Miðvikudagur, 22. október 2008
Hann gekk ekki út í járnum
Nei sko, Hreiðar Már er hættur hjá Kaupþingi.
Fór þaðan við hátíðlega athöfn hvar hann kvaddi starfsfólkið með handabandi og þakkaði fyrir sig.
Síðan yfirgaf hann bankann.
Tatarata...
Hann gekk ekki út í járnum.
Nú er að klára fleirihundruðfermetraferlíkið við Hreðavatn og tjilla fallega.
Lesið hann Jónas gott fólk hann fer á kostum þessa dagana.
En að mér..
Ég tók drastíska ákvörðun áðan.
Ég er hætt að drekka kók. Sko málið er að ég er orðin má háð helvítis svarta heimsvaldadrykknum.
Mér finnst nóg að vera háð sígós í kreppunni og vill því leggja mitt af mörkum til að koma Vífilfelli á kúpuna... DJÓK
Síðan ákvað ég að drekka kaffi í stað kóksins og gerast hipp og kúl.
Kaffi hefur alltaf verið drukkið af íslenskum almenning.
Þar sem ég er ákaflega meðvituð um það þessa dagana að ég er pjúra almenningur þá er ekki seinna vænna.
Ég man þegar amma mín hellti upp á "blessaðan sopann" með heimagerðum kaffipoka. Hún notaði Ó.Jhonson og Kaaber og drýgði með Exporti.
Ég ætla að vera alveg sá kall. Sko Exportkallinn.
Smá nostalgíumoli til að orna ykkur við.
Muniði eftir rauðköflóttu jóla mjólkurhyrnunum?
Ómægodd ég er farin í vegg.
Ég bið að heilsa Hreiðari Má og óska honum góðs gengis í nýju landi.. þorrí ég meina starfi.
Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hmm...Jónas: Neitið bara að borga, o.s.frv...heldur hann að öryrkjar lesi ekki blogg?......eða kunni ekki að kaupa sér farseðil...eins og hinir...
Bara sona smá móðguð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 17:01
Mig langar mest að gubba er ég les eitthvað um þessa miður klára fjármálasnillinga!
Himmalingur, 22.10.2008 kl. 17:35
Tek undir það
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 17:57
Það eina ,,góða" við ástandið er , að loks er blóðið farið að renna í æðum manna.
JAnis og við hin af 68 kynslóðinni erum bara tilbúin til að fá okkur bara í feita og tjilla við Black sabbath eða eitthvað svoleiðis mellow.
Miðbæjaríhaldið. til í að endurlifa pínu Glaumbæ og gefa skít í gróðapunga.
Bjarni Kjartansson, 22.10.2008 kl. 18:00
Kaffitár í staðin fyrir kók. Ekki slæm býtti Jenný mín. Jónas er alltaf góður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:31
Mér verður æ hlýrra til Miðbæjaríhaldsins... Þvílíkt krútt!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 19:10
Jónas er alltaf með mér í morgunkaffinu. For your info ég er algjör kókisti, ef það er ekki til þá koma rosaleg fráfallseinkenni svo ég legg ekki í það að hætta að sötra þennan eðaldrykk.
Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 19:53
Kaaber og export, taupoki og sjóðandi vatn úr katli, eða potti - jú líklega úr potti og þá notum við ausu til að hella vatninu uppá könnuna sem stendur á (ja ekki á hlóðum) - á hellunni. Þannig var það heima hjá mér ca. 1956.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 22:06
Kæru vinir í bloggsálinni. Ég bara verð að spyrja: Finnst engum nema mér neitt athugavert við það að nýráðinn bankastjóri Ný-Kaupþings skuli fá litlar 1950 þúsund krónur fyrir að sitja þar við völd? Er mann... og saa videre... ekki ríkisstarfsmaður? Hvaða ríkisstarfsmenn hafa svona laun? Ég vann hjá ríkinu í áraraðir og heyrði aldrei svona tölur. Og svona by the way, vinkonurnar hjá Lands og NýGlitni hafa ekki leyfi til að neita að svara til um launatölur: Þær eru f... ing ríkisstarfsmenn líka og trúnaður gildir EKKI um laun ríkisstarfsmanna. Það má nebbla lesa um þau í kjarasamningum, skiljiði!
En svona grínlaust, mér finnst í hæsta máta siðlaust að bankastjórinn sé "ráðinn án þess að gengið sé frá launatölu" eins og Þorfinnur Ómarsson reyndi að telja bláeygum Íslendingum trú um í gær og allir virðast bara ætla að kyngja, á sama tíma og fólk nagar á sér kjúkurnar upp á öxl af ótta við mánaðamótin sem bresta á, believe you me, alveg eins og jólin. Hvað er að Íslendingum? Ætlar enginn að mótmæla þessu? Er ekki í lagi með okkur? Yfir og út í reiðikasti sem stofnar blóðþrýstingnum í stórfellda hættu.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:11
Ég hallast að því að allir séu svo Guðs lifandi fegnir að hann skuli ekki fá 19.500.000 að Þeir þori ekki að segja neitt....
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 22:28
þetta fer versnandi.. ástandið. Ekki síst vegna þess að okkur er haldið í svartamyrkri.
Ég man ekki eftir jólafernunum. Enda bara fertug.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.