Þriðjudagur, 28. október 2008
Sælir eru fokkings fátækir
Prestaframleiðslan er greinilega ekki í samdrætti vegna kreppu.
Hvað er ég að blogga um prestvígslur?
Ég gæti allt eins farið að sökkva mér í rit um heilaskurðlækningar eða hvernig á að leggja ljósleiðara.
Mér gæti sum sé ekki staðið meira á sama.
En ég sá þarna tækifæri til að koma inn á boðskapinn frá biskupi um daginn.
Æi þið vitið þegar hann sagði að við höfum aldrei verið auðugri Íslendingar en einmitt núna.
Tali hver fyrir sig - en hvorki ég né meirihlutinn af þjóðinni hefur verið í verri málum með tilliti til auðlegðar en nú um stundir.
Ég hugsaði alveg: Hm.. aldrei verið auðugri, hverja þekkir maðurinn?
Svo rann upp fyrir mér ljós.
Hann er að tala um auðinn sem mölur og ryð fá ekki grandað.
Auðlegðina frá föðurnum á himnum.
Jájá gott fólk, búið til graut úr þeim heilagleikaköggli fyrir börnin ykkar. Látið það ríkidæmi í nestisbox afkomendanna.
Þetta andlega auðlegðarkjaftæði hefur verið notað af kirkjunnar mönnum frá upphafi vega.
Sælir eru fokkings fátækir.
Mér finnst svona tal vera niðurlægjandi og fullt af hroka og biskup hefði átt að hafa innsæi til að láta þessa auðlegðarræðu eiga sig.
En af því það er stöðugt verið að nota ráðleggingar úr biblíunni til að svæfa múginn þá skil ég alls ekki af hverju öllum boðskapnum er ekki haldið til haga úr ræðupúltum kirkjunnar.
Eins og t.d. að fara og gefa eigur sínar fátækum og dúndra sér í vinnu fyrir hönd föðurins, sonarins og hins heilaga anda.
Nei, þeir minnast ekki á það blessaðir kirkjunnar menn.
Hvað eru prestar og biskupar annars með í laun?
Og eru þeir ekki allir búandi í einhverjum annexum við kirkjurnar?
Spyr sá sem ekki veit.
Já og skinheilagleiki fer ógeðslega í taugarnar á mér.
Ég held að markaðurinn fyrir svona blaður sé alls ekki að ganga í fólk á tíma þar sem blákaldur raunveruleikinn blasir við og fátt virðist til bjargar, amk. ennþá.
Súmí.
Annars er ég bara svona að rífa kjaft um þetta mér til skemmtunar og öðrum til óþurftar, eitthvað verður maður að dunda sér við í veikindunum. Múha.
Fjögur taka prestvígslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú segir það? skemmtilega skrifað.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 15:16
Gleðifréttir (eða hitt þá heldur) frá Ljósinu, miðstöð fyrir krabbameinssjúka, vegna hagræðingar:
Einkaviðtöl hjá sálfræðingi falla niður
Einkameðferð hjá Listmeðferðarfræðingi falla niður
Jógatímar seinni partinn á mánudögum og miðvikudögum falla niður.
Nuddtíminn hækkar í 4.000, - frá og með 1. nóv, erum samt ódýrari en úti í bæ.
Þetta gildir til áramóta. Einmitt þegar maður hefði haldið að aldrei væri meiri þörf á slíku.
Súmí - hvað sem það nú þýðir.
Úttala mig ekki um prestana núna. Veit bara að Jesú var ekki með háskólapróf í guðfræði og skrifað ekki stafkrók svo vitað sé, nema eitthvert klór með priki í jörðina einu sinni á meðan hann hugsaði sig um hverju hann ætti að svara.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:33
Hehe, takk Ásdís mín, varð að raunveruleikajafna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 15:33
Kannski að börnin mín borði biblíur?????????Skil ekki afhverju að ég ætti að þakka guði fyrir hvað ég er rík þessa dagana, held að prestar hafi yfir höfuð mjög góð laun plús ýmislegt annað. Hvað um að deila með þeim sem hafa ekki ofan í sig né á???? Ég er nú samt ekkert með þessum orðum að afneita guði, skil hann bara ekki alveg þessa daganaGóður pistill Jenný. Þú ert frábær penni.
