Leita í fréttum mbl.is

Hamfarablogg

Ég var að horfa á fréttir.  Það er orðið áhættuþáttur í heilsufari fólks að leggja þann andskota á sig, dag eftir dag, kvölds og morgna.

Það er hættulegt andlegri heilsu manna að horfa upp á ráðaleysi, yfirklór og leikaraskap þann sem hafður er í frammi af ráðamönnum þjóðarinnar.

Það eru haldnir blaðamannafundir þar sem akkúrat ekkert kemur fram annað en að allt standi enn í stað í besta falli en að hlutirnir hafi versnað í versta falli.

Framhaldssagan með gjaldeyrisvandamálin er orðin næstum kómísk eða væri það ef það bitnaði ekki á sárasaklausu fólki.

Mér finnst vont að láta ljúga að mér.

En viti menn.  Í dag kom Össur, settur utanríkisráðherra, glaðbeittur af ríkisstjórnarfundi og hann hafði hluti að segja.  Ég öðlast endurnýjaða trú á mannkyninu þarna í augnablik.

Við myndum ekki fá Bretana til að verja okkur í desember.  Það myndi særa þjóðarstolt Íslendinga (sem er auðvitað helvíti rétt hjá karlinum).

Ég náði að hoppa hæð mína í fullum herklæðum (vopnuð svuntu með skúringafötu fulla af sápuvatni, í hönd) áður en það var drepið í gleði minni eins og vindli.

Dem, dem, dem.

Geir grautlini kom í hægðum sínum niður sömu tröppur og gerði að engu það sem Össur var að enda við að segja. Þetta má sjá á bandi í viðtengdri frétt.

Er einhver hissa þó fólk sé að fara í andlegt tjón hingað og þangað með þennan undirlægjuhátt?

Og Davíð situr enn í Seðlabankanum.  Voruð þið búin að taka eftir því?

Í dag sendu bresk yfirvöld frá sér bréf sem átti að skýra frystingu þeirra á eignum Landsbankans í Bretlandi eitthvað betur.

Viti menn í sama bréfi er það undirstrikað að hryðjuverkalögin sem skellt var á Ísland séu enn í fullu gildi.

Hryðjuverkamenn eru morðingjar og illmenni, þetta er ekki neitt máttleysis skammistykkar krakkar mínir, við skulum halda því til haga.   

Ætlum við að sætta okkur við að vera í samskiptum við land sem flokkar okkur með verstu illmennum nútímans?

Menn sem skirrast ekki við að drepa fjölda manns til að leggja áherslu á mál sitt?

Af hverju í fjandanum slítum við ekki stjórnmálasambandi við þessa þjóð?

Af hverju í fjandanum er enginn farinn að fjúka eftir þetta fjármálafárvirði sem hefur lamað þjóðina undanfarnar tvær vikur?

Af hverju eru eignir útrásarvíkinganna ekki frystar?

Hvað veldur þessum andskotan doða?

Enn ein helgin í óvissu er framundan.  Við vitum hvorki haus né sporð á einu né neinu.

Er það nema von að það sé farið að fjúka í mann.

Amma mín hefði kallað íslenska ráðamenn bölvaðar ekkisens geðluðrur væri hún hér.  En ég geri það fyrir hana alveg blákalt.

Á morgun munu vel flestir borgarar vænti ég mæta á Austurvöll til að kveðja fórnarlambshlutverkið, taka ábyrgð, krefjast breytinga.  Sjá hér.

Ég vil að minnsta kosti vona að nýir tímar séu að renna upp en það er auðvitað undir okkur sjálfum komið.

Gerum ekki þau skelfilegu mistök að sitja heima, tuða og tauta og láta svo yfir okkur ganga.

Hristum af okkur slyðruorðið.

Sjáumst í bænum á morgun.

Annars tek ég Lúkasinn á ykkur, égsverða.


mbl.is Vill ekki Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helvíti er þetta gott hjá þér, og sannleikur í hverju orði, tek undir þetta allt saman

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú meinar að húna hefði sagt geðluur?

auðvitað eigum við að slíta sambandi við fólk sem beitir á okkur lögum sem voru til þess gerð að að hemja morðingja. sú gjörð segir allt sem segja þarf um hugsunarhátt Gordons nebbabrúna og kóna hand.

Brjánn Guðjónsson, 17.10.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Benna

Er þér hjartanlega sammála, verðum að mæta öll og sýna að við lýðum þetta ekki lengur sem þjóð, þetta er okkar land líka ekki bara Geir og félaga.

Benna, 17.10.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Þetta eru aldeilis þrumu skrif, FLOTT.

Gunnar Þór Ólafsson, 17.10.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tek undir hverja einustu spurningu í þessari færslu...og stærsta spurningin er svo auðvitað.... hverjir munu mæta og mótmæla á morgun og hverjir ekki?? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skrifaði um þetta líka í dag - við stöndum saman og mætum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - þetta er áframhaldandi, sífellt og undarlegt aðgerðarleysi sem ekki hjálpar þeim sem berjast fyrir t.d. fyrirtækjum sínum, húsnæði eða öðru því sem á dynur.  Ísland þarf að öðlast áframhaldandi kredit hjá öðrum þjóðum og það gerist varla meðan það gerist ekki neitt.

Annars nenni ég ekki lengur að horfa á fréttirnar.  Þær eru of niðurdrepandi.  Segi bara eins og sonur minn stundum - býst við því vesta en vona það besta, án þess að hafa of miklar áhyggjur af því.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Kreppumaður

Þetta var krassandi og mikið er ég sammála þér kerling.  Ef ég væri ekki alltaf... þú veist, nefnum það ekki hér...  mundi ég kannski skrifa eitthvað svona eða beita mér fyrir því að fólk sýndi reiði sína í verki... þess í stað lufsaðist ég til þess að segja einhverstaðar að það ætti að tvöfalda launin til Davíðs vegna þess að það fylgir því svo mikið álag að setja þjóðir á hausinn...

Kreppumaður, 17.10.2008 kl. 21:50

9 identicon

Æi þetta er svo ömurlegt.Er að vinna á morgun við svo ég verð ekki með.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:07

10 identicon

Djöfull sem þú ert lang flottust.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:14

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Dúa - rangt. Lestu pistilinn minn, plís.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:57

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá hvað fólk getur verið ógeðslega falskt!
Með annarri hendinni rakkar það niður manneskju og ræðst að því sem hún er stoltust af og með hinni lofar það í hástert

Ég æli

Heiða B. Heiðars, 17.10.2008 kl. 23:00

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"Davíð er bara byrjunin, samnefnarinn, sá sem fyrstur þarf að víkja til að hægt sé að byrja að ná tökum á ástandinu. Það er vita gagnslaust að skipta um bankastjóra, forsætisráðherra, fjámálaráðherra, forstjóra Fjármálaeftirlits eða hvern sem er í stjórnkerfinu ef Davíð Oddsson situr áfram sem Seðlabankastjóri, deilir og drottnar úr hásæti sínu og kippir í hvern flokkspólitíska spottann á fætur öðrum. Hér er ekki verið að hengja bakara fyrir smið, síður en svo."

Og: "Heldur fólk virkilega að aðstandendur mótmælanna séu svo þröngsýnir að telka Davíð einn sekan þótt þeir geri sér grein fyrir hvar þarf að byrja hreingerninguna?"

Þetta er pointið, sótúspík.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:12

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk, takk, takk.  Frábær pistill.  Ég er á kvöldvakt, en reyni að mæta

Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:12

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Dúa; Nákvæmlega....ótrúlegt að manneskjan hafi ekki vit á því að sýna ekki smettið á sér hérna.

 En í sambandi við umræðuefnið. Ég er sammála Dúu... Þessi mótmæli virðast beinast gegn Davíði einum. Ég vildi óska þess að þau væru til að sýna álit sitt á stjórnvöldum  fyrir að hafa leyft þessu að gerast ....og fjármálaeftirlitinu

Heiða B. Heiðars, 17.10.2008 kl. 23:18

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kröftug færzla & fínar meiníngar, en ég 'pazza', enda álafozzúlpulaus.

