Leita í fréttum mbl.is

Að hugsa um kynlíf í sunnudagsmessu

 sjopp

Ég er ein af þeim sem rýk ekki af stað þegar tilboðsdagar, Kringluköst og svoleiðis stöff er auglýst.

Ég er ónæm fyrir þess háttar, bæði í upp- og niðursveiflu.

Ég hef fordóma gagnvart útsölum.

Í denn voru útsölur nefnilega plat og prump.  Þá var verið að selja eldgamalt drasl af lager og það var á þeim árum sem ég kom mér upp ofnæmi fyrir innihaldslausum gylliboðum.

Útsölur í útlöndum hafa hins vegar haft aðdráttarafl sem hefur dregið mig að eins og segul um langan veg, milli borga og landshluta þess vegna.  Það er svo gaman að skoða og kaupa á svoleiðis fyrirkomulögum.

En að raunveruleikanum.  Í viðtengdri frétt er talað um að fjöldi manna hafi lagt leið sína á tilboðsdaga í Kringlunni um helgina.

Við erum misjafnar manneskjurnar.  Þessa dagana er ég eins og vopnaður vörður í Fort Knox, vei þeim sem ætlar að hafa af mér aur úr heimilisbuddunni. 

Að steðja í búðir er álíka æsandi tilhugsun fyrir mig nú um stundir eins og fyrir hina siðprúðu húsmóður í Vesturbænum að hugsa um kynlíf í sunnudagsmessunni.

Búðarráp er eiginlega  "the ultimate turnoff" þessa dagana.

Einhver sagði mér að við yrðum að eyða til að halda hjólunum gangandi.

Þrátt fyrir þekkta aðdáun mína á samfélagslegri þátttöku þá verð ég að vera stikkfrí að þessu leyti.

Ég verð að vera helvítið hún Fía í Djöflaeyjunni með péningana sína.

Þegar lítið er til skiptanna þá verður að forgangsraða.

En ég lofa ekki algjörum árangri í nýjum lifnaðarháttum.

Það koma bráðum jól og það er eins og ég finni smá titring í mér sem myndi mælast á jólamælinum.

Ég skal hundur heita ef ég tek ekki nokkur (kringlu)köst í aðdraganda jólanna.

En á hverjum morgni þessa dagana byrsti ég mig við sjálfan mig í spegilinn.

Ég beinlínis hvæsi á eyðslusegginn sem starir á mig trylltum kaupgleðiaugum úr speglinum.

Og ég segi ískaldri röddu, röddu þess sem meinar það sem hann segir;

Jenný Anna ég fyrirbýð þér að koma nálægt glingurbúðum í dag.

Og ég hlýði eins og barinn hundur.

Var einhver að segja að ég tæki mér fullmikið skáldaleyfi fyrir hádeg? Ha?

Ég hélt ekki.Halo

Farin að drekka nokkur köff til að hressa mig við.


mbl.is Kreppuskjól í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skáldaleyfi hvað ?... Njóttu þín í köffunum, ég er búin með dagskammtinn og klukkan bara 10

Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Helga Dóra

Ég fer ekki heldur í Hringluna eða í Limalindina núna.... Er að plana jólagjafir samt á trilljón í huganum..... Hvernig ég kemst frá þeirri vitleysu sem jólin eru án þess að vera næsta árið að borga þau...

Eigðu góðan dag... 

Helga Dóra, 13.10.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: M

Hafði ekki geð í mér að láta sjá mig í verslunum um helgina. Okei verslunarfólk er auðvitað að berjast í bökkum eins og allir. En matur var það eina sem eytt var í.  Fór svo í messu í gærkvöldi og hugsaði ekkert um kynlíf

M, 13.10.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér, hef verið blessunarlega laus við útsölubakteríuna og kaupæði almennt. Verstu staðir sem ég kem inní eru "mollin", gamla miðbæjarrottan kýs Laugarveginn sama hvernig viðrar.

Rut Sumarliðadóttir, 13.10.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hugsun um kynlíf er það eina sem gerir sunnudagsmessuna bærilega.

Hmmm held það hafi verið ég sem minntist á að eyðsla væri nauðsynlegt. Og þú átt að hlýða vinkonu þinni

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: M

Syndgaði reyndar í messunni Sá fallegasta guðfræðinema ever og fór með 10 Maríubænir.

M, 13.10.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Ragnheiður

Hey, ég hugsaði bara um kynlíf á leiðinni í messu en það var þulinum í þættinum að kenna

Ragnheiður , 13.10.2008 kl. 11:58

8 Smámynd: Brynja skordal

Skrapp í borgina í gær og já fór í yndislega messu með krakkana og ömmubörn hjá honum Pétri í óháða fengum svo flottar tertur eftir messu og allir glaðir 

Brynja skordal, 13.10.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.