Leita í fréttum mbl.is

Afsakið á meðan ég garga mig hása

Eftir daginn í dag var ég alvarlega að íhuga það að hætta að horfa á fréttir og lesa blöðin.

Ástæða: Ég get ekki tekið við mikið fleiri upplýsingum um lygar og spillingu, aðgerðarleysi og fyrirlitningu á almenningi í þessu landi.

Samt er það engin lausn, þ.e. að hætta að fylgjast með en það er nokkuð ljóst að box Pandóru hefur verið opnað og út úr því vellur viðbjóðurinn.

Geir heldur áfram að segja ósatt.  Hann fullyrðir að engir brestir séu í stjórnarstarfinu.

Kannski er hann ekki að skrökva, kannski hefur ágreiningurinn og skortur á samhljómi á milli stjórnarflokkanna algjörlega farið fram hjá manninum svona eins og 185 milljón krónurnar sem bankastjóri Glitnis gleymdi að hún hafi talið sig kaupa hlutafé fyrir.

Öll þjóðin sér að það er ekki mikil samstaða í stjórnarsamstarfi.

Það eru bókstaflega allir ljúgandi eins og friggings sprúttsalar.

Nú hefur komið á daginn að Kaupþing (amk.) skuldhreinsaði toppana rétt fyrir þjóðnýtingu bankans.

Vitið þið það gott fólk að þetta getur ekki gengið svona lengur.

Það verður að stokka upp þetta gegnumrotna kerfi og koma á nýjum vinnubrögðum.

Ég treysti engri íslenskri stofnun til að rannsaka eitt né neitt, það eru allir tengdir í allar áttir.

Ef ekki í gegnum blóðbönd og mægðir þá tengist þetta lið hvort öðru í gegnum leynireglur eða pólitíska flokka.

Ég vil láta erlenda aðila rannsaka allan pakkann og ég vil sjá það gerast strax.

Já og nýjustu fréttir eða þannig eru að Geir hefur ekki í neinu breytt afstöðu sinni til stjórnar Seðlabankans.

Mikið rosalega ber þetta fólk litla virðingu fyrir íslenskum almenning.

Afsakið svo á meðan ég garga mig hása.


mbl.is Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jenný - ég get því miður ekki tekið undir gargið, vegna kirtlatöku! .. en skil þig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.11.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

já þetta er rétt hjá þér Jenný .

Gunnar Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....en við skulum ekki persónugera vandann.....

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: nicejerk

og Geir og co enn með 22% fylgi. Almenningur er eitthvað sadómasó hérna á Klakanum og sitthvað fleira alvarlegra.

Þetta er kannski bara almennt gegnumsýrt egó og skortur á vitsmunum: að neita að skilja og meðtaka það sem er að gerast. Alger afneitun.

Kannski er þetta bara Náttúrúrvalið að sanna úrkynjun og hvernig það fjarlægir meinið.

Hvad ved jeg.

nicejerk, 3.11.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Fólk beygir sig eftir brauðmola
og Baugurinn gerður sekur,
en réttlátt fólk virðist ráðstola
meðan ríkisstjórn í görnina tekur.

Svörtulofta mikli sérann
sitt veit og hvað hann syngur.
Taumlaust hann tantrar ríkishérann
til þess, er hann springur.

Hræætur hafa oss nagað.
Hlaða undir rassgatið feitt.
Hvernig er gæðunum hagað.
Hor-Te veit ekki neitt.

Bjarnason beinlínis harður,
Björn segist þykja það leitt,
að sóknari saka sé larður
en segist ei vita neitt.

Birgir einn blaðrar í fréttum
bölvaða froðu og bull.
Eins og rolla í réttum.
Rytjuleg með ónýta ull.

Hálfvitar hafa hér völdin
og hvernig við bregðumst við því?
Tuðandi bak við tjöldin
en takandi ekki á því.

Ég skítabragð finn í skolti
yfir samfélagi sextíu vetra.
Fínt væri að fara með stolti
og finna annað líf og betra.

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 20:27

6 identicon

Garga þér til samlætis.

