Laugardagur, 8. nóvember 2008
Í vondum lungnamálum
Á læknavakt fyrir einhverjum klukkutímum.
Læknir: Þetta er skelfilegur hósti sem þú ert með.
Ég: Já finnst þér það? Það var sko þess vegna sem ég er komin hingað. Er með hita og hósta.
Læknir: Þú reykir (ekki spurning, fullyrðing).
Ég: Jább.
L: Hvað lengi?
Ég: 34 pakkaár (ekki gamall læknaritari fyrir ekki neitt).
L: Það er rosalegt.
Ég: Jább.
L: Þú verður að hætta þessu, þú ert með fast í lungum og með bullandi bronkítis.
Ég: Jább.
L: Hvenær?
Ég: Bráðum en ég reyki mikið minna núna, bara örfáar.
L: Hvað margar (hann frussar þessu út úr sér)?
Ég: Svona tólf á sólarhring.
L: Þetta er náttúrulega ekki hægt.
Ég: Jú og ég fer létt með það. Fyrir tveimur mánuðum reykti ég tvo pakka. Ég er öll að koma til.
L: Þetta gengur ekki, þú verður að hætta að reykja. Taktu þetta lyf hérna sem ég skrifa upp á og farðu nú að hugsa þinn gang, hugsaðu um lungun kona (hér var hann alveg intú itt).
Ég algjörlega í rusli yfir að gera manninum þetta: Fyrirgefðu.
L: Hrmphf....
Svo lufsaðist ég heim með hausinn undir hendinni og ég skammaðist mín fyrir að vera á lífi með þennan einbeitta brotavilja til margra ára og ekki enn lát á.
Farin í smók.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986832
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Vildi óska ad thad væri hægt ad segja eitthvad sem passadi.
Eina sem mér dettur í hug ad segja, er ad ég hætti ad reykja fyrir rúmi ári sídan. Uppgøtvadi ad ég var ólétt, .... gód ástæda. Var miklu léttara en ég hélt. Hef sjaldan saknad thess. En ég veit ad madur verdur ad finna thad hjá sjálfum sér, og allir sem hafa reykt/reykja vita ad madur verdur ad finna sinn eigin tíma til thess.
Gangi thér vel.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:04
Jenný. þú verður að hætta að reykja. !!!!!!
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 8.11.2008 kl. 19:06
Hættu að reykja !!!!!! það er hægt.
Gunnar Gunnarsson, 8.11.2008 kl. 19:34
Hehehe hvað getur mar sagt? Bara fegin að þú ert lifandi. Vinkona okkar hefur tvívegis verið lögð inn á Reykjalund vegna lungnana og læknirinn sagði bara: þið systurnar eru óstjórnlegir fíklar!
Edda Agnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:40
Þú virkar/lætur eins og þér sé alveg sama. Mig langaði bara að vita hvort það væri í raun málið. Ég ætla sko ekki að segja þér að hætta; ástæður og afleiðingar og jarí jarí ... þú veist þetta allt sjálf. Enda virkuðu predikanir mínar ekki ekki á mömmu heldur gerðu hana bara leiða, reiða og öfugsnúna.
Hugarfluga, 8.11.2008 kl. 19:43
Hvað ertu að hlusta á þennan lækni, djös afskiptasemi í honum! Er þetta ekki bara lopaofnæmi, áttu ekki lopapeysu sem þú þolir illa? (hehehhehe) Hvað þýðir 34 pakkaár? Eru það 34 pakkar á dag í eitt ár ... eða pakki á dag í 34 ár? Gúdd lökk, beibí!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:57
Mín kæra Jenný Anna samferða vinkona mín í bloggheimum.
Allt frá því að ég fór að lesa þinn texta og þínar hugrenningar sá ég og las að þarna fór góð manneskja. Fyrst og síðast las ég úr skrifum þínum einlægni, hreinskiptni og heiðarleika. Gagnvart þér og þínu samferðafólki. Sönn alþýðumanneskja, eldklár, skemmtileg og gefandi.
Ég held þú getir allt og ég held satt að segja að bloggið, svo slæmt sem það getur nú verið hjá einstaka apaköttum sem setja á það leiðinda skugga hafi jafnvel sýnt þér að mörgu leiti meira en margt annað hversu megnug þú ert. Öll þau hrós og alla þá aðdáun sem þú hefur fengið úr bloggheimum átt þú sannarlega skilið.
Í mörg ár vann ég með konu sem fékk sér eina síkó á dag. Það var fyllterslaus Camel að loknum kvöldverði. Hún sagði alltaf að hana hafi hlakkað óskaplega til þess að kveikja í henni.
Taktu eina camel á dag eftir kvöldmat í tvö ár og svo er mál að linni. Ég held að það verði lítið mál fyrir þig eins og allt annað.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 8.11.2008 kl. 20:14
Þetta er nottlega bilun ...
