Miðvikudagur, 15. október 2008
Hingað og ekki lengra!
"Fjármagn sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) getur mögulega lánað Íslendingum er ekki talið nægja til að fullnægja fjármagnsþörf Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Því er talið að IMF muni t.d. ekki leggjast gegn því að Ísland taki lán í Rússlandi."
Ég veit ekki með ykkur en stærð vandamálsins er að ná nýjum hæðum, eða kannski er ég að taka þetta inn af fullum þunga þessa dagana.
Sukkgreifarnir eru búnir að koma málum þannig fyrir að við íslenskur almenningur sitjum uppi með fjármagnsþörf í upphæðum sem eru svo stjarnfræðilega háar að við getum ekki meðtekið tölurnar nema upp að ákveðnu marki.
Hvernig gat þetta farið svona? Ég og allir sem ég þekki spyrja sig stöðugt þessarar spurningar.
Látum okkur sjá, í allt vor og sumar var ríkisstjórnin á fjölmiðlaflótta og svaraði engu, nema með skætingi og útúrsnúningum í besta falli. Þeir höfðu greinilega ákveðið að gera ekkert, segja ekkert. Fólk sem gekk á eftir svörum eins og Sindri Sindrason hjá Markaðnum á Stöð 2 var kallaður dóni fyrir bragðið.
Nú vitum við að skýrslu sem Willam Buiter, prófessor í London School of Economics, var fenginn ásamt samstarfskonu sinni til að gera um orsakir efnahagsvanda Íslands og íslensku bankanna gerði grein fyrir alvarleika ástandsins. Þau skiluðu skýrslunni af sér í lok apríl og kynntu lítillega uppfærða útgáfu á fundi hér á Íslandi 11. júlí.
Skýrslunni var haldið leyndri því hún var of viðkvæm fyrir markaðinn. Náið þið alvarleikanum í málinu?
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að það hefur verið vitað um komandi hrun bankanna um fleiri mánaða skeið og ekkert verið aðhafst.
Mér kæmi ekki á óvart að á þessum tímapunkti hafi greifarnir hafið útflutning á fjármunum til staða þar sem erfitt er fyrir ríkið að koma höndum yfir þá.
Ég finn ekki til samkenndar með íslenskum stjórnvöldum sem hafa flotið sofandi að feigðarósi, né heldur hef ég samúð með flottræflunum.
Ég er hins vegar hvítglóandi af bræði.
Ætlar ríkisstjórnin, stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitið bara að tjilla áfram í djobbinu eins og ekkert hafi gerst? Að það hafi orðið smá dómgreindarskortur sem sé vart til að gera veður út af og halda síðan áfram með "buisness as usual"?
Nú stendur það upp á okkur almenning í þessu landi sem hefur verið dreginn inn í þessar hörmungar algjörlega að ósekju, að setja niður fót. Hingað og ekki lengra! Nú er komið nóg.
Þeir sem þykjast yfir það hafnir að vilja draga menn til ábyrgðar geta þá svifið yfir rústunum í greddulausu algleymisástandi háheilagleikans, sama er mér.
Ég vil uppgjör og ég vil nýja tíma, nýja siði og nýjar áherslur á Íslandi. Að þessu sinni vil ég græðgina og óheiðarleikann, bræðrabandalagið og allar hinar valdaklíkurnar út úr myndinni.
Heyriði það?
(Ég hef stuðst við upplýsingar frá Láru Hönnuvarðandi skýrslu Buiter).
Hér er færsla Egils Helga um skýrsluna.
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Flaming hot Girl!!!!!
Nú sýður á minni.
Flott að sjá, að konur vilja ekkert Nirvana bull um ekkert.
Umræðustjórnmál, ha hvað??
Ég er einn þeirra, sem reyndi að benda á, að ef þeir sem hafa af því óeðlilegan hag, að ráða yfir stærstum hluta fjölmiðlunar, eða nægjanlega stórum, að geta gert þá púkó og leiðinlega með táfýlu, sem töluðu gegn óábyrgri áhættustarfsemi.
Ég uppskar ekkert gott með því, það get ég nú sagt þér mín kæra.
Leið eins og þeim hlýtur að hafa liðið sem ekki komust á ,,góðu staðina" í Glaumnum í denn.
Heilu flokkarnir fóru í vörn fyrir þotuliðið og forseti lýðveldisins var í snatti fyrir elítuna.
Landsbankamenn fóru þó á fund menna með skýrsluna.
Á sama tíma var verið að sameina Sparisjóði í einn ,,sterkan" sem gat greitt ,,eigendum sínum" út 13, eitthvað milljarða í ,,ARÐ" FYRIRFRAM fyrir árið 2008 skv, Silfri Egils (blogginu).
Hvað gerði Viðskiptaráðherra þá???????????
EKKERT nákvæmlega ekki fokkings shit!!!!!!!!!!!!!!
Miðbæjaríhaldið
Óttast um hag barna sinna og barnabarna.
Bjarni Kjartansson, 15.10.2008 kl. 09:47
Allt þetta ástand er þyngra en tárum taki - og sárast að sjá að við þessu öllu hefur verið varað með marktækum hætti. Stjórnvöld hafa gert sig sek um "vítavert gáleysi" eins og einhver orðaði það. Orð að sönnu.
Takk fyrir þessa og síðustu færslu Jenný Anna - leiftrandi góðar báðar tvær.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.10.2008 kl. 09:50
Ísland er „CARRY trade“ land. Það lá ekkert annað fyrir en að svona færi. sjá hér
Ég er grenjandi af reiði í dag. Æði um eins og ljón í búri. Það þarf að gera eitthvað og það þarf að gera það núna! Ég hef ekki hugmynd um hvað á að gera og held að kallarnir í brúnni viti ekki neitt í sinn gráðuga haus heldur.
Ég held að við öll viljum Nýtt Ísland. Gamla settið verður að fara frá.
Emma (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:53
Takk fyrir frábæra færslu Jenný. Ég vara hins vegar við því að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (sjá blogg mitt hér), því þá fer fyrst allt til andskotans, fjölskyldusilfrið verður selt á útsölu og þeir einu sem græða verða skákaupmennirnir sem bera ábyrgð á ósköpunum. IMF, nei takk.
Guðmundur Auðunsson, 15.10.2008 kl. 10:46
Ég tek undir reiðina og ég er svo ósammála þeim sem segja að við eigum ekki að vera reið og það sé bara sóun á orku.....réttlát reiði er það sem er eðlilegast í heimi í þessum aðstæðum og við eigum að beisla þessa reiði á átt að aðgerðum, ekki að bæla hana niður í aðgerðaleysi! Það er bara svo einfalt!! Það er komin tími til að íslenska þjóðin taki sig saman í andlitinu og rísi einu sinni upp. Ég er fjúkandi og ég heyri það sama á svo mörgum í kringum mig!
Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 10:50
Góð að vanda! Held að ég láti þig og Láru bara sjá um að blogga um kreppuhelvítið.... segið allt sem segja þarf og ég er komin með upp í háls!
Heiða B. Heiðars, 15.10.2008 kl. 11:52
Enn og aftur Jenný eins og talað út úr mínu hjarta.
Til viðbótar er vitnað í DO í Fréttablaðinu í morgun þar sem segir að enginn hafi nefnt það við hann að segja af sér!!!! Hann kom af fjöllum!! Þarf að segja meira?
Rut Sumarliðadóttir, 15.10.2008 kl. 12:41
nákvæmlega! held thad vanti soldid meiri reidi i almenning og ákvedni ad krefjast ad menn taki ÁBYRGD !! verd ad segja ad endalausar færslur á fréttamidlum sem og bloggum um ad nú skulum vid bara øll knúsast og vera gód vid hvort annad soldid hrollvekjandi, hvar er reidi fólks yfir thessum atburdum øllum???? gott og blessad ad knúsa og vera vinir, en muna thá ad knúsa RÉTTA adila.. vissir adilar á islandi eiga ekkert annad skilid en stórt og fast spark i rassgatid hvad thurfa sumir menn ad gera til ad vera reknir?? eda settir af??
frábær pistill Jenný enn og aftur
María Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:56
Sæl Jenný.
Já að ná nýjum hæðum,ætli við verðum ekki komin í Heiðhvolfið áður en við vitum af.
Stjarnfræðilega óskiljanlegt,það er rétta orðið og það er á þessum tímapunkti á næstu dögum sem að dæmið liggur nokkurn vegin fyrir. Ég þakka þér fyrir þessa grein. Hún segir okkur margt.
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:02
Jenný þú skuldar 15þúsund milljarða og 800 milljónir....gjörðu svo vel að borga.
Hér þarf algerlega nýtt fólk
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 13:29
Nýjustu tölur um skuldir okkar sem ég hef heyrt eru 4.000.000.000.000kr. og fer líklega hækkandi. Hólmdís talar um 15.000.000.000.000kr. Þetta er 13-50 milljónir Á HVERN ÍSLENDING sem við skuldum!
Það má vel vera rétt að reiði bæti ekkert úr um ástandið núna en það er klárt mál að þegar rykir sest þá viljum við blóð.
Karma (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:06
Ég er enn of dofin til þess að vera reið... Maður eiginlega bara trúir þessu varla ennþá þetta er allt eitthvað svo ótrúlegt, fyrir utan að maður bara nær ekki utan um þessar tölur þær eru svo gígantískar.... Annars mæli ég með linknum sem Emma bendir á hér aðeins fyrir ofan í kerfinu...
Þetta er eiginlega bara svakalegt.
Signý, 15.10.2008 kl. 14:57
Get tekið undir hvert orð, það erum við sem borgum brúsann fyrir stjórnleysi og fjármálasukk. Er ekkert hægt að gera? IMF er varasamur félagsskapur, það sanna dæmin, setja mikið af frjálshyggjuskilyrðum, og við sjáum hvernig hún hefur farið með okkur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.10.2008 kl. 15:06
Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá hvaða nýja fítus moggabloggið býður upp á....
...þetta endar með því að ég verð kærð fyrir kynferðislegt áreiti
Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 15:23
Nenni ekki að eyða orkunni í að vera reið,ég held bara áfram að róa
Líney, 15.10.2008 kl. 15:44
Það þarf að "virkja" þessa reiði Ég er líka ösku reið
Sigrún Jónsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:17
Er það ekki okkar stíll að gera hlutina með stæl...miðað við mannfjölda...döh...
Við verðum samt að berjast...komast yfir þennan óbjóð...og vonandi verður hægt að ná einhverju af eigum sukkgreifanna til baka upp í skuldina....það er náttla bara sanngjarnt...
Bergljót Hreinsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:56
Heyr heyr Jenný og þið hin sem hér látið til ykkar taka, nýtt Ísland, með þessa forkólfa alla langt í burtu. Sendum þá til Langbortistan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.