Leita í fréttum mbl.is

Hamstranir og afmælisbarn dagsins

Ég vakna alltof snemma.

Klukkan rúmlega sex var ég komin fram og farin á netmiðlana.

Nú tek ég á þessu rugli í sjálfri mér.  Ég breyti engu með þessari óbeinu þátttöku í efnahagsmálum.

Mér væri nær að fara og eyða peningum.

Segi svona.

Hvað var Bónusmaðurinn að hvetja fólk til að hamstra?

Er ekki í lagi hjá manninum?  Þetta er nú beinlínis framlag til hóptaugaáfalls.

Ekki að ég hafi hlaupið út og keypt inn í gámum en ég get ímyndað mér að barnafjölskyldur hafi orðið órólegar.  Það þarf að vera til matur handa blessuðum börnunum og þetta er illa gert.

br

En að dásemd þessa dags.

Fyrir 28 árum síðan fæddist litla barnið mitt hún Sara Hrund.

Hún er með hjarta úr gulli, hún er fyndin, skemmtileg og dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Ég er svo stolt af þessari stelpu sem hefur sigrast á lesblindunni sinni og er nú í einu og hálfu námi til stúdentsprófs með tvö lítil börn.  Reyndar á hún yndislegan mann sem tekur sinn hluta af pakkanum, en Saran lætur ekki stoppa sig í að ná markmiðum sínum, það er nokkuð ljóst.´

Elsku Saran mín, við óskum þér innilega til hamingju með daginn. 

Mamma þín þarf áfallahjálp.  "Litla barnið" hennar er komin fast að þrítugu.

Það gerir mig hundgamla.

Enn og aftur, til hamingju með daginn þinn elskan mín.Heart

Ég er farin í rúm. 

Heimurinn verður að klára sig rétt á meðan ég hvílist.

Dæs.


mbl.is Bankar verða opnaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þessa fallegu stúlku

Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með þessa duglegu dóttir þína Jenný

Huld S. Ringsted, 7.10.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með daginn Sara Hrund.

´Varðandi að fólk sé að hamstra...... var þetta ekki bara eitthvað sölutrix hjá bónuskallinum ??

Ekki rauk ég af stað. Þó að ástandið sé slæmt, þá er það ekki orðið svo slæmt.

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 7.10.2008 kl. 08:02

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með Söru og............hérna, bankana

Þröstur Unnar, 7.10.2008 kl. 08:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með Söruna og lífið

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 08:26

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilegar hamingjuóskir. Ég þekki lesblinduna og mín dúlla barðist eins og hetja og tók stúdentsprófið með sínum jafnöldrum.  Við erum heppnar konur Jenný með börnin okkar. 

Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 08:37

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hvíldu þig nú, Jenný og komdu endurnærð til að bjarga landinu...... þú getur að minnsta kosti fengið okkur til að brosa í amstri dagsins með hressilegum skrifum þínum.

Til hamingju með dóttur þína  ....flott stelpa sem þú hefur getið af þér, skil vel að þú sért stolt!!

Lilja G. Bolladóttir, 7.10.2008 kl. 08:51

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Jenný mín,innilegar hamingjuóskir með elsku dóttur þína

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.10.2008 kl. 08:59

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góðan daginn.

Hjartanlega til hamingju með gimsteininn þinn. Þarna eru nú aldeilis auðæfi sem þú býrð að. Frábært hjá henni að drífa sig í nám. Þekki það sjálfur hvað það er mikið átak að fara í skóla aftur. 

Samgleðst þér innilega.

Knús  

Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 08:59

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með stelpuna þína. Sofðu nú ekki of lengi því við þurfum núna fólk með samvisku til að minna okkur á hvað er rétt og hvað rangt.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:00

11 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með stúlkuna þína.

Laufey B Waage, 7.10.2008 kl. 09:05

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með stelpuna þína

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 09:21

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með stelpuskottið þitt. Undarlegt hvað  börnin okkar eldast miklu hraðar en við!

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:29

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir kveðjurnar.  Hún á eftir að fara hjá sér stelpan.

Múha, er ekki gaman að lifa?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 10:06

15 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með Fallegu dóttir þína

Brynja skordal, 7.10.2008 kl. 10:53

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

til lukku með "ungugömlu" dolluna þína!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.