Döpur (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:39
æ ég verd ad vera sammála thér ( aldrei thessu vant ) finnst thetta soldid hrokafullt og efast um ad almenningur hafi áhuga á svona kommentum lige nu..
María Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:41
Nýir pimpar fyrir ríkistrúna.... nú á að fiska og bjóða fólki lygar þegar fólk er veikast fyrir... er þetta ekki frábært ha
Hvernig væri alvöru prestur... jú sá maður ætti ekkert, myndi í besta falli vinna fyrir mat ofan í sig.
Þeir sem trúaðir eru geta glatt sig við að kristnir hafa loks verið bænheyrðir... blankheit og þjáningar eru það besta í heimi
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:42
...fátækir í anda. Og sælir eru hógværir því að þeir skulu landið erfa og skuldirnar við útlönd.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.10.2008 kl. 15:45
Vansælir eru kjaftforir því fátt munu þeir erfa . . .
Magnús V. Skúlason, 28.10.2008 kl. 15:46
Ég verð alveg foxill þessa dagana þegar farið er að tala um að "núna" þurfum við að sinna börnunum okkar. "Núna" er tími til að huga að því sem mestu skiptir, blabla, samvera fjölskyldunnar, blablabla.
Eins og fólk hafi bara látið börnin sín lönd og leið á meðan góðærið ríkti? Og á núna að njóta samvistanna við þau, kannski í atvinnuleysinu? Þá er jú nægur tíminn!
Mér finnst svona tal bera vott um hræðilegan hroka gagnvart foreldrum. Trúir því einhver að foreldrar sem eiga til hnífs og skeiðar séu verri en þeir sem minna eiga? Þeir foreldrar sem ég þekki hafa hag barnanna sinna alltaf efst í huga. Ekki síður í góðæri.
ARG!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.10.2008 kl. 16:15
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:23
Hallelúja
Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:38
Amen!
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 16:45
Nákvæmlega Hrönn segjum bara amen á eftir efninu. Dúndur skrif hjá þér Jenný núna.
Ía Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:06
Á erfitt með að kommenta um þetta, þar sem þetta fólk sem á að fara að vígja er meira eða minna vinir mínir eða kunningjar - en vissulega hef ég gefið margfaldar yfirlýsingar um að ég sé ekki sátt við starfshætti kirkjunnar og hvernig ég tel 99% líkur á því að ég muni aldrei vígjast sem prestur þó ég sé með þá menntun. Þetta 1 % gæti verið til Fríkirkjunnar eða annars frjálslegri safnaðar en þjóðkirkjan er ef ég teldi mig gera gagn þar.
Þar kemur til; til dæmis orgeldýrkun, furðulegur klæðnaður sem Lúðvík 14. gæti gengið stoltur í en ekki ég o.fl.o.fl. sem tengist yfirborðsmennsku. Einnig gæti ég aldrei skrifað undir meydóm Maríu "meyjar".. .. og ýmislegar aðrar játningar kirkjufeðranna.
Því má þó ekki gleyma, að prestar eru "almannaþjónar" og þeir sem þar eru í lagi sinna fólki mjög vel, day and night. Sálgæslustarf þeirra er gígantískt mikið og þar er peningunum vel varið. Það kostar frá 5000-8000 að leita til sálfræðings, en það er búið að borga prestinum fyrirfram og þeir eru margir mjög góðir, en misjafn sauðir í mörg fé eins og þar stendur.
Partur af náminu er sálgæsla og það veitir nú ekki af henni í dag. Ég tel að vísu, ég geti sinnt henni vígð sem óvígð og svo sannarlega er ég að sinna henni í mínu starfi.
Úff sagði í upphafi að ég ætti erfitt með að kommenta um þetta, en svo skrifa ég heila ritgerð hjá þér!
