Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Aldrei leiðinleg stund
Maturinn hækkar og hækkar.
Hvað er til ráða spurði ég vinkonu mína og húsband þegar við sátum úti í smók áðan.
Hm... sagði eiginmaðurinn, á maður að fara að borða unnar kjötvörur aftur? Það er svo óhollt.
Við reyktum aðeins meir og það sá ofan í svört lungun þegar við soguðum nautnalega að okkur eitrið.
(Innskot frá mér og hefur ekkert með þessa matarfærslu að gera).
Vinkona mín var að fara heim að elda medisterpylsu og kartöflumús.
Húsband varð dreyminn í framan og velti fyrir sér hvort það væri ekki kominn tími á medister eftir hollt mataræði undanfarinna ára.
Ég: Jú eða bjúgu.
Hann: Bjúgu, nei, þau eru svo feit og lufsuleg. Öll plöstuð og svona. Með fitukúlum í.
Ég: Heldurðu að medisterinn sé úr eðalafgöngum?
Nei, sagði húsband en stundum er matur misógeðslegur.
Hvað um það við fabúleruðum svolítið um hvað væri hægt að hafa í matinn á krepputímum fyrir ótýndan pöbul sem við jú tilheyrum (þrátt fyrir að vera bæði af konungum komin, en enginn er neitt að láta mann njóta þess hér í þessu smalasamfélagi).
Ég velti upp hugmyndum sem honum leist misvel á:
Svið með rófustöppu, kjötbollur í brúnni sósu, reyktan fisk, kálböggla, lifrarpylsu og sagógrjónagraut, sætsúpu með tvíbökum, plokkfisk og hræring.
Hann var alveg sáttur við þessa upptalningu að undanskilinni lifrarpylsu, kálbögglum og hræring.
Go ahead sagði hann á íslensku.
Ég sagði Can´t do á ensku því af þessum lista borða ég sætsúpu, mögulega svið og mögulega kjötbollur.
Hann: Af hverju varst þú þá að telja þetta upp.
Ég: Af því ég hef ekkert betra að gera.
Svona er hjónabandið, aldrei leiðinleg stund. Akademískar samræður okkar hjóna ættu að vera til á bók.
Ekki einu sinni í kreppunni missum við okkur í að ræða hversdagslega hluti. Aldrei.
Miklar hækkanir á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Eru nokkuð til medisterpylsur ennþá? Mér hefur sýnst það vera einhver kjötbúðingur sem er merktur medister en ekki þessar löngu mjóu sem voru í den. En mig langar í sviðin.
Helga Magnúsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:02
Já maturinn hækkar og hækkar en bjúgur er það viðbjóðslega sem ég hef borðaða. Fann blóðugan blástur í bjúgu sem ég var að borða í denn. og hef ekki borða bjúgu síðan.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 18:10
Ummm.medister pylsan kostar aðeins nokkra hundrað kalla og kartöflumúsin kostar færri hundrað kalla, svo þetta er ágætis matur upp í svanga munna svona á krepputímum. Annars er ég á móti..já ég er á móti fullt af hlutum þessa dagana..unninni matvöru en blankheit geta stundum sett mann í blackout um sollis hluti. Krónurnar telja þó þær séu algerlega verðlausar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 18:26
hahahahaha..ég er i kasti..og here´s why..:
" Hm... sagði eiginmaðurinn, á maður að fara að borða unnar kjötvörur aftur? Það er svo óhollt.
Við reyktum aðeins meir og það sá ofan í svört lungun þegar við soguðum nautnalega að okkur eitrið."
ómægod,thú ert ædi en medister steiktur á pønnu med rjóma/tómatsósu,hrísgrjónum og ristudu braudi, alls ekki slæmur dinner sko kreppa eda ekki..
hafdu gott kvøld Jenný,kreist á thig
María Guðmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:58
Borða ekki unnar matvörur.Bara heimatilbúnar.Þá veit ég alla veganna hvað ég er að troða í mig.Plokkari með lauk og heimabakað rúgbrauð er sælgæti.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:03
Veistu, nú er maðurinn að elda afmælis matinn ( Naut alaEiki) og lyktin að gera út af við bragðlaukana hjá mér... og mig langar ekkert smá í slátur og rófustöppu og bara næstum allt sem þu taldir upp!
Skrítið líf.
