Mánudagur, 20. október 2008
..og ég drakk
Á RÚV segja þeir frá því að óvirkir alkar séu að falla þessa dagana vegna kreppunnar.
Vogur fullur.
Vogur er alltaf fullur - af fólki á ég við svo ég sé ekki alveg hvar þessi breyting á að koma fram.
Reyndar var mér sagt í meðferð oftar en einu sinni að allar sveiflur bæði upp og niður séu okkur ölkum hættulegar.
Ég drakk;
af því það rigndi, af því sólin skein, af því ég var blönk, af því ég átti peninga, af því ég var í fríi, af því ég komst ekki í frí til að drekka til að geta haldið upp á að vera í fríi.
Ég var svöng og ég drakk.
Ég var södd og ég drakk.
Ég gat ekki sofið og ég drakk.
Ég svaf of mikið og ég drakk.
Ég var leið og ég drakk.
Ég var glöð og ég drakk.
Ég drakk þangað til að ég drakk ekki lengur.
Myndi einhver segja að ég hafi verið í þörf fyrir meðferð?
Hm....?
Kreppunni slær auðvitað alls staðar niður.
Sorglegt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Snúra | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er af fátæku kynslóðinni og hef ekki með nokkru móti efni á að verða alki.
Langar heldur ekkert að eiga pening og vera alki.
Held ég sé bara sátt við mig eins og ég er.
Knús á þig
Hulla Dan, 20.10.2008 kl. 19:20
Bíddu er þetta mitt blogg? Sé bara orð eins og áfengi og kreppa. Ég smita út frá mér eins og faraldur.
Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 19:22
Jenný: þú ferð á kostum þegar þú vilt það við hafa, góð færsla hjá þér .
Magnús Jónsson, 20.10.2008 kl. 19:54
Alkinn dettur ekki um stærstu þúfurnar heldur þær minnstu.Alkinn fer ekki að fala fyrr en allt er yfirstaðið og farið að rannsaka málið þá fer ýmislegt að koma upp og þá getur allt farið af stað og alkinn dettur íða
Guðjón H Finnbogason, 20.10.2008 kl. 19:57
Alltaf tilefni til að drekka, alveg þangað til að það er það ekki lengur
Ofurskutlukveðja,
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:46
Þetta er alveg frábærlega skrifað hjá þér, elsku Jenný, og auðvitað alveg eins og alkinn hugsar. Allt verður að góðri ástæðu til að drekka.
Og það er rétt hjá þér að Vogur er alltaf fullur og nokkurra mánaða biðlistar líka, þótt auðvitað hafi þeir alltaf einhver bráðapláss til taks. Ég vann þarna í ca 15 mánuði og ég man aldrei eftir því að rúm hafi staðið autt í húsinu þann tíma.
Vonandi stöndum við nú öll af okkur storminn samt, bæði óvirkir, virkir og aðrir.
Knús á þig
Lilja G. Bolladóttir, 20.10.2008 kl. 20:49
Jenný mín þú ert yndislegég er mikið fyrir knús svo að ég sendi þér hlýjan faðm af ást og hlýju
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:35
Drank till I was thirsty again, eins og Sheryl Kráka söng um árið.
Villi Asgeirsson, 20.10.2008 kl. 22:03
Skil þig!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 22:06
Stórt knússkemmtilega, duglega kona.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:32
Er það svona sem er talað í saumaklúbbum - knús - hjarta - knús á þig- faðmlag á þig kerling...? Guð hvað ég er heppinn að vera karlmaður, okkar saumaklúbbar eru að drekka bjór og horfa á fótbolta og FAÐMAST þegar það er skorað...
Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 22:37
Eureka!! þarna er komin ástæðan fyrir gegndarlausri drykkju hjá mér undanfarnar helgar. Og enn ein framundan. Heldurðu ekki barasta að karlinn sé að verða fimmtugur á laugardaginn.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2008 kl. 23:17
Ég trúi þinni upptalningu á ástæðum fyrir drykkjunni, en ég skil vel SÁÁ menn nýti hvert tækifæri, sem getur stutt þá í óskum eftir hærri fjárframlögum.......og kreppan getur vel verið ein af ástæðum aukinnar drykkju
Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:40
Þetta er snilldar játning hjá J.A.B., og segir allt sem segja þarf um hegðun alkans,
Þessi athugasemd hjá Sigrúnu er ekki alveg smekkleg og í bestafalli ósanngjörn
kv
Gunnar Þór Ólafsson, 20.10.2008 kl. 23:44
Gunnar Þór, ég var ekki að deila á SÁÁ....ég skil þá vel og styð þá. Þeir þurfa sífellt að berjast fyrir fjármagni... og í kreppunni mun frjálsum fjárframlögum fækka, þannig að róðurinn mun verða þeim erfiður.
Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:14
Ég hef fengið fólk, á barinn til mín sem kom í leigubíl frá Vogi og datt íða. Svo eru náttúrulega allir hinir sem halda bindindið og koma bara í kaffi til okkar. Þeir fá stuðning frá hinum viðskiptavinunum. Ég hef neitað að selja vín til fastakúnna sem kom beint af Vogi, sagði við hann ef þú ætlar að detta íða gerir þú það annarsstaðar Svo gef ég ekki fólki sem hætt er að reykja síkarettur Maður verður alltaf að reyna, að hjálpa fólki.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:09
Djö... er þetta flottur pistill. -
Held að þarna hafir þú akkúrat hitt naglann á höfuðið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:46
Flottur texti og innihaldið enn betra.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.10.2008 kl. 08:20
Takk öll fyrir innlegg.
Jóna: Hringdu í mig veisluboltinn þinn.
Kreppumaður: Ég er að skrifa fyrir þína hönd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 08:22
Mary Gauthier skrifaði og söng, I Drink:
He'd get home at 5:30, fix his drink
And sit down in his chair
Pick a fight with mama
Complain about us kids getting in his hair
At night he'd sit alone and smoke
I'd see his frown behind his lighter's flame
Now that same frown's in my mirror
I got my daddy's blood inside my veins
Fish swim
Birds fly
Daddies yell
Mamas cry
Old men
Sit and think
I drink
Chicken TV dinner
6 minutes on defrost, 3 on high
A beer to wash it down with
Then another, a little whiskey on the side
It's not so bad alone here
It don't bother me that every night's the same
I don't need another lover
Hanging 'round, trying to make me change
Fish swim
Birds fly
Lovers leave
By and by
Old men
Sit and think
I drink
I know what I am
But I don't give a damn
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 04:49
Sveinbjörn: Hrein snilld.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 07:03
já - og lagið má reyndar heyra á blogginu mínu. Það er gaman að sjá þig á ritflugi (á blogginu) Gangi þér vel.
http://possi.blog.is/blog/possi/Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.