Sunnudagur, 19. október 2008
Bölvað eineltiskjaftæðið
Einelti var ekki til sem orð þegar ég var í barnaskóla. Melaskóla nánar tiltekið.
Þetta orð er að verða eitt af þeim mest misnotuðu í íslenskri tungu og það versnar dag frá degi.
Hver spekingurinn af fætur öðrum bloggar nú eða skilur eftir komment við annarra manna blogg og ásakar þá sem komu saman á Austurvelli í gær um einelti gegn Davíð Oddssyni.
Ég hefði reyndar kosið að mótmælin hefðu beinst að jakkafatamafíunni allri enda lítill munur á kúk eða skít að mínu mati.
En ég neita því alfarið að kennitalan, eiginmaðurinn, faðirinn og Reykvíkingurinn Davíð Oddsson hafi verið lagður í einelti af okkur 28 sem þarna stóðum.
Seðlabankastjórinn og embættismaðurinn Davíð Oddsson má hins vegar taka pokann sinn vegna þess að hann er einn valdamesti maðurinn í havaríinu sem riðið hefur yfir okkur og ábyrgur eftir því og ágætt að byrja á honum, af skiljanlegum ástæðum.
Hér má sjá myndir af útifundinum "mannfáa" og smekklausu kommentin sem höfundur þeirrar bloggsíðu fær frá sumum lesendum sínum. Klikkið hér.
Og að eineltinu. Minn skilningur á orðinu er að það lýsi ofsóknum á hendur börnum og ungmennum. Punktur, búið, basta.
Eins og ég sagði þá var þetta orð ekki til þegar ég var barn þó einelti hafi svo sannarlega verið það.
Mér þætti vænt um að í hvert skipti sem fólk segir skoðun sína t.d. hér í bloggheimum, sem á ekki upp á pallborðið að spekingarnir (lesist fíflin) komi ekki og gargi einelti, einelti.
Ofsótt börn eiga skelfilega erfitt, ekki gengisfella alvarleika þess í upphrópunum um ofsóknir þar sem engar eru.
Þeir mega taka það til sín sem eiga það.
Bölvaðir asnarnir.
ARG
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Nákvæmlega, þessi orðnotkun er bara til að gengisfella orðið einelti. Er það að þurfa að taka afleiðingum gerða sinna einelti? Kjaftæði.
Hins vegar er ég auðvitað sammála því að það er ekkert bara hann sem þarf að taka pokann sinn, langt frá því.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:49
Einræðisherrum þeim sem steypt hafa verið úr stól í gegnum tíðina eru náttúrulega ekkert annað en fórnarlömb eineltis
Heiða B. Heiðars, 19.10.2008 kl. 11:05
Ætla að vera ógeðslega leiðinlegur í þetta sinn og vera þér algerlega og 100% sammála.
Jack Daniel's, 19.10.2008 kl. 11:05
Þar fórstu með það Jenný að einelti fullorðina sé ekki til það er oft á tíðum verra en einelti barna.
Hvort Davíð á að taka pokan sinn eða ekki er svo annað mál, mín skoðum er að svo sé en maður skiptir ekki um hest í miðri á þannig það þetta er bara ekki komið á borðið. Svo er hitt að það eru margir fleiri sem verða að fara má þar benda á til dæmis alla þá sem hafa setið á Alþingi síðan 1990 flesta fjölmiðlamenn og alla þá sem hafa verið að kenna viðskipta og hagfræði á undanförum árum. Enginn þessara aðila talaði nokkurníma hreint út heldur sló alltaf úr og í og sagði í raun ekkert enda vissu þeir sennilega ekkert í sinn haus fremur en venjulega. Af þessu leiðir að ef menn úthrópa Davíð til að gera hann einan að blórabögli þá er það einelti af verstu sort samkvæmt Olveus.
Einar Þór Strand, 19.10.2008 kl. 11:09
Einar Þór: Það heita ofsóknir þegar fullorðnir eiga í hlut, ekki einelti.
Jack: Þar kom að því. Híhí.
Heiða: Já ekkert annað en pjúra helvítis einelti á þessar elskur.
Hildigunnur: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 11:22
Einar.
Það er enginn að tala um að Davíð einn beri alla ábyrgð en á það verður að horfa og það er bara staðreynd, að hann er sá sem kom einkavæðingunni á í bankakerfinu sem leiddi til þeirrar útrásar og peningaprentunar sem engin innistæða var fyrir. Hann ber líka ábyrgð á því að eftirlitskerfi var ekki komið á í kjölfar einkavæðingarinar og hann skeit svo rækilega á sig í kastljósviðtalinu um daginn með bullinu í sér að Bretar tóku sig til og settu hryðjuverkalög á ísland.