Lifum í trú, von og kærleika.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.10.2008 kl. 17:26
Jóhanna, hehe, orgeldýrkun, eitt af því fáa jákvæða sem ég sé við kirkjurnar eru einmitt þessi stórkostlegu hljóðfæri sem eru þar innan dyra...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:41
Voðalega er þessum Magnúsi Viðari illa við þig......... hann sem kemur allta aftur og aftur og aftur................
En flottur pistill...súmí og allt
Heiða B. Heiðars, 28.10.2008 kl. 17:45
Amen og Guð eða Davíð blessi þig!
Himmalingur, 28.10.2008 kl. 18:29
Hvers vegna notar þú svona andstyggilegt orðfæri, líkt og "fokkings" og fleira s.s sjá með í færslum þínum?
líkt og þú þá:
Annars er ég bara svona að rífa kjaft um þetta mér til skemmtunar og öðrum til óþurftar, eitthvað verður maður að dunda sér við í veikindunum. Múha.
Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:36
Jahá !
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 19:13
You'll get pie in the sky when you die.
Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:31
Helga: Já mín bíður vist í neðra. Eða þannig.
Kristín: Ég veit ekki hvað ég er búin að loka á margar ip-tölur frá Kennaraháskólanum, ég er orðin þreytt á þér kona, næsta skref er að hringja í tölvuverið. Vertu úti.
Heiða: Magnús Viðar er on a mission from god, eða það heldur hann.
Hildigunnur: Gat nú verið að kafna úr egóisma.
Jóhanna: Þú ert 100%
Ragnhildur: Mikið rosalega er ég sammála þér.
Benedikt: Nákvæmlega. Vér skulum erfa skuldirnar við útlönd.
Doktor E: Þú ert heittrúaðast trúleysingi sem ég veit um. Dúllan þín.
Döpur: Já við sjóðum graut úr biblíunni. Jeræt. Takk fyrir innlitið.
Takk öll fyrir þátttökuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 20:14
Greta: Skelfilegt að heyra þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 20:15
Mikið held ég að það væri góð hugmynd að borga sálfræðingunum fyrirfram í stað þess að greiða prestunum. Það mætti alveg kosta 5000-8000 að leita til prests en vera ókeypis að leita til sálfræðings. Held að trúin myndi fljótt renna af fólki ef það þyrfti sjálft að borga kostnaðinn.
Matthías Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 20:54
Matthías: Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 21:06
Tók einu sinni viðtal við löggu sem sagði mér að sálgæsla lögreglunnar (áfallahjálp) væri í höndum prests/presta en slökkviliðsmenn fengju sálfræðing ef á þyrfti að halda. Hann vann m.a. á vettvangi hræðilegs umferðarslyss sem tók mjög á hann og fannst ekki gott að tala við prestinn á eftir, enda trúlaus. Veit ekki hvernig þessum málum er háttað núna ... en viðtalið tók ég á þessarri öld. Mæli með tillögu Matthíasar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:16
Gurrí: Matthías er með þetta. Prestar í áfallahjálp: Halló!
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 23:23
Ég skal samþykkja að vera heitur og dúllulegur en ekki trúleysingi..;)
Ég get ekki verið spidermanleysingi eða Harry Potter-leysingi
Ég skil ekki að það gagnist einum né neinum að vera vísiteraðir af mönnum í furðufötum og láta segja sér væmnar sögur um yfirnáttúrulega súpergeimgaldrakarla sem elska mann... óskiljanlegt með öllu :)
Auðvitað á alvöru fagfólk að sinna málum... ekki eitthvað úgga búgga gaul út í loftið þar sem þarf hvorki meira né minna en heilu hallirnar fyrir hvern gaulara, gaulara sem fylgja ekki sinu sinni uppáhalds bókinni sinni sjálfir, í skrilljón atriðum fara trúaðir einmitt algerlega á móti því sem bækurnar segja
Að það sé hægt að fara í skóla og læra að vera umboðsmaður einhverrar súperveru er hreint hlægilegt... að þeir séu á bakvöktum er bara sprenghlægilega fáránlegt ... IMHO sorry :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.