Föstudagur, 17. október 2008
Erum við aumingjar við Íslendingar?
Erum við aumingjar við Íslendingar?
Svei mér þá ef ég veit hvað ég á að halda eftir atburði undanfarnar vikur. Atburðina sem hafa valdið gífurlegu tjóni í lífi hins almenna borgara á Íslandi, gert okkur öll að ómerkingum um víða veröld svo ég bara tæpi á því helsta.
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu s.l. sumar áætlun um loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Bretar eiga að sinna þessari gæslu í desember n.k.
"Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði ekki komið inn á borð nefndarinnar. Hann átti ekki von á öðru en staðið yrði við samkomulagið enda lægi NATÓ-skuldbinding á bak við það."
Hvers lags þýlyndi er þetta eiginlega? Er samkomulag við NATO æðra en sjálfsmynd þjóðarinnar?
Halló, Bretar hafa sett á okkur hryðjuverkalög. Þeir hafa orðið valdir að óbætanlegum skaða og nú eiga þeir að sjá um að vernda Ísland?
Ef þetta er ekki að kyssa á vöndinn þá heiti ég Gordon Brown.
Ég vil ekki sjá að Bretar séu hér með nútíma alvæpni á landinu á meðan við erum í þeirra augum ótýndir hryðjuverkamenn.
Nú fer ég fram á að þessi samþykkt NATO verði endurskoðuð í ljósi breyttra aðstæðna.
En ég játa að ég hef litla sem enga trú á að það verði gert.
Af því að við erum með sjálfsmynd á við ræsisrottu þessa dagana og þá er ég að tala um stjórnvöld en ekki almenning.
URRRRRRRR
P.s. Þeir sem ekki sáu upprifjuninni á íslensku útrásinni í Kastljósi í gær geta séð það hér. Ég hef einmitt verið að bíða eftir svona klippi. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða garga úr hlátri. En þú? Kastljósklippið.
Bretar sjá um varnirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mér varð nú bara óglatt!! Ef þessi ofurlaun eru árángurstengd, ætti þá ekki þetta fólk að borga til baka núna?
Hrönn Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 08:40
Tek heilshugar undir með þér Jenný mín og líka Hrönn.
Eigðu góða helgi ljúfust og höldum fast í voninni og vissunni um betri tíð.
Tína, 17.10.2008 kl. 08:41
Hjartanlega sammála þér. Hvað er eiginlega að þessum stjórnmálamönnum okkar?
Marinó Már Marinósson, 17.10.2008 kl. 09:09
Hvernig eigum við að geta treyst Bretum fyrir öryggi okkar hryðjuverkamannanna á meðan þeir heyja stríð gegn hryðjuverkum í Írak?
Nú fer ég suður undir vegg að skæla!
En ef við fjölmennum ekki á Austurvelli á morgun eigum við ekki betra skilið! Nú er tækifæri fyrir venjulegt fólk að láta til sín taka! Flest mótmæli á Íslandi hafa verið hunsuð á þeirri forsendu að þátttakendur hafi ekki verið klæddir skv. nýjustu tísku.
Linda María (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:17
Frábær pistill Jenný mín. Ég er svo hjartanlega sammála.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:32
Verð bara ..... ég verð bara ............. Þeir sem halda að þeir eigi ekki sök að þessu eða nutu ekki góðs af góðviðrinu, eru haldnir óráði. Og kannski ekkert skrítið þar sem við nú verðum að fara huldu höfði út um allann heim.
Rekum fólk fyrir framhyggju og framför í landinu.... og þá sérstaklega skal reka Forsetann og frúnna fínu , (þau vinna fyrir okkur) eins og sést á samantekninni, var hann fremstur í fararbroddi. Af með hausinn fyrir að taka þátt í svona vitleysu. Bara réttlátt þar sem við ( littli maðurinn ) fengum ekki að taka þátt.
Ein setning stendur mér efst í huga, þegar við grátum : þeir eru að tala illa um okkur !!! GOTT Á OKKUR. Við gleyptum við þessu öllu og sögðum óspart.....við erum bestust í heimi.
Stöndum saman, lærum saman að hemja okkur í framtíðinni og hætta þessu heimsmælikvarða rugli og að halda að við getum unnið vald eða stöðu í umheiminum. Í dag eru Allir íslendingar með rjómaköku í andlitinu, ekki bara stjórnmálamenn.