... ég þarf að hætta líka ..
Maddý (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:21
Storm P. sagði þegar hann varð áttræður að ef hann hefði vitað að hann yrði svona hundgamall hefði hann drukkið og reykt helmingi meira en hann hefði gert um ævina.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.11.2008 kl. 20:39
Í þetta skipti segi ég ekki orð
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 20:55
Hefurðu heyrt söguna um konuna sem dragnast um með kútinn á bakinu.......?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 21:15
Það má spara heilmikið á ári með því að reykja pípu
Júlíus Valsson, 8.11.2008 kl. 21:23
Ég er í alvörunni að hætta en bara af því ég vil það sjálf.
Sko fíklar hætta ekki af því þeim er sagt að það sé hættulegt, þeir hætta þegar þeir eru komnir í þrot.
Ég er að komast í reykingarþrot.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 21:49
Sko mín, -- æ--þú veist.
ég var einn dyggasti stuðningsmaður fátækra bænda í S-Ameríku.
Sko, ég byrjaði að reykja ungur,----altso, ég meina frelaega ungur.
Svo komu unglingsárin og þá var ekkert töff, að reykja ekki. Svo komu Menntaskóla og Hí árin og þa´bara var það algerlega skylda, að reykja , bæði pípu, með spekingssvip og svo Palla Langa með Veltsmerts.
Kynntist því, að verða leiður á tóbakinu og fatta, að það voru líklega ekki BÆNDURNIR sem græddu, heldur Ofurfrjálshyggjuliðið, sem e´g er alltaf að berjast við í mínum elskaða Flokki.
Ákvað, að fara í alsherjar myndatöku og ef einhverju var við bjargandi,-----hætta brr brrr hætta brr brrr
Fékk dóp sem maður tekurog ákveður hvenær maður drepur í, sko sltso ööööödreeeepur í.
Gerði það 10 des síðastliðinn og var ekkert mál.
Hef fengið eittt og eitt svona móment, t.d. aftureldingu í Hljóms´kó með gott vín og góðan fílíng. EN
Bara falli ð einusinni í Sumarbústaðar svæðinu okkar, var á fylleríi og var að hlusta á gamalt og gott Rock. p´+inu Blues og svo Clapton.
fékk 3 hvítar.
Ekki aftur.
Kanske sinna
Fáðu dóp
það hjálpar.
Love from the other side
MiðbæjarÍHALDIÐ
Bjarni Kjartansson, 8.11.2008 kl. 22:04
Lestu bókina "Létta leiðin til að hætta að reykja" hún klikkar ekki - trúðu mér.
Sigrún Óskars, 8.11.2008 kl. 22:10
Mig langar í svona pillur eins og Bjarni Miðbæjaríhald notaði
Maddý (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:50
ég reyki ekki
halkatla, 8.11.2008 kl. 23:03
Ég er að hugsa um að strengja áramótaheit í fyrsta skipti á ævinni
ertu memm?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2008 kl. 23:56
Öhhhhh, Jenný ætlarðu að bíða eftir því að löngunin til að hætta að reykja komi yfir þig........! Þú veist betur kona, þetta hefst á ákvörðun og svo........umhmmm veit ég hljóma leiðinlega, en ég hætti fyrir 11 árum ekki af því að mig langaði það frekar en að hætta öðru sem ég hef þurft að hætta, ég tók bara ákvörðun af því að ég var komin út í horn og engar afsakanir lengur sem virkuðu. Þú kannast við þetta er það ekki ?
En það er eins og þú segir, þú þarft að taka ákvörðunina!
kær kveðja og óskir um góðan bata frá fíkninni :)
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:21
Jæja hér kemur messan.
Hættið þessu helvítis reykingabulli, afglaparnir ykkar! Skiljið þið ekki að það mikilvægasta sem að maður á er ekki börnin, ekki eiginmaðurinn, og síst af öllu nýji flatskjárinn, HELDUR HEILSAN.
Heilsulaus er erfiðara að njóta samvista við fjölskylduna (að maður tali ekki um áhyggjurnar sem maður leggur á greyin með því að vera sjúkur), kallinn/konan verður hundfúl/l og leið/ur (fer eftir skaplyndi) yfir þessu bölvaða heilsuleysi á manni og maður missir af sápuóperunum út af sífelldum spítalaheimsóknum.
Samt keppist fólk beinlínis við að drepa sig eins hratt og mögulegt er. Ég bara skilettekki!
Drepið í, druslurnar ykkar, og það strax. Það hefur heldur enginn efni á að reykja í dag (pakki á dag, 17 þús kall á mánuði). Ég vorkenni engum sem að reykir og kvartar svo yfir að eiga ekki efni á mat.
Afsakið reiðikastið, það er bara svo hressandi.
Rebekka, 10.11.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.