Mánudagur, 6. október 2008
Ertu veikur - ekki gera neitt í því
Evan Handler öðru nafni "maðurinn hennar Charlotte í Sex and the City, heldur að hann sé að boða einhverjar nýjungar þegar hann hvetur sjúklinga til að óhlýðnast læknum sínum.
Halló krúsífer tíuárumsíðareðalengurmeðfréttirnar. Ég hef gert óhlýðni við lækna að miðnafni mínu, ég hef meira segja gert svona læknaóþekkt að keppnisgrein.
Án þess að ég ætli að fara að opinbera aðra en sjálfa mig hér á þessari bloggsíðu þá get ég upplýst að mamma mín hún Anna Björg er ekki léleg í þessari íþrótt.
Í gegnum tíðina hafa læknar ráðið mér heilt þá sjaldan ég hef þurft á fund þeirra að sækja.
Þú þarft að vinna minna, borða betur, sofa meira, taka vítamínin þín, borða morgunmat, absólútt borða morgunmat og svona yfirleitt BORÐA og hætta að REYKJA.
Ég alveg: Jájá. Ladídadída. Væl í þessum mönnum, hugsaði ég og hélt áfram að reykja, gleyma að borða, sofa 4-5 klukkutíma á sólarhring.
Merkilegt nokk þá slapp ég nokkurn veginn lifandi þrátt fyrir að hafa sent þessum elskum fokkmerkið í huganum um áratuga skeið.
Seinni ár þegar heilsufarið fór að setja stein í götu mína mætti ætla að ég hafi setið og hlustað með öllum mínum eyrum.
Á meðan mér voru lagðar lífsreglurnar hugsaði ég alveg: Heyrðu hvenær ætlarðu að bjóða mér eitthvað við ástandinu. Eitthvað krassandi sem svæfir, róar og kemur í veg fyrir að ég þurfi að hafa fyrir þessu sjálf?
Ef það kom ekki nú þá tók ég dauðaatriði Hamlets á skrifstofugólfi læknisins og eftir gífurlega margar tilraunir tókst mér að kría út svefn og meððí. Ég verið svo heppin (allt eftir því hvernig á það er litið) að ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið að drepast úr samviskusemi og verið tregir á lyfseðlalausnir.
The rest is history.
En án gríns, Evan Handler er ekki að hvetja til þeirrar óhlýðni sem ég er að skrifa um hér, heldur hvetur hann sjúklinga til að fylgjast með og taka ábyrgð á eigin meðferð. Sem er auðvitað rétt og satt.
En varðandi fíflið mig sem þurfti hálfa ævina til að þekkja minn vitjunartíma og læra að þiggja ráð og aðstoð, þá var það rauður þráður í gegnum alla mína sjúkrasögu sem var ekki mjög stór eða umfangsmikil lengst framan af að opírera eftir hinni gullnu reglu sjálfbirgingsins.
Segi læknirinn þér að taka 2 töflur að morgni, svo ég taki dæmi, þá tók ég amk. tvisvar sinnum meira.
Af hverju?
Jú ég svona greind eða þannig reiknaði dæmið út sem svo að læknar væru svo hryllilega varkárir að þeir létu fólk örugglega taka allt of lítið að öllu.
Er það nema von að ég hafi lagst í rúmið fárveik einu sinni þegar ég úðaði í mig stórum skammti af fúkkalyfjum af því ég nennti ekki að dreifa töflunum niður á daginn.
Það gerir maganum í manni hluti.
Arg í boðinu.
Er Geir vaknaður og kannski með fréttir?
Hvetur sjúklinga til að óhlýðnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2986834
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góðan daginn. Geir er löngu vaknaður ja nema hann hefi tekið eina fyrir svefninn og sofið yfir sig.
Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 09:16
Góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 09:41
Þú ert óborganleg hahaha. Hundskastu nú til að borða morgunverð, vítamín, hreyfa þig og sofa 6-8 tíma á sólarhring. Koma svo !!!!!!!!!!!
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 6.10.2008 kl. 10:15
Ég treysti þessu fólki ekki fyrir lífeyrissjóðunum. Látið þá bara vera þetta eru okkar peningar og við fáum þá aldrei aftur. Trúir einhver öðru? Hvað ætli sú gjörð kosti okkur í lífeyrisgreiðslum þegar fram líða stundir?
Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 10:25
Öll þessi fundahöld hafa litlu skilað, sýnist mér. Bjóst við að Gullfoss yrði seldur eða eitthvað ... Góðan daginn annars.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2008 kl. 10:43
Ég er greinilega að koma með komment á vitlausum stöðum vona að mér fyrirgefist það. Er samt ekki svona í höfðinu af pilluáti.
Einu sinni var ég í konuskoðun á Lansanum. Með lækninum var lið af kandídötum sem þurftu að fá að "prófa" og á endanum var ég orðin svo leið á þessu poti að ég snéri mér að skúringakonunni og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa líka!! Það hafði enginn nema ég húmor fyrir þessu!
Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 11:04
HAHAHA Rut, frábært.
Jenný óþekktarangi. Hvort ég kveiki á læknaleikritunum. En það er staðreynd að fullt af fólki hefur bætt við lífsgæði og sumir náð bata , með því að leita annara leiða en einstefnugatna læknanna. Er ekki að gera lítið úr læknum. En mín heilsa er ekki þeirra einkamál, heldur hef ég eitthvað með það að segja.
Einar Örn Einarsson, 6.10.2008 kl. 11:54
já ég fer hina leiðina með þessa lækna, þeir eru þar og ég er hér...svínvirkar
Ragnheiður , 6.10.2008 kl. 12:31
Ragga: Hahahaha,
Einar Örn: Nákvæmlega.
Rut: Góð.
Takk öll fyrir skemmtileg komment á þessum gráa degi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.