Steingrímur Helgason, 17.10.2008 kl. 23:42

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleymdi að segja að þrátt fyrir það ætla ég að mæta... þó ekki væri nema til að leggja mitt af mörkum til að það verði fjölmennt. Verðum að sýna að við séum tilbúin til að læra að mótmæla vegna þess að mig grunar að við fáum nægar ástæður til þess á næstu misserum

Heiða B. Heiðars, 17.10.2008 kl. 23:50

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta við alþingishúsið á morgun klukkan 15.00 og í Laugardalinn kl. 17.00 ég vil sjá aðgerðir og kröftug mótmæli!  Ég vil líka að stjórnmálasambandi verði slitið við tjallana og algjört bann við því að þeir komi hingað til heræfinga, í desember.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2008 kl. 01:10

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Ísland úr NATO og það í gær, það held ég að myndi heldur betur hræða þessi hryðjuverkalönd eins og USA og UK. USA vildi ekki rétta okkur litla putta í lánsfjárkreppunni og Fretar smella á okkur einu stykki hryðjuverkalögum á smáríkið Ísland. Þetta myndi opna marga vænlega kosti fyrir okkur, við eigum (vonandi) vini í PFP (Partnership For Peace) en þau lönd eru þessi.

Armenia
Austria
Azerbaijan
Belarus
Bosnia and Herzegovina
Finland
Georgia
Republic of Ireland
Kazakhstan
Kyrgyzstan
Republic of Macedonia
Malta
Moldova
Montenegro
Russia
Serbia
Sweden
Switzerland
Tajikistan
Turkmenistan
Ukraine
Uzbekistan

Núna skulu stjórnvöld Freta og Bana að fara að óttast okkur og það mikið ! þessi lönd smánuðu þjóðina á ögurstund, hvað er Danir eða Svíar hefðu lent í þessu ? hefði Gordown Brown  beitt þessum lögum á þá ? nei það tel ég útilokað, Danir eða Svíar hefðu hraunað yfir hann strax og kært landið fyrir efnahagsárás á landið, en það rennur varla blóðið í honum Geir H. Haarde.

Gordon Brown réðist því á herlaust smáríki sem er í NATO og Fretar settu landið í mikla efnahagshættu til að vinna sér inn prik með því að ráðast á smáríki og Fretar eru stoltir af því, núna er mælirinn fullur, ég heimta úrsögn úr NATO, Fretar borgi hið minnsta 30 milljarða punda í skaðabætur og við göngum í  PFP (Partnership For Peace) Já svo eru meiri líkur á að vinna söngvakeppnina

Sævar Einarsson, 18.10.2008 kl. 05:12

20 Smámynd: Tína

ég er meira að spá í hvern Geir er svo hræddur við að styggja? Ég skil þetta ekki hjá manninum og afhverju hann er endalaust að smeygja sér undan erfiðum ákvörðunum.

Knús á þig krútta

Tína, 18.10.2008 kl. 08:56

21 identicon

Heyr, heyr!!

Heiða og Dúa!!  Davíð er hornsteinninn í þessu drulli öllu saman.  Fjarlægum hann og sjáum svo hvað verður eftir af HHG, BB og fleiri klíkubræðrum. 

 Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið stærsti flokkur landsins og sá sem hefur stjórnað lengst.  Það er algerlega ótækt að hafa hann gegnumrotinn af spillingu siðblindra öfgamanna. 

Klíkan í kringum Davíð hefur verið nefnd "Náhirðin" og það vita flestir hverja um er rætt í því samhengi.  Falli Davíð af stallinum leysist náhirðin upp eins og hver önnur skítalykt.  Þess vegna eru forsendur þessara mótmæla hárréttar.

Ekki þennan tepruskap!  Davíð er algjörlega nauðsynleg byrjun!!

marco (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 09:40

22 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mikid satt og rétt Jenný, vonandi verdur margmenni á mótmælunum 

María Guðmundsdóttir, 18.10.2008 kl. 10:35

23 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hef bara heyrt um skapluðrur, hún amma mín sagði það um fólk sem aldrei skipti skapi. Alger skapluðra og það þótti henni ekki fínt.

Tek annars undir með þér.

Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband