Þriðjudagur, 7. október 2008
Fokkmerkið
Það hlýtur að vera sárt fyrir þá sem hafa trúað því inn að innstu hjartans rótum að Bandaríkjamenn væru vinir Íslands.
Það hlakkar alls ekki í mér, svo langt því frá, að annað hefur komið á daginn.
Mér hefur reyndar alltaf fundist að vinátta Kana sé algjörlega í réttu hlutfalli við notagildi "vinanna".
Ég sá Össur bálreiðan í viðtali í Stöð 2 þar sem hann segir að Bandaríkjamenn hafi sent Íslandi fingurinn. Því til áréttingar sýndi ráðherrann okkur fingurinn, sár og dapur.
Ég held að svipað megi segja um Rússa og vináttu. Að þeir séu ekki skömminni skárri en hin stórþjóðin. Notagildið er mælikvarðinn á vináttuna þar líka held ég.
En af einhverjum orsökum vilja þeir lána okkur, amk. lítur allt út fyrir það.
Þá hneigir maður sig bara og segir takk kæru kammíratar.
Bandarísk valdapólitík sökkar eins og hún hefur alltaf gert.
Ekkert nýtt þar á bæ.
Þurfum að leita nýrra vina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Spashiba.... held þetta sé rússneska og þýði takk... getur samt verið eitthvað allt annað...
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 12:56
Ef ég man rétt þá þýðir það skál...sem er reyndar alveg jafn viðeigandi...ég er samt ekki viss :P
Árni Þór Eiríksson, 7.10.2008 kl. 13:02
Ætlar þú þá ekki líka að þakka Bandaríkjamönnum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir okkur í gegnum tíðina!!!
Af hverju ættu Bandaríkjamenn að lána okkur. Þetta er svo yndislega fyndið, og sýnir hva mannskepnan og fólk er heimskt. Össur fer í fýlu ef Bandaríkjamenn lána okkur ekki(þeir höfðu líklega góðar ástæður fyrir því, sbr. heimskulega frjálshyggju á Íslandi). Síðan svarar hann, þegar leitað er til hans um lán, að ekki geti hver sem er komið og fengið lán hjá ríkinu, m.ö.o. það verði að skoða lánstraust viðkomandi aðila.
Hvað íslenska þjóðin getur verið heimsk
Jóhannes (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:04
ég er nú bara eins og Hans og Gréta í öllu þessu máli. Rammvillt.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 13:13
Hvort er skárra að skulda Bush eða kannski bráðum Palin og co....
Eða Putin og co.......
Af tvennu illu......
Ég hef aldrei þolað hvað Íslendingar eru miklar Ameríku rassasleikjur og því kýs ég að skulda Rússum en Könum!
Da Da Da......
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:18
djö...jakkafatakallar...það gamla góða er best - að skulda engum neitt..en það er víst orðið of seint að spá í það fyrir Ísland, jakkafatakarlarnir eru búnir að koma okkur á hausinn. Rússar - USA úff, hvorugur valkosturinn góður, ég er skíthrædd við báðar þessar klikkuðu stórþjóðir, vill ekki sjá þær nálægt okkur!!
Baráttukveðjur!!
alva (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:11
Nastrovia! Langar samt ekkert til að skála við stóra bróður í austri.
Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 14:34
Já þegar kreppir að kemur í ljós hvort maður á vini eður ei..
