Leita í fréttum mbl.is

Eretta minn eða þinn sjóhattur?

 

Í mörg ár skráði ég númerið mitt ekki í símaskrá og já börnin mín stillt og prúð það var ástæða fyrir því og nei, ég ætla ekki að segja þá sögu hér og nú.

En nú er ég í nýju símaskránni og þar sem ég vildi koma sterk inn í nýja útgáfu skráði ég starfsheitið fjölmiðill við nafnið mitt.

Húsbandið gat skráð atvinnuheitið sendill við sitt hérna um árið þegar hann notaði símaskránna til að koma aftan að mér af því honum fannst ég alltaf vera að senda hann í snatt.  Ég knúsaði hann í klessu þegar hann gerði þetta, fannst hann meinfyndinn og stórskemmtilegur.

Ég vildi sem sé setja þetta flippaða starfsheiti við nafnið mitt og ekki út í bláinn heldur þar sem það eru þúsundir sem eru inni á síðunni minni í hverri viku.

Þessi skráning gekk ekki eftir og ekki heldur hjá heittelskaða sem vildi gera eitthvað nýtt og setti gítareigandi fyrir aftan nafnið sitt.

Enginn stemmari fyrir fíflagangi hjá Símanum af þessu að dæma.

Símaskráin dissaði okkur sum sé og við erum ekki með neitt viðhengi í skránni, bara berstrípuð nöfnin okkar.  Plebbalegt.

Ég gleymdi svo að láta setja rauðan ferning fyrir framan nafnið mitt og trúið mér ég er beitt andlegum ofsóknum frá hverju einasta líknarfélagi sem hér starfar og þau eru ekki fá.

Í kvöld hringdi síminn.  Kona sem kallaði mig vinan (ég hefði getað verið mamma hennar eftir röddinni að dæma) var ákveðin í að koma mér í aðdáendaklúbb tiltekins félags.

Ég: Nei, því miður, engin aukaútgjöld eins og sakir standa.

Hún á háa Céi: En þetta eru bara 1500 krónur tvisvar sinnum og þú hefur tvo mánuði til að greiða gíróseðilinn VINAN.

Ég brímandi brjáluð en afskaplega kurteis: Má ég biðja þig um að kalla mig ekki vinu þína og ég mun ekki styrkja þitt félag né nokkuð annað í bráð.  Ástandið í peningamálunum er þannig.  En ég þakka þér fyrir að hringja.

Hún ákveðin í að taka lokahnykkinn sem henni var kenndur í gær á sölutækninámskeiðinu: En þetta félag vinnur þarft starf í þágu sóandsó og spurning hvort það sé ekki hægt að leggja örlítið af mörkum VINAN, það er hægt að skipta þessu í fernt, skipir miklu fyrir fjandans sóandsó félagið.

Ég: Vinan, vinan, vinan, vinan, ég er hérna með afskaplega fallegt lag sem mig langar til að syngja fyrir þig.  Það hefur setið í kokinu á mér vinan í allan dag og er að trylla á mér hálsinn.

Hún: Ha, syngja, ha, af hverju, hvað?

Ég blíðlega: Jú ég vil syngja fyrir þig vinan af því að ég get það.

(Þið sem lesið bloggið mitt vitið að það hafa orðið stríð og milliríkjadeildur vegna raddar minnar.  Merkilegt hvað fólk verður pirrað þegar ég tek lagið.)

Og ég söng af öllum sálarkröftum í eyrað á þessari elsku:

 Er þetta minn eða þinn sjóhattur?  Er þetta minn eða þinn sjóhattur?

Ég söng þangað til hún lagði á.

Takk vinan.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Ólöf Anna

frusssssss!!!

nú ætla ég að láta taka rauðakrossin fyrir aftan mitt nafn bara til að geta notað þetta.

Það sem þér dettur í hug kona

Ólöf Anna , 16.10.2008 kl. 00:30

3 Smámynd: Líney

ómægod

Líney, 16.10.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Ragnheiður

Kem ekki á morgun. Bjarndýr þarf að nota bifreið móður sinnar

Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 00:41

5 identicon

Guðrún (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2008 kl. 01:08

7 identicon

Mín kæra

Þú ert FJÖLMIÐILL,ekki spurning. Þínar gáfur, kímni og "laxnessa" innsæi á nútímann er DÝRMÆTT. Takk fyrir að vera til.

Og húsbandið, SENDILLINN, þið eigið hvort annað barasta skilið :-)

ASE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.10.2008 kl. 01:42

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vera hörð við þetta lið. þú átt alveg að getað fengið þig skráða sem fjölmiðil, eins og gaurinn sem fékk sig skráðan sem brautryðjanda, þar eð hans starf var að ryðja snjó af flugbrautum.

Brjánn Guðjónsson, 16.10.2008 kl. 01:43

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 04:42

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 05:44

12 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 16.10.2008 kl. 06:21

13 Smámynd: Tína

Damn hvað ég hefði verið til í að vera fluga í símalínunni á meðan á þessu samtali stóð  Eini mínusinn er sá að skruðningarnir vegna hlátraskalla hefði orðið svo mikill að hún hefði misst að miklu leyti af frábærum sönghæfileikum þínum darling.

Eigðu það gott í dag og knús í ræmur

Tína, 16.10.2008 kl. 06:31

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

HAHAHAHAHAHAHAAA

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:55

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 16.10.2008 kl. 08:19

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 lovjú tú píses sko  hahahahaha..

María Guðmundsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:34

17 Smámynd: Hulla Dan

 Þannig að núna eiga sennilega margir eftir að hringja í þig og kalla þig vinuna sína, bara til að heyra þig syngja um sjóhattinn, og númerið þitt í skránni og alles

Þú ert yndi

Hulla Dan, 16.10.2008 kl. 08:56

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tekur væntanlega undir þetta?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:29

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh shit! Og ég sem hélt að ég væri uppátækjasöm!!!! GARG hvað þetta er fyndið

Heiða B. Heiðars, 16.10.2008 kl. 11:20

20 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 16.10.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband