Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Siðleysingjaflokkur stofnaður?
Hvern fjárann er formaður stéttarfélags að gera sem stjórnarmaður í Kaupþingi?
Hvað veit ég en ég er svo skyni skroppin að finnast stéttarfélagsforysta og stjórnarseta í banka passa illa saman.
Reyndar vil ég skjóta því að hér í morgunsárið þar sem ég sit bálill við tölvuna að ég er reyndar löngu búin að missa virðingu fyrir stéttarfélögum, þau orðin jakkafatavædd fyrir löngu og ekki í neinum tengslum við það fólk sem þau eru að gæta hagsmuna fyrir.
Hluti af mér fann örlítið til með Gunnari Páli Pálssyni þegar ég horfði á hann í Kastljósi í gær.
Ekki misskilja mig, það blindaði mér ekki sýn en ég uppgötvaði þarna að jakkafatamafíustrákarnir (og stelpurnar) eru búnir að vera að leika sér með peninga bankanna eins og væru þeir Matadorpeningar og svo þegar allt er komið í óefni þá er valin önnur siðlaus leið af tveimur.
Og ég hugsaði; þessi maður verður að segja af sér.
Hann sagði: Ég mun ekki segja af mér, ég fékk persónulegan stuðning í þessu máli.
Gunnar Páll eins og allir hinir sem eru að bíða af sér þennan netta pirring almennings sér ekki alvarleikan í málinu.
Svo kom bomban. Stjórn VR styður Gunnar Pál og gefur út um það yfirlýsingu.
Þá varð mér ljóst að krakkarnir í sandkassanum standa þétt að baki hvort öðru og gerast í leiðinni jafn siðlaus og formaðurinn þeirra.
Er þetta ekki orðið helvíti gott bara?
Ónei, Gunnar Páll vill andskotans svigrúm (Ólafur Ragnar, þú mátt hafa svigrúmskjaftæðið á samviskunni) til endurvinna traustið.
Bíddu, bíddu, hvað töpuðust margir milljarðar í Kaupþingi?
Hundruðir milljarða?
Jájá, auðvitað átt þú að fá tækifæri og andrúm til að endurvinna traustið. Tap bankans var svo lítið og löðurmannlegt. Ákvörðunin sem þú og félagar þínir tóku um að skuldhreinsa toppana svo lítið siðlaus eða þannig.
Ég er nú hrædd um það.
Af hverju stofna bankatopparnir og allir hinir sem eru að víkja sér undan ábyrgð þessa dagana ekki nýjan stjórnmálaflokk?
Siðleysingaflokkinn?
"#$$%%&/(/()=/(/(=/=(/&/&%%&
Burt með spillingarliðið.
Nýtur trausts stjórnar VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hélt að VR væri fyrir fólkið en ekki svo..Ég þekki fólk sem ætlar að ganga úr VR vegna þessa,og það þykir ok,og Gunnar skal vera inni þótt VR verði félagalaust.Hann er ekki þarna í mínu umboði svo mikið er víst.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:26
Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:53
Þessi maður setur blett á alla verkalýðsforystuna og kallar á að hún ræði mál hans og taki afstöðu til setu fulltrúa í svona ráðum. Hafa þeim til dæmis verið settar einhverjar siðareglur? Hvernig stendur á að hann á hlut í bankanum? Og er það rétt að hann sé með ofurlaun?
María Kristjánsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:07
Bíddu, bíddu, bíddu.
Þetta er ekki alveg svona einfalt. Það eru lög í landinu um lífeyrissjóði. Þar stendur að lífeyrissjóðir megi t.d. ekki eiga fasteignir. Lífeyrir er hluti af launakjörum og um hann er samið í kjarasamningum. Þumalputtareglan er 4% frá launþega og 8% frá launagreiðenda, O.K? Og þar sem launagreiðendur greiða meira en helmingi meira í sjóðina en launþegar krefjast þeir fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir geta ráðskast með OKKAR peninga í krafti atkvæðamagns á stjórnarfundum. Takið eftir því að þetta eru samningsbundin laun sem launþegar hafa samið um í frjálsum kjarasamningum gjarnan í skiptum fyrir eitthvað annað. Þessvegna heitir það samningar.
Það þarf að ávaxta þessa peninga, það gerist ekki af sjálfu sér. Og þar sem ekki er hægt að fjárfesta í fasteignum, sem væri eðlilegt þar sem t.d. flest lífeyrissjóðslán fara til húsnæðiskaupa sjóðfélaga, er fjárfest í t.d. verð- og hutabréfum.
Verkalýðsfélögin tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Mjög oft er það annaðhvort formaður viðkomandi félags eða starfsmaður sem hefur innsýn í hvernig ávöxtun gengur fyrir sig og kann að lesa ársskýrslur og er talnaglöggur. Hlutverk fulltrúans er að fylgjast með hagsmunum umbjóðenda sinna, sjóðfélögum, eigenda fjársins.
VR rekur einn stærsta lífeyrissjóð landsins. Til að ávaxta fé sjóðfélaga hefur stjórn sjóðsins fjárfest víða m.a. í hlutabréfum og m.a. í Kaupþingi og fleiri fjármálafyrirtækum. Sem stór huthafi í bankanum er það eðlilegt að hluthafinn vilji gjarnan hafa eitthvað um það að segja hvernig rekstur fyrirtækisins sem fé sjóðfélaga er bundið í, er ávaxtað. Það mundi teljast vera eðlileg skýring á stjórnarsetu. Sem „bæ ðe vei“ er launuð.
Hitt er svo annað mál hvort það er eðlilegt að formaður stéttarfélags sitji í stjórn banka. Mín persónulega skoðun er sú að eðlilegra sé að t.d. lögmður viðkomandi stéttarfélags eða hagfræðingur sitji sem fulltrúi félagsins í stjórn félaga sem lífeyrissjóðurinn er stór hluthafi í. Og bara sorrí mér fannst þetta aumt yfirklór hjá Gunnari Páli í Kastljósinu í gær. Jú, jú. Vissulega getur það verið hárrétt hjá Gunnari að á þessum tíma hafi kostirnir bara verið tveir og báðir vondir. En „eftir á að hyggja“ gerði hann mistök og hann ætti að vera sá maður að taka ábyrgð á þeim og segja af sér eins og skot og biðjast afsökunar. Mér finnst hann hafa sýnt dómgreindarbrest og það var eins og að snúa Faðirvorinu upp á andskotann þetta yfirklór stjórnar með stuðningsyfirlýsingunni honum til handa.
Hvað hefur orðið um persónulegan heiður? Er hann bara til í orðabókum?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:55
Thad er thví midur hætta á ad sidleysingjaflokkurinn verdi of stór, og einmitt haldi vøldum. thad er skømm ad thessu en sidleysingjarnir kunna ekki ad skammast sín.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 11:00
Takk fyrir þitt fróðlega innlegg Þorsteinn Úlfar.
Takk öll fyrir að taka þátt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:16
Þetta var dapurlegt á að horfa og hlusta á formann (eða forstjóra VR eins og hann kallar sig) - eins stærsta stéttarfélags landsins reyna að klóra yfir gjörðir sínar og forheimsku á svo ósvífinn hátt í gærkveldi.
Já, María það eru til siðareglur fyrir fulltrúa um stjórnarsetu í nefndum fyrir stéttarfélög. - Og þaðr eru líka til lög um slíkt. - Og þarna er augsýnilega farið á skjön við lög.
Það hefur verið rætt um ofurlaun Gunnars Páls ég man eftir skrifum um að mánaðarlaun hans væri rúm 1.7 milljón á mánuði + fríðindi sem upp voru talin. -
Mér finnst rúm 1.700.ooo.oo ofurlaun þegar tekið er mið af skjólstæðingum Gunnars Páls sem langflestir eru með 147 þúsund - 201 þúsund krónur á mánaðarlaun.
Allavega er þessum manni ekki treystandi til þess að stjórna aðgerðum fyrir félagsmenn VR sem nú hafa misst vinnuna vegna falls bankanna og þar með talinn falls Kaupþings, og þeirra sem eru að missa vinnuna næstu daga og vikur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:39
Æ, ég er hætt að geta hugsað um þetta - og er farin til þess að hlúa að geðheilsunni og heilsunni almennt, það datt aðeins upp fyrir hjá mér í síðasta mánuði.
Freistast samt til að lesa bloggið þitt og Heidi Strand, þið eruð ómissandi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.