Líney, 7.10.2008 kl. 14:40
Spurningin hjá mér er þessi; getum við treyst stjórnmálamönnum, sem hafa reynst jafn glámskyggnir og kærulausir og nú verandi stjórnvöld hafa sýnt sig að vera? ætli það sé ekki alvarlegasti hluturinn í þessu öllu. Af hverju var ekki hlustað á alla þá sem vit hafa á, þegar þeir hafa nú í fleiri mánuði varað við þessu öllu saman ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2008 kl. 14:48
Já, við Íslendingar erum ekki fyrstir til að komast að því að það er valt að treysta veldi höfðingjanna þegar þeir eru góðglaðir. Ýmislegt dúkkar nefnilega upp þegar víman rennur af mönnum.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 15:03
Einmitt Líney,þegar kreppir að koma hinir sönnu vinir í ljós.Þetta á við í svo mörgu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:04
Utanríkispólitík Íslendinga hefur hingað til falist í því að bjóða erlendum þjóðum aðgang að landinu fyrir greiðslu og fyrirgreiðslu. Bandaríkin voru hið rísandi veldi upp úr lýðveldisstofnun og því var talað við þá. Nú hafa þeir nóg að gera við að reyna að halda sýnum efnahag saman meðan Rússar eiga aur og því væri það samkvæmt utanríkispólitískri hefð á Íslandi að Reyna að selja Rússum Miðnesheiðina og Hvalfjörðinn undir hernaðarbrölt sitt.
Aðrir mögulegir kaupendur á þjóðarskútunni eru Norðmenn, en hætt er við að við yrðum fljótt varanlegur hluti landsins.
Hver svo sem endar á að hlaupa undir bagga með okkur mun ekki gera það skilmálalaust og því er nú bara spurning hver býður besta samninginn. Velji landið að veðra þetta eitt og sér fellst það í því að svíkja sparifjáreigendur í Bretlandi sem og aðra lánadrottna erlendis og mun það væntanlega koma niður á möguleikum okkar á því að selja vörur til þeirra landa. Bretar myndu kannski setja á sérstakan Íslandstoll til að greiða það sem ekki greiddist eða einfaldlega frysta eigur Íslendinga.
Héðinn Björnsson, 7.10.2008 kl. 15:15
Að fylgjast með fréttum hér í Englandi síðustu daga hefur verið dálítið undarlegt og dapurt. Dag eftir dag er Ísland í fyrstu frétt og borðarnir sem streyma stöðugt um neðri hluta skjásins endurtaka sömu fréttirnar frá Íslandi.
Í augum Breta er landið farið á hausinn og fréttamenn fylgjast með dauðateygjunum þar sem Villi Vill kemur fram og segir blákalt að þetta sé allt 20-30 manna hópi gráðugra íslendinga að kenna. Engin vill lána Íslandi nema Rússar sem voru í vandræðum með að koma illa fengnum olíuauði fyrir. Beinar útsendingar BBC frá einhverjum fréttafundum þar sem Geir H er að reyna að segja eitthvað um stöðuna virka ruglingsleg og aumingjaleg. Svo kemur auðvitað samanburðurinn og þá eru íslensku fjárlögin borin saman við árstekjur fyrirtækis eins og Marks & Spencer en þau ku vera áþekk.
Á Íslandi hefur myndast heldur betur gott gat til að þvo svolítið af því skítuga fé.- Þessi kreppa hefur sýnt og sannað að samstaða Evrópulanda er engin þegar á hólminn kemur, því hvert land grípur til sinna sérúrræða þrátt fyrir að vandinn sé í raun hnattrænn.
Svo gleypir fólk við fregnum um að Íslendingar geti jafnvel grætt á þessu öllu saman ef krónan heldur áfram að vera svona lág því þá geti Danir og Skotar komið í jólainnkaup til Íslands. Þetta gengur kannski upp hvað innlenda vörur snertir, en varla gagnvart innflutningi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 15:17
Èg hef heyrt ad kínverjar og Saudi-arabar séu ad kaupa allan heiminn og eigi mest af Wall street núna. Væri ekki vit í ad bidja thá um hjálp, Thad vantar alltaf vatn í Saudi-arabíu, væri ørugglega ekkert vitlaust fyrir thá ad hafa ísland sem nýlendu eda vatnaforda !!!
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:04
Hvernig stendur á því að enginn hefur heyrt neitt um þetta rússneska lán - nema við?
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.