Leita í fréttum mbl.is

Þökk fyrir þátt

Það sést á sjónvarpsdagskrá RÚV að það er komið haust.

Tveir íslenskir þættir eftir fréttir. 

Spaugstofan svona og svona, ég held að hún sé komin á leiðarenda, ansi þreytt svona en ég brosti alveg.

Svo er það nýi þátturinn "Gott kvöld".  Mér sýnist þetta vera íslenska útgáfan af "This is your live".

Það er ekki leyndarmál að mér finnst vera offramboð af þeim ágæta manni Bubba Mortens. 

Þessa dagana er hann áberandi.  Hann hefur tapað skrilljónum á hlutabréfakaupum og hann er bálreiður eins og hann sagði sjálfur í Íslandi í dag á föstudaginn.

Bubbi hefur boðað til mótmæla í næstu viku fyrir utan Alþingishúsið.  Eða er það hvatningarfundur til að fá ráðamenn til að gera eitthvað?  Annaðhvort.  Men hur som hälst þá get ég ekki samsamað mig Bubba í þessu máli.  Ég tilheyri þeim sem eiga ekki hlutabréf en á drullu erfitt með að láta enda ná saman og mér sýnist það eiga eftir að versna verulega.

Hlutabréfafólkið er í annarri katagóríu.

Já og Bubbi vill láta súa Hannesi Smárasyni.

En varðandi þennan þátt þá ætla ég að bíða og sjá hverju fram vindur.

Kannski ég verði bara þakklát fyrir að RÚV skuli draga fram listamenn og búa til um þá skemmtiþætti, sérstaklega svona fólk eins og Bubba sem maður veit svo lítið um.

Hér lýt ég í gólf af eintómu helvítis þakklæti.

Pirrrrrrrrrrrrrrr

Þátturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

þú kant ekki að tala undir rós Jenný Anna.  Mér fannst "Bubba þátturinn" mjög góður og Spaugstofan betri en síðast, en kannski er ég bara í þannig skapi.

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún: Ég var alveg þokkalega sátt við Spaugstofuna, en er á því að það sé kominn tími á að hleypa yngri mönnum að.

Bubbinn á sínar fínu hliðar, minnir mig, það er svo langt síðan að ég hef heyrt eða frétt af manninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sko og sko - þeir sem kaupa hlutabréf vita að það er áhætta sem fylgir slíkum kaupum.  Hver man ekki eftir Decode?  Þeir sem ekki vilja taka áhættu fjárfesta í ríkisskuldabréfum, setja inná vaxtareikning eða safna flöskum (þær missa aldrei verðgildi sitt)........

Hlutabréf er áhættusamt og það vita alllir sem hafa eitthvað vit í kollinum.  Sem Bubbi hefur ekki........ svo má arga og garga yfir því að hafa farið í rangar fjárfestingar.  Ferlega þoli ég illa svona fólk.  Þeir sem ekkert eiga geta ekki fjárfest í hlutabréfum og þessvegna ekki tapað á þeim.  Þessir asnar ættu að spá í það.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég var nokkuð sáttur við þáttinn með Bubba.  Þátturinn var þokkalega fjölbreyttur og enginn liður í honum teygður um of.  Það var kannski dálítið fyrirsjáanlegt að Gréta dóttir hans myndi syngja og Bubba-eftirhermurnar myndu troða upp.  Ég var svo viss um þetta með eftirhermurnar að ég reiknaði með Pálma Gests líka í þann hóp.

  Allir komu vel frá sínu hlutverki.  Gréta söng vel.  Óli Palli er glettilega góður gítaleikari.  Ekkert kom verulega á óvart en þátturinn var ágæt skemmtun.

  Það hefði verið gaman að sjá innslag frá því er Bubbi var sem villtastur í rokkinu.  Jafnvel klippusafn með Utangarðsmönnum,  Egói,  Das kapital og fleiri ágætum hljómsveitum.  Svona rétt til að vega upp á móti því hvað öll músíkin og framsetningin var þægileg þarna.

  Ég man þegar Utangarðsmenn mættu útúrspíttaðir í upptökuver sjónvarpsins 1980 hjá Hemma Gunn og til öryggis var slegin upp girðing umhverfis þá til að myndavélar væru ekki í hættu fyrir þessum "villimönnum".

Jens Guð, 5.10.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens: Takk fyrir þennan fróðleik. 

Lísa: Ég vorkenni ekki þessu fólki sem er að spila með peninga með hlutabréfakaupum.  Við erum því sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 00:35

6 identicon

Mér fannst þetta ágætur þáttur. Ég hafði satt að segja ekki miklar væntingar sökum konseptisins og fyrsta viðmælandans. En þetta gekk bara nokkuð vel upp, all things considered, imho, og etc. á góðri íslensku.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:53

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þau voru falleg saman Bubbi og Gréta og þau sungu svo yndislega vel saman Mamma hennar er dóttir Gunnars frænda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband