Fimmtudagur, 23. október 2008
..og nú kviknaði í lyklaborðinu
Reglulega hendast sjálfskipuð gáfumenni fram á ritvöllinn nú eða málvöllinn og opinbera skoðanir sínar á almenningi.
Fyrir sumum þessara manna er almenningur ógreinilegur massi, ómenntaður skríll sem ber að setja í bönd, múlbinda eða halda niðri með öðrum hætti.
Nú er það Tryggvi nokkur skólameistari sem lætur gamminn geysa gagnvart fjölmiðlamönnunum Sigmari Guðmundssyni og Agli Helgasyni.
Með framgöngu þessara tveggja manna (Agli þegar hann talaði við Jón Ásgeir, Sigmar í gær þegar hann talaði við Geir Haarde) er RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki.
Tryggvi Gíslason segir orðrétt í bréfi sínu til útvarpsstjóra:
."að RÚV hafa gengið í lið með dómstóli götunnar, standa fyrir skrílmenningu og kynda undir sleggjudómum og ofstæki."
Ergó: Þessir menn eru að taka upp siði sem við almenningur ástundum, væntanlega þegar við höfum skoðanir á mönnum og málefnum og látum þær í ljósi þegar okkur ber að halda kjafti og hlýða pent og hlusta á kjaftavaðalinn sem matreiddur er ofan í okkur af stjórnvöldum oft á tíðum.
Fjölmiðlamenn eiga að sýna okkur gott fordæmi og fara varlega að ráðamönnum og troða þeim ekki um tær vænti ég. Kannski að Tryggvi vilji taka upp þéringar á þessu fólki eins og gert var hér í eina tíð?
Annars ætla ég ekki að tíunda þessi bréf sem gengið hafa á milli Páls og gáfumannsins Tryggva, þau eru viðtengd fréttinni.
Mér fannst Sigmar vinna vinnuna sína í gær og gera það með ágætum.
Við skríllinn, andlitslausi massinn, ómenntuðu hálfvitarnir og dómstóll götunnar eigum nefnilega að borga reikninginn og okkur finnst, fjandinn hafi það við eiga fullan rétt á að gengið sé eftir sannleikanum í þessu ömurlega máli.
Kannski er tæknilega ógerlegt fyrir Ísland að verða gjaldþrota eins og maðurinn segir í bréfinu en fólk sem er að missa vinnuna, verða fyrir kjaraskerðingu, missa sparnaðinn sinn, jafnvel húsnæðið er bara slétt fjandans sama hvort við erum tæknilega gjaldþrota eða að nafninu til gjaldþrota.
Við sjáum fram á erfiða tíma hvort sem er.
Mikið rosalega (hér sleppti ég góðu blótsyrði) er ég þreytt á þessu liði sem tuðar og tautar og maldar í móinn í hvert skipti sem velta á við steinum.
Þegið þið einu sinni, já steinþegið bara.
Og áfram Sigmar, Helgi og Egill.
Svo biðst ég afsökunar á orðbragðinu en sem ótýndur skríll sem kann mig ekki finnst mér að ég verði að undirstika sterkar skoðanir mínar með ")/$&, það er einhvern veginn stemmari fyrir því þessa dagana.
Meiri aularnir.
Og nú kviknaði í lyklaborðinu. Jájá.
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jenný mín, vid "almúginn" verdum nú ad fara ad læra ad hlýda okkur virtari og gáfadri mønnum djøs vesen á øllu okkar pakki ad vera alltaf ad spyrja óthægilegra spurninga um hluti sem okkur koma nottlega ekkert vid
En ad øllu gamni slepptu, alveg hrottalega sammála thér og held ad thetta PAKK sem SKEIT i buxur og uppá bak ætti ad halda kjafti nema til ad gefa út yfirlýsingu um ad their AXLI ábyrgd á sinum gjørdum. Og thad mega stjórnmálamenn gera lika, ekki sidur fyrir ad leyfa svona hømlulaus og eftirlitslaus vidskipti hægri vinstri.
María Guðmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:35
Heyr, heyr, alveg eins og talað út frá mínu hjarta. Takk fyrir þetta.
Unnur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:42
Æi, hvernig er þetta aftur skríllinn sem ég er: shit, fuck, shit fuck, andsk, djö, helv, og svo videre!
Já ég er pakk! Ofurskutlupakk!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:43
Ég er nú bara búin að skammast mín að vera Íslendingur undanfarna daga, við kunnum ekki business, ekki alþjóðleg samskipti, ekki vandaða fréttamennsku og ekki að taka viðtöl við ráðamenn.
Ég fékk ekkert út úr þessum viðtölum Egils, Sigmars eða Helga Seljan þar sem að þeir sátu og skömmuðu þessa kalla sem fóru í baklás og maður fékk ekkert að heyra hvað þeir vildu segja manni.
Það er ekki von að Íslenskir ráðamenn vilji ekki tala við fjölmiðla þar sem það er ekkert nema GUL PRESSA Á ÍSLANDI, meir að segja ríkisrekna sjónvarpsstöðin er orðin að gulri pressu.
ÍSLENDINGAR kunna ekki að haga sér og eru algjörlega fatlaðir þegar kemur að samskiptum; fréttamanna, pólitíkusa, almennings og við önnur lönd. Við þurfum að fara taka hausin á okkur úr rassgatinu á hvort öðru og fara haga okkur eins og siðmenntuð þjóð.
Það hjálpar engum að skamma þessa kalla, þetta viðtal var aftökustæl vía Róm til forna þar sem menn söfnuðust saman í hringleikahúsum til að horfa á blóðið flæða og hausa fjúka. Ætli Jenný hefði ekki setið á fremsta bekk með þumalinn niðri.
Það verður gaman þegar við verðum búin að frysta eigur auðmanna og flengja þá í beinni útsendingu frá Austurvelli, þá getum við sagst vera jafn siðmenntuð og Simbabe eða Íran, við eigum ekki langt í land með það.
Bjöggi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:48
Já það er allveg rétt, burt með ríkisstjórnina og leggja alþingi og seðlabankann niður. Kannski að skipta algjörlega um ríkisstjórn og fá fólk sem verður nokkur ár að koma sér inn í það sem er að gerast, þá allavegana er óvissu eitt og við getum gert ráð fyrir því að okkur verði ekki hjálpað neitt.
Eða eigum við ekki bara að láta Ísland ganga upp í skuldina okkar við breta, það er kannski lang farsælasta lausnin.
Bjöggi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:56
Bjöggi: Ég sagði í annarri færslu hér að það hafi ekki komið mikið út úr þessu viðtali við GH. En það var reynt.
Þetta hefur ekkert með hefndarþorsta að gera málið er að ástandið er grafalvarlegt, spurningin er hversu alvarlegt og það vil ég fá að vita í stórum dráttum.
Takk fyrir innlegg stelpur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:59
Vér lýðurinn ber að halda kjafti, þjást og borga!
Himmalingur, 23.10.2008 kl. 18:19
Þér kunnið augljóslega ekki að skammast yðar, frú Jenný Anna.
Þér notið óviðurkvæmilegt orðbragð um virðulega heldri borgara sem er yður og fjölskyldu yðar til lítils sóma.
Þér ættuð heldur að þakka fyrir hefðarmenn eins og skólastjórann fyrrverandi sem er yfir yður hafinn og aukinheldur vel til þess fallinn að hafa vit fyrir yður og yðar líkum.
Þér ættuð að vera búnar að læra á langri ævi, frú Jenný Anna, að almúginn, þegnarnir, mega ekki brúka munn við sér æðri persónur sem að auki eru margfalt menntaðri en þér og yðar líkar.
Þér og annar ómenntaður lýður ættuð að loka þverrifum yðar eins snyrtilega og yður er unnt og láta yður betri borgara stjórna því sem stjórna þarf.
Þér opnið bara buddu yðar þegar yður er sagt - þegjandi og hljóðalaust.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:59
Eftir því sem ég best fékk séð á bréfi Tryggva hélt hann ekki uppi neinum vörnum fyrir Geir heldur um framgangsmáta fréttamannsins sem að mínum dómi var svona í Séð og heyrt stíl. Með órökstuddar fullyrðingar i spurningum sínu.
Held þetta viðtal hefði orðið allt öðruvísi og miklu meira fengist út úr ráðherranum ef þorskaður og reyndur fréttamaður hefði verið spyrill. Nefni Brodda Broddason sem dæmi um einn slíkan.
Sjálfur er ég arfavitlaus af reiði og vil fá svör en svona fara góðir fréttamenn ekki að.
Það þyrtfti að senda suma fréttamenn til náms hjá t.d. danska sjónvarpinu í 10 ár og þessa "dónalegu" í 20 ár til að mark sé á þeim takandi.
miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:11
Láruzína HarðsnúnaHanna sagði allt sem þegja þurfti við izz, úlpan yðar!
Steingrímur Helgason, 23.10.2008 kl. 19:19
Hverjum finnst taka því að æsa sig yfir skoðunum gamals skólastjóra fyrir norðan? Iss...
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:54
Já hvað viljum við upp á dekk lýður þessa lands, við eigum ekki að hafa neinar skoðanir, og alls ekki fara að velta við steinum og krefja þetta fyrirfólk um svör, þvílík ósvífni af oss.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2008 kl. 21:03
Jenný snilli...
Gulli litli, 23.10.2008 kl. 22:36
Friður sé með yður er gengin til náða
Brynja skordal, 23.10.2008 kl. 22:43
já það loga oft lyklaborðin þessa daganna. Íslendingar (skríllin óg lýðsskrumararnir) eru einfaldlega búnir að fá kjaftnóg af því að vera sagt að halda kjafti.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 22:49
Kæra Lára Hanna
Mér er svo skítsama hvað einhver eldri borgari að nafni Tryggvi er að fjasa. Hann er ekki einstæð móðir í basli sem þarf að láta enda ná saman í blússandi verðbólgu og horfast í augu við að þurfa að vera blóðmjólkuð vegna skattaálaga í framtíðinni til að borga það sem bankarnir skulda. Ég tel vanta opinberan tengilið fyrir okkur þjóðina sem getur sagt okkur hvað er að gerast og hvað það þýðir sem er að gerast. Ég gæti trúað að margir kjósendur séu ósáttir við takmarkað upplýsingaflæði í fréttum af gangi mála, rétt eins og við, þjóðin, værum börn, þ.e. stjórnvöld koma fram við okkur eins og börn: Verið bara róleg, kurteis og prúð, sinnið ykkar í rólegheitum, farið að hátta og verið góða í eina viku enn, kannski aðra, eða einhverja daga þar til viðbótar, börnin góð. Við "fullorðna fólkið" erum að leysa þetta og þegar við höfum leyst ykkar mál, þá látum við ykkur vita. Treystið okkur. Þið hafið ekki gott af að vita allt sem við fullorðna fólkið þurfum að ræða bak við tjöldin. Þetta eru skilaboðin til okkar kjósenda. Mér finnst framkoma af þessu tagi við fullorðið fólk sem kaus ríkisstjórnarflokka í nútíð og þátíð og veitti því vinnu við að sinna okkar hag, forkastanleg. Niðurlægjandi. Víst kemur okkur þetta við, það' sem er að gerast. Það skiptir okkur öll, því það erum við sem þurfum að blæða. Okkur kemur við hvað ákveðið verður um peninga okkar, atvinnuhorfur, dagsdaglegt líf okkar a la matarkarfan, afkomu okkar og hvað á að leggja á okkur til að borga brúsann. Almannatengslafulltrúi, opinber, hlutlaus, fyrir okkur þjóðina er nauðsynlegur tengiliður, þ.e. ef hann/hún yrði starfi sínu vaxinn og segði sannleikann og sýndi okkur þannig traust og virðingu er nauðsynlegur. Við erum fullorðin og ábyrg. Og það er allt í lagi að fjölmiðlamenn LOKSINS gerist aggressívir, þó fyrr hefði verið. Það hefur nóg verið tiplað á silkiskónum kringum stjórnvöld frá því leynifundurinn átti sér stað í byrjun október út af Glitni. Síðan þá hefur verið komið fram við þjóðina eins og hún sé óvitar sem hafa þarf vit fyrir. Og þessi Tryggvi getur bara horfst í augu við þessar staðreyndir.
Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.
Nína S (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:14
Nína S... Ætlaðirðu ekki að ávarpa Jennýju...?
En ég tek undir tillögu þína um að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. Árið 1983 gerði ég að tillögu minni að þeir sem eftir væru í honum yrði stoppaðir upp komandi kynslóðum til varnaðar.
Það var ekki farið að tillögu minni, merkilegt nokk. Enda er flokkurinn ennþá til þótt hann sé í andaslitrunum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:29
....þori ekki að segja það sem mig langar að segja.....það gæti misskilist......en er þér hjartanlega sammála
Sigrún Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:31
Er mikið sammála Nínu, eiginlega hverju orði...nema set spurningamerki við almannatengslafulltrúann. Jú, kannski mætti útfæra hugmyndina en mér finnst líka hvaða persónu sem ráðin er eða kosin til almannaþjónustu ekkert of gott að staldra við hjá fréttamönnum og svara kurteislega þegar spurt er fyrir okkar hönd. Stundum verður svarið, "því miður, get ekkert sagt núna", eða "ég veit það ekki ennþá, mun upplýsa það um leið og hægt er" (bla, bla...) en manni er þá a.m.k. sýnd lágmarkskurteisi. Eins og ætlast er til af okkur skilst mér.
Solveig (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:31
Hver er þessi "Tryggvi"...og mikið er hann illa "menntaður"!!??
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:45
Jú, Hanna, reyndar ætlaði ég að ávarpa Jennýju og þig, biðst afsökunar. Kæra Jenný, bloggið þitt og bloggið hennar Láru Hönnu eru þær bloggsíður sem mér finnst frábærar og mér finnst þið tvær frábærar manneskjur. Gaman að fylgjast með því að pólitískar athugasemdir ykkar verði æ afdráttarlausari, enda engin furða. Varðandi athugasemdir virtra embættismanna eins og aldinn skólameistara tek ég þær alltaf með fyrirvara. Það er bara himinn og haf milli t.d. dagsdaglegs streðs mín annars vegar og mjúklega, fjárhagslega örugga umgjörð manns í stöðu eins og Tryggva. Ég vil ekki lasta hann á neinn hátt. Hann er barn síns tíma. Óg ég er barn míns tíma. Og við vitum að í aðdraganda kreppunnar voru það einmitt fjölmiðlamenn sem urðu einir af mörgum að sofa á verðinum, vantaði oft einarðlegar spurningar og hálfgerða rannsóknarblaðamennsku. Og svo er hitt, ríkissjónvarpið þjónar fólki eins og mér, rétt eins og fólki eins og Tryggva. Svo einfalt er það. Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. P.S. ER búin að biðla til Ómars Ragnarssonar að verða rödd alþýðunnar í þessum darraðadansi, þ.e. miðlari upplýsinga frá gardínufundum til okkar hér í snjónum. Bestu kveðjur.
Nína S (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:56
Nína: Þú ert frábær og afhverju í ósköpunum bloggarðu ekki kona?
Takk öll fyrir innlegg.
Ég er reyndar í kasti yfir fyrsta innleginu þínu Lára Hanna.
Heyrði stelpur, þurfum við ekki að kaupa lambhúshettu og vettla fyrir laugardaginn. Ég er ekki til í að frjósa fyrir föðurlandið.
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 23:58
Ég tek reyndar undir það að mér fannst Sigmar grípa of oft fram í fyrir Geir og ekki leyfa honum að klára að svara, því hann var alls ekki með neinar málalengingar. Auk þess sem hann kom með fullyrðingar gagnstætt því sem viðmælandinn var nýbúinn að svara, eins og hann benti honum reyndar á. Þetta var ekkert stjörnuviðtal hjá Sigmari, síður en svo, hann kom ekki vel út úr því, ólíkt viðmælandanum.Hverja skoðun sem maður hefur á þeirri pólitík sem hann stendur fyrir.
Mér er nú orðið farið að þykja allmargir vilja nota ástandið til að slá sjálfa sig til riddara meðal reiðs almennings. Þar á ég við, auk þessa reiða fréttamanns, metnaðarfullan þingmann sem biður um lán í Noregi upp á sitt eindæmi og hótar byltingu ef skrifað verði undir kúgunarkjör við IMF (sem Geir hefur sagt að verði ekki gert), og annan fyrrverandi þingmann, ráðherra og sendiherra, sem notið hefur góðs af kerfinu en gengur nú í endurnýjun lífdaga með vandlætingu að vopni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.