Laugardagur, 11. október 2008
Fjandinn flengríðandi
Fjandinn flengríðandi. Ég vann ekki í Lottóinu. Ég sem var búin að ráðstafa peningunum.
Ætlaði mér stóra hluti með þessa aura.
Reyndar lottaði ég ekki en það er algjört aukaatriði hérna.
Þá er það frá...
Ég get ekki stillt mig um að blogga um þennan þátt hvaðsemhannheitir, með Ragnhildi Steinunni.
Mér finnst þessir tveir þættir sem hafa verið sýndir alveg stórgallaðir og ég sem hélt að dagskráin ætti að höfða til sem flestra á þessum prímatíma á laugardagskvöldum.
Þar sem ég er ein af flestum, ein andskotans kennitalan í stóra almúgapottinum þá er mér ekki skemmt.
Yfirborðsleg eftirlíking af "This is your live" skemmtir mér ekki skapaðan hlut.
Og þáttastjórnandinn kyssir alla, þegar þeir koma og fara. Í kvöld vísaði hún í sameiginlegt afmæli sem hún og gestirnir höfðu verið í og það var þá sem ég fattaði af hverju mér leið óþægilega.
Ég vil ekki vera boðflenna í einkapartíum.
Ragnhildur Steinunn er með prívat tískusýningu, flott í tauinu, falleg kona og myndi slá í gegn væri hún að taka á móti gestum svona prívat.
Það er eins og hún sé gestur þáttarins. Gæti orðið svolítið leiðigjarnt á tíuanda þætti og uppúr.
En.. ekki að þetta skipti einhverju máli svo sem, en þar sem maður er vegna kreppuástands búinn að losa sig við keppinautinn þá hefur skyldusjónvarpið meira vægi.
Ég er svo sem ekkert að fara á límingunum, ég hef nóg af skemmtilegum bókum að lesa en samt.
Tek þó fram að mér finnst Björn Jörundur frábær tónlistarmaður með mikla útgeislun.
Málið er að það sem ég vissi ekki um Björn Jörund fyrir þáttinn veit ég ekki enn.
Hver er maðurinn á bak við djobbið?
Æi þetta er örugglega kreppan í mér sem talar.
Eða kannski finnst mér bara asnalegt að láta mig þetta varða að því marki að ég nenni að blogga um það.
Kannski er það óhjákvæmilegt að á svona litlu landi sé það alltaf sama fólkið sem talar hvert við annað á kunningjanótum í sjónkanum. Eilíf andskotans ríjúnion á þessu fólki, bæði á prenti og í fjölmiðlum.
Alveg: Hæ (knús og koss, faðmlög og andvörp) gaman að sjá þig. Sömuleiðis. Flottur í tauinu. Sömuleiðis.
Eða hvað?
Later.
Þrefaldur pottur næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
ég vann heldur ekki í lottói hér, og missti af 25 dønskum millum. Var einmitt líka búin ad rádstafa theim og er ferlega svekkt núna.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 23:16
og þú getur ekki hætt að vera skemmtileg eða hvað?
og ég meina það ...
En hvað á oft að bjóða manni uppá viðtöl við sama fólkið .?
Logi með sömu gesti og í fyrra... en látiði mig vera með það? Ragnhildur er sæt og fín, en þetta er ríkið for crying out loud.! Björn Jörundur er æði og algjörlega Daníel Ágúst frábær tónlist og allt...... En það er búið að taka viðtölin....
Kannski bara að fá Hemma í næsta viðtal það toppaði allt...
En ég mæli hins vegar með húsbandinu þínu sem á örugglega eitthvað annað og meira að segja ... en hinri sem hafa fengið viðtöl svona 580 sinnum..
Val vinkona
valdis (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:30
Ég gleymdi að lotta.
Stóð upp frá þessum þætti, fannst ekkert varið í það sem ég sá.
Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 23:42
Ég sá byrjunina af þætti eitt.Og það dugði mér.Ég geri annað á kvöldin en að horfa á TV.Ég fór út í kvöld-haust-göngu með 800 grömmin mín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:44
Ég harðbannaði konudýri mínu að lotteríazt eftir að við fengum einu sinni 'fyrztu fjórar réttar'.
Hún náttúrlega hlýðir mér aldrei, þannig að ég þarf enn að vinna...
Steingrímur Helgason, 11.10.2008 kl. 23:52
Lottaði en fékk ekki vinning frekar en fyrri dagin en trúi því staðfatlega að það komi að mér einhvern tíma.Ja ef ég missi trúna á það,þá er ég búin að vera
Líney, 12.10.2008 kl. 00:33
Þú ert að fara kvöldvillt elsku Jenný mín!
Þú lærir um fólk á sunnudögum hjá Evu Maríu; Sunnudagskvöld með Evu Maríu....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 01:11
Mér leið, þegar ég horfði á þáttinn, eins og ég væri þriðja hjól undir vagni því þau væru alveg að fara að byrja saman.....
....var svolítið svekkt yfir því - ég mundi nefnilega alveg vilja vera með Birni Jörundir! Díses hann er svo mikill karakter.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 07:47
hmmm ég slökkti nú á þættinum þegar ég sá hver gesturinn væri svo ekki get ég dæmt um þáttastjórnunarsnilligáfu Ragnhildar Steinunnar þar sem ég missti af fyrri þættinum. Hún er nú samt algjörlega gullfalleg konan og virðist einnig vera með gullhjarta.
Ég ætlaði að lotta á miðvikudaginn og fá allar millurnar þar - en nei gleymdi vísst að lotta svona eins og vanalega
Dísa Dóra, 12.10.2008 kl. 09:51
Hef ekki lottað mjööög lengi þannig að á mínum bæ þarf ekki að naga neglur í kringum útdrátt
Ég kann engan veginn að meta þessa tvo þætti a la Ragnhildur sem komnir eru. Íslenskur þáttur af þessari gerð sem snýst um einn tónlistarmann held ég að geti bara ekki gengið upp. Það þarf að brjóta hann upp með einhverju fleiru.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:49
Sá ekki þáttinn og hafði reyndar ekki áhuga á að horfa á hann. Björn Jörundur höfðar enganveginn til mín, og ekki Ragnhildur heldur, hún er voða sæt og allt það, en það þarf meira til að halda uppi skemmtiþætti. Þess vegna kom Jónsi mér á óvart í ... Ég get ekki einu sinni sagt þetta hryllilega nafn á íslenskum skemmtiþætti, hvað er fólk að hugsa að nefna alíslenskan þátt the singing bee. Ég á ekki orð. En Jónsi stendur til vel. En Ragnhildur er einhvern veginn allt annar karakter.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 10:58
Ég er nú sammála þér hér og þetta sem þú segir með að vera boðflenna í einkapartýi er nákvæmlega rétt lýst....fannst þetta líka hálf óþægilegt og undarlegt! Er ekki hægt að finna einhvern sem ekki er búið að tala við.......!
Sunna Dóra Möller, 12.10.2008 kl. 11:07
Það þyrfti auðvitað að tala við fólk sem hefur eitthvað til málanna að leggja án þess að búið sé að fjalla um það út í hörgul alls staðar og marg oft.
Þetta er tiltölulega lítill hópur sem talar hvort við annað, er á síðum Séð og Heyrt og hefur þá bjargföstu trú að hinn almenni maður vilji vera með í partíinu og hafi þar af leiðandi sama áhuga á homísunum og það sjálft.
Mikill misskilningur amk. hjá öllum sem farnir eru að hugsa sjálfstætt.
Takk fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.