ósönn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:03

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þaðan af síður slóst ég við lögregluna, eða aðrir þeir sem ég sá til.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:05

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjördís, viltu ekki bara mæta á Austurvöll næsta laugardag og upplifa andrúmsloftið á eigin skinni, áður en þú hættir þér út í frekari sleggjudóma um mótmælafundi af þessu tagi?

Eggjakastið eyðilagði engan veginn mómælin. Hins vegar eru fréttir fjölmiðla, sem t.d. að halda því fram að fundurinn hafi leystst upp vegna þess, hreinn uppspuni, og greinilega til þess ætlaðar að afvegaleiða trúgjarnar sálir eins og þig.

Það varð nefnilega ekki allt vitlaust á Austurvelli. Sástu ekki viðtalið við Geir Jón?

Þetta var ekkert líkt vörubílstjóramótmælunum (þó vélhjólagaurarnir gerðu smá hávaða).

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:17

17 identicon

Fjölmiðlarnir gerðu sér mat úr hlutum sem komu útifundinum ekki við heldur gerðust eftir að fundi lauk.

Sjá hér:

http://www.visir.is/article/20081108/LIFID01/211573204

Ef grannt er skoðað þá er bíllinn sem notaður var sem ræðupallur á útifundinum farinn. Torgið er líka því sem næst mannlaust.  

Þess vegna er verið að andskotast í Boga og Loga fyrir að segja eingöngu frá eggjabörnunum en alls ekkert frá útifundinum og lát þá sem ekki vor á staðnum halda að fundurinn hafi farið svona fram.

Þeir ljúga að þjóðinn með því að segja ekki allan sannleikann. 

101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:26

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjördís, ég frábið mér að þú eignir þér mig. Ég á mig sjálf.

Að öðru leyti ætla ég ekki að svara þér, nema hvað ég hef dregið þá ályktun af orðum þínum, þar sem þau eru algjörlega út úr kortinu hvað varðar eggjakastið, að þú hafir ekki verið á Austurvelli.

Varstu á Austurvelli?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:29

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

101: Rétt.

Hjördís: Ég er svo gjörsamlega ósammála þér að ég veit ekki hvar ég á að byrja.  Þannig að ég byrja ekki neitt.  Ef það skiptir ekki máli hvort fréttalesarar lita fréttirnar með skoðunum sínum og athugasemdum þá veit ég ekki hvað.

Mér kemur ekki við hvar í stjórnmálaflokki fréttamenn eru, ekki hvaða skónúmer þeir nota, né heldur hvað þeim finnst.

Ég myndi óska að þeir tækju tillit til þess og ynnu vinnuna sína.

Gréta: Ég er sammála þér líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 17:40

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, ...var hún á Austurvelli, eða var hún þar ekki......

Æsispennandi...framhald seinna...kannski...kannski ekki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:56

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Enn og aftur...ég er ekki ÞÍN.

Þú uppstóðst að það væri sleggjudómur minn að ætla af orðum þínum að þú hefðir verið á Austurvelli. Ég spurði þig beint út: Varstu á Austurvelli? Þú svaraðir ekki.

Ertu pólitíkus eða hvað manneskja?

Yfir og út.

Jeminn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:28

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Átti náttúrlega að vera: hefðir EKKI verið á Austurvelli...

Gúbbit, ég er hætt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:29

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Voruð þér stundum á Vellinum, fröken Hjördís?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband