Þriðjudagur, 21. október 2008
Verum hávær, bálill og óþreytandi
Þessa dagana ligg ég yfir báðum fréttatímum og ég gleypi í mig allar upplýsingar (eða skort á þeim) af gangi mála.
Svo bíð ég eftir Íslandi í dag og Kastljósi. Ég vil fá að heyra fólk ræða um það sem er mögulega að gerast, hvað bíður okkar, hvað er það versta mögulega sem gæti dunið yfir eða það skársta sem við getum sloppið með?
Kemur ekki Ísland í dag með ladídadí prest og sálfræðing. Halló, það var prestur sem malaði eitthvað yfirborðsjukk í Kastljósi í síðustu viku er það ekki nóg?
Umfjöllunarefni dagsins var reiðin. Reiðin sem fólk er haldið þessa dagana, við verðum að beina henni í réttan farveg ef ekki á illa að fara. Blablabla.
Klisjur, klisjur, klisjur.
Ef ég er í kreppu þá fer ég til geðlæknis eða sálfræðings og borga fyrir það og vonast eftir príma þjónustu.
En að taka magasínþátt undir þetta kjaftæði pirrar mig óstjórnlega.
Sko, ég er bálreið þessa dagana, svo reið að það væri hægt að lýsa upp með mér heilan fokkings banka ef einhverjum dytti í hug að virkja geðslag mitt.
Ég VIL vera reið. Ég vil ekki heyra eitthvað malímalívæmívæm um að beina reiðinni út á sjó, til guðs ofan í kjallara eða að næstu kirkju.
Ég ætla að næra mína reiði bara svo það sé á hreinu og ég ætla líka að fullvissa mig um að hún haldi mér vakandi og gefi mér nennu til að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig.
Ég vil ekki hafa að einhver reyni að slá á hana. Þessi reiði er mér kær, ég næri hana og elska hana eins og börnin mín.
Tilfinningar eru eðlilegar. Vænti ég. Eða hvað?
Það er eðlilegt að vera glaður, hryggur, pirraður, lítill í sér og gargandi happí. Þá hlýtur reiðin að eiga sama tilverurétt er það ekki?
Hér stoppa ég til að ná andanum og lauga andlit mitt úr köldu vatni.
Þessi kona hérna fer því fram á að umræðan í magasínþáttum fjalli um það sem skiptir okkur mestu máli núna í augnablikinu.
EFNAHAGSÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI OG ALLAN ÞANN ANDSKOTANS BALLETT.
Svo getum við grenjað, kyrjað, legið á hnjánum og kastað steinum í krúttlegri fjandans fjörunni þegar allt er afstaðið.
Þangað til verum hávær, báill og óþreytandi!
Capíss?
Ég bist afsökunar á orðbragðinu er eitthvað æst svona. Jeræt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
"Hér stoppa ég til að ná andanum og lauga andlit mitt úr köldu vatni." Þú drepur mig!! Og ég sem er að undirbúa gaddavírsbyltingu með mömmusinnardúlludúski......
Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 21:23
Alveg svona æst ?
Jónína Dúadóttir, 21.10.2008 kl. 21:25
Róa sig kona.
Eða var það Hrönn Sig?
Æi þetta hrannast allt upp í einn graut hvort sem er.
Þröstur Unnar, 21.10.2008 kl. 21:26
Hehe já bara að vrkja reiðina.
Eyrún Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 21:29
Hittum bara familien og borðum saman og verum góð við börnin okkar og þá lagast allt saman barasta
M, 21.10.2008 kl. 21:29
já ég tek undir með þér og verum líka ÓÞOLANDI!
Vilborg Traustadóttir, 21.10.2008 kl. 21:37
Þvílíkur texti,flott skrif
Þessi kona er einhver lýrískasti penni sem að finnst hér á blogginu.