EN skítt með bretann og alla sem vilja búllía okkur. Lærum að því að ekkert gott kemur af því að tala ílla um aðrar þjóðir og staðhæfa um fólk í þessum löndum. Okkur er mjög illa við þessa þróun sem er í gangi núna um okkur. Ljótu íslendingarnir að hrylla heiminn.
Höfum við breyst sem þjóð. Erum við hætt að vera þessa littla þjóð sem látum gott af okkur leiða ??? Ætlum við að hætta að láta heyra í okkur. Standa upp, dusta rykið og halda óhrædd áfram. Bara sleppa kokhreystinni, þá gengur okkur allt í haginn.
Fanney Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:36
Sammála Fanneyju.
Sleppum montinu. Verum góð.
Vonandi finnum við einhvern(ja alemennilega til að verða forseti næst. Ekki pólitíkus.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:43
einhvern/ja = einhvern, einhverja
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:44
Kastljósklippið var óborganlegt, betra en nokkurt Skaup!
Varðandi Bretana ættum við einfaldlega að kyrrsetja flugvélarnar þeirra þegar þær lenda á Keflavíkurflugvelli, þar sem vill svo til að við Íslendingar eigum nú gamla herstöð. Sendum svo hermennina heim á Saga Class en hirðum þoturnar upp í bætur fyrir stríðsglæpi Breta gegn okkur og nýtum þær til að verja sjálfstæði lands og þjóðar!
"Let's freeze their asse(t)s!" ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:25
aumingjar já, en líka fífl því tali maður eins og fífl og hagi sér eins og fífl, gerist maður slíkt.
Brjánn Guðjónsson, 17.10.2008 kl. 12:05
Hafðu ljúfa helgi jenný mín
Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 12:11
110% sammála - urrrrrrrrr..... humm, mér dettur ekkert annað í hug til að segja... jú ARRRRGHH!
halkatla, 17.10.2008 kl. 12:23
Já ekki er hún öll eins, vitleysan sem dynur á okkur þessa dagana. Það væri náttúrulega eftir öllu að hafa svo Breskar herflugvélar svífandi hér um loftin blá að vernda "terroristana".
Kastljósið frábært og löngu tímabært að þeir tækju Láru Hönnu sér til fyrirmyndar .
Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:32
Ég veit mig er að dreyma súrrealískan draum svo vakna ég í fyrramálið og það er enn sumar og engar áhyggjur hjá fjármálaspekúlöntum þjóðar og stjórnmálamenn enn að spóka sig á einkaþotum. ALLT eins og það á að vera....og ég verð svp fegin að þtta var bara draumur eða martröð sem allir héldu að vera veruleikinn..svo firrtur og klikkaður. Hjúkket!!
Eða hvað???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 13:04
Einhverníma talaði einhver um smjörklípu. Hún gengur útá það að beyna athygli fólks frá raunveruleikanum að einhverju öðru. Stjórnmálamönnum á íslandi hefur löngum tekist vel upp við þessa taktík. Hvernig skildi standa á því? Á það eitthvað skylt við fyrirsögnina þína?
Eftir að hafa lesis blogg í gær og í morgun (H. Hólmsteinn) er ég hissa. Ýmsir eru virkilega farnir að TRÚA því að ástandið á íslandi í dag sé BRETUM að kenna!
sigurvin (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:37
Sigurvin: Hvað mig varðar þarf ekki að hafa áhyggjur varðandi þetta. Ég held að það komi fram á blogginu mínu að ég er ágætlega áttuð á því að vandamálin eru helst hérna innanlands.
En þetta er angi af sama meiði. Það voru sett á okkur hryðjuverkalög, svoleiðis gerir maður ekki við bandlagsþjóð sína er það? Sem er herlaus og varla upp í nös á ketti.
Sé enga ástæðu til að bregðast ekki við því.
Hitt er svo annað mál að ég er dedd á móti hernaðarbandalögum.
Katrín: Ætli okkur sé að dreyma sama drauminn. Ésús.
Sigrún: Það er bráð nauðsynlegt að fá svona klippingar til að átta sig á stöðunni.
Auðvitað eru þeir að taka LH til fyrirmyndar, nema hvað.
Guðmundur: Vá þá fengjum við allan Natópakkann á hlaðið með alvæpni. ÓMÆÓMÆ
Annars hef ég ekki tíma til að svara hverjum og einum en ég þakka líflegar og skemmtilegar umræður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.