Laugardagur, 11. október 2008
Amma Póló, afi Pilsner og barnahatari í peysufötum
Íslendingar eru þrjóskir og ósveigjanlegir segir Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands. Hann segir að málstaður Breta í þorskastríðinu hafi verið réttmætur og í nýja stríðinu sem nú geysar sé málstaðurinn það einnig.
Ég man eftir þessu þorskastríði jájá og mér fannst við ferlega flott þá og mér finnst það enn.
Ég man eftir Ólafi Ragnari Pres, með viðtalsþætti á ensku þar sem hann stóð sig alveg þræl vel.
Hjartað barðist í brjóstinu með málstað litla Íslands á móti andskotans Bretunum. Það var svart-hvítt dæmi, við vorum réttu megin við strikið. Algjörlega spikk og span.
En núna er ég ekki svo viss. Auðvitað hefur Gordon Brown verið að nýta sér þessa stöðu Íslands til eigin vinsælda en ég vil ekki trúa því að óreyndu að þeir hafi gert sér það að leik að ljúga upp samtölum við íslenska ráðamenn. Ef svo er þá eru þeir ótýnt pakk. En bíðum aðeins.
Ísland á auðvitað ekki að láta bjóða sér þessa framkomu sama hvað er. Þessi djöfulgangur í Bretanum hefur þegar skaðað okkur biggtæm.
En að kjarna málsins. Hehe.
Ég var að hugsa um gildi íslensku krónunnar og auðvitað fleygði það mér í nostalgíu.
Ég bloggaði um litabókina fyrr í vikunni sem ég keypti á rétt tæpan níuhundruð kall og gaf mér nánast hjartastopp.
Ég man nefnilega eftir því þegar ég fór í Möggubúð á horninu á Ásvalla og Hofsvalla og keypti kúlur á 1 aur stykkið. Þær voru í fánalitunum og Magga geðvonda sem var líka barnahatari í peysufötum, bjó til kramarhús úr umbúðapappír og taldi kúlurnar í það. Svo sagði hún okkur að andskotast út með varninginn um leið og hún tók við peningunum. Þjónustulundin í hámarki hjá helvítis kerlingunni, guð blessi hana.
Það voru til fimm aura stykki. Rauður haltukjafti brjóssykur kostaði krónu. Líka Bazúkatyggjó.
Og Pan tyggjóið var keypt í lausu eða í litlum kössum, kostaði kúk og kanil.
Á sunnudögum fékk ég rauðan tíkall í bíó. Brúnn fimmkall fór í bíómiða í almenn og afgangur í nammi. Poppkornið var poppað heima og tekið með í brúnum bréfpoka sem myndaði fitubletti af heitu poppkorninu.
Og svo fór mig að langa í ískalda Póló úr svona Kókassa á gólfi, (það varð svo mátulega kall) þegar ég bloggaði. Ég fékk vatn í munninn.
Rosalega var Póló góður drykkur og Ananas með dansandi Hawaymeyju íklæddri strápilsi á miðanum.
Ótrúlegt hvað lífið var einfalt.
Svo voru rauðar pylsur í matinn á laugardögum. Með bræddu smjöri og kartöflum.
Ég finn bónlyktina úr sameigninni á Hringbraut 84 þegar ég skrifa þetta.
Á laugardögum var nefnilega allt skúrað út í hörgul.
Nostalgía je,je, je!
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég held einhvern veginn að partur af því hvað maður fær góða tilfinningu að hugsa til baka sé einmitt það hvað allt var í föstum skorðum, fiskur þýddi að það var mánudagur, kjötbollur þriðjudagur og læri og bíóferð var sunnudagur....Það eru ekki svona margir fastir punktar í tilverunni í dag.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.10.2008 kl. 14:11
Rosalega viturlegar pælingar, að venju
halkatla, 11.10.2008 kl. 14:32
Namm! Ég man eftir rauðu pylsunum - þær voru miklu girnilegri en hinar!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2008 kl. 14:52
Yndisleg færsla Jenný ;-)
M, 11.10.2008 kl. 15:16
Þú ert alveg yndisleg! Ég var oft send upp í hverfið, en held að það hafi ekki verið þessi búð sem þú talar um. Síðan stytti ég mér alltaf leið í gegn um gamla kirkjugarðinn maulandi eitthvað sem amma leyfði mér að kaupa fyrir nokkra aura. Ég var farin að þekkja flest öll leiðin í kirkjugarðinum svo of t gekk ég þarna yfir í Tjarnagötuna.
Mér fannst miklu skemmtilegra að vera send í þessa búð heldur en Silla og Valda, þarna var strax komin upp í mér dramadrottningin, svo eitthvað mustískt að ganga um leiðin og tala við fólkið í leiðinni.
Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:21
Poppað heima og poppið sett í brúnan bréfpoka.Svo var strunsað á myndina Tómasínu í Gamlabíó og auðvitað margar fleiri.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 18:20
Jenný Anna snillingur, það eru fáir sem fara í þín spor hvað varðar hugmyndaríki og frumlegheit.
Keep up the good work, I love it.
Kolbrún Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 18:57
Ég hefði ALDREI látið sjá mig í bíó með heimapoppað popp.....
....enda ekkert bíó í minni sveit
Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2008 kl. 18:58
ooohhhhh,,,, póló & pylzur....
Steingrímur Helgason, 11.10.2008 kl. 19:08
Jenný nú hugsa ég bara um póló dí hvað það var gott langar í það núna og rauðu pulsurnar miklu betri margt sem rifaðist upp við þessa færslu takk fyrir "dreym" knús inn í nóttina
Brynja skordal, 11.10.2008 kl. 22:33
Af því að þetta ert nú þú, þá bjóðum við yður í heimsókn á foldin.blog.is
Blaðamenn Foldarinnar, 11.10.2008 kl. 22:57
Takk öll fyrir frábær og falleg innlegg.
Við verðum að komast þetta á gleðinni, voninni og húmornum.
Allt annað sökkar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 23:12
Munið þið hvað stóð á Pólóflöskunum? Kjarnadrykkur með gervikjörnum... :P
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 23:56
Nú man ég Hildigunnur. Krúttlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.