Gurrí (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var svo argandi reið hér í kvöld!  Ég ætla að hætta að fylgjast með þessum fréttum!  Segi það núna en verð komin á kaf í þetta strax í fyrramálið. 

Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:36

8 identicon

 Ég er með lán í KB banka.Ég ætla að sækja um niðurfellingu allra minna skulda við þann banka.ALLIR MEÐ?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:42

9 identicon

Nú fyrst held ég að það séu miklir brestir í samstarfinu, víst Geir sér ástæðu til að ávarpa lýðinn. Get því miður ekki treyst honum né öðrum meðlimum stjórnarinnar. Lygatíð stjórnmálamanna á Íslandi er lokið að sinni, að minnska kosti þar til við verðum búin að greiða þær skuldir sem þeir hafa komið okkur í með nokkra ,auðmenn" sér við hlið.

Takk fyrir mig, virkilega gaman að fylgjast með skrifum þínum, sem eru orðin verulega pólitísk:)

Gréta (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:55

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 21:08

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég skil ekki ad sjálfsstædisflokkurinn hafi NEITT fylgi.

Thetta er fáránlegt ástand. Alger Kafka.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 21:49

12 identicon

Ég skil líðan þína mjög vel, Jenný. Það sem er svo niðurdrepandi við að hlusta á fréttir, lesa bloggsíður fólks, fylgjast með mótmælum og skrifum fólks sem vill breytingar, er hve gersamlega valda- og áhrifalaus almenningur er í samfélaginu. Það er eins og það skipti engu máli hvað fólk segir eða gerir til að mótmæla atburðarásinni, stjórnvöld halda við sinn keip og hjólin rúlla eins og það komi okkur ekkert við hvað er að gerast. Þetta getur gert mann æran af reiði. Jamm, það sem þú skrifaðir hitti mig fyrir með samhljómi sem ég er þakklát fyrir. Gangi þér allt í haginn.

Nína S (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:50

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er orðlaus.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2008 kl. 22:26

14 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Já þetta ótrúlegt hvað gengur á í þessu landi en ég tók þá ákvörðun þegar ég vaknaði ímorgun að nýta daginn í eitthvað annað en neikvæðar fréttir og niðurdrepandi hugsanir, ég tók mér bók í hönd sem kennir manni að aðskilja sig egóinu og öllu sem að því snýr, hún kennir manni að virkja hugann á jákvæðann hátt að finna máttinn í núinu og ég mæli með þessari bók fyrir alla.

Ég skrifaði smá kafla úr henni á bloggið mitt og hvet ykkur til að kíkja...

Í dag hef ég engar fréttir lesið né hlustað á og bara einbeitt mér að því jákvæða í lífinu og einbeitt mér að hlutum sem ég get haft einhver áhrif á og ég ætla ekki að lýsa því hvað líðanin er mikið mikið betri.

Kreppa Alkadóttir., 3.11.2008 kl. 22:34

15 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Góður pistill að vanda, er nú ekki mjög virkur í blogginu um þessar mundir, vegna þess að ég er brjálaður af reiði út í þetta skítapakk og þjófahyski sem þykist stjórna landinu, það eru bara örfáir dagar á fjögurra ára fresti sem þessir rugludallar og rottuhalar sjá ástæðu til að muna eftir okkur, en þeir vita sem er að það er langt til næstu kosninga og gullfiska minni kjósenda nær skammt. Staðreyndin er sú að allir með einhverja kunnáttu í svikum og prettum virðast vera búnir að hreiðra svo vel um sig í þjóðfélaginu að þeir séu nánast ósnertanlegir. Getur einhver frætt mig um hvað þessir menn hafa verið að gera undanfarnar fimm sex vikur annað en að koma reglulega fram og segja okkur að það sé ekkert að frétta ???

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.11.2008 kl. 22:39

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta ástand er þyngra en tárum taki. Það er sama hvar velt er við steinum - allsstaðar blasir við rotnun og ýlda.

Maður stendur bara ráðþrota yfir þessum ósköpum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.11.2008 kl. 22:48

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Birnu Dís.  Allir í bankann og krefjast niðurfellingar á lánum.

Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.