Leita í fréttum mbl.is

Hvar er sóandsó?

 kona les

Ég get bloggađ mig niđur í rćtur lyklaborđsins um ástandiđ í efnahagsmálum en ţađ mun engu breyta.

Ég skil eiginlega minna og minna eftir ţví sem ég les fleiri fréttir.

Ţađ eina sem ég átta mig almennilega á ađ ţessir karlar sem ráđiđ hafa ferđinni í peningamálum ţjóđarinnar hafa ekki veriđ ađ hugsa um hag hennar amk. hefur sá hagur ekki veriđ í efsta sćti.

En nóg um ţađ.

Ég fć engu breytt um ţetta hörmungarástand.  En ég rćđ algjörlega ferđinni í mínu lífi og ţess vegna ćtla ég ađ einbeita mér ađ ţví.

Ég hef lćrt ađ gleđjast yfir litlu hlutunum eftir ađ ég varđ edrú.  Í uppsveiflunni títtrćddu sem ég reyndar tók ekki ţátt í voru ţađ litlu hlutirnir sem gáfu mér lífsfyllingu. Í niđursveiflunni er bođiđ upp á sama.

Einfaldleikinn klikkar ekki börnin góđ, ég er ađ fullyrđa ţađ. 

Ég kveiki á kertum um leiđ og ţađ tekur ađ rökkva, ég les bćkur og ég er međ fólkinu mínu.

Ég bloggađi ađeins um bćkur í morgun en ég get ekki nógsamlega undirstrikađ hversu frábćr leiđ frá ţunglyndi og amstri ţessa grófa og miskunnarlausa peningaheims bćkur eru.

Ţađ er sama á hverju gengur, ég finn alltaf fróun í bókinni.  Enda er ég algjörlega ekki til viđrćđna á međan ég les.

Dćtur mínar elskuđu bókalestur móđur sinnar í uppvexti sínum.  Af eftirfarandi ástćđu.

Mamma: Má ég kaupa gallabuxur á sóandsóbilljónir?

Ég: Jájá.

Ţćr: Er ţađ?

Ég pirruđ: Jááááááá, í guđanna bćnum látiđ ţiđ mig í friđi börn.

Önnur dćmi sem má nota eftir ţörfum:

Má ég fara á diskó?

Má ég vera úti til miđnćttis?

Má ég hćtta í skólanum?

Má ég myrđa nágrannann?

Ók, ekki alveg kannski en ţiđ skiljiđ vandamáliđ.

Núna er ţađ hins vegar Hljómsveitin sem verđur smá pirrađur ţegar hann spyr;

Hvar er sóandsóeinhverandskotinnsemliggurbeintfyrirframannefiđáhonumenhannkemur  ekkiaugaá?

Ég: Jájá.

Hann: Ha, ertu ekki ađ hlusta? Hvar er sóandsóogsvoframvegis?

Ég pirruđ: Jájájájájájájájájá!

Hann : ARG villtu leggja bókina frá ţér.

Ég: Ha! Varstu ađ segja eitthvađ?

Svona er lífiđ börnin góđ. 

Engar hamingjupillur eđa vökvar á flöskum komast í hálfkvisti viđ lestur góđrar bókar.

Fariđ á bókasafniđ eđa í bókabúđina.

Ţar er kreppujöfnunina ađ finna.

Yfir og út í bili.


mbl.is Nýi Landsbanki tekur viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er lögst í skólabćkurnar, ágćtt ađ lesa svolítiđ um Sókrates og Platón í ţsssu ástandi..

alva (IP-tala skráđ) 9.10.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er ađ lesa Glerkastalann núna.  Gott ađ komast ađeins frá raunveruleikanum.  Knús á ţig bókaormur.

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: M

Er dottin inn í bókina Karitas  án titils og er hún ćđi. Hlakka til ađ opna hana á kvöldin og kvíđ fyrir ţví ţegar hún endar Glerkastalinn verđur nćstur. Grćđi á ţví ađ spjalla viđ ykkur bókakonur hér og fć hugmyndir af bókum

Annars á ég kall sem gleymir sér fyrir framan tölvuna og gerir allt heimilisfólk brjálađ ađ ná sambandi. Spurning ađ notfćra sér ţađ eins og dćtur ţínar forđum

M, 9.10.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 9.10.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.10.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég er ađ lesa Fílabeinshöll Hagalíns aftur (Ţjóđlegur sko) hlć upphátt eins og asni öđru hverju, og svo gluggađi ég í Bólu Hjálmar. Andvakan hans er listaverk.

Býst ekki viđ ađ fara á sjó ađ ráđi ţađ sem eftir lifir árs, varđskipin bundin, nema útköllum sinnt.

Einar Örn Einarsson, 9.10.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ligg heima í hálsbólgu og les Frjáls eftir Ayan Hirsi Ali. Stórgóđ bók!

Marta B Helgadóttir, 9.10.2008 kl. 12:44

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég segi alltaf nei til öryggis ef ég er of upptekin ađ hlusta. Ţetta var kannski ţađ sem olli ţví ađ dóttir mín, ţá 9 ára, sagđi mér ađ hćtta ađ lesa og fá mér mann ţegar ég var í námi. Feministauppeldiđ alveg útum gluggan ţar.

Laufey Ólafsdóttir, 9.10.2008 kl. 13:33

9 identicon

Svona...kona tekinn viđ í Landsbankanum, strákarnir sendir í sturtu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 9.10.2008 kl. 13:59

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2008 kl. 14:04

11 Smámynd: Laufey B Waage

Ţetta međ bókvitiđ sem verđur ekki í askana látiđ er auđvitađ löngu úrelt. Ţađ er kominn tími til ađ nútíma íslendingar fari ađ borđa minna og lesa meira (alvöru bćkur - ekki bara á tölvuskjá).

Laufey B Waage, 9.10.2008 kl. 14:53

12 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ć! Sammála, mikiđ kannast ég viđ ţetta. Börnin mín kvörtuđu einmitt undan ţví sama ađ ég hyrfi inn í annan heim ţegar ég vćri ađ lesa og hćgt ađ ná sambandi viđ mig.

Steingerđur Steinarsdóttir, 9.10.2008 kl. 14:56

13 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 9.10.2008 kl. 17:00

14 Smámynd: Sesselja  Fjóla Ţorsteinsdóttir

Í kvöld tek ég mér bók í hönd.  Gott ađ falla međ bókinni í annan heim um stund.

Sesselja Fjóla Ţorsteinsdóttir, 9.10.2008 kl. 17:27

15 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Alveg sammála, madur getur algerlega lokad heiminn úti ef madur kemst í góda bók.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.