Leita í fréttum mbl.is

Lífshættulegur aulahrollur?

Kastljósið er minn uppáhaldsskemmtiþáttur þessa dagana.

Hver þarf Spaugstofu, Fló á skinni og aðra farsa þegar við fáum raunverulega skemmtiþætti með alvöru leikurum heim í stofu.

Ég hefði dáið úr hlátri í gærkvöldi ef ég hefði ekki verið með grátinn í hálsinum.

FARSINN

Hér fáum við í einum pakka, græðgina, montið, hrokann, kaupæðið, sjálfhælnina og yfirburðavissuna beint í æð.

Ó svo sárt.  Æi...

Og í síðustu viku....

Valgerður í pels, Davíð í hrifningarvímu og The Pres "on a mission from god".

Talandi um aulahroll, ætli hann geti orðið svo magnaður að hann drepi mann?

Hér er svo upprifjunin á íslensku útrásinni í síðustu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Jenný mín, það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari.  Og það á víst að vera gott að vera sterkari.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.10.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarf að hlusta á kastljósið í betri tölvu.  Má ekki missa af þessari matreiðslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir, missti af þessu í gær.  Nú gat ég loksins ælt....hef lengi verið með velgjuna í kokinu

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég trúði því að við værum forríkt land þótt ég fyndi það ekki endilega á eigin peningaveski. Trúði því líka að Danir efuðust um þetta allt saman af öfund einni eða neikvæðni út í Ísland, var ekki einhver danskur fjármálaspekingur (eða danskt blað) látinn biðja Kaupþing opinberlega afsökunar fyrr á þessu ári eða í fyrra? Vá, hvað allt hefur breyst á örfáum vikum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Je dúdda mía. Þessi samantekt sýnir hlutina í nýju... eða allavega bjartara ljósi. Smá naflaskoðun í gangi hérna... ekki þægileg

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæja! Komst loks í að horfa á Kastljósið.....

Leist vel á Þórhall þegar hann bauð mér að senda tilmæli eða fyrirspurn til ráðamanna og hann skyldi reyna að koma henni áleiðis!

Er að velta því fyrir mér að senda fyrirspurn um hvenær eigi að frysta fé íslenskra fjárglæframanna erlendis? 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 14:31

7 identicon

Skarpskyggna, greinda og grínfulla Jenný.

Tek undir orð þín og upplifanir, nú sem áður.  ÁFRAM VEGINN...... bloggsamfélagið væri snautlegra og áhugaminna, ef þín nyti ekki við.  Kveðja til þín og húsbandsins.

Ásdís Arnljótsdóttir http//:www.123.is/asa.disa/ (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:10

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Raining Hearts

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:25

9 identicon

SMILE !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:49

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hjákátlegt og tragíkómískt ástand.

En samt er það nú svo. Að hinn sanni auður þessa lands liggur í fólkinu, sem ber þetta samfélag uppi, það fólk sem lifir og hrærist hér, borgar neysluskatta og aðra skatta. Fólk sem bítur á jaxlinn og framkvæmir í stað þess að sýnast, og veit að peningar = vinna.

En það er gott að hafa svona góða grínara, og þeir eru ekki á neinum grínlaunum heldur

Einar Örn Einarsson, 21.10.2008 kl. 16:50

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta Jenný. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Fé er fryst á haustin Hrönn

og oftast eftir slátrun.

Þetta rímar.

Ég á frosið fé frá því í fyrra.

Hvar er ég?

Þröstur Unnar, 21.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.