Föstudagur, 7. nóvember 2008
Ég hníg ekki til jarðar í aðdáunarkrampa en..
Ráðuneytin hafa gripið til sparnaðaraðgerða.
Það hefur meira að segja verið dregið úr utanlandsferðum eins og kostur er.
Og nú eiga allir að henda sér á skeljarnar, horfa til himins og klappa fyrir batteríinu.
Fyrirgefið en ég er ekki að missa mig í hysteríu vegna eðlilegra hluta eins og sparnaði í ráðuneytum, það er svo löngu tímabært.
Þannig að ég sit hér hrifningsvana og hugsa með mér, loksins lyfti einhver rassi í ráðuneyti. Hvað ferðalög varðar finnst mér útstáelsið á "sumum" duga íslensku þjóðinni vel fram á næsta áratug.
Og nei, ég er ekki skilningsvana á þeirri staðreynd að ákveðin ferðalög um heiminn eru nauðsynleg.
Það er einfaldlega þannig að við erum ríkið og við sem fyrirtækiseigendur þurfum að draga saman rétt eins og við herðum sultarólina á heimavelli.
Reyndar hefur bullað í mér heilbrigð reiði vegna einkaþotuleigu og annars hégóma fyrr á árinu.
En kannski var flottræfilshátturinn og neysluhyggjan smitandi, hvað veit ég?
Ég er með allskyns sparnaðaruppástungur fyrir starfsfólk mitt/okkar í ráðuneytunum.
Við erum bláfátæk þjóð af efnahagslegum gæðum og höfum ekki efni á bruðli.
Ódýrari ráðherrabíla og fólk flytur sig sjálft á milli staða.
Bæbæ utanlandsferðir og Björn Bjarnason situr heima það sem eftir lifir árs. Maðurinn er búinn að vera eins og landafjandi út um heim á þessu ári.
Fækka sendiráðum all verulega. Við erum þrjúhundruðþúsund manna þjóð. Get a live and a grip. Þetta sendiráðsbruðl er út úr öllu korti.
Niðurskurður í veislum á vegum hins opinbera og út með áfengið. Kostar peninga. Kaffi dugar fínt, en það má gera á þessu ákveðnar undantekningar.
Aðstoðarmenn út, ég held að þeir hafi allir fimmhundruðþúsundkall á mánuði. Ég efa ekki að það eru full not fyrir þessa starfsmenn en nú er kreppa við höfum ekki efni á svona fíneríi. Umboðsmaður Íslands er orðinn opinber starfsmaður til aðstoðar einhverjum íhaldsþingmanni. Ráðinn í miðri kreppu. Draga til baka takk.
Nú hefur einhver grafið upp laun konunnar í Landsbanka, en hún er með tæpar tvær á mánuði (1.950). Bæði hún og Birna Glitnis eru með afnot af glæsibifreiðum.
Ætla ráðamenn, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra, aldrei að læra?
Við höfum ekki efni á þessum flottræfilshætti bankatoppa.
Arg.
Dregið úr ferðum ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góð að vanda!
Ég hef aldrei skilið af hverju ráðherrar og hátt settir ráðuneytisstarfsmenn geta ekki komist til og frá vinnu eins og við hin án þess að samfélagið "skaffi þeim far".
Marta B Helgadóttir, 7.11.2008 kl. 09:26
Marta: Sammála. Það mætti halda að þetta fólk væri farlama.
Fruss þoli ekki svona flottræfilshátt, allt í lagi fyrir þá sem borga sjálfir sitt sukk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 09:28
Ætti bara að skella þeim öllum á hjól.. Nú það er líka hægt að fá hjól fyrir 2 ... En það er nú ekki mikið eftir að árinu.. svo á næsta ári geta þeir tekið upp þráðinn aftur.. við að ferðast og bruðla þegar þjóðin hefur tekið öll þessi lán ..
Með ólíkindum hvað á að ljúga og traðka á okkur lengi..
kveðja frá Esbjerg Dk Dóra
Dóra, 7.11.2008 kl. 09:58
Jenný mín, sendir þú mér kveðjuna um að lýsa upp skammdegið með hvítu ljósi? Ég hef alltaf eitthvert ljós yfir eldavélinni líka og ætla örugglega ekki að hafa allt í regnbogans litum. knús eva
Eva Benjamínsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:13
Knúsknús og ljúfar kveðjur inn í ljúfa helgina.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:44
Snilldar fyrirsögn....góð grein...gott ef það lak ekki smá kaffidropi út um annað munnvikið við lestur fyrirsagnarinnar...
Haukurinn, 7.11.2008 kl. 10:58
Mér er fyrirmunað að skila afhverju ríkið er að borga yfir milljón á mánuði í laun. Hámarkslaun hjá ríkinu eiga að vera 1 millj. annað er bara dónaskapur og virðingarleysi.
Guðfinna (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:10
Frábær pistill Jenný Anna! Ríkið hafði ekki efni á að leiðrétta laun ljósmæðra á sómasamlegan hátt, hvernig höfum við (við erum ríkið)efni á að borga þessum bankastjórum þessi ofurlaun langt umfram alla aðra ríkisstarfsmenn?
Höfum við ekkert lært? Eru bankamenn og þeir sem handfjatla og gambla með peninga ennþá metnir ofar öllum öðrum að verðleikum? Jafnvel þó að þeir séu flokksgæðingar.
Ég fer fram á að allir landsmenn verði settir á sömu laun 350 þúsund krónur sama hvaða hlutverki þeir gegna í Þjóðfélaginu. Við erum öll að bjarga Íslandi, landinu okkar frá því að sökkva. Þar er enginn öðrum fremri.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.11.2008 kl. 11:56
Þú kant að segja/skrifa, það sem við erum öll að hugsa Jenný mín, takk fyrir
Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 12:11
Ef það er hægt að komast af með færri utanlandsferðir núna, þá er það líka hægt framvegis
Góðan dag og ennþá betri helgi
Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 12:21
mikid rétt Jenný, vonandi er thetta bara byrjunin hjá theim i "sparnadarplaninu" i ráduneytunum. Gott mál en dugar ekki til. Af mørgu ødru ad taka og nú er bara ad bretta upp ermar.
hafdu góda helgi
María Guðmundsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:48
Það hljóta þá allir hér á Akureyri að vera ígildi ráðherra og háttsettra ráðuneytisstarfsmanna því við sköffum öllum sem vilja frítt far í vinnuna, meira að segja líka þeim með lögheimili annarstaðar.
Hafðu það gott í dag.
Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 13:56
Heyr heyr!!!!
Góða helgi!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:57
Takk öll fyrir komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.