Leita í fréttum mbl.is

Áfallajöfnun

Það er best að skella inn eins og einni fíflafærslu til að áfallajafna.

Ég er nefnilega viss um að það að dagurinn á ekki eftir að verða áfallalaus í pólitískum skilningi og þessi stöðuga óvissa, reiði, og depurð geta drepið heilan hest, hvað þá eymingja eins og moi.

Forstokkað viðhorf mitt í sígarettumálunum er nú orðið mest í nefinu á mér enda ég búin að minnka reykingar niður í nokkrar á dag (misnokkrar múha) og er að verða að löðurmannlegum broddborgara í nikótínhegðunarlegum skilningi.

Hvað um það.

Munið þið eftir myndinni "Leaving Las Vegas"?  Æi þessi um manninn sem ákveður að drekka sig yfir móðuna miklu og tekst það auðvitað?  Nicolas Cage lék aðalhlutverkið.

Sko þessi mynd virkaði á mig þannig að mig langaði ekki til að fá mér í glas lengi á eftir.  Best að taka þó fram að þetta var áður en ég fór að drekka mér til vansa og fjölskyldu minni til ama og sárra leiðinda. 

Ergó: Myndin virkaði vel á mig sem fyrirbyggjandi boðskapur. 

En hún virkaði ekki vel á kæran vin okkar hér á kærleiks sem þá var að reyna að halda sér edrú og gekk verkefnið brösuglega.

Hann sagði mér að þegar hann horfði á myndina hafi gripið hann þessi rosalega brennivínslöngun sem jókst og jókst í takt við dauðadrykkju söguhetjunnar.

Nú hafa Danir gert rannsókn sem sýnir fram á að tóbaksviðvaranir auki reykingar. 

Þetta er nefnilega málið.  Fíkillinn, alkinn eða nikótínistinn lýtur ekki sömu lögmálum og hófsemdarmaðurinn.

Ég hef nefnilega setið og reykt í nikótínfullnægingu á meðan ég les alveg kúl og kæld textana á pökkunum sem eiga að fæla mig frá stöffinu.

"Reykingar drepa". 

Ég alveg: okokok, eitt sinn skal hver deyja.

"Reykingar eru mjög ávanabindandi, byrjaðu ekki að reykja".

Ég alveg stundarhátt við sjálfa mig: Er líklegt að sá sem er ekki byrjaður að reykja liggi og lesi utan á sígarettupakka?  Fífl. 

"Þeir sem reykja deyja fyrir aldur fram"

Ég alveg: Só, ég er fimmtíuogsex ekkert unglamb og kem sterkari inn með hverjum deginum sem líður.  Hvað segirðu um það addna Þorgrímur Þráinsson reykingarstalker og leiðindapúki?

Fíklar finna alltaf réttlætingar.  Hroki og forstokkun er helsta vopnið.

Nú má ég ekki vera að þessu.

Farin út að reykja og á meðan ætla ég að lesa vandlega utan á sígópakkann mér til skemmtunar.

DJÓK


mbl.is Ýtir andróðurinn undir tóbaksfíkn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Kreppumaður

Best ég fari út að reykja.  Það er aðeins of snemmt að fá sér í glas.  Hér er ekki drukkið fyrir en í fyrstalagi um hádegið.  Sennilega vegna þess að ég er yfirleitt ekki vaknaður fyrr en þá...

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: M

Boð og bönn hafa oft þveröfug áhrif

M, 20.10.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe hér á mínum pakka stendur:  Kourení vázné skodí Vam i lidem ve Vasem okolí.  Sem þýðir örugglega eitthvað í þá áttina að reykingar eru slæmar fyrir heilsu og þú farir beint til helvítis. Mér hefur alltaf fundist þessi svart-hvíti miði vera lýtir á annars frábærri hönnun pakkans, sem sagt hefur aldrei höfðað til mín. 

Góðan daginn ætlaði ég líka að segja.   

Ía Jóhannsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:14

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bráðum koma myndir á pakkana. Þá fer manni að líða eins og í bíó. Ætli það verði íslenskur texti með myndunum?

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:16

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sá einu sinni á útlenskum sígarettupakka: Rygning dræper og hef passað mig vandlega á að vera ekki úti í rigningu. Þessir miðar hafa engin áhrif á staðfasta reykingamenn, tala af reynslu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 20.10.2008 kl. 11:16

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Reyktu bara eins og þú lifandi getur! Áður en ég hætti sló ég persónulegt met í reykingum yfir einn dag. Reykti algjörlega yfir mig og hafði ekki nokkra lyst á sígarettu í nokkra daga! Þegar löngun kom svo yfir mig aftur greip ég til gömlu góðu þrjózkunnar - sem ég er algjörlega overdózuð af.......

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:43

10 identicon

En jenný...........!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:44

11 identicon

 fuss þetta virkaði ekki á mig,en ilmur af nýreyktri manneskju nægir til að halda mér reyklausri.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:49

12 identicon

Fnykurinn af reykingarmanneskju, svo maður tali ekki um brennivínsstybbuna af rónanum.  Eða þá bjórstybban af ölþambaranum ... eða gatslitna útlitið á fíklinum ...

Já, nei takk ... þá vel ég heldur úldna punglyktina af sjálfum mér ... gratís víma.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:02

13 Smámynd: Rebekka

Ég prófaði að reykja aðeins, þegar ég var ung og vitlaus , bara smá fikt í partýjum og svoleiðis.  Ég byrjaði næstum því að reykja reglulega, en það sem fékk mig til að hætta við var að ég vildi ekki þjást af sífelldri andfýlu og skán á tungunni, og alls ekki fá reykingahrukkur í kringum munninn (þær finnst mér alveg gríðarlega kellingarlegar, fyrirgefið mér fordómana, þið dömur sem hafið svona hrukkur).  Miðarnir á pökkunum höfðu engin áhrif,  þeir eru bara nett lesefni meðan maður reykir

Rebekka, 20.10.2008 kl. 12:43

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Menn reykja af því þeir reykja og hætta svo af því þeir hætta. Pakkalesningin skemmir allt útlit og það er það eina sem hún gerir. Nautn er nautn og njóttu bara í botn þangað til þú hættir. Verst hvað þetta er mikill lúxus. Baráttukveðjur Jenný mín

Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:27

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:42

16 Smámynd: halkatla

Ég vissi ekki að þú reyktir Jenný - það er kúl sérstaklega ef þú stendur úti, har har... ;)

halkatla, 20.10.2008 kl. 14:05

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Karen: Skammastín.

Eva: Nákvæmlega svo einfalt er það.

RS; Rétt, nett lesefni sem maður getur dundað sér við á meðan maður betrekkir á sér lungun í rólegheitunum.

Bjarne: Njóttu þín í einsemdinni með punglyktina.  Er nokkur að slást um að fá að sitja í fanginu á þér?

Birna Dís: Skilðig.  Villtu fá mig og sígópakkann í heimsókn (fyrirbyggjandi aðgerðir sko)? Múhaha.

Hrönn: Þú ert eins og persóna úr Íslendingasögunum.  Alveg Njáll á Bergþórs eða hvað?  Þú ert með svo magnaða bresti. 

Gurrí: Vá það er eins gott að ég fái mér regnhlíf fyrir veturinn, ég vil lifa.

Lára Hanna: Við getum ekki hætt að reykja núna.  Við verðum að athuga hvort ógeðismyndirnar hafi ekki reykingahvetjandi áhrif á okkur. 

Ía: Koureni vasní?  Og þú ekki hætt? OMG

Kreppi: Alvöru alki (kem bráðum og næ í á Vog) lætur ekki klukkuna stoppa sig.  Hann drekkur alltaf, á öllum tímum.  Annars er hann beinlínis plebbi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 16:51

18 Smámynd: Kreppumaður

Ertu að hvetja mig til þess að byrja að drekka um leið og ég vakna kerling?

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 16:53

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kreppi: Jabb, ég er vond ég veit það.  En drífa þetta að svo þú getir farið í meðferð.

Það er nefnilega mikið fjör á slopp.  Hehem..

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 17:01

20 Smámynd: Kreppumaður

Var ég ekki búinn að segja þér að ég sendi fyrir nokkrum árum litla bróðir til að tékka á stemningunni á Vogi.  Hann sagði að hún hefði verið súr, ekki partý að okkar skapi og ég trúi honum alltaf, ófullum sem og edrú...

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 17:04

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ÞINN tími mun koma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 17:09

22 Smámynd: Kreppumaður

Ekki í dag.  Er farinn að elda kvöldmat og opna flösku af víni...

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 17:14

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... nei, Jenný! Ég er meira svona Eggert

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband