Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Hilma og Gummi

Ég stend á haus.  Hér eru bæði börnin með ælupest.  Það er kastað upp í öllum herbergjum.

Það er þessi tími, hver pestin rekur aðra.

Ég er að bíða með að hringja í foreldra barnanna og leyfa þeim að sofa aðeins.

Hér vöknuðum við klukkan sex og köstuðum upp saman.  Sætt.

En þessi færsla er ekki tileinkuð uppköstum dagsins.

Hún er tileinkuð systkinum mínum þeim Hilmu og Gumma.

Hilma er sóandsó gömul í dag.

Gummi er fertugur.

Til hamingju dúllurnar mínar. 

Skrýtið þegar systkini taka upp á því að fæðast sama daginn.  Bömmer að geta ekki átt afmælisdaginn sinn í friði.

Okei, ekki þeim að kenna, það er örugglega mömmu að kenna.

Kem að vörmu.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Gaman að kasta upp saman.....Um þetta snýst fjölskyldulíf..

Gulli litli, 4.10.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svakalegt... gangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Morning dear.

.........hrfffffmp.... kallin 42ja en konan viðkvæm fyrir aldri?

Skrítið þetta með aldurskomplexa kvenndýra.

Þröstur Unnar, 4.10.2008 kl. 09:26

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ojojoj ælupest í gangi.  Til hamingju með systur og bróður og knús inn í daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með systkinin. Verður ekki svaka partý í kvöld, - áttræðisafmæli?

Þið verðið vonandi búin að hrista af ykkur gubbuna fyrir kvöldið. 

Laufey B Waage, 4.10.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þau eru ekki tvíburar.  Hún er á "óræðum" aldri hann er fertugur.

Haha, nei ekkert partí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 10:03

7 identicon

Tillitssamt af þeim að fæðast sama daginn. Veit t.d. að það hefur bjargað miklu fyrir fólk á mínum bæ að dæturnar skuli báðar fæddar á 16. degi mánaðar þó að það sé ekki í sama mánuði. Til hamingju með systkinin. Knús í bæinn

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:59

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Til hamingju með afmælisbörnin.  Ferlega hlýtur að vera gott að vera amma.  Tekið þátt í ælum og vælum, en bara í ákveðin tíma hringja svo í foreldrana og málið er dautt.  Hlakka til þessa tíma tilverunnar:)

knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:00

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

,, það er gaman að kast'upp saman, því það er svo gaman að kast'upp saman, það er gaman að kast'upp saman, þá líður öllum veeeeel "

Óska þeim batnaðar!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:27

10 identicon

Köstum upp saman.Þetta minni óneitanlega á sveitaball í denn.Þar fóru vinkonur( eða ekki ),köstuðu upp saman og pissuðu í kór líka.Sem sagt partý hjá þér.Til hamingju með systkinin

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:39

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með systkini þín ! vonandi batnar gubbupestin sem fyrst !

Sunna Dóra Möller, 4.10.2008 kl. 12:32

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvað tengir fjölskylduna betur saman en hópæla? góða helgi!

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 12:32

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Úff

Gangi ykkur vel með þennan viðbjóð...veit ekki margt verra en ælu....

En..til hamingju með systkinin......

Bergljót Hreinsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:44

14 identicon

takk fyrir sæta mín

Hilma (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband