Leita í fréttum mbl.is

Brotið blað

Ameríkanar brutu blað í gær þegar þeir kusu Ombama sem forseta þjóðarinnar.

Ég var að horfa ræðuna hans og fjöldinn sem var mættur til að hylla þennan nýja forseta stóð með tárvot augu og hlustaði andaktugt.

Ég skildi það vel.  Það er vonin um nýja og breytta tíma sem varð að veruleika þarna í Ameríku í nótt og það sem fyrir ekki svo löngu hefði verið talið ómögulegt gerðist.

Og mér vöknaði smá um augu líka og ég hugsaði með mér að við Íslendingar þyrftum nýja tíma og nýja von.

Við þyrftum að geta endurvakið trúna á landið okkar sem mér finnst persónulega að hafi verið rænt frá okkur um hábjartan dag.

Jafnframt varð ég ótrúlega sorgmædd vegna alls þess sem hefur verið að gerast og gerist hvern dag stundum oft á dag.

Leiktjöldin eru hrunin og eftir stendur miður fallegur raunveruleikinn, flest það sem við trúðum á reyndist lygi og uppspuni.

Við getum litlu treyst, að minnsta kosti ekki þeim sem hafa fengið umboð frá okkur almenningi í þessu landi til að gæta hagsmuna okkar.

Við þurfum nýja tíma, nýjar áherslur.

Til þess að það geti gerst þurfa korktapparnir, fyrirstöðurnar og hagsmunagæslumennirnir að taka frakkann sinn og stimpla sig út.

Ef almenningur í Ameríku gat rétt af kúrsinn þá hljótum við hér að geta gert það líka.

Nú er lag.  Látum það gerast.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu að segja að við eigum að kjósa okkur svartan forseta?

Grínlaust þá óska ég Obama langs og gæfuríks ferils sem Bandaríkjaforseta! Hann hefur, að mínu mati, borið höfuð og herðar yfir alla sína keppinauta. Ég er mjög ánægð að hafa fengið að upplifa þann tíma sem bæði fyrsta konan varð forseti og fyrsti blökkumaðurinn. Það er ekki svo langt síðan að þetta var óhugsandi með öllu.

Óska þér góðs dags

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært að Obama skyldi sigra

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 08:19

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...ég táraðist og fékk að nýju trú að ammríska drauminn !

Sunna Dóra Möller, 5.11.2008 kl. 08:36

4 identicon

Já, ég er sammála þér Jenný. Kjör Obama boðar nýja tíma þó hann eigi erfitt verk fyrir höndum að hreinsa til eftir stjórnartíð Bush. Obama er glæsilegur maður og frábært að hann skuli vera næsti forseti Bandaríkjanna. Það er slæmt að við Íslendingar skulum ekki eiga jafn skeleggan , vel máli farinn og opinn málsvara til að hreinsa til hjá okkur., hvetja þjóðina  og styrkja á erfiðum tímum, skapa traust og tiltrú fólks á lýðræðinu, traust sem almenningur er að missa hér núna í stórum stíl.

Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst þetta stórkostlegt fyrir alla heimsbyggðina, svo sannarlega eru þetta stór tímamót fyrir allt mannkyn

Huld S. Ringsted, 5.11.2008 kl. 09:10

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það verða straumhvörf á mörgum sviðum í USA núna og vonandi allt til hins betra.  Ég er alsæl með dúlluna hann Obama. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.11.2008 kl. 09:12

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Óska öllum heiminum til hamingju með sigur Obama - og engan smásigur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Ólöf Anna

fór nettur sæluhrollur þegar hann sagðist ætla að endurvekja ameríska draumin.

Ólöf Anna , 5.11.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Jenný. Ég er hjartanlega sammála þér - var sjálf að blogga í sama anda í morgun. Þar set ég líka fram tillögu - af því að þú spurðir í athugasemd hjá mér í gær eða fyrradag: Hvað getum við gert?

Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!

Þannig að þegarr ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er.

Þetta ætla ég að minnsta kosti að gera - hef gert þetta nú í þrjá daga og ætla að halda því áfram.  Vona að fleir taki undir með mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 10:15

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju heimur.  Sigur Obama gefur manni von um að hægt sé að breyta einhverju, jafnvel á Íslandi.

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:22

11 Smámynd: Hulla Dan

Gott mál :)

Hulla Dan, 5.11.2008 kl. 11:06

12 identicon

Hrönn góð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:12

13 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Já, eftir mørg ár med Bush katastrófu, thá ødlast madur nýja von. Nú byrja betri tímar í heiminum, med meiri frid og vardveislu náttúrunnar. Vonandi fær madurinn frid fyrir ofstækisfólki.

Tek undir med Òlínu: Burt med spillingarlidid.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband