Leita í fréttum mbl.is

Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir björg

Frumburðurinn hún Helga Björk var hérna hjá mér í heimsókn.

Við vorum að ræða saman.

Hljómsveitin var nýkomin heim og hann kallaði fram og bað okkur um að hætta að rífast.

Við:  Ha?  Erum við að rífast?  Við erum að tala um pólitík.

Hann:  Það heyrist ekki mannsins mál í hverfinu talið aðeins lægra. 

Við reyndum eftir bestu getu að tala lægra, hehemm en við vorum ekki að rífast sko.

Við vorum algjörlega og gjörsamlega ósammála - meira hvað fólk á erfitt með að skilja svoleiðis fyrirkomulag.

En að öðru, ef ég hef náð kjarna málsins í umræðunum á Alþingi í dag þá verða tillögur til aðgerða sendar Alþjóða gjaldeyrissjóðnum á morgun.

Tillögurnar sem sumir vilja kalla samningsdrög eru leyniplagg og stjórnarandstaðan fær ekki einu sinni að vita um innihaldið.

Ég persónulega gæti öskrað mig hása yfir þessu gerræði.

Er verið að skuldbinda okkur og komandi kynslóðir hérna án þess að nokkur fái að vita um það fyrr en allt er um garð gengið, fyrir utan ráðherra og Seðlabankastjóra?

Svo líður mér þannig að í raun sé það Seðlabankastjórnin (lesist DO) sem ræður á Íslandi í dag.

Það er fyrir mér verra en nokkur martröð.

Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir björg.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gekk fram á konur ekki fyrir svo löngu síðan,þær töluðu hátt og reiðilega með miklu handapati.Ég stoppaði stutt frá þeim og gerði mig klára til að hringja í 112 og stökkva svo á milli og skilja þær að.Allt í einu föðmuðust þær og kysstust og gengu í sitt hvora áttina.Ég skyldi ekki tungumál þeirra en allt fas þeirra gaf mér þessi röngu skilaboð,og væntanlega túlkun mín..Hvað varðar ríkið,seðlabankann og bankastjóra með ofurlaun þá hef ég ekki tíma til að byrja einu sinni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er einfalt. Það á að koma aulindum í lúkurnar á alþjóðafyrirtækjum og breyta Íslandi í Álgúlag.  Við munum engan eignarétt hafa lengur. Veðin eru í gæðum landsins. Glóbalismasturlunin hefur mætt á staðinn og við erum orðin á sama báti og þróunarríki. Grínlaust. Sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur okkar er farið. 

Nú verða VG og fleiri stjórnarandstæðingar að fylkja sér saman um eitt grundvallaratriði og það strax, því það má engan tíma missa, en það er að setja eignarétt þjóðarinnar (fólksins) á auðlindum landsins í stjórnarskrá með þeim ákvæðum að við þeim verði aldrei hróflað nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, að þau lendi aldrei í höndum erlendra aðila.  Ef þetta verður ekki gert núna, þá verðum við ekki til sem þjóðríkið Ísland um næstu áramót. Svo mikið er í húfi.

Farið nú að googla soldið um globalismann, IMF og Alþjóðabankann. Skoðið hvernig Exxon tengist þeim, sem var að skila heimsmets hagnaði nú þegar allt annað er að fara til fjandans. Skoðið tengslin við JP Morgan Chase, sem er bæði með ráðgjafa hér í Seðlabankanum og efnahagsráðgjafa IMF sem fyrrverandi bankastjóra. Veltið fyrir ykkur hverjir eru að kaupa gjaldþrotin. Hverjir eiga meiri peninga nú en nokkrum sinnum fyrr. Jú það eru aðilar, sem eru að segja okkur hvernig við eigum að afsala landinu með öllu saman til auðhringa.

Þetta er ekkert óráðshjál.  Það er að fara hrikalega illa fyrir okkur. Takið orð mín fyrir því.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Elsku Jenný mín, ertu núna fyrst að fatta þetta með Davíð? Ertu búin að gleyma ráðhússofforsinu, Íraksstríðinu og fleira? Hvað með sérsniðnu eftirlaunalögin hans? Hvenær hafa íslensk stjórnvöld látið sem okkur komi nokkur skapaður hlutur við? Ég bara spyr.

Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo má kíkja á David Rockefeller, þann geðsjúka glæpahund CFR og trilateral Commission.  Það mun fá hárin á ykkur til að rísa.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk JS fyrir tékka á þessu.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

persónulega finnst mér þetta bara helvíti skerí. Okkur er haldið í algjöru myrkri. Leyniaðgerðir. Hvers konar lýðræði er það?

Jóna Á. Gísladóttir, 31.10.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband