Föstudagur, 10. október 2008
Ég með lífverði eftir þetta blogg?
Hm, mér finnst ástandið á landinu verða æ farsakenndara.
Geir er með lífverði. Kannski nauðsynlegt, ég skal ekki segja, en ég er á því að dauðadrukkinn Fellini hefði aldrei náð stemmingunni á Íslandi í dag á filmu. Honum hefði hreinlega skort ímyndunarafl.
Þegar ég horfði á Kiljuna á miðvikudagskvöldið og sá viðtal Egils við Orra Harðarson vin okkar vegna bókar hans, Alkasamfélagið sem var að koma út, spurði Egill hvort Orri héldi að hann yrði barinn af meðlimum AA-samtakanna en Orri gagnrýnir hugmyndafræði þeirra harkalega í bókinni. Orri gerði lítið úr því en mér sýndist hann brosa út í annað.
En kannski þarf Orri líka lífverði nú eftir að bókin er komin í búðir eða ég þar sem ég tek undir nánast allt í þessari merkilegu bók sem ég er búin að lesa spjalda á milli.
Orri skefur ekki utan af hlutunum. Jafnvel hún ég fór í keng og köku þegar hann gagnrýnir upphafsmenn þeirrar hugmyndafræði sem veður uppi í ákveðnum samtökum og ganga að mínu mati þvert á alla skynsemishugsun.
Orri er frábær stílisti. Sjálfsíronía hans er með þeim hætti að maður veinar úr hlátri þrátt fyrir sorglega umfjöllun höfundar um skelfilega upplifun sína af sjúkdómnum alkóhólisma.
Ég ætla ekki að tíunda hugmyndafræði leynisamtakana enda þarf ég þess ekki.
Og ekki ætla ég að gera lítið úr því að fjöldi manna og kvenna finna þar aðstoð.
En ég hef eftirfarandi skoðun á hvernig ég vil vera edrú.
Ég viðurkenni að ég get ekki drukkið brennivín eða notað önnur hugbreytandi efni.
Algjört bindindi og sjálfsvinna með góðum slatta af heilbrigðu líferni er útgangspunkturinn.
Ég hafna því alfarið að máttur æðri mínum eigin geri mig heilbrigða og haldi mér þar.
Ég fer þá leið að leita mér lækninga á viðurkenndri heilbrigðisstofnun sem til þess er bær og síðan tek ég ábyrgð á mínum sjúkdómi. Ekkert hanky panky þar.
Ef mér fer að líða illa þá er til urmull sérfræðinga með reynslu og menntun til að aðstoða mig til að ná aftur góðri líðan.
Í bók Orra segir frá því að í meðferðarbatteríi LSP sé trúarkuklið út úr meðferðarmyndinni og þar sé stunduð hugræn atferlismeðferð sem tæki til bata.
Hvar hef ég eiginlega verið?
Ég hef mikla trú á þeirri aðferð í meðferð geðsjúkdóma og ekki spurning að ég myndi nýta mér hana í baráttu við Bakkus.
En ég læt þetta duga í bili.
Vonandi á eftir að verða umræða í þjóðfélaginu um nýjar leiðir til bata.
Halló, valkostir í meðferð eru bráðnauðsynlegir hlutir.
Og getum við plís haldið guði fyrir utan, ef hann er til þá er ég nokkuð viss um að hann er alveg þreyttur á alkavaktinni og hugsar: Djísús, til hvers haldið þið að þið séuð með heila bjánarnir ykkar?
Ég afþakk algjörlega þá ömurlegu stöðu að vera óvirkur og gagnrýnislaus móttakandi bata frá heilögum anda, guði, Jesús eða öðrum ósýnilegum. Enda hefur það sýnt sig bæði á mér og öðrum að það er ekki á vísan að róa á þeim sjó.
Alkar líkja oft sínum sjúkdómi við sykursýki. Ég er með hana líka og það er án gríns alveg jafn glórulaust að standa í meðferðarbandalagi við guð í alkóhólismanum og í insúlíndæminu.
Ég gæti þá rétt upp hönd alveg; guð sjáðu um insúlínið ég nennessuekki.
Það er svo sorglegt að gefa frá sér forræðið á sjálfum sér.
Já og góðan daginn.
Ég er edrú í boðinu.
Lífverðir gæta Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Í 12 spora samtökum leynast stórkostleg bataverkfæri, sem svínvirka sem betur fer fyrir þá sem eru í einlægni tilbúnir til að nota þau. En auðvitað eru ekki allir tilbúnir fyrir þau "verkfæri" - og því eru valkostir í meðferð nauðsynlegir eins og þú segir sjálf. Gangi þér og Orra og öllum hinum sem allra best í ykkar edrúlífi.
Laufey B Waage, 10.10.2008 kl. 10:14
Hafðu ljúfa helgi jenný mín
Brynja skordal, 10.10.2008 kl. 10:22
Njóttu helgarinnar í góða veðrinu sem verið er að spá á laugardag.
Hefði Fellini fengið pínu hjálp frá Salvador Dali hefði þetta pottþétt náðst á filmu.
Miðbæjaríhaldið
fer að sjóða svið og slátur.
Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 10:30
heheh, ef einhver hefði mætt í jólaboð til mín og sagt mér hvernig ástandið yrði með haustinu hefði ég brosað góðlátlega og hugsað "ji, hvað þessi er veruleikafirrtur"
Maður þorir varla að vakna á morgnana, útvarpsvekjarinn hringir á slaginu 7:30 og hvern einasta dag fæ ég verri og verri fréttir í beint í æð áður en ég kemst framúr til að slökkva á ósköpunum. Maður vill helst ekki heyra að maður sé búinn að missa vinnuna fyrr en eftir morgunmat. Það heyrði ég í fréttunum í gær, að ég væri búin að missa vinnuna.
Djöfull var ég snögg framúr í morgun. Maður má bara ekki við meiru þessa dagana.
Hjóla-Hrönn, 10.10.2008 kl. 10:30
Laufey: Það er þetta viðhorf sem birtis í "batatækifæri sem svínvirka fyrir þá sem eru í einlægni tilbúnir að nota þau." og "auðvitað eru ekki allir "tilbúnir".
Þessi orðanotkun gefur í skyn að þeir sem ekki tileinka sér þessa leið séu ekki einlægir í löngun sinni til edrúlífs eða þá að þeir þeim vanti enn upp á lönguna og séu því ekki tilbúnir.
Því hafna ég alfarið.
En ég geri alls ekki lítið úr þeim sem velja þessa leið og ég veit svo sannarlega að hún hefur hjálpað mörgum.
Við erum hins vegar jafn ólík og við erum mörg. Ég er raunsæ hvað varðar mína sjúkdóma og ég lít til læknavísindanna eftir lausn.
Og á meðan tek ég sjálf fulla ábyrgð á að halda mér í bata og nota til þess þau tæki og tól sem mér finnst virka fyrir mig.
Brynja: Sömuleiðis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2008 kl. 10:32
Góð umfjöllun hjá þér Jenný. Þú ert eðalmanneskja og hefur gert stórkostlega góða hluti við að sýna fram á að Alkoholistar eru fólk, rétt eins og hver annar, ef það hefur vafist fyrir einhverjum, sem það hefur svo sannarlega gert. Það get ég borið vitni um, ekki á sjálfri mér heldur þeim sem mér þykir vænt um. Takk
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 11:04
Heilar verið þér og sælar Jenny.
Mikið gaman að einhver þorir að gagnrýna AA og kannske SÁÁ. Ég hef ekki lesið þessa bók og veit ekki hvort þar er fjallað um SÁÁ líka.
Fyrir meira en tíu árum fór ég illa haldinn inná Vog. En mér blöskraði fljótlega stemmingin sem þar var innandyra bæði hjá starfsfólki og sjúklingum. Keyrt var á fullu af prédikurum og ekkert mátti gagnrýna eða setja spurningarmerki við: "Svona eruð þið!; Svona líður ykkur!; Svona hegðið þið ykkur!; Svona eigið þið að gera, hugsa" osfrv.
Eftir þrjá daga fór mér heldur betur ekki að lítast á blikuna og bað um viðtal við minn svokallaða fulltrúa meðal starfsmanna. Ég viðraði við hann upplifanir mínar og efasemdir mjög svo hóflega en fulltrúinn stökk upp bálvondur; "ef þetta hentar þér ekki þá getur þú bara farið"! Ég fékk varla tíma til að klæðast mínum eigin fötum áður en ég stóð út á plani nánast með skófar á rassinum.
Hef ekki viðrað þessa upplifun mína víða. Mér hefur alla vega fundist skárra að það fólk sem mér þykir vænt um sé edrú samkvæmt "vitlausri" kenninngu en að það verði alkóhólinu að bráð. En ég hef aldrei geta komist frá þeirri hugsun að þarna sé einhver heilaþvottur ef ekki hreinlega trúarofsi á ferðinni.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:05
Ég þekki ekki mikið til alkasamfélags þó nóg til þess að vita að hver og einn verður að fara sínar eigin leiðir og engin Guð almáttugur fær nokkru um það ráðið. Mér finnst þín leið nokkuð keimlík leið föður míns nema hann fór aldrei í meðferð og ekki trúði hann á æðri máttarvöld, ja alla vega ekki svo nokkur heyrði.
Sjálfsagi og ótrúleg seigla þín er til fyrirmyndar Jenný mín.
Lífverði hvað? Ekki séns að þú bjargir þér ekki sjálf!
Ía Jóhannsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:07
Sunna Dóra Möller, 10.10.2008 kl. 11:29
Ía: Takk fyrir þetta. Ég held að fyrsta skref til bata í öllum sjúkdómum sé að einstaklingurinn taki ábyrgð á sjálfum sér.
Sunna: Love you too.
Jón Bragi: Takk fyrir þitt merkilega innlegg.
Ég persónulega er mjög hrifin af núverandi meðferð SÁÁ. Þar eru læknar sem eru hvað færastir á sínu sviði með langa og stranga reynslu að baki. Ég treysti engum betur.
Meðferðin hefur breyst mikið og er alltaf að breytast eins og Þórarinn Tyrfingsson segir sjálfur.
AA-hluta meðferðarinnar humma ég fram af mér en flestir þeir ráðgjafar sem ég hef haft í mínum heimsóknum á Vog (3) eru faglegir og frábærir.
Fyrir 10 árum var allt annað uppi á teningnum enda lítið vitað um sjúkdóminn og alltaf verið að uppfæra.
Eitt er þó á hreinu, alkóhólismi er heilasjúkdómur en EKKI ofnæmissjúkdómur eins og leynifélagið vill halda fram.
Ég hvet þig til að nálgast bók Orra. Þar er nálgunin á meðferðarmálin með öðrum hætti en við eigum að venjast.
Og btw. þá er Orri sama sinnis og ég svona sirka varðandi SÁÁ enda segir hann sig þakkláta þeim en vinur sé sá til vamms segi.
Ásthildur: Takk kærlega.
Miðbæjaríhald: Nú ert þú "having a field day"
Hrönn: Hættu að hjóla. Múha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2008 kl. 11:45
Góða og fallega helgi!!
alva (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:53
Hugræn atferlismeðferð virkar vel gegn þunglyndi, kvíða röskunum, og fíknisjúkdómum....hitt er annað mál að ef stofnað er til tengsla við almættið án ofstækis þá finnst mér það líka fínt því þannig fær maður oft nauðsynlega auðmýkt sem svo marga skortir í dag....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:56
Krumma: Ég er alveg sammála þér um þetta með andlega þáttinn en mér finnst ekki henta að fara fram á að hann sjái um djobbið fyrir mann.
Reyndar held ég að ég sé trúuð. Smá sko. Alveg á kærleikann.
En ég er dedd á móti trúarbrögðum. Þau eru skelfingin ein.
Amen í boðinu.
Alva: Sömuleiðis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2008 kl. 11:58
Mikið hlakka ég til að lesa þessa bók. Veit að trúin á máttinn í meðferðarbatteríinu fælir marga frá, þótt þá langi ótrúlega mikið til að verða edrú, þeim finnst þetta bara ekki skynsamleg nálgun að sjúkdómi. Einnig þetta að fárveikir einstaklingar sem efast ... þeir fá einmitt skófar á rassinn og sagt að þeir séu einfaldlega ekki tilbúnir! Ég kannast við einstakling sem hefði líklega dáið hefði hann ekki verið svo heppinn að lenda í steininum í nokkra mánuði fyrir síendurtekin auðgunarbrot til að fjármagna dóp! Hann fékk n.k. "meðferð" þar, eða viðtöl við geðlækni og innilokun ... sem var það sem hann þurfti. Hann labbaði út af Vogi mörgum sinnum fyrir þennan tíma, enda "ekki tilbúinn" og hefði sennilega aldrei orðið það. Þessi maður hefur verið edrú lengi. AA-kerfið hentar vissulega mörgum mjög vel - en ekki öllum! Mér fannst skrambi lærdómsríkt og gott að fara á námskeið hjá Al Anon í eldgamla daga en gæti ekki meikað fundi í dag. Fólk er svo misjafnt, það sem hentar einum er ekkert fyrir þann næsta osfrv. Jamm, þetta "blogg" var í boði himnaríkisfrúar sem hefur ótrúlega miklar skoðanir á þessum málum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:59
Ég sé þig nú frekar sem lífvörð fyrir einhvernGóða helgi
Jónína Dúadóttir, 10.10.2008 kl. 12:30
Ég er búinn að vera edrú í 29 ár og aldrei átt í neinn baráttu. Ég hef séð og heyrt í mörgum ölkum á þessum tíma. Margir trúleysingjar hafa notað AA-samtökin vandræðalaust. Á síðustu árum hefur trúarfasisminn ár þó flædd yfir alla bakka og eru sumir fundir orðnir eins og vakningarsamkomnur og margir rótgrónir óvikrir alkar eru hættir að fara á fundi nema þá einhverja sérstaka sem þeir hafa fundið og eru ekki fullir að trúarbrjálæðingum. Ég segi að lokum: Hvar sem guð er nefndur í mannlegu samfélagi breytist það samstundis í hreinasta helvíti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 13:47
Ég var búin að heyra um viðtal við Orra í morgunblaðinu um síðust helgi, en ég komst ekki í blaðið til að lesa hana.
Málið er bara með alka er að við verðum að finna hvað hentar okkur, eða það er mín skoðun.
Bestu kveðjur inn í helgina mín kæra.
Linda litla, 10.10.2008 kl. 16:57
Það er einmitt það Sigurður að það virðist vera örmjó lína yfir í eitthvert botnlaust ofstæki þegar kemur að AA og SÁÁ.
Það er ekki einleikið hvað þeir komast úr jafnvægi og skjálfa af hugaræsingi forsvarsmenn SÁÁ þegar svo mikið sem ýjað er að því að til séu jafn góð eða betri meðferðarúrræð en þeir bjóða uppá; Ég er drottinn guð þinn og þú skalt ekki aðra guði hafa!
Ég hef ennþá ekki gleymt þó liðin séu hátt í tuttugu ár, þriggja daga veru minni á Vogi. Hvernig hinn svokallaði meðferðarfulltrúi minn umturnaðist um leið og ég lét í ljós hóflegar efasemdir um hvert þetta væri rétt leið fyrir mig. Og óvildin ef ekki hreinlega hatrið sem mætti mér af hálfu annars starfsfólks sem þurfti að hafa samskipti við varðandi útskriftina að undanteknum lækninum eldri manni, sem var sá eini sem hegðaði sér einsog normal manneskja.
Þetta var einhvern veginn svo sorglegt og ömurlegt að ég hef meira vorkennt þessu fólki en getað verið reiður út í það.
En get þó ekki neitað því að þetta situr þungt í mér ennþá.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:59
Huguð ertu, en ég átti nú ekki von á öðru! Auðvitað er ekkert eitt sem hentar öllum, það er alveg fjarstæðukennt að halda slíku fram. Ég hlakka til að lesa bókin hans Orra. Hef setið á öllum enda þessa borðs og gæti svo sem sagt ýmislegt.....AA er ein leið- ekki mín uppáhalds, hugræn atferlismeðferð önnur-ennþá lengra frá því að vera mín uppáhalds, svo eru allar hinar og mikilvægt að hver finni út fyrir sig hvað hentar!
Haltu áfram að vera þú!
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:34
Kerfi sem hentar öllum er ekki til og verður ekki, einfalt mál.
Hugræn atferlismeðferð er fyrst og fremst ein grein í sálarfræðum og hefur nýst mjög vel í baráttu við þunglyndi m.a. eins og fram kom hjá Hrafnhildi. hún er því ekki sambærileg við 12 spora kerfið nema að takmörkuðu leiti, þó allar aðferðir sem miða að því að leysa flókin viðgangsefni og vinna á sjúkdómum andlegs eðlis, eigi alltaf eitthvað sameiginlegt.
Mæli nú sjálfur frekar með bókum á íslensku í svona tilfellum, "Stattu með þér" eftir Gunnar Hrafn birgisson doktor í greininni og einn helsta sérfræðing landsins um langt árabil í meðferð kynferðisafbrotamála m.a., er mjög góð bók þar sem þessari meðferð eru gerð mjög góð skil.
Magnús Geir Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.