Hann bítur síðan höfuðið af skömminni með því að ákveða sjálfur hvaða fyrirtæki fá gjaldeyri til að flytja inn vörur.
Nei þetta er sko ekkert einelti. Þetta krafa meirihluta fólks á íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr góði minn og kallast lýðræðisleg krafa fólksins í landinu og flokkast ekki sem neitt anskotans einelti.
Jack Daniel's, 19.10.2008 kl. 11:24
Ég álít ad Einar hafi rétt fyrir sér. Vuxenmobbning er thetta kallad á saensku. Og ef fólk leggur fraegt fólk eda adra í svidsljósinu í einelti svo ad theim stafi óthaegindi eda haetta af, er thad kallad "stalkning" og thad er nýbúid ad "kriminalisera" slíkt í Svíthjód. Agnetha í ABBA vard fyrir thessu svo og fjölskylda Everts Taube. Kona Kveikti í Sjösala heimili Taubefjölskyldunnar í Roslagen svo húsid brann til grunna.
Mín skodun er ad 500-1000 "stalkers" hafi verid samankomnir á Austurvelli í gaer og thad er tháttakendum til mikillar vansaemdar.
Ad menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson og Thorvaldur Gylfason ( ef satt er) flykki sér undir mótmaelaspjöld med texta eins og sjá mátti á mbl.is segir meira um persónu theirra en Davíds Oddssonar.
Thetta eru vidbrögd frumstaedustu hvata mannskepnunnar.
S.H. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:42
Stórt knús Jenný mín
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.10.2008 kl. 11:44
S.H. finnst þér semsagt að hann eigi bara að fá að sitja þarna áfram og enginn segi neitt?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 11:52
Hildigunnur:
Hins vegar er ég auðvitað sammála því að það er ekkert bara hann sem þarf að taka pokann sinn, langt frá því.
Thú ert bara búin ad svara thessu sjálf. Ad ekki krefjast thess af ödrum vid mótmaelaadgerdirnar " ad their taki pokann sinn"! er einelti.
En var thad ekki Lenin sem taladi um "nyttiga idioter" (nytsama bjána). èg hef mestu skömm á fólki sem "löper i flock"
S.H. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:49
Davíð og fleiri stjórnmálamenn njóta þess að baða sig í ljósi almennings, og njóta af því dágóðan túskilding fyrir að vera á tungubroddi fólks. Það er því ekkert einelti, þó kvartað sé yfir lélegri stjórnsýslu hans eða annarra. Ríkið og stjórnsýslumenn bera ábyrgð á gerðum sínum og einnig á því, að hafa ekkert gert þegar þeir vissu í hvað stefndi. Þeir eru í sínum stöðum til þess að aðhafast, og ekki til að horfa á.
Það er aftur á móti einelti, þegar venjulegt fólk sem ekki er í framboði og ekki stendur til að vera nokkurs staðar í slíku hlutverki, fær ekki frið fyrir skríl og eiturlyfja fíklum, sem halda að það sé sniðugt að eyðileggja líf annarra. Og þetta á jafnt við um, hvor um sé að ræða fullorðna, börn eða ungmenni, og hefur ekkert að gera með hvort þeir bloggi eða ekki.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:10
Af hverju ekki að mótamæla ríkistjórninni. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á Dabba. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu öllu. Virkjum reiðina í réttan farveg og mótmælum ríkisstjórninni.
Burt með þetta valdagráðuga fólk sem rígheldur í stólana sína. Hefur einhver pælt í því af hverju Íslendingar þiggja ekki alla þá hjálp sem þeir geta fengið frá Noregi? Gæti það kostað stólana þeirra?
Og svo bara verð ég að bæta þessu við vegna þess að ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með Samfylkinguna. Eru gömlu Kratarnir í Samfylkingunni að búa til mótmæli sem beina augum frá þeim sjálfum. piff, aulalegt. Af hverju var Samfylkingin ekki búin að gera eitthvað í málunum?
Emma (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:29
Þetta eineltisblaður er komið beint frá spunaverksmiðju Valhallar, eldað í áróðursmaskínunni þeirra, og hanterað af flónum, sem eru látin bera þetta út um allt. Þessi maskína hefur malað margt kornið, og á eftir að gera svo lengi sem til eru kjánar sem trúa öllu sem að þeim er rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.