Meira svona og svo enn meira
Gunnar Þór Ólafsson, 21.10.2008 kl. 21:39
Ég er reið og ætla að halda áfram að vera reið, ég bloggaði líka um þetta "að beina reiðinni í réttan farveg" þarna á Stöð 2. Nú erum við Íslendingar loks að vakna, höfum sætt okkur við svo margt óréttlátt um langt árabil, t.d. bara verðtryggingu og háa vexti sem allt er að drepa. Við höfum þurft að vinna langan vinnudag eða vera jafnvel í tveimur vinnum til að ná endum saman og höfum kosið að hvíla okkur eða vera með börnunum okkar í stað þess að rísa upp. Frakkar hafa t.d. sýnt og sannað að samtakamáttur fólks í mótmælum getur breytt einhverju. Ef ákveðin matvara hækkar þá hættir fólk að kaupa hana. Vonandi fer eitthvað að gerast!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 21:45
Mér heyrist að ýmsir ætli að mæta á mótmælafundinn á Austurvelli næsta laugardag líka - mettir og fínir!
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 22:13
Það er rétti tíminn núna til að láta reiðina í ljós, ekki fela hana. Stjórnvöld hafa ekki lengur tök á ástandinu og bankar og aðrar fjármálastofnanri eru farnar að fara sínu framm sem fyrr með því að setja fyrir fólk afarkosti og ætlað í siðleysi sinu að hagnast á ástandinu. Hér hefur átt sér stað EFNAHAGSLEGT LANDRÁÐ OG ÞAÐ ER FULLT TILEFNI TIL AÐ REIÐAST OG STJÓRNVÖLD EIGA AÐ VERÐA ÁÞREIFANLEGA VÖR VIÐ ÞÁ REIÐI.
Kiddi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:08
Flott færsla að vanda.
Ég verð með, er öskureið og sorgmædd. Var sjálf að missa vinnuna mína sem mér var bara nokkuð kær
- og það vegna óráðsíu stjórnenda og annarra valdamanna.
Marta B Helgadóttir, 21.10.2008 kl. 23:20
Ég er reið vegna misbeitingar valds og auðs.
Ég er sorgmædd vegna glataðra tækifæra ungmenna.
Ég er hrædd því ég veit ekki hvað bíður okkar.
Við eigum rétt á þessum tilfinningum, við verðum að fá útrás fyrir þær en viljum ekkert bull um sættir, ekki strax. Ég fyrir mitt leyti afþakka algerlega aðkomu klerka að huggun. Kirkjan fær sína 5 milljarða á ári frá okkur enda eru klerkarnir það ríkistryggðasta af öllu.
Ég GARGA með þér og við mætum á laugardaginn og sýnum tilfinningar okkar í verki.
Kristjana Bjarnadóttir, 21.10.2008 kl. 23:24
Ég er svo reið að ég bíð með að tjá mig
Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:37
ég er að spökulera...franska aðferðin felur í sér húsdýraáburð...hér eru hvuttar, gott og vel. Get komið með ágætt framlag úr garðinum en væri ekki vit í að safna fleiri slíkum afurðum ?
ég er alveg að bilast yfir þessu rugli, engar fréttir engar fréttir...
Prestar eru ágætir en .........)
Farin áður en ég segi eitthvað óviðeigandi
Ragnheiður , 21.10.2008 kl. 23:47
Já, verum áfram öskureið og beinum svo saman reiðinni að öllu því sem gæti lagað stöðu okkar og barna okkar.
María Kristjánsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:52
Haltu áfram að vera öskureið.....og við öll.
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 00:14
Já, margir eru reiðir, skil það vel. En það læðist að mér grunur að einhverjir vilji feta í svokallað sorgarferli, því fyrir ekki löngu síðan var fjallað um það í einhverjum fjölmiðlanna. Þetta með reiðina. Ég hef á tilfinninguna að nú sé komið að einhverju sem einhver sagði; reiðiþrepið. Sorgarferlið er ekki tröppur. Ekki stig eins og kassar, þ.e. þú ferð ekki á fyrsta stig sem er afneitun og svo á hitt stigið sem er... o.s.frv. Ætlar þjóðin virkilega að halda áfram að hugsa í boxum og ferlum og stigum? Sorgarferli hefur engan afmarkaðan tíma, en það hafa stig í ferlum og það hafa kassar í réttri röð. Sorgarferlið er hringferli. Við getum verið á valdi einnar tilfinningar þessa stundina, daginn, árin, síðan á næstu og það þarf ekki endilega að vera röð. Við getum farið fram og til baka á hringnum. Í guðs bænum hættum að hugsa svona ferkantað. Hvað höfum við misst? Ástvin? Mér skilst að umræðan snúist um sorgarferli vegna peningamála þjóðarinnar. Svo, plííííssss, gerið það, þó ein manneskja tali um að hún sé á reiðistiginu gagnvart stöðu okkar þjóðarinnar, þá þýðir það ekki að öll þjóðin sé á sama stigi. Við erum einstaklingar og hver og einn upplifir sorg og missi á sinn hátt. Að tala um sorgarferli eins og staða þjóðarinnar er núna er eins og að einhver eða einhverjir gefi tóninn og svo fylgja alltof margir eftir eins og í Flautuleikaranum. Gerum greinarmun á sorgarferli sem felst í missi ástvinar og sorgarferli sem fylgir breyttri stöðu. Sjálf er ég á forvitnistiginu í ferli við viðbrögðum. Hvað skuldum við mikið? Hvað þurfum við stórt lán? Staðreyndir fyrst. Og þær berast seint og illa, það er eins og manni komi ekkert við hvað örfáar manneskjur eru að pukrast þetta bak við luktar dyr og móðga svo okkur kjósendur með engum svörum. Haldi þetta áfram svo sem viku í viðbót, er ég viss um að næsta ráðandi tilfinning hjá mér verði reiði, en ég set hana ekki í samband við sorgarferli. Því hvað vitum við núna á þessari stundu, þegar öll kurl eru ekki enn komin til grafar, hvað við höfum misst í raun og veru?
Nína S (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:36
Tek heilshugar undir, verum reið, og látum það berast að nú sé tími til að vera reið, beinum síðan reiðinni að því sem lagar stöðu okkar og barna okkar. - Stöndum saman og látum í okkur heyra. - Takk fyrir þessa hvatningu Jenný Anna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 00:40
Allir eru reiðir og enginn gerir neitt, nema kannski að tala. Samt held ég að hræðslan við það sem er í vændum sé reiðinni yfirsterkari hjá fólki í dag. Hræðslan við það að missa eignir og skort á nauðsynjavörum er að mínu mati stærsta málið í dag. Svo náttúrulega óvissan og fréttaleysið, það á að þegja kreppuna í hel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:14
ég verð að komast á Austurvöll Kl ????? á laugardaginn. Vera voða reið ég er alveg að fríka, klæða sig vel og taka mótmælanda uppí, ef ég verð ekki við rúmið.
Baráttukveðjur, eva
Eva Benjamínsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:39
Ójú, Jenný mín, við eigum rétt á því að vera reið og við eigum að vera það og við eigum að sýna það.
Ég ætla ekki að verja Kastljósmenn og -konur, enda finnst mér þau oft á tíðum ekki standa sína pligt, en gæti verið að þau séu að reyna að varpa öðruvísi ljósi á málin þessa dagana, á meðan allt snýst um svartnættið......??? Kannski að reyna að kastljósa einhverju öðru í bland við endalausar hlutabréfa- og bankafréttir? Erum við ekki öll að verða gráhærð af þessum fréttum hvort eð er.....???
Spyr ein sem er allavega að verða það......
Lilja G. Bolladóttir, 22.10.2008 kl. 01:40
Sammála. Er í Svíþjóð og kem í heimsókn til þín þegar ég kem heim og verð að sjálfsögðu REIÐ!
Knús
Edda Agnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 08:11
frábær pistill og við sjáumst á Austurvelli n.k laugardag klukkan 15.00 og sýnum þá að við meinum það sem við segjum....ÖLL!!!!
Jenný mín þú manst að borða vel áður..við þurfum þig til að lesa yfir hausamótunum á liðinu þarna í gráa steinhúsinu....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 08:27
Það er farið að sjóða á mér ég er orðin svo reið yfir þessu öllu og svo í morgun heyrist í fréttum að það sé búið að kæra Glitni fyrir fjárdratt og það engan smá sjárdrátt, hvert hefur þetta gráðuga fólk leitt þessa þjóð?? !!
Habbðu það gott í dag samt mín kæra frú Jenný!
alva (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:39
Ja hérna! Hitti ég þá ekki fyrir ofjarl minn í reiðilestri og illskuúrhelli
Baráttukveðjur,
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:14
Góðan daginn engin smá reiðilestur og á alveg rétt á sér. Þegar ég var komin inn í hálfan pistilinn var ég líka orðin reið, skilurðu svona meðvirk, þá hringdi síminn og ég var reið, ég var pirruð. Þannig áhrif hafði þessi pistill enda örugglega skrifaður í þeirri meiningu að hnippa aðeins í okkur. Samt... ég ákvað að verða ekki reið í dag, e.t.v. á morgun sjáum til.
Takk fyrir flottan pistil og haltu svona áfram.
Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:14
Allir með snefil af réttlætiskennd hljóta að fyllast reiði yfir því hvernig nú er komið fyrir íslensku þjóðinni.
Reiði getur vissulega verið slæm, þ.e. ef beitt ranglega (t.d. andlegt ofbeldi gagnvart hóp fólks, s.s. gagnvart öllum í bankastétt), eða ólöglega (t.d. barsmíðar, eyðilegging eigna). Og hún getur verið verst fyrir þann sem er haldinn reiðinni, þ.e. þeir sem byrgja lengi inni mikla reiði geta "brunnið upp að innan".
En reiði getur líka verið af hinu góðu, því hún getur komið af stað nauðsynlegum breytingum. Og með því að fá útrás fyrir reiðina, getur hún "runnið af manni" og tími fyrirgefningar og uppbyggingar tekið við. Við Íslendingar eigum að vera svona reið núna, annað væri bara óeðlilegt. Og við eigum að nýta okkur reiðina til að koma í gegn nauðsynlegum breytingum. Eina sem þurfum bara að passa er að beita reiði okkar ekki hvorki ranglega né ólöglega.
Því við verðum að nýta reiðina í þjóðfélaginu til uppbyggingar og framfara, ef við gerum það ekki, þá mun hún draga okkur niður og "brenna okkur upp".
ASE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:09
Frábærar hugleiðingar Jenný og er algerlega sammála. Þessi pistill styngur óneitanlega í stúf við pistil Kolbrúnar Berþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Reiðin verður að fá útrás og hún á að beinast að skaðvöldunum.
Finnur Bárðarson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:49
heyr, heyr.
Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 11:51
Takk öll fyrir ykkar fráæbæru innlegg.
Ég sé að það er engin ástæða til að örvænta, fólk er greinilega búið að fá nóg.
Finnur:Ég sá grein Kolbrúnar og ég ætla ekki að fara út í það sem mér finnst um það viðhorf sem hún heldur á lofti um "svona" fólk. Svona fólk er nefnilega almenningur í þessu landi.
Lilja: Ég var ekki að gagnrýna Kastljósið, mér finnst það hafa staðið sig frábærlega í að vera á púlsinum. Klippin þeirra eru líka brilljant en þeir hefðu mátt sleppa prestinum. Hehe.
Höldum áfram í heilbrigðri reiði.
Úje.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 12:49
Mér finnst ýmislegt við ástandið á Íslandi undarlegt.
Mér finnst undarlegt hvernig stjórnvöld komast upp með að veita almenningi ekki upplýsingar um hvað líður samningum við þá sem þeir eru að leita fyrirgreiðslu hjá. Sérstaklega í ljósi þess að þessi lán verða að líkindum borguð af börnum og barnabörnum fullorðins fólks í dag. Hvaða leynimakk er stöðugt í gangi og hversvegna þarf leynimakk að vera í gangi?
Mér finnst undarlegt að ljá því máls að ríkistjórnin skrifi undir skuldaviðurkenningu við Breta og Hollendinga fyrir hönd þjóðarinnar til að leysa úr gíslingu eignir (Kaupþingi) sem tilheyra núna þjóðinni með yfirtöku ríkisins á Landsbankanum.
Mér finnst undarlegt hvernig íslendingar bregðast við skotum og skít erlendra fjölmiðla, eins og þeir séu búnir að missa allt sem máli skiptir fyrir þjóðina.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 00:07
Eru Davíð og BB landráðamenn?
...og enn nánar HÉR
Georg P Sveinbjörnsson, 23.10.2008 kl. 21:47
Mitt sjónarhorn á málið: Á Íslandi er hvorki stríð né skömmtun.
Einhverra hluta vegna hefur enginn skrifað komment við þessa færslu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.