Leita í fréttum mbl.is

Fórum, vorum, sögðum og gerðum

Þá er það komið á hreint.  Það voru hatursfullir erlendir seðlabankar sem urðu íslensku bönkunum að falli.  Sjúkkitt, ég vissi að þetta var ekki okkur að kenna.  Jeræt.

Margir hafa verið að setja spurningamerki við hausatalningu löggunnar á mótmælafundinum á Austurvelli í gær, ég þar á meðal.

Róleg, það skiptir í sjálfu sér engu höfuðmáli hvort við vorum fleiri eða færri, málið var að við fórum, vorum, sögðum og gerðum og það verður endurtekið um næstu helgi.

Sófadýr og aðrar rolur; haskið ykkur upp á afturendanum og takið þátt.

En.. eftir situr spurningin um fjölmiðlana.  Taka þeir svona upplýsingum frá löggu og gleypa hráar?

En í  nýja Sunnudagsmogganum er heilsíðuauglýsing um jólahlaðborð.

Ég alveg við sjálfa mig sitjandi ein í eldhúsinu alltof snemma að morgni dags: Jólahlaðborð???? Fer einhver á svoleiðis í ár? 

Kannski hefur ástandið gengið gjörsamlega frá þessari litlu neysluhyggju sem ég þó hafði, steindrepið hana alveg, en mér fannst algjört antiklæmax að hugsa til þess að fara í svona fyrirkomulög við ríkjandi aðstæður.

En svo má halda því fram líka að það er jafnvel meiri þörf á svona jippói núna þegar fólk þarf að hressa sig við.

Ég hef mínar leiðir til að gleðja sjálfa mig sumir hafa aðrar.  Gott mál.

Varðandi jólahlaðborð þá eru liðin ansi mörg ár síðan ég fór á slíkt.

Það síðasta sem ég heiðraði með nærveru minni var fyrir ríflega áratug og þá gubbaði maður sem sat á næsta borði við mig yfir samkomuna, þar á meðal mig, enda borðaði hann ekkert en drakk þeim mun meira.  Það voru ekki margir á þeim tíma sem voru spenntir í matnum.

Svo sá ég að Dorrit dúllurófa á hóp af lopapeysum.  Flottar sumar.  Ég hins vegar klæði mig ekki í fakírbretti og ligg ekki á þeim heldur.

Mikið djöfulli sem íslenska ullin stingur.

Dorrit fær því rós í hnappagatið fyrir hugrekki og úthald.  Hún segist reyndar klæðast einhverju innan undir ullinni en kommon - hvenær hefur það verið nóg?

Ullin stingur í fleiri lög en ég hef tölu á.  Meira að segja þeir sem reka sig í mann eiga það til að veina upp.

Ókei, já ég er að ýkja.  Heimurinn væri hundleiðinlegur ef maður fengi ekki að smyrja smá.

Ég er farin að borða morgunmat og kem að vörmu.

Já - þetta er hótun aularnir ykkar.InLove


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

OMG: Manstu eftir hel... ullarbolunum.

Var talið vitlaust? Veit ekki meir, ég er dreifari.

Rut Sumarliðadóttir, 19.10.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það var ástæða fyrir því að Auður Haralds lét Möggu móðu í Elíasarbókunum vera að prjóna úr gaddavír :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já smjörklípurnar alveg í fullum gangi hjá Sjöllum núna.  Þeir gera þetta þegar á þarf að halda, þá er staðan greind, og svo finna menn upp smjörklípur, sem settar eru í áróðusrmaskínuna og þaðan dælist svo út "sannleikurinn" eins og þeir vilja að hann líti út, þ.e. þeir eru góðu gæjarnir og svo eru hinir.  Þetta hafa Sjallar komist upp með í 17 ár eða meira.  Smjörklípan núna er; Dabbi lagður í einelti, vesalings han.  Og til vara, þetta vorum ekki við, heldur vondu bankarnir í útlöndum.  Ja svei, hver sá auli sem trúir þessari söguskoðun er kjáni.  Ég er alltaf að vona að menn sjái ljósið, og hvernig sannleikurinn er teygður og togaður, til að halda í völdin.  En alltaf er fólk jafn auðtrúa og fljótt að gleyma.  Ójá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Jenný mín - það er ekki annað hægt en að þykja vænt um þig:)

Birgitta Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Líney

Ég hef aldrei farið á jólahlaðborð  þrátt fyrir umtalað góðæri undanfarin ár og örugglega er svo um marga fleiri.

Það hafa bara ekki allir efni á  svona lúxus Já ég sagði  lúxus því hvað er þetta annað en það.

Sumir fara  mörgum sinnum á hverju ári,verði þeim það að góðu.

Líney, 19.10.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Fríða Eyland

Góðan dag keddling, ég hef fengið það staðfest að yfirlitsmyndin í imbanum hafi verið tekin þegar fólkið var enn að streyma að.

Kær kveðja

Fríða Eyland, 19.10.2008 kl. 10:54

7 identicon

Frábær lesning!

Sigurlaug (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: H G

Takk fyrir góð innlegg!  Ullarfóbían þín gæti þó stafað af of(ur)næmi. Mér dugðu 2 dagar hvert haust til að losna við kláðann undan ullarnærfötunum. Svo má ekki gleyma að hægt er að meðhöndla ull svo ekki klæji undan. Það veistu nú, svona spök kona

Annað. Ég mæti næsta sunnudag, og hef LANGA reynslu af talningaraðferðum bæði löggu og annarra sem gera vilja sem minnst úr mótmælaaðgerðum!

H G, 19.10.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.