Leita í fréttum mbl.is

Maður verður að fá breik

Ég held að ég sé í langvinnu taugaáfalli.  Ekki bara ég heldur vel flestir samborgara minna.

Það sem hefur dunið yfir okkur í þessum mánuði er náttúrlega áfall sem sífellt verður þyngra og massífara með hverjum deginum sem líður.  Það bætir stöðugt í.

Samt er það þannig að maður tekur ekki raunveruleikann inn í einum skammti - eins gott, nógu er maður tættur samt.

Svo er það óvissan - hún bætir ekki úr skák.

Sífellt nýjar fréttir, einn segir eitt - annar hitt.

Þannig að nú snýst heilinn á mér í krullur og kruðerí, ég treysti engu sem sagt er enda hefur það sýnt sig vera lygi daginn eftir nú eða þá að forsendur hafa breyst rétt á meðan maður sefur í höfuðið á sér.

Flottur þessi fundur samt sem var í Iðnó í kvöld, þarna hefur verið kjaftfullt út úr dyrum.

Verða til grasrótarsamtök?

Ég held að fólk verði að beina orkunni í einhvern farveg, amk. er það þannig með mig.

Það er svo glatað að upplifa sig reka stjórnlaust áfram án þess að geta spyrnt við fæti.

Mér verður að finnast ég vera að gera eitthvað - annars enda ég í illa hannaðri treyju með lokuðum ermum.

Svo var þetta hroðalega slys á ungmennum í kvöld, ég fékk kökk í hálsinn, algjörlega komin með upp í kok.

Nú vona ég af öllu mínu hjarta að morgundagurinn verði góður, að við fáum fallegar fréttir.

Það er bara komið nóg í bili að minnsta kosti.

Algjörlega upp í kok.

Maður verður að fá breik.

Svo verður að fá utanaðkomandi aðila til að komast til botns í þessum málum öllum saman.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mikið skil ég þig vel.  Ég er miður mín.  Útgangspunkturinn er að fengnir verði utanaðkomandi aðilar, bæði í rannsókn og ráðgjöf.

Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Líf og dauði er á tungunnar valdi, heyrði ég einhvern tíman fyrir langa löngu.  Það er kannski kominn tími á að hætta þessu krepputali og reyna að tala eitthvað jákvætt inn í tilveruna. 

Róbert Tómasson, 27.10.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill Jenný

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 23:21

4 identicon

Þeir bera ábyrgð allir, hver á sinn hátt þetta fólk, Bretar - B og D , Björgólfur og allir hinir bankastjórakarlarnir og útrásarvíkingarnir og aðrar álika stofnanir, seðlabankinn, ríkisstjórnin, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, forsætisráðherra...allir eiga hlut í því að þetta fór svona. Það er ekki hægt að benda á einhvern einn með þetta. 

já, algerlega sammála -  það þarf utanaðkomandi aðila til að rannsaka þetta allt...ekki seinna en í gær. En hver á að skipa þá í vinnu og hver á að borga...hmmm - ætli þeir taki visa rað..??

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Jenný mín...þetta eru erfiðir tímar fyrir marga. Borgarafundurinn í Iðnó í kvöld var eins og ljós í myrkrinu og eins og Jóna Ingibjörg bloggar um...hrein þjóðargrúppuþerapía. Það var eitthvað svo gott að vera þarna með öllum hinum  og deila áhyggjum og reiði um ástandið og framtíðina.Það var mikil samkennd meðal fólks og margt mjög fróðlegt sem þarna kom fram. Alþingismenn voru þó nokkrir sem þarna mættu til að tala loksins við fólkið og reyna að svara spurningum..en veistu hvað vantaði á þennan sögulega fund??'

Ríkissjónvarpið...fjölmiðilinn sem við borgum öll til að flytja okkur hlutlausar fréttir. Hún var ærandi þögnin í þeim miðli nú í tí ufréttunum. Ef það er ekki frétt að það hafi verið troðið út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó í kvöld þá veit ég ekki hvað eru fréttir. 

En fyrir þá sem fylja fá fundarboð á næsta borgarafund og niðurstöðu fundarins í kvöld má senda mail á borgarafundur@gmail.com og fá upplýsingar sendar til baka. Hvet alla til að mæta næst. Manni bara líður betur að sjá og heyra að það er ekki allur vindur úr þessari þjóð. Hinn almenni íslendingur lætur ekki grafa sig lifandi...það veit ég þó..jafnvel þó hann sé þaggaður niður aftur og aftur. En það verður ekki mikið lengur!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 23:30

6 identicon

Bara passa eitt: Gleyma engu þegar kemur að kosningum.

 ALDREI AFTUR X-D

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:31

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Katrín, Kastljósið mætti í upphafi fundar, skil nú ekkert í því ef þeir hafa bara hlaupið í burtu. Kemur þetta ekki í fréttum á morgun? Hvenær lauk fundinum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En hræðilegt að heyra um þetta slys, segi eins og Jenný, maður fær kökk...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fundurinn byrjaði klukkan 20.00 og honum lauk rétt rúmlega 22.00.

Vonandi að það komi eitthvað í fréttum á morgun frá fundinum sjálfum..var farin út snemma til að fá örugglega sæti svo ég sá ekki kastljós. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 23:48

11 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Bara mæta á næsta fund Jenný mín, þá fer þér strax að líða betur.

María Kristjánsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:51

12 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Það er alltaf ráð að skella sér út á meðal fólks Jenný mín og kannski skella sér á einn AA fund, ótrúlegt hvað þeir fundir gera mikið kraftaverk og hjálpa fólki að díla við þá pressu sem er í gangi í dag og ekki skemmir að vera búin að vinna prógrammið því þá áttar maður sig á að þetta mun allt fara einhvern veginn og ég sjálf get lítið annað gert en að vinna í mér sjálfri með því að beina sjónum mínum annað eins og með því að hjálpa öðrum til dæmis.

Þá gleymir maður öllu sem slæmt er og fyllist nýjum krafti og nýrri von og fær kraft til að díla við amstur dagsins já það er yndislegt að vera með lausn í sínu lífi.

Gangi þér hjartanlega vel og ég er sammála þér slysið er alveg hræðilegt sem gerðist í kvöld.

Kreppa Alkadóttir., 28.10.2008 kl. 00:06

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gangi þér vel. Ég eins og aðrir fóru einmitt á fundinn í Iðní af því að mér leið einmitt svona. Nú er ég fullur af orku og langar til að hella mér út í að byggja upp það samfélag sem ég vil sjá hér á landi. Það er ljós í myrkrinu og tækifæri í kreppunni. Aðgerðir og samtaða er besta meðal við vanmætti og angist sem ég þekki.

Héðinn Björnsson, 28.10.2008 kl. 00:52

14 identicon

Jenny, er med hugmynd hvad tu getur gert:

1.  Haitta i sjalfsvorkunn tvi lifid er ekki klippt og skorid, svart og\eda hvitt.  Tu hefur tad fint og tad gagnast ter ekki ad grata elskan.

2.  Treysta tinum gudi og sleppa tokunum

3.  Hjalpa odrum: losnar vid tad ur hausnum a sjalfri ter og af skrifum tinum ad daima ta er tar ekki gaman ad vera

4. Fara fund

NB:  Ef tu ert of god til tess ad vinna i tessu her ad ofan ta tel eg best fyrir tig bara ad detta i tad sem allra fyrst og fa ter tina godu gomlu lausn:)

Gangi ter vel

Ragga (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:56

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir innlegg.  Nú er spurningin um að fylgja þessum borgarafundi vel eftir.  Kannski kemur eitthvað út úr þessu.

Ragnhildur (Ragga): Ég sé að fundirnir eru að gera úr þér hjartagóða manneskju eða hitt þó heldur.  Ég óska þér alls hins besta og bendi þér á að það er afskaplega heimskulegt að ráðleggja alkahólista að detta í það svo hann geti nú áttað sig á að eina leiðin er AA-leiðin.  Þar erum við ekki sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 08:11

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh hvað svona.."ég veit hvað þér er fyrir bestu vitleysingurinn þinn"...speki getur gert mig brjál. 

Eigðu góðan dag Jennsla mín...kannski við fáum okkur kaffitár síðar í dag?? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 08:44

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Koddu Katrín, alltaf heima á kaffivaktinni mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 09:05

18 Smámynd: Líney

knús

Líney, 28.10.2008 kl. 09:29

19 Smámynd: Laufey B Waage

Já ég er klárlega ekki eini íslendingurinn sem rambar á barmi þunglyndis þennan mánuðinn. Óvissa, óöryggi, kvíði og því um líkt liggur eins og mara á okkur öllum.

Laufey B Waage, 28.10.2008 kl. 09:34

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skrítið hvað þetta ástand  nær í skottið á manni þó ég hlaupi ákveðið undan. Hræðilegt slys í gær.

Hugur minn er þungur og hjartað eins og blý. (vonandi bara stutt)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.10.2008 kl. 09:42

21 Smámynd: Tína

Sendi þér alla mína orku krúslan mín. Ég ætla í það minnsta að halda í voninni um betri tíma. Meðan ég hef von...... þá anda ég.

Knús og kram í áttina til þín.

Tína, 28.10.2008 kl. 09:53

22 identicon

Meira að segja ég sem telst nú afar bjartsýn er farin að skjálfa...skil þig afar vel, þetta er nú ekkert smá fyrir okkur hérna og þeir sem gera lítið úr þessu eru bara eitthvað veruleikafirrtir, segi ég nú bara.

Hörmungarslys sem þetta er hjá þessum krökkum.

 Riiiiiiisaknús til þín kæra Jenný Anna

alva (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:14

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var verið að benda mér á einhver náttúrvitamín sem eiga að vinna gegn doðanum og drunganum   .. Arctit Root  má lesa um þær hér.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.10.2008 kl. 10:45

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að flestum líður illa á þessum tímum, sumum líður þó verr en öðrum, það er fólkið sem bankarnir eru að bera út úr húsum sínum þessa dagana, vegna skulda.  Það var víst bara prumt í viðskiptaráðherranum, að það ætti að ganga varlega að alþýðu landsins.  Eins og allt annað prump sem þetta lið hefur látið frá sér fara undanfarið.  Ekkert að marka orðin þeirra.  En ég vil fá þau burtu, öll sem eitt.  Fyrr verður enginn sátt um aðgerðir.  Meðan svikararnir sitja makráðugir og ætla sér að deila og drottna, í vanþökk okkar hinna, þá gerist ekki neitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:47

25 identicon

dáldið skrytið að heyra utrasargaurana kenna öllu öðru um en þeim sjalfum, EES samningnum, rikinu, seðlabankanum, fjarmalaeftirlitinu, svipað og innbrotþjofur sem er gomaður segi fyrir dómi, "en hey, afhverju stoppaði löggan mig ekki"?

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:27

26 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er mjög mikilvægt nú að vg-ráðherrann segi af sér og hennar hroðalega ákvörðun verði dregin til baka.
Farið verði á fullu í framkvæmdir á bakka&helguvík því engan tíma má missa.
Ríkisstjórnin verður svo að skoða það alvarlega að setja á nefnd til að fara yfir málin í heild sinni - fólk verður að vera rólegt, sýna stillingu því það getur tekið tíma fyrir svona nefnd að skila niðurstöðu.
Ekki er ástæða að svo komnu máli að víkja einum og neinum.

Undirriaður er stóriðju og náttúrusinni.

Óðinn Þórisson, 28.10.2008 kl. 16:10

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óðinn, Þórunn er í Samfylkingunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:30

28 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gréta, það kann að vera að hún sé skráð í sf en allt sem hún segir og gerir er samkvæmt stoppstefnuskrá vg - er skrýtið að margir tali um hana sem vg-ráðherra

Óðinn Þórisson, 28.10.2008 kl. 17:13

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem hún segir og gerir ber einfaldlega vott um heilbrigða skynsemi - nokkuð sem virðist skorta stórlega á hjá þeim hluta þjóðarinnar sem er tilbúinn að selja landið undan okkur, eins og komið er á daginn akkúrat þessa dagana - við hin komin í þá stöðu að vera tilneydd að samþykkja með kökk í hálsi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband