Leita í fréttum mbl.is

Hverju á að trúa?

Við Hljómsveitin vorum að tala um það áðan að okkur liði eins og við værum í lofttæmdum umbúðum eða ástandi.

Eins og við hefðum lent í náttúruhamförum sem ætlaði aldrei að linna.

Ég held að þessi óvissa, þessi endalausa bið sé að fara illa með alla. 

Við finnum ekki fyrir því hverja stund kannski en biðin, það sem er mögulega yfirvofandi heldur manni í heljargreipum.

Svo heyrum við svo margt.  Hverju á að trúa?

Það líður ekki sá klukkutími liggur við að hvíslað sé að manni nýjum "fréttum" um hvað sé í deiglunni, mis satt og rétt.  Þetta er prime-time samsæriskenningana.

NÚ LAS ÉG ÞETTA.

Mig svimaði, svei mér þá.

Ætlar þetta rugl engan enda að taka?


mbl.is Ráðherrar funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef satt er, þá eru þetta bestu fregnir sem ég hef heyrt í rúmt ár.

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það eru samsæriskenningar allstaðar, og Gróa á Leiti er grasserandi í þjóðfélaginu í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Kolgrima

Aumingja elsku besta Ísland.

Get ekki hugsað mér stjórnarslit og kosningabaráttu ofan á allt annað - en Geir og Ingibjörg gætu gert margt vitlausara en að taka VG inn. Okkur veitir svo sannarlega ekki af öllu því fólki sem er reiðubúið til að leggja fram krafta sína dag og nótt, er með fullu viti og hefur eitthvað fram að færa.

Sennilega er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn okkar eina von. En mér þykir pínulítið vænt um þá sem hika áður en þeir stökkva í fangið á honum. Ég fæ tár í augun við tilhugsunina eina saman.

Kolgrima, 20.10.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það var alla vega mjög stutt í ráðherrunum í sjónvarpsfréttum í kvöld þegar þeir skunduðu út úr ráðherrabústaðnum og nánast skelltu bílhurðum á fréttamennina.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir það sem Kolgríma segir í seinni partinum. Er ekki svo viss um fyrrihlutann - nema hvað það er afleitt ef kemur til stjórarslita núna, ofan í allt annað, þegar ríður á að taka ákvarðanir sem fyrst.

Ég varð æf þegar ég sá að Geir styður DO ennþá - segir það beint út. Maður hélt kannski að hann væri að pota honum út í rólegheitum, eins og hans er háttur, og eins og hann tregðaðist við að svara beint spurningum um þetta atriði.

Eins og ég sagði í blogginu mínu þá líst mér best á að ríkisstjórnin haldi áfram, NOTA BENE án allra afskipta eða íhlutunar seðlabankastjóra á bak við tjöldin. Svo/enda skilst manni reyndar að umsókn um IMF lán strandi á honum - sem er ekki einu sinni í ríkisstjórn - hvaða bull er þetta!

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 01:07

6 Smámynd: Kolgrima

Burtséð frá því hvað mér finnst um allt, Gréta, fæ ég ekki séð að stjórnarkreppa akkúrat núna bæti neitt. En það veit sá sem allt veit að oft hef ég orðið brjáluð, algerlega brjáluð, undanfarnar þrjár vikur!

En ég fæ hreina ógeðstilfinningu af tilhugsuninni um kosningabaráttu í þessu ástandi - ofan á allt annað. 

Kolgrima, 20.10.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er alls ekki góður tími fyrir kosningar - vonandi finnur fólkið einhverja lausn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 02:10

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var ekki Gulli stjörnuspákall búinn að spá stjórnarslitum í október? ..Líklegast veit hann meira en margur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 02:18

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, það er allt útlit fyrir það. Þá verður mynduð þjóðstjórn, það er að segja stjórn allra flokka. Við þessar aðstæður er ekki hægt að fara í kosningar.

Þjóðstjórn hefur einu sinni áður verið mynduð á Íslandi, það var árið 1939. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu.

Það er allt útlit fyrir að slík stjórn verði mynduð nú, eftir svip ráðherranna að dæma í kvöld þegar þeir skunduðu frá ráðherrabústaðnum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 03:26

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, eitthvað mistókst þessi tengill hjá mér, set þetta hér í staðinn:

Wikipedia: Þjóðstjórn

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 03:39

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér varð nú að orði í gærkveldi að það eina sem vantaði núna væri jarðskjálfti eða eldgos til að fullkomna krísuástandið hér á landi...og svo heyrði ég að það hefði orðið skjálfti í nótt uppá 4 komma eitthvað. Vonandi er að losna um spennuna og að það verði til pláss fyrir vit og visku hjá ráðamönnum. En ef þetta væru alvöru menn myndu þeir víkja sem fyrst væri það hagur þjóðarinnar sem væri númer eitt en því miður virðast önnur gildi ráða ferðinni. Valdið valdið og aftur valdið skal í haldið...sama hvað!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 07:29

13 Smámynd: Kreppumaður

Stjórnin sprungin, landið selt, jarðskjálftar undir jökli eða eitthvað...  Mér stendur á sama, við lifðum af Móðuharðindin og hljótum því að þrauka smá kreppu.

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 07:50

14 Smámynd: Tína

Læt mér nægja að senda kærleiksknús á þig tjelling. Því burtséð frá öllum vandamálum sem á okkur dynja, þá er eitt sem breytist ekki...... og það er að mér finnst þú frábær.

Knús á þig hrúgan mín.

Tína, 20.10.2008 kl. 09:29

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir þessa gefandi umræðu.  Þið eruð auðvitað frábær með öll ykkar vinkla og sjónarhorn.

Njótið dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.