Leita í fréttum mbl.is

Lygimál

Þegar ég var stelpa var stundum logið (skrökvað) að mér til að vernda mig frá sjálfri mér.

Ég vildi klippa marsípanstangirnar mínar niður í búta og var sagt að ef maður klippti mat hætti maður að vaxa.

Þetta með klipperíið hafði þær afleiðingar að enn get ég ekki klippt svo mikið sem persillu ofan á mat.

Mér var líka sagt að börnin væru sett inn í maga móðurinn af guði og svo kæmu þau út um naflann.  Þessu var reyndar logið um allan Vesturbæ og víðar.  Ég setti reyndar spurningamerki við þessa speki, fannst móðir mín þá illa elskuð af almættinu því hún var ansi oft með barni og svo fannst mér þessi millivegur í móðurkvið algjör óþarfi fyrst guð væri hinn gefandi aðili.  Skildi ekki af hverju hann setti ekki ungabarnið beint í vögguna almáttugur eins og hann var.

Þarna var auðvitað verið að ljúga að mér til að vernda mig frá þeim hroðalega sannleika að fólk hefur samfarir oft og reglulega án þess að skammast sín og með þessum líka afleiðingunum.

Skelfilegt.

En ég fullorðnaðist á endanum og hef leitast við að ljúga ekki að börnunum mínum, þó auðvitað hafi ég dottið út af beinu reglulega af því ég er ekki fullkomin (já ég veit, þið eruð standandi hlessa).

En það eru greinilega menn í landstjórninni og á öðrum merkilegum póstum sem halda að við fullorðna fólkið þolum illa sannleikann.

Það er logið á hverjum degi.  Engin hætta á ferðum, við erum komin yfir erfiðasta hjallann, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki inn í myndinni fyrir okkar hönd, nei, nei, þeir eru hérna í ráðleggingum bara.

Allar lygar undanfarinna vikna hafa gert það að verkum að ég treysti ekki kjafti sem opnar á sér þverrifuna í fjölmiðlum, þ.e. þeim sem halda um stjórnartaumana í skelfilegri kreppunni sem hér ríkir.

Það sem mér finnst þó skelfilegast er að það er orðið eðlilegur framgangsmáti að segja ósatt og þegar sannleikurinn kemur í ljós þá er lygin varin með því að málið hafi verið svo viðkvæmt að ekkert hafi mátt láta uppi um það.

Ég hef bloggað um það áður og ég geri það enn og aftur, ef fólk getur ekki sagt sannleikann þá á það að halda sér frá fjölmiðlum.  Segja ekki neitt.

Ég hef aldrei upplifað það að vera í eins lausu lofti og núna.

Vont að treysta engum. 

Ég reyni að vona það besta en reikna með því versta.

Svo geta Sjálfstæðismenn grenjað og hangið í stuðningssleik á lokuðum fundum sem samt eru ekki lokaðir.

Ég veit bara eitt, að þeir eru hvors annars en ekki mínir menn.

Samfylkingin ekki heldur og það er sárara.  Þeir voru nú einu sinni gamlir samherjar mínir í pólitík.

Fjárinn sjálfur.


mbl.is IMF lýsir vilja til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

ég veit ekki hvort tetta er rétt http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en en endilega skodid tetta

kvedja petur

Pétur Hlíðar Magnússon, 12.10.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband