Mánudagur, 20. október 2008
Tekin í görn og nananabúbú
Eftir daginn í dag ætti ég að fá húsmóðursverðlaun ársins þ.e. ef þau væru veitt.
Hvernig ætli svoleiðis verðlaunastytta væri í laginu? Silfursleif - gullpanna - áritaður pottur - eða bara úttekt í Bónus?
Ég gjörsamlega sló sjálfri mér við í dugnaði.
Ég fór í Krónuna, reif þar ofan í körfu eftir miða. Eyðslusemi minni er við brugðið.
Hillusvipurinn var skilinn eftir heima.
Ég þreif, ég bakaði og ég lýg því ekki ég fór í svuntu á meðan ég bjó til kökuna.
Ég hefði átt að vera minna yfirlýsingaglöð á árum áður þegar ég sór og sárt við lagði að ég myndi ekki baka köku þó líf mitt lægi við. Ég myndi aldrei fá kikk út úr því að dúlla mér í eldhúsi. Aldrei!
Þetta var spurning um að vera hipp og kúl í kvennahreyfingunni.
En svona étur maður stöðug ofan í sig.
En..
Rosalega er það í stíl við allt annað hér á þessu landi að maður skuli lesa um hvað stendur til að taka af lánum úr ýmsum áttum til að redda fjárhag landsins sem er í rúst eins og þið vitið eftir að gulldrengir þjóðarinnar tóku okkur í görnina og nananabúbúuðu á okkur jónana og gunnurnar.
Financial Times er að færa okkur fréttir af ástandi mála.
Í framhaldi af því þá langar mig að vita hvort það er ekki kriminellt að hafa komið þjóðinni á kaldan klaka, þ.e. heiti maður feðgar eitthvað og hafi átt banka?
Má bara gera svona og tjilla svo í útlöndum á meðan heimurinn er að garga sig hása yfir því hvað við erum ómerkileg þjóð?
Munið þið eftir manninum sem stal hangikjötslærinu í fyrra og fékk óskilorðsbundið fangelsi?
Ég meina er hægt að brenna upp svo miklum peningum að það séu ekki til refsilög yfir það?
Hvað ætli björtustu vonirnar hafi kostað okkur mörg hangikjötslæri síðan þeir rúlluðu yfir?
Svara plís, ég er eins og ómálga barn, ég veit ekki neitt.
En..
Vikuinnkaupin í Krónunni voru níuþúsundogeitthvað með afslætti.
Ég tók strimilinn Ibba mín.
Ég er neytafrömuður og fyrirmyndarborgari villingarnir ykkar.
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Svo er nett súrt að reddingin skuli eiga að vera lántaka...
Voru það ekki akkúrat himinháar lántökur sem fóru með útrásarpésana og bankana þeirra. Og við erum óforspurð gerð ábyrgðarmenn og það í annað skiptið...
Mig minnti að skjalafals væri sjálfvirk ávísun á fangelsisvist.
Þorsteinn Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 17:07
Auðvitað eigum við að heimta að þessir menn skili peningunum okkar heim aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:26
hvad annad!!!!!!! menn skulu taka ábyrgd! nákvæmlega,læsa greyid hangiketskarlinn inni medan alvøru glæponar valsa um í útløndum á sinum feitu hestum..
En thú ert megaflott Jenný en er ekki ad sjá thig fyrir mér med svuntu... thad bara gerir sig ekki fyrir mig....hverju sem thad nú veldur..
Hafdu gott kvøld og njóttu vikunnar
María Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:56
urg..ég verð sífellt meira pirruð....hangjikjötskallarnir og "himmarnir" fengu engan afslátt. Þessir fá 100 prósent off.
Ég þoli heldur ekki að þurfa að lesa erlenda miðla til að fá fréttir héðan...GARG
Ragnheiður , 20.10.2008 kl. 18:28
Ég veit ekki svarið Jenný en stenst ekki áskorunin að giska á kostnaðinn. Ef við þurfum að taka 700 milljarða króna að láni til að borga fyrir okkar björtustu vonir og ef við gefum okkur að hvert læri kosti 3.500 kr. - sem er svona eftir minni og ég er viss um að það var ekki á innkaupalistanum hjá þér í dag - ja þá eru þetta 200 milljón hangikjötslæri.
Það eru meira en 6.000 læri á hvert mannsbarn í landinu. Við værum miklu meira en áratug að borða það allt ef við einbeittum okkur að því og slepptum öllu öðru nema meðlæti og yrði örugglega ekki8 gott af því.
Og refsingin er þá líkleg til að verða 200.000.000 x óskilorðbundið fangelsi (sem er = 0), sem sagt = óskilorðbundið fangelsi og því enginn tími í grjótinu.
Þótt þetta sé í gríni sagt er ég því miður hræddur um að þetta reynist rétt og skilaboðin séu þessi: Ef þú ætlar að stela, steldu þá bara nógu miklu.
Ágúst Hjörtur , 20.10.2008 kl. 23:24
Mikið djö.... varstu dugleg í dag kona
Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:43
Já en maðurinn var líka að stela sér til matar og það er saknæmt samanber sauðaþjófnað hér á árum áður. -
En okkar gæjar voru að stela af einskærri græðgi og gróðafíkn, og það er dyggð. - Samanber "mikill vill meira", eins og húrrahrópin sem Davíð lét hrópa til heiðurs þessum gæjum afþví lófaklappið var allt of alþýðlegt hrós, ekki nógu voldugt, þegar hann verðlaunaði þá forðum fyrir dugnaðinn. - og við fengum að sjá það endursýnt í fréttum RUV í kvöld.
Svo er ég ansi hrædd um að þú fáir hvorki gull né nokkuð annað í verðlaun fyrir sparnað, - frekar að þú verðir úthrópuð fyrir að vilja leggja niður heila stétt "stórkaupmanna" með þessari nísku þinni í formi sparnaðartals.
Var ekki verið að hvetja fólk til að hamstra í nafni kreppunnar, burtséð frá því hvort þú hafir þörf fyrir vörurnar eða ekki.
Og hagsýn húsmóðir er, og verður alltaf bara kverúlant, sem engum lifandi manni dettur í hug að virða, hvað þá verðlauna. - Samanber hugsjón frjálshyggjunnar.
Svona hef ég allavega skilið stöðuna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.