Hulla Dan, 6.11.2008 kl. 19:31
Úff, mikið þyrfti ég að vera svöng til að borða medisterpulsu.
Ég var í Bónus áðan og keypti 5 dósir af hinu og þessu baunir, tómata og spírur og soleis(ég bý ein). Átti eitthvað af dósum fyrir. Keypti teningakraft (grænmetis) í fyrsta sinn í mörg ár. Svo keypti ég mér tvær krukkur að eplamauki sem er með betra nammi sem ég veit.
Uppi í skáp á ég haframjöl, hrísgrjón, kúskús og pastaskrúfur. Svo keypti ég sænskar bruður í poka.Svo á ég thaisósu í stórri flösku og eitthvað fleira.
Ég dæsti þegar ég sá hvað ég á mikinn mat.
Ef lífeyrssjóðurinn minn og ríkissjóður hrynja ef að fólk hættir að borga (sbr. viðtal á Stöð 2 vegna "Borgum ekki") þá borða ég þetta til að byrja með.
Sem betur fer er ég ekki í því að soga að mér óþverra - nema þegar ég hætti mér út á stræti borgarinnar. Mikið er annars alltof algengt að sjá fólk með bíla í tómagangi, aðallega hefur mér sýnst það vera ungir karlmenn sem það stunda...
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:04
Mér fannst allt gott sem þú taldir upp,annars var soðin fiskur í matin hjá mér í kvöld,eitt af uppáhaldsmatnum hér á bæ.
Það er fínt að hafa synina á sjó,og fá ókeypis fisk í kreppunni.
Hafðu það sem allra best ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 6.11.2008 kl. 20:46
Hm. já, ég segði go ahead við:
rófustöppu, kjötbollur í brúnni sósu, reyktan fisk, kálböggla, og sagógrjónagraut, sætsúpu með tvíbökum, plokkfisk og hræring.
There you are...næstu allt. Ég gæti alveg verið í fæði hjá þér, sem er mikið hól, það veit mamma.
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:02
Jamm, undanfarin hneigist ég sífellt að matseld eins og var hjá mömmu í gamla daga, kona með sjö börn og eiginmann. Við vorum öll eldhraust og kraftmikil. Samt held ég að ég sleppi því að sauma kál utan um kjötfars. Og það gæti orðið erfitt að elda eggjasúpu, þó hún sé rosalega góð. Baksturinn er veika hliðin. En það er fjöldinn allur af hugmyndum frá mömmu gömlu.
Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:15
hahahahahaha andskotinn þú ert svo rugluð.
Sætsúpu hef ég ekki smakkað frá því ég bjó enn í föðurhúsum (afahúsum) og sagógrjónagraut hef ég ekki heyrt nefndan síðan amma var og hét.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.11.2008 kl. 21:28
Úpps, nei annars, ekki sagógrjónagraut,...
En eggjasúpa með þeyttri hvítu, nammi, og kakósúpa með tvíbökum líka...
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:28
Já nú tökum við bara fram Helgu Sig. Mér þykir nú reyndar fátt betra en pylsur af öllu tagi. Og á mínu heimili er eldaður sagógrautur annað slagið og jafnvel Vilkó sætsúpa ef vel liggur á mér. Þannig að þótt maður hafi tileinkað sér alþjóðlega matreiðslu þá slæðist þessi gamla íslenska líka með.
, 6.11.2008 kl. 22:16
ertu til í að blogga um
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:42
urrg!
þetta?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:42
þið eru flott þú og húsbandið sko! En allt sem þú taldir upp þarna hefur verið á mínum matseðli jájá meiri seigja hræringur með slátri nammi gott en já það hefur sko allt hækkað finn verulega fyrir því með alla þessa munna sem þarf að metta hér á bæ var að versla áðan í bónus er að fara um helgina í sumarhús með fólki og úff 21000 kall takk fyri og nánast enginn óþarfi nema jú smá snakk fyrir púkana og súkkulaði með kaffinu góða nótt jenný mín
Brynja skordal, 6.11.2008 kl. 23:28
. Ég ét reyndar allt sem að kj.... er beint svo það kemur ekki að sök að minn vinnustaður býður upp á allt sem þú taldir upp
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:37
OMG Jenný, neiiiiiiiiiiiiiiii..................!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:48
Ég borða með bestu lyst allt sem er á listanum þínum nema hræring, sem mér finnst viðbjóður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.